Íslendingur - 23.06.1954, Page 5
MiÖvikudagur 23. júrú 1954
ISLENDINGUR
gamall missti hann móður sína
og 9 ára gamall fluttist hann
norður í Eyjafjörð með föður
sínum, Jóhanni Rist, sem lengst
af bjó á Botni í Hrafnagilshreppi.
Á unglingsárunum var Lárus
fremur óframfærinn og hlédræg-
ur, en undir niðri bjó í honum
útþrá og lifandi framfarahugur.
Þótt efnahagurinn væri þröngur,
braut hann sér leið til farsællar
menntunar innanlands og utan,
og 27 ára gamall hafði hann í
Kaupmannahöfn lokið kennara-
prófi í leikfimi og sundi. Upp úr
því hófst hið mikla og ósérplægna
siarf hans hér á Akureyri. —
Hann hefir ritað æviminningar
sínar, merka bók, sem allir hafa
gott af að kynna sér, bæði til
skemmtunar og fróðleiks. Allir
rosknir menn og konur hér um
slóðir minnast þess, þegar Lárus
synti á skömmum tíma yfir Odd-
eyrarál, í öllum sjóklæðum, en
varpaði þeim af sér smám saman
á leiðinni. Hann hefir aldrei vilj-
að kalla það neitt afrek, enda var
tilgangurinn ekki sá, heldur vildi
hann aðeins sýna, hve mikils heil-
brigð þjálfun og kunnátta má sín.
Hann hefir líka ævinlega brýnt
það fyrir æskulýðnum, að forðast
beri allt ofurkapp og metasýki.
Lárus hefir reynt bæði meðlæti
og mótlæti á langri ævi. Hann
missti ástríka og mikilhæfa konu
sína frá stórum barnahóp eftir
tíu ára sambúð, og síðar tvo eink-
ar vel gefna syni á bezta aldri.
Hann er tilfinningamaður, og ást-
vinamissirinn hlaut að beygja
hann nokkuð um skeið, en karl-
mennska hans og bjartsýni hafa
alltaf fleytt honum yfir örðug-
leikana.
Nú eru liðin 19 ár, síðan Lárus
kvaddi Akureyri og settist að á
Suðurlandi. Hann hefir alla ævi
borið lilýhug til æskustöðvanna
og kunnað þar vel við sig. í mörg
ár vann hann ágætt starf í Hvera
gerði, en síðustu árin hefir hann
dvalizt hjá börnum sínum þar
syðra. Þó á Akureyri enn mikil
og góð ítök í Lárusi. Hann kemur
við og við norður og dvelst hér
um tíma, lítur inn til vina og
vandamanna, rifjar upp með þeim
gamlar minningar og spjallar um
daginn og veginn — alls staðar
aufúsugestur.
Við, sem þekkt höfum Lárus
frá barnæsku, kynnzt starfi hans
og lært að meta það,.óskum hon-
um allra heilla og að hann eigi
enn eftir að heimsækja oft Akur-
eyri og Eyjafjörð.
/. R.
íþróttabandalag Akuieyrar
gekkst fyrir því í tilefni af afmæli
Lárusar að 300 trjáplöntur væru
keyplar og gefnar til gróðursetn-
ingar að Botni. Á fimmtudagskv.
24. þ. m. verður farið fram eftir
og plönturnar gróðursettar. Farið
verður frá Hótel KEA kl. 7.20.
___*_____
Frá Ferðafélagi Akureyrar. Næstu
kvöldferðir félagsins verða á miðviku-
dag 23. júní n.k. að Dalvík og Karlsá
og viðvikudag 30. júní Fnjóskárdalur
og Svalbarðsströnd (hringferð. Farið
verður frá Stefni kl. 8.00 um kveldið.
Farmiða verður að taka fyrir kl. 5.00
eftir hádegi.
Jónas G. Rafnar, alþingismaður:
»Óshaban íslands«
Fullveldisræða flutt á 10 ára
afmælishátíð lýðveldisins
Þjóðir, sem endurheimt hafa
sjálfstæði sitt, eftir að hafa búið
við erlenda áþján, um lengri eða
skennnri tíma, minnast þess venju
lega árlega á hátíðlegan hátt.
Þannig er því einnig farið um
okkur íslendinga — og við minn-
umst sjálfstæðisbaráttunnar og
fullveldisins á fæðingardegi
mannsins, sem mest kemur við
sögu í frelsisbaráttunni og drýgst-
an átti hlutinn í, að árangur náð-
ist.
íslenzka lýðveldið var form-
lega stofnað á Alþingi þann 17.
júní árið 1944, á fæðingardegi
Jóns forseta Sigurðssonar. Með
vali þess dags vildi þjóðin enn
einu sinni, og um alla framtíð,
færa Jóni Sigurðssyni þakkir sín-
ar fyrir ævilangt starf, sem helgað
var íslenzku fólki og íslenzkum
málstað. Minningin um Jón Sig-
urðsson getur aldrei orðið nógu
rík með þjóðinni. Það færi því
vel á því, að komandi kynslóðir
íslendinga rifjuðu upp fyrir sér
æviferil hans og störf í hvert
skipti, sem þær fagna fullveldinu.
