Íslendingur


Íslendingur - 22.12.1955, Blaðsíða 8

Íslendingur - 22.12.1955, Blaðsíða 8
8 Jólablað íslendings Fimmtudagur 22. des. 1955 brnagerða á Tekið saman af Jóni Sigurðssyni, alþm., Reynistað. Það mun hafa verið um eða skömmu fyrir 1850, að Guðmundur bóndi Guðmundsson í Abæ í Austurdal í Skagafirði, dugnaðarmaður mik- ill og harðgjör og góður bóndi, kom að Goðdöl- um í Vesturdal á heimleið vestan frá Staðastað á Snæfellsnesi. Guðmundur kom að Goðdölum á bvítasunnudag, er fólk var að ganga þar úr kirkju. Hafði þá verið sunnanátt og leysing und- anfarna viku og flóð í öllum ám. Guðmundi sagðist svo frá, að á leið sinni frá Staðastað hefði hann sundriðið 16 ár stærri og smærri, en þó átti hann eftir 2 sundvötn, Jökulsá vestri og Jökulsá - eystri, áður en hann kæmist heim til sín að Abæ. Þetta er aðeins eitt dæmi þess, hvernig var að ferðast hér á landi um miðja nítjándu öld, og raunar lengi síðan, og hvað harðgjörir og röskir ferðamenn lögðu á sig í þá daga. Þá mun aðeins ein brú hafa verið uppi hér á landi, brúin á Jök- ulsá á Dal eystra, en sú á er illfær milli fjalls og fjöru. Voru það stórviðir lagðir milli kletta og aðeins hægt að teyma lausan hest yfir á henni, en ekki lest. Þessi hrú mun hafa verið byggð 1815, í stað eldri brúar. Til er fjöldi frásagna prentaðra og óprentaðra frá síðari helmingi 19. aldar af ferðum skólapilta, landpósta, vermanna o. fl., er gefa glögga mynd af þeim örðugleikum og hættum, er brúarleysið olli. Ekki voru örðug- leikar innanhéraðsmanna minni, er áttu nær dag- lega ferðir yfir óbrúuð stórvötn og hættulegar þverár. Dánarskýrslur prestþjónustubókanna frá síð- astliðinni öld sýna ljóslega, hvílíkan stórskatt vatnsföllin tóku árlega af þjóðinni í mannslíf- um, miðað við íbúatölu þjóðarinnar á þeim tima. Þrátt fyrir þetta hafði liðið svo öld eftir öld og áralugur eftir áratug af nítjándu öldinni, án þess nokkuð væri aðgert. Það var fyrst um eða eftir 1850, að vart verð- ur viðleitni til að rjúfa þá einangrun, sem illfær- ar ár lögðu á einstök heimili og heil byggðarlög. Eitt af þeim heimilum var Ábær í Austurdal, en þar eru há fjöll og heiðar á tvo vegu, en að vest- an og norðan er Jökulsá eystri og Ábæjará, sem ei þverá norðan Áhæjar, er fellur í Jökulsá og verður oft ófær, jafnvel vikum saman. Guðmundur á Ábæ, sem áður er getið, var síórbóndi og hafði mikið umleikis. Hann hafði r fé silt á vorin norðan Abæjarár og þótti því illt að geta ekki vitjað þess, er áin var ófær. Það hefir líklega verið fyrir 1850, sem Guðmundur réðist í að setja kláfferju á Ábæjará, en þótti hún ei frá leið ófullnægjandi og byggði í hennar slað brú á ána. líklega einhvern tíma á árunum inilli 1850—60. Brúarviðinn fékk hann á Akur- eyri. Guðmundur dró viðinn á ísum langt fram í Eyjafjörð vestanverðan, en þaðan á hjarni yfir öræfin milli Eyjafjarðar og Austurdals í Skaga- firði. Komu þeir Guðmundur og menn hans ofan í Austurdalinn fyrir framan Ábæ. Þótti þetta, sem var, einstakt afrek, og að Guðmundur ætti