Íslendingur


Íslendingur - 24.08.1955, Page 1

Íslendingur - 24.08.1955, Page 1
Ililílur framkvæmdir li|;i ¥atnsvcitunni Nýr 500 tonna vatnsgeymir bætist við. Ný lögn út íyrir Glerá. Rætt við Sigurð Svanbergsson vatnsveitustjóra Fyrir helgina náði blaðið tali af hinum unga og ötula vatns- veitustjóra bæjarins, Sigurði Svanbergssyni, og leitaði fré'ta hjá honum af ástandinu í vatns- veitumálum bæjarins og fram- kvæmdum Vatnsveitu Akureyrar um þessar mundir. Fyrst er vatnsveitustjórinn spurður um, hvort vatnsskortur hafi ekki gert vart við sig í þurrk unum í sumar. — Yfirleitt ekki, svarar hann, — en þegar eyðslan var mest, tæmdust geymarnir því nær alveg á daginn. Notkunin komst í 65 sekúndulítra, þegar hún var mest yfir hádaginn, en venjuleg notk- un er 55—60 sekl. þann tíma dags, sem vatn er mest notað. Vatnsveitan gefur um 50 sekl. í aðalgeymana við Rangárvelli, en þeir taka um 520 tonn. Hafa þeir ekki fyllst sumar næturnar og stundum ekki safnast nema 14 sekl. Vatnssöfnun tvöfölduð — Hverjar eru helztu fram- kvæmdir Vatnsveitunnar um þess ar mundir? — Verið er að byggja nýjan geymi í Rangárvallalandi við hlið þeirra tveggja geyma, sem fyrir voru. Byrjað var að grafa út fyrir honum 16. ágúst 1954 og því verki lokið um haustið. En öll vinna þar stöðvaðist vegna ótíð- ar um miðjan október. Byrjað var að nýju 2. maí í vor, og hefir verið unnið við geyminn alltaf síðan. Nýlega er lokið að steypa hann, og standa vonir til, að hann verði tekinn í notkun um miðjan september. Þessi nýi geymir tekur rúm 500 tonn eða nálega eins mikið og báðir hinir. Fyrsti geymirinn var byggður 1914 en annar um 1930. Þegar nýi geymirinn verður tekinn í notkun verður nál. helmingi meira vatnsmagn en áður til miðlunar ef’ir helgar. Þessi nýi geymir er teiknaður á skrifstofu bæjarverkfræðings, en Bjarni Rósantsson byggingameistari bæj arins hefir annazt byggingu hans. Baeít úr vatnsskorti norðan Glerór Þá hefir undanfarið verið unn- ið að vatnslögn úr aðalvatnsæð bæjarins á Gleráreyrum út í gegn um nýju brúna á Glerá í bæjar- hverfið utan hennar. Er það 4 þml. leiðsla og tengd við leiðslu, er fyrir var í Glerárþorpi og bær- I inn keypti af Vatnsveitufélagi Glerárþorps. Sú leiðsla var orðin algjörlega ófullnægjandi fyrir það bæjarhverfi, enda lögð fyrir 1 meira en 10 árum og aðeins 2ja þml. lögn. Með þessum fram- kvæmdum ætti ekki að verða Uatnsskortur í bæjarhverfinu ^ norðan Glerár nokkur næslu ár. Vélgröfur flýta framkvæcndum Þá hefir verið lögð 300 m. löng vatnslögn í Eyrarvegi, og byrjað er á 550 m. lögn eftir Tryggva- braut, þ. e. frá Glerárbrú og nið- ur að Slippstöð. Verður því verki Iokið innan skamms. Höfum við vél til að grafa fyrir lögninni og einnig til að moka yfir hana, en það hraðar verkinu mjög veru- lega. Brunahanar hafa verið settir niður viðsvegar um bæinn, og verður því haldið áfram, eftir því sem ástæður leyfa, og nú í haust verður 150—200 metra lögn lögð að frystihúsbyggingu Utgerðarfé- lagsins og hafnarmannvirkjunum þar á Tanganum. Vatn leitt að býlunum ofan við bæinn — Og helztu verkefnin fram- undan? — Næstu verkefni verða að auka vatnið að geymunum, en hvar þann vatnsauka eigi að taka er nú í athugun og ekki tímabært að skýra nánar frá því. Þá liggur jafnframt fyrir vatnslögn suður í Naust og fleiri býli upp af inn- bænum. Sú sama leiðsla mun bæta ástand va’nsmálanna í Ása- byggð, Goðabyggð og Eyrarlands holti, en þar kemur vatnsskortur fyrst í Ijós. Sú lögn mun verða tekin úr aðalæð sunnan við Pálm- holt. Hvenær byrjað verður á þessu verki fer mjög eftir því, hve efnisafgreiðslu verður hrað- að. Viðurlög við óþarfri vatnseyðslu Þá berst talið að óþarfri vatns eyðslu. — í sambandi við eyðsluna, segir vatnsveitustjóri, — verður þess oft vart, að vatn er látið renna