Íslendingur


Íslendingur - 28.07.1954, Blaðsíða 4

Íslendingur - 28.07.1954, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 28. júlí 1954 yr .................................................- — —— - —— — — < Kcmiir út hvern miðvikudag. Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson, Fjólugötu 1 Sími 1375. Skrifstofa og afgreiðsla í Cránufélagsgötu 4, sfmi 1354. Skrifstofutími: Kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum aðeins 10—12. • Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Einstaklingsreksturinn sannar yfir- burði sína Hvenær sera vinstri öflin í landinu hafa haft veruleg ítök í stjórn landsins, hefir ríkisvald.ð sölsað undir sig fleiri eða færri starfsgreinar og atvinnurekstur, sem áður þótti sjálfsagt að athafna- samir og dugandi einstaklingar eða félagssamtök þeirra hefðu með höndum. Hafa þjóðnýtingarflokkarnir einkum só'.t ríkisrekstur at- vinnugreina fast. Smátt og smátt tókst þeim að fá Framsóknar- flokkinn til fylgis við sig um að koma því fram, að ríkið ræki járn- og vélsmiðju, prentsmiðju, áburðarsölu, grænmetissölu og skipaú'gerð. Hefir oltið á ýmsu með rekstur þessara ríkisstofnana, og þá einkum hinnar síðastnefndu, sem alltaf er rekin með milljóna- halla, t. d. er hallinn áællaður á fjárlögum 1954 millj. kr. Þrátt fyrir hina erfiðu reynslu af ríkisrekstri vildu vinstri flokk- arnir ekki láta staðar numið. Samgöngur á landi, þ. e. fólksflutn- ingar með bifreiðum, voru framan af í höndum eins'.akl.nga. Kristján Kristjánsson bifreiðaeigandi á Akureyri hafði fyrstur manna tekið upp fastar áætlunarferðir fyrir fólksflutningabifreiðir milli Akureyrar og Reykjavíkur og á ýmsum öðrum skemmri leið- um út frá Akureyri. Hann barðist af eigin ramleik og eigin áhuga fyrir þessum samgöngum án opinberrar aðstoðar, og má nærri geta, að þar hefir þurft kjark og áræði til á fyrstu árum þessara mann- flu'ninga, eins og veg.'rnir voru þá frums'.æðir, hlykkjóttir, holóttir og þröngir, enda mun hann hafa tapað verulega á þessum flutning- um framan af, þegar brotizt var á milli svo lengi fram eftir vetri, sem frekast var auðið. En þegar byrjunarörðugleikarnir voru yfir- stignir, þótti ekki fært, að brautryðjandinn sæti að þessum flutn- ingum, og voru þeir þá „skipulagðir“, þ. e. skipt á milli margra „sérleyfishafa“. Fólksflutningunum milli Suður- og Norðurlands var þá pm nokkur ár skipt milli Bifreiðastöðvar Akureyrar og Bifreiðastöðvar Steindórs í Reykjavík. En eftir því sem vegir bötn- uðu og brúm fjölgaði á þjóðleiðinni, tóku vinstTÍ öflin að ugga um, að sérleyfishafarnir hefðu hagnað af atvinnurekstri þessum, sem betur væri kominn óskiptur í ríkiskassann, og beitti þá ráðherra' Alþýðuflokksins sér fyrir því, að póststjórnin tæki að sér fólks- og póstflutninga milli Reykjavíkur og Akureyrar og Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. En hinn opinberi rekstur gaf ekki góða raun. Þrátt fyrir hækkuð fargjöld og litla sem enga endurnýjun ökutækjanna, voru flutningarnir reknir með verulegum halla, og lauk svo, að rik- ið var lá'ið hætta þessum misheppnaða rekstri og hann boðinn út á ný. Mynduðu þá nokkrir bifreiðastjórar með sér hlutafélag og buðu í fólksflutningana