Íslendingur


Íslendingur - 24.08.1955, Side 7

Íslendingur - 24.08.1955, Side 7
Miðvikudagur 24. ágúst 1955 7 ÍSLENDINGUR Appelsínur frá Brazilíu, nýkomnar. Vöruliúsið h.f. Rtisínvr frá Kaliforníu, dökkar, steinlausar, nýkomnar. Vöruhúsið h.f. Sveskjur með steinum og steinlausar, nýkomnar. Vöruhúsið li.f. »Melitta« þýzki kaffikönnupokinn, nýkominn. VöruliLisið h.f. Óbrothætt vatnsglös 2 stærðir. Vöruhúsið h.f. Regnhettur Regnhlífar Vinnufataefni Nylonefni Kjólaefni Regnhlífar karlmanna. margir fallegir litir, frá kr. 12,00 mtr., nýtt úrval. Regnkópur karlmanna og drengja. nýkomið. í stakka og samfestinga. nýkomin. Brauns-verzlun. Brauns-verzlun. Brauns-verzlun. Brauns-verzlun. Brauns-verzlun gS@©S©S©©©S@SSSSSS^SSSSS®SSIgSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSI Sá, sem klukkustundu síðar hefði séð Sjakalinn, hlyti að hafa skellt upp úr. Hann kraup við skaut hinnar fögru konu og hvíldi höfuðið á hnjám hennar. Óljós hávaði úr hliðarherbergi truflaði hann, svo að hann reisti höfuðið, en hún tók báðum höndum um höfuð hans og hvíslaði viðkvæmri röddu: — Þelta var ekkert vinur minn. Bara þjónninn. Augu hennar, töfrandi brosið og mjúk atlotin drógu höfuð hans aftur að hnjám hennar, og sigurbros breiddist um andlit hennar. Hún var eins og södd kventígur, sein leikur að bráð sinni, og hún lét hendurnar leika í eldrauðu hári hans. í sama bili fann hann, að honum var velt um á gólfinu, og áður en hann fengi ráðrúm til að snúast til varnar, voru hendur hans og fætur bundnarT og hann sá herbergið fyllast grímubúnum mönn- um. ' '/.ív; — Hvað á þefta að þýða? spurði hann, og nú rann það upp fyrir honum, að hann hefði verið lokkaður í gildru. — Þelta þýðir, að nú er hjarðtíminn liðinn, Ivan Disna, svar-" aði hún og hló hvellt. Sjakalinn komst von bráðar í eðlilegt ástand. — Ég hef hagað mér eins og fífl, sagði hann og reyndi að slíta af sér böndin. — Þar er ég fullkomlega sammála yður, sagði hún hlæjandi. Honum var lyft upp og síðan komið fyrir í stöl. Einn mannanna gekk til hans. — Þekkið þér mig, Ivan Disna? spurði hann og reif grímuna frá andlitinu. — Hvort ég þekki yður, svaraði Sjakalinn. — Ef ég man rétt, heitið þér Patrof og eruð formaður Nihilistaflokks. Aðrir við- s’addir eru sennilega félagar yðar. — Alveg rélt, svaraði maðurinn. — Þér hafið um langa hríð óskað jafn ákveðið að ná okkur á vald yðar, sem vér höfuð óskað að ná yður. Nú hafa forlögin verið okkur hliðholl, og þér eruð nú fangi okkar. — Þér eruð ef til vill forvitinn að heyra, hvað við ætlum fyrir með yður? spurði Julie de Noel, og Sjakalinn tók sérstaklega eftir, hve rödd hennar var þrungin háði og lítilsvirðingu. — Það stendur mér fyllilega á sama um, svaraði Sjakalinn með borginmannlegri rósemi. — Hugrekki yðar er frægt, Disna, sagði Patrof, — en við vilj- um þó reyna það. — Við erum fyrir löngu ásátt