að óþörfu innan húss og utan, svo sem á ýmsum vinnu- stöðvum, við byggingavinnu og aðrar framkvæmdir. Ef menn kunna sér ekki hóf í vatnsnotkun, gerir reglugerð Vatnsveitunnar ráð fyrir refsiaðgerðum, þ. e. lokun fyrir va'nið til þeirra aðila, er misnota það. Því ákvæði hefir enn ekki verið beitt, en þar sem óþörf vatnseyðsla virðist fara vaxandi, má gera ráð fyrir, að til slíkra aðgerða geti komið fyrr eða síðar. Brunabótafélagið lónar féð Eins og ráða má af framan- nefndum upplýsingum va'ns- veitustjóra, eru framkvæmdir Vatnsveitunnar nú meiri en tekj- ur hennar gera mögulegar. Enda eru ýmsar þessara framkvæmda unnar fyrir lánsfé frá Bruna- bótafélagi íslands, samkvæmt samningi bæjarins við félagið um brunatryggingar húsa ’í bæn- um. Þar má tilnefna byggingu geymisins, uppsetningu bruna- hana í bænum og ýmsar lagfær- ingar á bæjarkerfinu, svo sem vatnslögn eftir Byggðavegi frá Hamarslíg niður Gleráreyrar að Sjávargötu. Alls var samið um U/2 millj. kr. lán frá Brunabótafélaginu, og mun nú vera búið að leggja um 1 milljón af upphæðinni í fram- angreindar framkvæmdir. Aldrei mtiii söltun II Blaðið átti í fyrradag 6tutt sam- tal við Júlíus Havsteen sýslumann á Húsavík. Kvað hann síldarsölt- un hafa verið lokið þar, er síldin flutti sig austur fyrir land. En samt sem áður mundi aldrei hafa verið ^pltuð þar meiri sild en í sumar, en það væru tæpar 15 þúsund tunnur. Fiskafla kvað hann sæmilega góðan þar um þessar mundir. Frá vinslri: Walter G. Whitman (Bandaríkin) framkvæmdastjóri kjarnorkumálaráðstefnunnar í Genf, dr. Viktor Vavilov (Sovét) varamaður hans, D. J. Liltler (Bretlandi) og Michel Trocheris (Frakklandi). £íldveiðinni lokið? Engin síldveiði hefir verið und- anfarna daga, enda stormasamt og óhagstæð veiðitíð. Fyrir aust- an land fengu nokkur skip góð köst í byrjun síðustu viku, og horfði þá til vandræða um söltun á Aus'urlandi vegna fólkseklu. Var leitað til bænda uppi á Hér- aði um mannafla, og mun eitt- hvað af fólki hafa komið til Seyð- isfjarðar að salta síld. Um helgina voru komnar í söltun og bræðslu um 211 þús. mál og tunnur, en þá voru tæp 40 skip eflir á skýrslu Fiskifélagsins. Söltunin nam 174600 tunnum, og höfðu þá bætzt rúmar 13 þús. tunnur við í aflahrotunni fyrir austan. Hæstan afla höfðu þá: Jörund- ur 5623 mál og tunnur, Snæfell 5468, Viðir Eskifirði 4488, Helga Rvík 4248, Vörður Grenivík 4224 og Von Grenivík 4207.. Hætt er við, að síldvertíðin sé þar með á enda. UndirréutrdímoT fellinn i « Nýlega hefir verið kveðinn upp ’ undirréttardómur í svokölluðu „Drífumáli“, en tildrög þess máls eru mörgum kunn af blaðafregn- um fyrir rúmu ári síðan. Það var hinn 1. júní 1954, að hraðbáturinn Drífa, eign nokk- urra atvinnubílstjóra, lagði hér , að bryggj u með rúmlega 200 l flöskur af áfengi, er bátverjar höfðu keypt á Siglufirði. Tók (lögregla bæjarins á móti þeim og , tók áfengiskassana i sína vörzlu. Urðu eigendur bátsins að mæta fyrir rétti næstu daga og gera grein fyrir, hverjir ættu áfengið og til hverra nota það væri ætlað o. s. frv. Lauk svo, eftir nokkurra j daga málavafstur, að áfenginu var skilað um borð í bátinn, og| kom ekki til frekari aðgerða af hálfu hins opinbera. Hins vegar töldu eigendur báts- ins sig ekki geta unað við þessi málalok og höfðuðu mál gegn dómsmálaráðherra og fjármála- ráðherra (f.h. ríkissjóðs) fvrir ó- þægindi, vinnutafir og álitshnekki í sambandi við áfengistökuna og yfirheyrslurnar. Setudómari í málinu var skip- aður Ari Kristinsson bæjarfógeta- fulltrúi á Húsavík. Kvað hann upp dóm í því 15. þ. m., en þar er ríkissjóður sýknaður af kröfu bílstjóranna, en þeim gert að greiða kr. 1600,00 í málskostn- að hverjum. Þóknun til tálsmanna þeirra greiðist úr ríkisSjóði.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.