Íslendingur - 28.07.1954, Blaðsíða 1
Tveir ungir menn
drnkkna
Það sviplega slys varð á togar-
anum Kaldbak 17. þ. m., er hann
var á leið frá Reykjavík út á mið-
in, að einn skipverja féll fyrir
borð og drukknaði. Varð enginn
slyssins var, og var skipverjans
fyrst saknað, er skipið var komið
all-langt vestur í flóa. Var síðan
siglt til Patreksfjarðar, þar sem
sjópróf fóru fram, en ekkert varð
upplýst um, með hverjum hætti
þessi hörmulegi atburður hafði
að borið.
Skipverjinn var Hallur Antons-
son Rauðumýri 14 hér í bæ, tæp-
lega tvitugur að aldri, sonur hjón-
anna Margrétar Vilmundsdóttur
og Antons Sigurjónssonar.
Þá vildi annað sviplegt slys iil
úti fyrir -Norðfirði 20. þ. m. er
brezkur togari sigldi á trillubát
og klauf hann að endilöngu. Voru
tveir menn á bátnum að veiðum
og voru þeir feðgar. Tókst að
bjarga föðurnum upp í togarann,
en sonurinn, Hörður Kristinsson,
náðist ekki. Var hann um tvítugs-
aldur og lætur eftir sig unnustu.
Naður slasast í crehstri
Síðastliðið föstudagskvöld varð
all-harður árekstur á vegamótum
Brekkugötu og Gránufélagsgötu
milli bifreiðarinnar A 299 og bif-
hjólsins A 663. Kom hjólið norð-
an Brekkugötu en bifreiðin sunn-
an, og ætlaði hún að beygja nið-
ur í Gránufélagsgötu, er árekstur-
inn varð. Maðurinn á bifhjólinu,
Magnús Stefánsson Gránufélags-
götu 39, kastaðist fram af vegin-
um við áreksturinn og hlaut all-
mikil meiðsl, ristarbrotnaði og
fékk skurði eða aðra áverka á
höfði og fæti. Var hann fluttur í
sjúkrahúsið.
__4 ___
Dakota-ílugvél
lendir í Grímsey
Þann 14. þ. m. flaug Dakóta-
flugvél frá Flugfélagi íslands til
Grímseyjar og lenti á nýja flug-
vellinum þar. Með henni komu
ýmsir yfirmenn flugmála og póst-
og símamálasljóri, er afhenti við
það tækifæri fyrsta póslpokann,
sem borizt hefir til Grímseyjár
loftleiðis. Var eyjabúum nýlunda
að fá blöð dagsins til lestrar.
Um 30 Grímseyingar á öllum
aldri fóru í hringflug umhverfis
eyna og nokkrir lóku sér far til
lands með vélinni. Áður höfðu
minni flugvélar sezt þar á völl-
inn.
Kýr ýarþegavaan ó
tr rómir 41 Jarþega
En má ekki flytja nema 34 vegna ástands
vega og brúa
Síðastliðinn finnntudag varð
bæjarbúum starsýnt á nýjan lang-
ferðabíl, sem staddur var hér í
bænum, þar sem hann var stærri
og glæsilegri en aðrir slíkir bílar,
sem hér hafa áður sézt. Var hér
um að ræða nýjan fólksflutninga-
bíl, sem Norðurleið h.f. var að
taka í notkun á leiðinni Reykja-
vík—Akureyri—Reykjavík. Bauð
stjórn félagsins fréttamönnum
blaða, alþingismönnum búsettum
á Akureyri og fleiri gestum í öku-
ferð fram að Grund í Eyjafirði íil
að reyna hið nýja fafartæki.
Bifreið þessi er þýzk fram-
leiðsla og rúmar 41 farþega í
sæti. Er gangur eftir henni miðri
og svo hátt undir loft, að allir
geta gengið uppréttir, en tvö sæti
til hvorrar handar við ganginn
Eru það mjúkir og þægilegir stól-
ar með háu baki, og standa þeir
ekki alveg samhliða, svo að oln
bogarými farþegans er betra en 1
venjulegum bifreiðum. Aftan
hverju stólbaki er poki úr neti,
sem geyma má í blöð og smá-
pinkla. Loftræsting er mjög full-
komin og gluggar stórir, svo að
útsjón úr bifreiðinni er með á-
gætum.