milli Suöur- og Norðurlands og hrepptu þá. Má nærri geta, að Norðurleið h.f. hefir gert þetta með hálfum huga eflir þá döpru reynslu, er fengizt hafði af rekstri póststjórn- arinnar. Vagnarnir voru úr sér gengnir, þægindasnauðir og langt á eftir tímanum. Var það því fyrsta verk Norðurleiðar að bæta vagna- kostinn, afla stærri og rúmbelri vagna, svo að sem bezt gæti farið um fólkið, sem með þeim ferðaðist. Tók þetta nokkurn tíma vegna hinna alkunnu gjaldeyrisvandræða þeirra tíma og erfiðleika á því að fá innflutningsleyfi. Eftir að rætast tók úr þeim erfiðleikum, batnaði vagnakos'ur Norðurleiðar óðfluga. Fyrir tveim árum tóku þeir upp næturferðir milli Ileykjavíkur og Akureyrar í svonefnd- um ,,svefnvagni“, sem búinn var þeim þægindum, að farþegarnir gátu sofið á leiðinni svo sem þá lysti. Og nú í sumar koma þeir með nýjan vagn á leiðina, sem rúmar 41 faiþega og er nýtízkuleg- asti vagninn, sem nú er völ á á heímsmarkaðinum. Einu erfiðleik- arnir við notkun þess vagns á norðurleiðinni eru brýrnar, sem sumar eru svo þröngar, að staka aðgæzlu þarf til að smjúga yfir þær, auk þess sem burðarþol sumra þe.rra er upp á það minnsta. Er því nauðsynlegt að hið opinbera leggi höfðuðáherzlu á að bæta hér úr sem allra fyist og miði alla vega- og hrúagerð á þessari aðal- samgönguleið milli Norður- og Suðurlands við að þola a. m. k. 20 tonna þunga, því að enginn vafi er á, að vagnar til fólks- og vöruflutninga innanlands e'ga eftir að stækka að mun, strax og vegir og brýr þola umferð þeirra, enda ber að s'efna að því af hagrænum ástæðum, sem ekki ætti að þurfa skýringa við. Stjórnarformaður Norðurleiðar, Ingimundur Gestsson, sýndi blaðamönnum og fleirum hinn nýja vagn félagsins á dögunum og Vantar skilti við heimreiðir. — Kvartað yfir skipulagðri ferð. — „Fleira gerðist í júnímánuði.“ — Nýju bifhjólin og slysahœttan. — Villugjarnt í Gránufélagsgötu. MARGIR fara bvo í bifreiðum um byggðir landsins ár eftir ár, að þeir kunna engin rkil á nöfnum þeirra bæja og býla, er leið þeirra liggur framhjá. Er þetta einkar le'ðinlegt og getur oft verið bagalegt. Ef til vill veldur það meiriháttar töfum fyrir bifreiðastjóra og óþörfu ónæði á bæjum, ef fara þarf heim á bæi til að spyrja til vegar að á- kveðnum bæ í byggðinni, en hjá því mætti komast með því, að við vegamót- in heim að hverjum bæ væri skilti með nafni bæjarins. Þetta ætti ekki að þurfa að kosta heimilin nema l.'tið, því vel má nota krossviðarrenning og mála nafn bæjarins á. RÉTT ER AÐ TAKA FRAM, að all-víða eru slík skilti meðfram vegun- um, og sum þeirra vönduð að gerð, cn þau þyrftu að vera við hvern bæ.------ Þá vantar sums staðar upplýsingar um vegalengdir á mótum þjóðvegá, sem auðvelt er að bæta úr. Tek ég þar sem dæmi vegamót Kinnarvegar og Austur- landsvegar í Ljósavatnsskarði. Þar stendur aðeins „Kinnarvegur". Á því skilti ætti og að standa skýrum stöf- um, sem lesa mætti úr bifreið, sem um veginn fer, vegalengdin til Húsavíkur, Reykjahlíðar og Akureyrar í kílómetr- um. Væru að því mikil þægindi fyrir vegfarendur. VIÐ HÖFUM mikinn áhuga á því að laða ferðamenn hingað til lands til að afla okkur gjaldeyris og atvinnu, og höfum v.