Íslendingur


Íslendingur - 22.12.1955, Blaðsíða 12

Íslendingur - 22.12.1955, Blaðsíða 12
r 12 Jólablað íslendings Fimmtudagur 22. des. 1955 — Ny ja Bí ó — 2. jóladag kl. 5 og 9: LÆKNASTÚDENTAR Bráðfyndin og fjörug ensk gamanmynd um líf há- skólastúdenta í enskum skólabæ. Mynd þessi hefir hvarvetna hlotið mikið lof og aðsókn, þar sem hún hefir verið sýnd, var m. a. vinsælust allra kvikmynda er sýndar voru í Bretlandi á árinu 1954*. Myndin er gerð eftir hinni víðkunnu metsöluskáldsögu Richards Gordons. Kl. 3: SMÁMYNDASAFN (Teiknimyndir) M. a. Flugið til tunglsins, Gullna antilópan og fleiri teiknimyndir með Donald Duck, Pluto og kötturinn og músin. ATH. JÓLASVEINNINN kemur ó sýn- inguno kl. 3. Nýársmynd: BESS LITLA Heimsfræg söguleg M.G.M. stórmynd í litum, hríf- andi lýsing á æskuárum Elísabetar I. Englandsdrottn- ingar. ■— Aðalhlutverk: Jean Simons, Stewart Granger, Deborah Kerr, Charles Laughton. GLEÐILEG JÓL ! Gleðileg jól! Farsælt komandi ór! Þökkum viðsklptin á árinu. Markaðurinn, Geislagötu 5. W......1 iii' »i| Gleðileg jól! Farsælt komandi ór! Þökkum viðskiptin á árinu. Café Lindin. Gleðileg jól! Farsælt komandi ór! Þökkum viðskiptin á árinu. Ásbyrgi h.f. Gleðileg jól! 250 gr. jurtafeiti — 4 matsk. kakaó 200 srr. kex. Petit Beuire Eíjk og sykur þejlt vel saman. Bræöiö jurtafeitina ng kælið. Erítí. sykri ng kakaó blandað saman vlð. Aflanst kökumót klætt aö innan með smjörpappír og krem og kex látiö sitt á hvaö i mótiö. Farsælt komandi ór! Þökkum viðskiptin á árinu. Anna & Freyja. -' ----ih----------------— Gleðileg jól! Farsælt komandi ór! Þökkum viðskiptin á árinu. Elektro Co. — j5k/A(4borgorbíó — Sími 1124 Jólamynd vor verður sýnd í Skjaldborg: ÁSTARGLETTU R (She’s Working through College) Bráðskemmtileg og fjörug, ný amerísk dans- og söngvamynd í litum. — Aðalhlutverk: Ronald Reagan, Virginia Mayo, Gene Nelson, Patrice Waymore. Sýnd kl. 3, 5 og 9. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝÁR! Þökkum viðskipti liðinna ára. SKJALDBORGARBÍÓ. ( lll jólill verða mjólkurbúðir vorar opnar sem hér segir: Laugardaginn 24. des.: Til kl. 3 síðdegis. Jóladag, 25. des.: Lokað allan daginn. Annan jóladag, 26. des.: Opið fró kl. 10 vil 1 Gamlaórsdag, 31. des.: Opið vil kl. 3 síðd. Nýjórsdag, 1. janúar: Lokað ailan daginn. ATHUGID: Alla aðra daga jólavikunnar verður mjólkur- búðunum lokað ó venjulegum tíma. MJÓLKU RSAMLÁGIÐ. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT KOMANDI ÁR! Þökkum viðskiptin á árinu. Ferðaskrifstofan, Akureyri. Borðgö^n Framliald af 4. síSu. þau þurftu ekki að vera kringlótt eða íhvolf eins cg diskar, heldur voru þau annað hvort litlar, sléttar tréflögur eða flöt smáborð, sem í Dan- inörku voru kölluð „brauðdiskar“. Við þau voru bitar skornir til að varna óhreinkun og skemmd- um á dúknum, og í máltíðarlok voru brauðdisk- arnir borðaðir, en oft líka gefnir beiningamönn- um. Skerborðin tíðkuðust um alla Norðurálfu, og það var ekki fyrr en á 15. öld sem diskar sá- ust á borðum í Frakklandi og Þýzkalandi. Voru þeir í fyrstu renndir