Betra fordæmi getur enginn ís-
lendingur haft fyrir augunum í
I.'fsbaráttunni, hvort heldur er í
blíðu eða stríðu.
Það er mesta gæfa hverrar þj óð
ar að eiga mikilhæfa forvígis-
menn á örlagastundu. Hjá Jóni
Sigurðssyni voru flestir þeir eig-
inleikar sameinaðir, sem gert gátu
einn mann hæfan til forustu. Elju-
semi hans, gáfur, glæsimennska
og ekki sízt bjargföst trú hans á
ríki með framtíðina brosandi við
ser.
Ég held, að við lestur íslands-
sögunnar verði öllum hugstæð
barátta Jóns biskups Arasonar
gegn erindrekum konungsvalds-
ins, sem með valdi vildu knýja
landsmenn lil sinnaskipta í trú
málum. Andstaða Jóns biskups
og þeirra, er honum fylgdu að
málum, var að því leyti sjálfstæð-
isbarátta, að hún beindist að því
að íslendingar mættu halda trú
feðra sinna óáreittir af dönsku
valdboði. Eftir fall biskups færð-
ist danska valdið óðfluga í auk-
ana, sölsaði undir sig beztu jarð-
eignirnar í landinu og herti yfir-
leitt alls staðar tökin eins og sag-
an greinir Ijóslega frá. Döprustu
áfangarnir í þeirri sorgarsögu
eru tengdir við árin 1602, er öll
verzlun landsmanna var hneppt í
þrældómsfjötra og árið 1660, er
íslendingar með erfðahyllingunni
í Kópavogi voru kúgaðir til þess
að gangast skilyrðislaust undir
arfgengt einveldi Danakonungs.
Fyrst upp úr miðri 18. öld er
gerð tilraun af mætum mönnum,
eins og Skúla landfógeta Magnús-
syni, Eggert Ólafssyni og Magnúsi
Gíslasyni, fyrsta íslenzka amt-
manninum, til þess að rétta við
atvinnuvegina, sem komnir voru
í hina mestu niðurlægingu, og
hrinda af verzlunarokinu. Enda
þó!t sú barátta hæri ekki tilætlað-
an árangur, er hún þó með merk-
ustu þáttunum í sjálfsbjargarvið
leitni þjóðarinnar á liðnum ár-
öllum örðugleikum bauð byrgin.
Á hátíðisdögum, sem 17. júní,
hlýtur hugurinn að hvarfla að
liðnum atburðum í sögu þjóðar-
innar. Margs er að minnast, bæði
skins og skúra. í stuttri ræðu, sem
þessari, er ekki unnt að gera bar-
áltu þjóðarinnar fyrir frelsi sínu
— og ég vil segja lífi — nokkur
veruleg skil. Aðeins hægt að
stikla á nokkrum atriðum og á-
föngum. Vandasamt er að velja
og hafna, þar sem svo margt kem-
ur til greina og margir eiga hlut
að máli. En eitt verðum við að
hafa hugfast, þegar litið er yfit
söguna, að á bak við alla atburð-
ina, sem í frásögur þykja fær-
andi, og mennina, sem hæst ber
og ljóminn stendur af, er hin
hljóðláta lífsbarátta alþýðunnar
til sjávar og sveita, fólksins, sem
aldrei gafst upp, á hverju sem
gekk. Án baráttu þessa fólks, allra
þessara mörgu einstaklinga í
gegnum aldirnar, væri ísland nú
ekki í dag sjálfstætt menningar-
máls'að og framtíð þjóðarinnar, | um, og fyrsta raunhæfa skrefið í
tryggðu fremur en nokkuð ann-. þá áttina að bægja burtu erlendu
að sigurinn í Sjálfstæðisbarátt-1 ofurvaldi, sem hugsaði um það
unni. Hans verður því jafnanjeitt að mata krókinn á kostnað
minnst sem brautryðjandans, er landsmanna. Skúli Magnússon var
atorkumaður, með næman skiln-
ing á þörfum íslenzkra atvinnu-
vega. Hann vildi auka útgerðina,
efla landbúnaðinn og koma upp
verksmiðjum, sem ynnu úr ís-
lenzkum afurðum. Hann barðist
fyrir því af alefli að fá verzlunar-
háttunum og fyrirkomulaginu
breytt, sem saug merginh úr þjóð
inni og arðrændi á allan hátt.
Hugsjón hans var blómlegt at-
hafnalíf á Islandi, sem gerði þjóð
inni fært að búa sem mest að
sínu og standa á eigin fótum. —
íslendingar munu því jafnan
minnast Skúla fógeta með virð-
ingu og þakklæti.