ð þcsi vegna stofnað Ferða- skrifstofu, sem borin er uppi af ríkinu. Er e!tt meginhlutverk hennar að grelða fyrir komu erlendra ferðamanna til landsins og skipuleggja ferðir inn- anlands. Nýlega átti „Vísir" í Reykja- vík viðlal við útlending, sem tekið hafði þátt í „skipulagðri" ferð skrifstof- unnar til Gullfoss og Geysis, og lét hann í Ijós, að hann hefði ckki verið alls ko:tar ánægður með fararstjórn- ina. Þegar blaðið spyr, hvað honum hafi fundizt að, segir hann: „Einkum það, að okkur var bókstaf- lega ekkert sagt. Fararstjórinn . taldi farþegana í hvert sinn, sem lagt var af stað frá áfangastað en annað hlutverk taldi hann sig sýnilega ekki hafa. Sem dæmi má nefna, að þegar við komum að Geysi, var þess ekki getið, að gert væri ráð fyrir að matast þar. Þess var heldur ekki getið, að allir kæmust ckki að í einu, og hafði það vitanlega þær afleiðingar, að við útlendingarnir eát- um allir á liakanum, en það er ef til vill almennur siður hjá Ferðaskrifstof- unni og þá ekki um það að sakast .... Þá tel ég ekki viðeigandi að auglýsa að ferð hefjist kl. 9 að morgni í Reykja- vík og henni ljúki níu að kveldi, þegar ekki er komið aftur fyrri en 10.30 að kveldi og þá aðeins með þá, sem taka það skýrt fram að þeir verði að kom- ast í bæinn.“ „Roskinn iðnaÖarmaður“ skrijar ejtir■ farandi: FLESTIR ÍSLENDINGAR virðast nú vaknaðlr til skilnings á því, að iðn- aðurinn sé nú kominn í röð þriggja höfuð-atvinnuvega landsins, og að eng- inn atvinnuveganna hafi tekið slíkum risavexti og hann á síðasta hálfum mannsaldri. Þó er svo að sjá, að enn skorti sums staðar þenna skilning, og fannst mér það sannast við lestur at- burðayfirlitsins í Lesbók Morgunblaðs- ins, er ber yfirskriftina: Þetta gerðict í júnímánuði. Slíkt atburðayfirlit er mjög handhægt til að fá fljóta yfirsýn yfir innlenda viðburði og góð og að- gengileg heimild fyrir seinni tímann, og veltur þá mikið á, að það sé nokk- urn veginn tæmandi og óhlutdrægt. ÉG RAK FYRST AUGUN í, að þar voru stuttar yfirlitsgreinar, er varðaði atvinnuvegi þjóðarinnar, en þó aðeins tvo þeirra: Útgerð og landbúnað. Eng- inn þáttur um iðnað. Þá er þar getlð um 5 aðalfundi stofnana og félaga, en hvergi um 16. Iðnþing íslendinga, er háð var í mánuðinum (að vísu á Ak- ureyri en hinir fundirnir og þingin í Reykjavík), getið um formannskjör Prestafélags íslands og Verzlunarráðs en ckki kjör forseta Iðnsamband; Is- lands o. s. frv. Eg vil halda því fram, að annálsritara Lesbókarinnar beri að ætla iðnaðinum sinn hlut í þessu fréttayfirliti, því að i hverjum mánuði gerast þar nýjungar engu síður en í þeim atvinnugreinum, er hann ætlar þar sérstaka þætti.“ HIN NÝJA TEGUND BIFHJÓLA, gat þess, að fyrsta boðorð Norðurleiðar væri aukin þægindi fyrir farþegana og bezta þjónusta, sem unnt væri að veita á hverjum tíma, en til þessa hefði slæmt ás'and vega og brúa á norðurleið- inni staðið í vegi fyrir því, að þeir gætu náð tilsettum árangri í því efni. Þrátt fyrir að Norðurleið hefir ekkert til sparað að bæta vagna- kost sinn og auka þannig þægindi farþeganna, hefir reks'urinn borið sig, þótt fyrirrennari þeirra í starfseminni, ríkið sjálft, ræki hana með verulegum halla. Hafi tekjuafgangur orðið á ársrekstr- inum, hefir