Bifreið þessi er framleidd hjá
Daimler Benz í Stuttgart, og nefn-
ist Mercedes-Benz, en innrétting
hennar er gerð hjá Bilasmiðjunni
h.f. í Reykjavík. í bifreiðinni er
145 ha. dieselvél, er eyðir 150 1.
af hráolíu á leiðinni milli Akur-
eyrar og Reykjavíkur, en það er
helmingi minni brennsla í lítra-
tölu en við benzínkeyrðan vagn.
Aðalumboð fyrir þessa bílaverk-
3miðju á íslandi hefir h.f. Ræsir
en söluumboð hér í bæ hefir Bif-
reiðaverkstæðið Þórshamar.
Áður en þessi glæsilega bifreið
var tekin í notkun á norðurleið-
inni fór hún í ökuför suður um
Evrópu og vakti þar víða sérstaka'
athygli fyrir smekklega yfirbygg-
ingu og innréttingu. Er það út af
fyrir sig vottur þess, að íslenzkur
iðnaður muni vera samkeppnis-
fær við sams konar erlendan iðn-
að í þeirri grein.
Ferðin norður til Akureyrar
tók 12 kls!., og var það skemmri
tími en eigendur hins nýja vagns
höfðu þorað að vona. Einkum
voru það tvær brýr, sem förina
töfðu, önnur í Dalsmynni syðra
en hin á Öxnadalsá. Þarf sérstaka
nákvæmni og aðgæzlu við að
sleppa yfir þessar brýr, án þess
að vagninn snerti handriðin, en
allt tókst þetla giftusamlega. Bíl-
stjóri þessa vagns heitir Jósúa
Magnússon.
Stjórnarformaður Norðurleið-
, Ingimundur Gestsson, se
bauð til ferðarinnar fram í Eyja-
fjörð, gat þess í ávarpi, er hann
flutti við það tækifæri, að hand-
rið nokkurra brúa á norðurleið-
ni hefðu verið löguð á liðnu
iri með það fyrir augum að
• auðvelda stærri vögnum leiðina.
En þótt svo hefði verið gert, væri
leiðin enn ekki fær stærstu vögn-
um, er nú þekktust. Hefði félagið
Norðurleið t. d. ekki fengið leyfi
til að flytja nema 34 farþega í
þessum nýja vagni, sem tekur 41,
vegna þess að sumar brýrnar og
jafnvel vegurinn sums staðar
væri ekki talinn öruggur fyrir
meiri þunga. Legðu þeir því ríka
áherzlu á, að vegurinn og brýrn-
ar á þessari leið yrðu sem allra
fyrst gerð fær stærri bifreiðum
og ylti þar mjög á skilningi og
vilja Alþingis og ríkisstjórnar.
Alþingismennirnir, Jónas G.
Rafnar og Bernharð Stefánsson
tóku báðir til máls við þetta tæki-
færi. Jónas kvaðst fagna því
myndarlega átaki, sem Norðurleið
h.f. hefði gert í þá áttina að bæta
samgöngurnar milli Akureyrar og
Reykjavíkur. Að undanförnu
hefði þróunin i samgöngumálum
Framhald á 6. síðu.