úr tré, en bráðlega var farið að slá þá úr tini. Þeirra er fyrst getið í Danmöku um 1520, og ruddu þeir sér eftir það mjög liægt til rúms öldina út, en svo seig var mótstaða sker- borðanna á Norðurlöndum, að þau héldu víða velli langt fram á 17. öld. Þá er loksins komið að göfflunum. Grikkir og Rómverjar notuðu þá aldrei, og svo leið öld eftir öld, að engum datt í hug að neyta annarra íækja en fingranna til að stinga átmat í munn sér. Að vísu fylgdi stór, tvíálma kvísl hverju fati þurr- metis á borðið, því að ekki var árennilegt að sneiða niður heit steikarflikki með hníf og ber- um höndum, en venjulegra borðgaffla er hvergi getið fyrr en úr miðri 16. öld. Þeir komast fyrst í tízku við hirð Hinriks III. Frakkakonungs (1574—’89) og ollu hinu mesta hneyksli í fyrstu. Til er bæklingur frá þeim tíma, sem nefn- ist „Viðrinis-eyjan“ og er ruddalegt gabb um nýju hirðsiðina í Frakklandi. Þar segir m. a.: „íbúarnir snertu aldrei kjöt með höndunum, heldur stungu þeir því upp í sig með gaffli, um leið og þeir réttu úr sér og teygðu álkuna fram yfir diskinn. Jafnvel salat ióku þeir með gaffli, enda er bannað þar í landi að snerta mat- inn með höndunum, og þótt stirðbusalegt sé að neyta nokkurs á þenna hátt, þá vildu þeir miklu fremur snerta munninn með þessu ydda áhaldi en með fingrum sér.“ Göfflunum gekk lengi vel erfiðlega að ryðja sér maklegt rúm meðal borðgagnanna. Mönnum fannst þeir allsendis óþarfir. Það má teljast eins- dæmi — að minnsta kosti á Norðurlöndum — að Eiríkur XIV. Svíakonungur (1560—’69) átti með vissu sína tylftina af hvoru, gylltum skeið- um og göfflum í sérstöku hylki. Árið 1584 var hylki þelta enn við lýði í konungshöllinni. Þá höfðu skeiðarnar týnt mjög tölunni, en gafflarn- ir ekki; enginn hafði þurft á þeim að halda. Áreiðanlegt er, að borðgafflar voru ekki not- aðir á Norðurlöndum fyrr en nokkuð var liðið fram á 17. öld. Árið 1621 keypti Kristján IX. Danakonungur gaffal af frönskum manni, sem var þar á ferð. Getur konungur þess í dagbók sinni, svo að auðséð er, að það var enginn bvers- dagsviðburður að hann eignaðist slíkan grip. En upp frá þessu fjölgaði göfflunum meir og meir, og hundrað árum síðar voru þeir í eigu alls lieldra fólks og efnaðra borgara. Verkamenn og bændur voru að sjálfsögðu langt á eflir og reyndu varla að tolla í tízkunni fyrr en komið var fram á 19. öld. Þess ber að geta, að á 17. öld voru álmur gaffalsins aðeins tvær, á þeirri 18. þrjár, en á þeirri 19. urðu þær fjórar. Hver veit nema þær verði fimrn á okkar öld — jafnmargar fingrun- um. Jafnframt því sem gafflarnir hafa rutt sér til rúms, hefur gömlu skeiðahnífunum og sjálf- skeiðingunum fækkað ört og borðhnífar leyst þá af hólmi. Okkkur finnst nú, að á hverju matborði séu borðdúkur, pentudúkur, diskur, skeið, hníf- ur og gaffall ómissandi gögn, þar sem hnífurinn var einráður fyrr á öldum. Tímarnir breytast og mennirnir með, og engan fær grunað, hvernig borðgögnum og borðsiðum verði háltað að nokkrum mannsöldum liðnum.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.