honum ekki verið jafnáð niður á hluthafa í axðsformi, heldur lagður í ný farartæki, þau fullkomnustu, sem völ hefir verið á. Þá er það eflirlektarvert, að síðan Norðurleið lók að sér fólks- flulninga á Norðurlands-leiðinni, hafa fargjöld ekki verið hækk- uð, þrátt fyrir verulega hækkun á verði ökutækjanna sjálfra og varahluta til þeirra og annarrar hækkunar á reksturskostnaði. Þótt hagsýni og dugnaður þeirra félaga hafi kannske átt veru- legan þátt í góðri afkomu rekstursins, þá sannar þetta dæmi svo greinilega sem verða má yfirburði einkarekstursins yfir opinberan rekstur. sem sumir nefna „skellinöðrur" vegna hávaðans, sem þau framleiða, er mörg- um þyrnir í augum, enda hafa nokkur slys þegar hlotist af notkun þeirra í Reykjavík. Hér í bæ fer þessi ófögnuð- ur vaxandi og eykur slysahættuna í bænum. Það sem alvarlegast er við þessi nýju farartæki er notkun ungl- inga á þeim og jafnvel barna innan við fermingu. Engar takmarkanir virðast um lágmarksaldur þeirra, er með lijól þessi fara, og engin skilyrði eru sett um lágmarkskunnáttu á umferðaregl- um af hendi notandans. Eftir því, sem blaðinu Vísi segist frá nýlega, mun mál þetta vera í athugun hjá lögreglustjóranum í Reykjavík og fulltrúa í dómsmálaráðuneytinu, og verða þá væntanlega gefnar út reglur (jafnvel bráðabirgðalög) um umferð þessara nýju farartækja. NÚMERARÖÐ húsanna við Gránu- félagsgötu verður mörgum aðkomu- manni til aðhláturs, sem vonlegt er, og er furðulegt, að ekki skuli enn liafa verið breytt númerum húsanna, svo að þau verði í réttri röð. Það er ekki að- eins afkáralegt, heldur blátt áfram til að villa um fyrir mönnum að setja númerin 39, 41 og 43 niður á milli nr. 27 og 29, og það er með mestu ólík- indum, að maður, sem kemur ofan Gránufélagsgötu fram hjá nr. 28, skuli þurfa að æða yfir tvær þvergötur til að komact að húsunum nr. 18 og 20. Vísnabálkur Stórblöðin í landinu hafa skýrt frá því, að flugvöllurinn í Gríms- ey sé opnaður flugvélum og að þangað hafi komið margt stór- menni með fyrstu flugvél. Var fyrst flogið til Eyjafjarðar og þar teknir með í förina 2 eða 3 menn. En sá maðurinn, sem fyrstur vakti máls á flugvallargerð í Grímsey, benti á stæðið fyrir flugvöllinn, fór ítrekaðar ferðir út í ey vegna flugvallarmálsins og gagngert til Reykjavíkur ásamt yfirvöldum eyjarinnar til að koma málinu fram, kvað ekki ltafa verið boðið í förina. Urn þetta var kveðið: Út í Grímsey mikill flokkur flaug og fann, að þar var lending enginn vandi. Ljómaði sól á bláum himinbaug, en brautryðjandinn gleymdist þó í landi. Hér eru tvær stökur eftir Sig- nýju Friðriksdóltur frá Reistará: Góðar dís.'r, leggið lið lítilmagna þjáðum, gefið sjúkum sálarfrið, sekum líkn og smáðum. Vert þú alltaf velkominn vors með hlýja blæinn, flytur þú í sérhvert sinn, sólskinið í bæinn. Og enn kveður hún: Finn ég hvorki frið né skjól, en frost og myrkrið svarta. Ó, að ég mætti eiga ból upp við sólar hjarta. ■ Þó hafirðu’ ei séð mér hrynja túr, er harma bylgjur æða, bak við þunga þögn er súr, rem þar í leyni blæða. Seinna, þegat sef ég nár, mun samvizkan þig fræða: að þú hafir sært það sár, sem seinl er þá að græða.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.