Sextug
fró
ildor Ryel
Fritur gm allon heim í dig
Samningar um vopnahlé í Indó-Kína náðist
á Genfarráðstefnunni
Annað aðalmál Genfarráð-
stefnunnar var ófriðurinn í Indó-
Kína og hvernig hann yrði stöðv-
aður. Ófriður hafði geisað þar
um átta ára skeið milli Frakka og
innfæddra kommúnista, og var al-
mennt óttast um að auk'in íhlutun
í þeim ófriði gæti leitt til alls-
herjar-styrjaldar á ný. Fyrir því
vakti það víða um heim fögnuð,
að sainningar um vopnahlé í
Indó-Kína skyldu nást á ráðstefn-
unni, en það er fyrst og fremst
þakkað stjórnvizku og samninga-
lipurð Anlhony Edens og ötulleik
hins nýja forsætisráðherra
Frakka, Mendes-France, er hét
frönsku þjóðinni því, er hann íók
við völdum, að koma á friði í
Indó-Kína innan 30 daga. Var sá
tími rétt útrunninn, er samning-
arnir voru undirritaðir, og var
forsætisráðherranum mjög fagn-
að í franska þinginu, er hann
flutti því boðskapinn um frið í
Indó-Kína, cnda þótt hann teldi
ýms atriði samningsins raunaleg
og hörmuleg.
Með vopnahléssamningunum fá
kommúnistar full ráð yfir norð-
urhluta Viet-Nam, sem jafnframt
er fjölmennast, en þar búa um 13
milljónir manna (23 milljónir í
öllu fylkinu). Þarf ekki að draga
í efa, að þótt íbúunum liafi mis-
jafnlega líkað að búa við ný-
lendustjórn Frakka, muni megin-
þorra þeirra ekki þykja skipta um ■ fyrr en 11. ágúst.
Anthony Eden.
til hins betra við að vera leiddir
undir ógnarstjórn kommúnista,
og má að sönnu segja, að friður-
inn, sem nú í dag ríkir loks um
heim allan, hafi verið keyptur
all-dýru verði, en að sjálfsögðu
vilja flestir einhverju til kosta, að
friður geti ríkt meðan fært er.
Næsta viðfangsefnið mun verða
að koma á varnarsamtökum þjóð-
anna í Suðaustur-Asíu til að
vernda friðinn þar og bægja á-
gengni kommúnismans frá dyr-
um þeirra.
Nœsti útkomudagur 11. ágúst. Vegna
sumarleyfa kemur næsta bla'ð ekki út
Gunnhildur Ryel.
Það var fjölmennt að Kirkju-
hvoli, hinu fallega heimili Ryels-
hjónanna á Akureyri, síðastliðinn
sunnudag, en þá átti frú Gunn-
hildur Ryel sextugsafmæli.
Frú Gunnhildur Ryel er hverj-
um bæjarbúa kunn af ötulu ára-
tugastarfi í þágu ýmissa félags- og
líknarmála, og þá fyrst og fremst
af starfi sínu í Kvenfélaginu
Framtíðin. Gekk hún ung í þann
félagsskap og varð þar brátt í
fylkingarbrjósti í baráttunni fyrir
sjúkrahúsmálinu og öðrum líkn-
ar- og menningarmálum, svo sem
elliheimilinu, sumardvöl barna i
sveit og menntun húsmæðra. For-
rnaður félagsins var hún um 15
ára skeið og starfaði auk þess í
mörgurn nefndum, er félagið kaus
til að vinna að framgangi áhuga-
mála sinna, svo sem elliheimilis-
nefnd, spítalanefnd. kvennaskóla-
nefnd o. fl. Þá gáfu þau hjónin,
Gunnhildur og Balduin Ryel 4
dagsláttu land undir dagheimili
barna, og greiddu þannig götu
þess máls manna bezt.
Auk þeirra umsvifamiklu starfa,
er frúin hefir unnið innan Kven-
félagsins Framtíðin, hefir hún
verið kvödd til trúnaðarstarfa fyr-
ir bæjarfélagið og hið opinbera.
Er hún nú formaður skólanefndar
Húsmæðraskóla Akureyrar og á
sæti i barnaverndarnefnd.
Ryelshjónin hafa greitt götu
margra efnilegra námsmanna og
lagt fram margan skerf til góðra
mála. Fyrir fám árurn gáfu þau
Akureyrarkirkj u forkunnarfagran
og vandaðan skirnarfont, sem
vart á sinn líka í íslenzkri kirkju.
íslendingur óskar frú Gunn-
hildi Ryel gæfu og gengis á þess-
um tímamótum ævinnar.