Fyrir miðja 19. öldina fer
vakningaralda Fjölnismanna eins
og vorhlær um landið. Henni
fylgir vaxandi trú á landið og á-
kveðin og einörð krafa um aukið
sjálfsforræði. Um það leyti verð-
ur vart frelsis- og þjóðernishreyf-
inga í öllum löndum Evrópu, og
skilningur margra valdamanna
fyrir rétti og tilveru smáþjóð-
anna glæðist. Þessi breyttu við-
horf hafa einnig sín áhrif hér á
landi, þótt fjarlægt væri umheim-
inum og langt á eftir þróuninni í
flestum greinum. Næstu áfang-
arnir á öldinni verða endurreisn
Alþingis árið 1843, er það fær
ráðgefandi vald, þjóðfundurinn í
Reykjavík 1851, er markaði stefn-
una, og svo að lokum gildistaka
stjórnarskrárinnar 1874, en með
henni færðist löggjafarvaldið í
hendur Alþingis og konungs sam-
eiginlega, og staðfesting fæst á
skiptum fjárhag á milli íslands
og Danmerkur.
Eftir aldamótin ber þrjá at-
burði hæst í sjálfstæðisbarátt-
unni, og er þá öllum ljóst, að
hverju stefnir. Árið 1904 kemur
fyrst ábyrg, innlend stjórn með
ráðherra búsettum í Reykjavík.
Var fimmtíu ára afmælis þess
merkisatburðar minnst á síðast-
liðnum vetri. Með Sambandslög-
unum 1918 verður ísland frjálst
og fullvalda ríki, aðeins í kon
ungssambandi við Danmörku, og
26 árum síðar, þann 17. júní
1944, er lokatakmarkinu náð með
stofnun lýðveldisins.
Ég hefi nú aðeins drepið á
nokkra atburði, sem talizt geta
með hæstu tindunum í sjálfstæð-
isbaráttunni. Allir eiga þeir sér
sinn aðdraganda, misjafnlega
langan, og sína baráttu. Þar koma
margir við sögu, nöfn, sem þjóð-
in þekkir og metur að verðleik-
um. En ótaldir eru þeir menn og
konur, sem með atorku sinni og
skínandi fordæmi blésu kjarki í
landslýðinn, er erfiðast horfði,
og flestar bjargir virtust bannað-
ar. Það fer ekki hjá því, að sá,
sem kynnir sér sögu þjóðarinnar,
undrist yfir, og dáist að, hinni ó-
drepandi seiglu íslendingsins.
Hvað eftir annað gerast atvik,
sem virðast ætla að ríða lands-
fólkinu að fullu, eða að minnsta
kosti þurrka út menningarlíf á ís-
landi. Annálar og ótal aðrar heim
ildir skýra frá náttúruhamförum,
eldgosum og hafís, sem valda felli
búpenings og hungursneyð meðal
landsmanna, og skæðar drepsóttir
eyða heilum byggðarlögum. En
þrátt fyrir allar þessar hörmung-
ar, sem skilningsleysi og ónytj-
ungsháttur erlendra valdhafa ger-
ir enn þungbærari, lifir þjóðin og
teygar af nægtabrunnum fornrar
menningar og bókmennta.
Um það hefir aldrei verið deilt,
að Jón Sigurðsson væri sá mað-
urinn, sem mestan og beztan þátt-
inn hafi átt í því, að árangur náð-
ist í sjálfstæðisbaráttunni. Um
Jón Sigurðsson, forseta, má segja,
að hann hafi verið frábær gáfu-
og hæfileikamaður. Og hann not-
aði þessar guðsgjafir til þess að
vinna fyrir málstað þjóðar sinn-
ar og framtíð. í því starfi var Jón
Sigurðsson alla ævina heill og ó-
skiptur. Engin fórn var honum of
mikil, ef hagur og velferð íslands
var annars vegar. Með undra-
verðri elju og skarpskyggni rann-
sakaði hann sögu íslands, kynnti
sér allar heimildir, sem haft gætu
þýðingu fyrir réttarstöðu lands-
ins, og skipulagði sóknina fyrir
endurheimt sjálfstæðisins. Eins
og góðum málflutningsmanni
samir studdi hann allar kröfm'
íslendinga á hendur Dönum með
rökum. Jón Sigurðsson var hvorki
slagorðanna né tilfinninganna
maður, ef svo má að orði komast,
heldur rakanna maður. Hann
skýrði sitt mál með ljósum orð-
um, studdi sínar staðhæfingar
með tilvitnunum í ótal heimildir
og ályktaði skýrt og raunhæft.
Það þarf enginn að blaða lengi
í ritum Jóns Sigurðssonar til
þess að komast að raun mn,
hversu óvenju fjölhæfur og fróð-
ur maður er þar á ferðinni. Og
hann virðist sjá lengra fram í
tímann — skynja nálægð atburð-
anna — en flestir aðrir samtíðar-
menn hans. Hann þekkir þá
menn, sem við er að eiga, og veit
hvaða tök á að nota.
í Nýjurn Félagsritum, sem út
komu skömmu eftir endurreisn
Alþingis, er grein eftir Jón Sig-
urðsson, sem nefnist „Alþingi á
íslandi“. í grein þessari kemur
skýrt fram viðhorf hans til flestra
þeirra mála, er þá voru efst á