Íslendingur


Íslendingur - 22.12.1955, Blaðsíða 1

Íslendingur - 22.12.1955, Blaðsíða 1
XLI. árg. Fimmtudagur 22. des. 1955 50. tbl. ---mamj----mg-------im—P------tti------—g--------------—Mj-------fj »S— Séra Bjartmar Kristjónsson: þanluir í nfllflr^ð jólfl (Lúk. 2. 1—20. Mt. 2. 1—12.) Svo lítil frétt var fæðing hans í fjárhúsjötu hirðingjans, að dag og ártal enginn reit, um aldur hans ei nokkur veit. Svo kveður Stephan G. Stephansson. Það er fullkomlega mistri af þeim sökum, hefði María ekki þurft að fara þangað og lítt hulið, hvenœr Jesús er fæddur. Nákvæmar hefir frœðimönnum hugsanlegt að hún hefði gert það, eins og á stóð. Auk þess vill ekki tekizt að kveða á um fœðingardag hans en það, að hann muni Renan halda því fram, að Jósef hafi alls ekki verið „af húsi og vera einhvers staðar á árabilinu 7—4 fyrir vort tímatal, að báðum árum meðtöldum. * A hvaða árstíð liér um bil þessi at- burður hefir orðið, ríkir einnig ó- vissa um. Það, sern Lúkas segir, að fjárhirðar hafi verið úti í liaga og gœtt um nóttina hjarðar sinnar, bend■ ir til þess, að hann hafi orðið að sum- arlagi fremur en um vetur. Það, sem réði því, að jólunum var valinn þessi staður í árinu var, að kristnum mönn- um fannst viðeigandi, er þeir tóku upp þann sið að minnast fœðingar frelsarans, að fagna árlega komu hans með heilagri jólahátíð, að „tengja þann a’burð ársins við að aftur leng• ist sólskinið.“ En það var ekki fyrr en um miðja fjórðu öld, að hann var tekinn upp þessi siður, sem svo mikla birtu hefir borið inn i mannlífið á umliðnum öldum. Ekki mun fjarstætt að œtla, að fáar uppfinningar, þótl margar séu þœr til góðar, muni hafa orðið til slikrar blessunar í mannheimi sem uppfinning jóla’ haldsins. Þó að ekki verði sagt það sarna um fæðingarstað og um fæð- ingardag Jesú, að enginn liafi ritað hann niður, þá er þó heldur ekki fullkomin vissa um það atriði, að því er virðist. Bœði Lúkas og Matteus segja raunar, að hann sé fæddur í Betlehem, „borg Davíðs“. Sumir vilja þó draga mjög í efa, að það sé rétt og telja, að sú staðhœfing eigi að einhverju leyti rœtur sinar að rekja til þeirrar tilhneigingar guðspjallamannanna, að láta spádómana rætast. Það er greinilegt, að Jósef og María áttu heima í Nazaret, þegar hér um rœðir, og Renan segir hiklaust í bók sinni, Ævi Jesú, að þar sé hann fœddur. Rökin eru þau, að þó að allt væri rétt i sambandi við skrásetninguna, og ferð Jósefs til Betlehem Úr Siglufjarðarkirkju. kynþætti Davíðs“. En þó svo hefði verið, segir hann, vœri fjarstœða að œtla, að Rómverjar hefðu stefnt hon• um svo langan veg til Betlehem af þeim sökum, að forfaðir hans einn hefði fœðst þar þúsund árum áður. Þetta segir lmnn, en fleira er það, sem kemur til greina í þessu sambandi, þó ekki verði rakið hér. En á það má benda, að Nazaret virðist ekki hafa verið í miklu áliti, samanber ummæli Natanaels: „Getur nokkuð gott verið frá Nazaret?“ Nazaret er hvergi getið í ritum G. T. en hinsvegar stafaði fornum Ijóma af Betlehem. Hún var með elztu borgum landsins, sögu hennar voru tengd nöfn þeirra Jakobs, Rakelar, Benjamíns, Rutar og Davíðs konungs. Að þessu athug• uðu hlaut Betlehem að hafa meira aðdráttarafl i hugum manna sem fœðingarstaður frelsarans, heldur en Nazaret. En engu að síður gat Guði hafa þóhnast að láta mannkynsfrelsarann fœðast í hinum lítilfjörlega bœ. Og hafi svo verið, er það heldur ekki eina ósamrœmið með spádómum og hugmyndum Gyðingaþjóðar- innar um Messías og sjálfum honum, þegar hann kom. Því að þjóð hans þekkti hann ercki og hefir aldrei viðurkennt lmnn sem Messías. „Hann kom til eignar sinnar og hans eigin menn tóku ekki við honum,“ segir Jóhannes guðspjallamaður. Þau orð eiga raunar við fleiri en Gyðinga eina og eru í fullu gildi enn í dag. En hví er ég að rœða um efasemdir frœðimanna á áreiðanlsik jólaguðspjallsins? Er nokkur vettvangur fyrir það, hér í nálægð lieilagrar jólahátíðar? Er slíkt ekki niðurrifsstarfsemi? Væri ekki nœr að þagga heldur niður alla gagnrýni á Guðs orði, á (Framhald á 4. síðu.)

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.