um, að þér skulið deyja. — Segið mér heldur eitthvað, sem ég veit ekki, sagði Sjakalinn. — Já, með ánægju, svaraði Patrof. — Dáuðadómi yðar átti að fullnægja í kvöld samkvæmt samþykkt okkar, en þar sem nokkrir bræður okkar eru ekki viðstaddir, er athöfninni frestað til annars kvölds. — Ég þakka, sagði Disna. — Meðan lífið varir, er alltaf von. — Ekki fyrir yður, Disna, svaraði Patrof. — Annað kvöld verðum við allir samankonmir, og þá er tími kominn til að njóta hefndarinnar. — Þér skuluð ekki treysta of vel á það, sagði Disna. — Því var einu sinni spáð fyrir mér, að ég mundi deyja rólegum dauða í rúmi mínu. Patrof hló. — Spádómar eru aðeins fyrir vankaða menn og gamlar kerl- ingar, sagði hann. — Þér hefðuð heldur átt að hlusta á aðvörun- arorð vina yðar. Takmarkalaus hégómagirni yðar og kvensemi hafa komið yður í koll. — Hver er þessi fagra tælidrós? spurði Sjakalinn. Julie de Noel gekk nær. NÝJA BÍÓ í kvöld og næstu kvöld: RÓM, KLUKKAN 11 Víðfræg ítölsk úrvalsmynd með sænskum skýringartexta. Aðalhlutverk: Lucia Bose Carla Del Poggio. Aukamynd: Fréttamynd Salk- bóluefnið, Valdaafsal Churs- hills o. fl. Um helgina: SÆGAMMURINN Amerísk mynd í teknicolor frá Columbia, samkvæmt sögu Rafael Sabatini. — Aðalhlut- verk: Louis Hayward, Patricia Medina. — Bönnuð fyrir börn. — Battersby-hattar Amerískir sportsokkar Rykfrokkar margar tegundir. #»BÚÐIN Bornoroyndope^sDr nýkomnar. Verzlunin Drífa Sími 1521, Akureyri. Léreftstuskur keyptar á kr. 4,00 pr. kg. Prentsmiðja Bjöms Jónssonar hf. Búðarstúlka óskast. Eiginhandarumsókn sendist í pósthólf 68 fyrir 1. september næstk. IÍTSAIjA- Útsala á kvenkópum o. fl. hefst mánu- daginn 29. þ. m. Notið tækifærið, því nú er úr miklu að velja, og verðið ótrúlega lágt. Ver?l. B. Lnxdol 2 brafgar til niðurrifs eða brottflutnings, til sölu. Byggingavöruverzlun Tómasar Björnssonar k.f. Akureyri. — Sími 1489. Lítið fyrirtæki í fullum rekstri til sölu. Fyrirtækið er í miðbæn- um. Leiguíbúð fylgir. Málflutningsskrifstofa Jónasar G. Rafnar og Ragnars Steinbergssonar. Sími 1578. -— Ivan Disna, mælti hún. — Ég hef lengi átt yður skuld að gjalda. Fyrir þrem mánuðum síðan tókuð þér fas!a konu, er hét Martha Ortof. Hún var sakfelld fyrir að vera í fylgd með byltinga- sinnum. Þér munið þetta, er ekki 6vo? — Martha Ortof, endurtók Ivan Disna. — Jú, ég man eftir henni. Henni var vísað í útlegð. — Og fórst í fangaflutningum, hélt hún áfram. •— Þess vegna hef ég svarið þess eið að hefna mín á yður og lokkað yður í þessa gildru. / gœrkvöldi átti að fara fram syðra knattspyrnukappleikur milli Akureyr- inga og Suðurnesjamanna í II. deild. Sigurvegarinn í þeim leik færist upp í I. deild. Þar sem blaðið er prentað kvöldið fyrir útkomudag, er ekki hægt að birta úrslitin nú. XXX NRNKIN ■A A A KHflKI Auglýsið í íslendingi.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.