fáa sína líka. Brú þessi var göngubrú og fjárbrú en einnig fyrir hesta, ef gætni var viðhöfð. Þótti hún hin mesta samgöngubót, þótt fáir nytu henn- ar fremst fram í dal. En Guðmundur lét ekki þar slaðar numið. Kláfferjuna flutti hann og setti á Jökulsá eystri undan Skatastöðum. Hefir kláf- ferja verið þar síðan og verður vafalaust, þar til brú kemur þar á ána, svo sem nú er fyrirhugað, og leysir kláfferjuna af hólmi. Þessar framkvæmdir Guðmundar voru ein- stæðar og stórmerkileg viðbrögð eins manns á þeim tíma til að rjúfa einangrun og opna nýjar samgönguleiðir. Guðmundur á Ábæ var fæddur á Mælifelli í Skagafirði 13. september 1792. Dáinn að Ábæ 24. júlí 1873. Hann er merkilegur frumherji í samgöngumálum Skagfirðinga, sem ekki má gleymast. En tíminn var enn ekki kominn til að hefjast handa að fordæmi Guðmundar á Ábæ. Það var ekki fyrr en árið eftir, að Guðmundur á Ábæ safnaðist til feðra sinna, að sú alda reis í Skagafirði, er gjörði Skagfirðinga undir for- ustu sýslunefndar Skagafjarðarsýslu að braut- lyðjendum í brúarbyggingum hér á landi. Skal nú sagt nokkuð frá því. Árið 1874 var haldin minningarhátíð um þús- und ára byggingu Islands, og jafnframt gekk hér t gildi stjórnarskrá, er veitti þjóðinni vald yfir fjármálum sínum og öðrum sérmálefnum. Þetta hvorttveggja varð til þess, að það var því líkast, að þjóðin vaknaði af svefni. Menn fundu, að ný verkefni biðu, og að nú þyrfti að hefjast handa. í mörgum héruðum voru gjörðar samþykktir um ýmislegt, er horfði til bóta og koma átti í framkvæmd með almennum samskotum. Víðast féll þetta fljótlega niður, sökum þess að áhugi al- mennings dofnaði, er frá leið, og þá brást sam- skotaféð, sem átti að standa undir umbótunum. í Skagafirði var þetta tekið öðrum og haldbetri tökum. Á þjóðhátíðinni, sem Skagfirðingar héldu á Reynistað sumarið 1874, kom fram í ræðum manna eins og víða annars staðar sterk hreyfing um að hefjast handa. I því sambandi mun Egg- ert Briem sýslumaður og einhverjir fleiri hafa vikið að því, hver nauðsyn væri á að brúa verstu manndrápsárnar í sýslunni. Um haustið, þann 8. ektóber 1874, kom sýslunefnd Skagafjarðarsýslu saman á Reynistað á fyrsta fund sinn. Á þessum fyrsta fundi mættu aðeins 7 sýslunefndarmenn auk sýslumanns, en 5 voru fjarverandi. Þrátt fyrir það gjörðu þeir þá einstæðu samþykkt, að sýslunefndin vinni að því að brúa hættulegustu árnar í sýslunni, og voru þar sérstaklega tilnefnd- ar Gönguskarðsá, Kolbeinsdalsá og Valagilsá. Jafnframt ákvað sýslunefndin að leggja á sýslu- búa árlegt gjald á hvert jarðarhundrað og hvert lausafjárhundrað í sýslunni til þess að standa undir byggingarkostnaðinum, og skyldi sýslu- maður innheimta það með þinggjöldum á mann- talsþingum. Gjald þetta, sem var kallað brúargjald, var síðar smáhækkað, er fram liðu stundir. Brúar- gjaldinu var ætlað að bera kostnaðinn við efnis- kaup og smíði brúnna, en þær sveitir, sem höfðu mest hagræði af brúnni, áttu að leggja fram alla aðra vinnu á sinn kostnað, svo sem flutning á efni, aðstoð við brúarsmíðið, byggingu brúar- stöpla, ruðning að brúnni o. s. frv. Venjulega mun ekki hafa verið veitt fé úr Brúarsjóði, nema fyrir lægju fullnægjandi vinnuloforð frá hlutað- eigandi hreppum eða byggðarlögum. Sýslunefndin ákvað, að Gönguskarðsá skyldi fyrst brúuð, en hún hafði þá það sem af var öld- inni drepið nokkuð á annan iug manna, og var talin ein hin mannskæðasta í sýslunni. Sýslu- nefnd kaus sýslunefndarmennina Ólaf Sigurðs- son umboðrmann í Ási og Þorleif Jónsson hrepp- stjóra á Reykjum til að hafa umsjón með bygg- ingu Gönguskarðsárbrúar. Gönguskarðsárbrúin var byggð sumarið 1875, og var að ég hygg fyrsta brúin á landinu, sem byggð var fyrir alla abnenna umferð, þ. e. ríðandi menn og klyfja- hesta. Brúin var úr tré, því að annað efni kunnu þá engir hérlendir menn að notfæra sér iil brú- argerðar. Einar Guðmundsson, þáver. alþm. á Hraun- um, mun hafa annað hvort smíðað brúna eða sagt fyrir um smíði hennar, en hann og Tryggvi Gunnarsson, síðar bankastjóri, urðu brautryðj- endur í brúarsmíði hér á landi. Á næstu 25 árum eru brúarbyggingar undir- búnar og brýr byggðar sem hér segir: Á árunum 1879—80 er byggð brú á Kolbeins- clalsá. Árið 1881 á Hjaltadalsá. Árið 1882 á Valagilsá. Árið 1886 á Grafará. Árið 1890 á Hofsá á Höfðaströnd. Árið 1894 á Héraðsvötn eyslri. Árið 1896 á Fljótaá. Árið 1898 á Jökulsá vestari. Árið 1900 göngubrú á Svartá. Skagafjarðarsýsla byggði þannig á 25 árum 9 all-stórar brýr, eingöngu fyrir eigið fé, og eina stórbrú, Héraðsvatnabrúna, en til hennar fékkst nokkur styrkur úr landssjóði. Flestar þessar brýr varð Skagafjarðarsýsla að láta endurbyggja úr tré á fyrstu tugum tuttug- ustu aldarinnar. Brýrnar, sem bifreiðarnar renna nú daglega yfir, eru því margar hverjar sú 3ja í röðinni, allar byggðar á sömu slóðum. Þess má geta, að fyrstu brýrnar, sem byggðar voru í öðr- um landshlulum, þegar brúin á Jökulsá í Dal er frátalin, voru þessar: Á Austurlandi, brúin á Ey- vindará, byggð árið 1878 fyrir gjafafé. í Þing- cyjarsýslu, á Skjálfandafljóti 1882, ríkisfé. í Borgarfirði, á Barnafossi 1890, samskotafé. Á Suðurlandi, á Ölfusá 1891, ríkisfé. Um aldamótin 1900, þegar Skagfirðingar höfðu brúað flestar illfærustu ár sýslunnar með því að leggja á sig árleg gjöld í Brúarsjóð ásamt sjálf- boðavinnu og framlögum hreppanna var ennþá engin íeljandi brú íil í mörgum héruðum. Það er sagv, að miklu valdi sá, er upphafinu veldur. Það er því ástæða iil að minnast þeirra, er lögðu grundvöllinn að þessu brautryðjenda- starfi með samþykkt sýslunefndarinnar 8. okt. 1874, en þeir voru þessir: 1. Eggert Briem sýslumaður, oddviti sýslu- nefndarinnar og stórbóndi á Reynistað, f. 1811, d. 1894. Meðal margra merkra barna hans var Páll Briem amtmaður, faðir Kristins Briems kaupm. á Sauðárkrók. 2. Jón Blöndal kaupfélagsstjóri Grafarósi, f. 1825, d. 1878, þáverandi alþm. Skagfirðinga og sýslunefndarmaður Hofshrepps, föðurbróðir Kristjáns Blöndals póstafgreiðslumanns á Sauð- árkróki, föður Valgarðs Blöndals afgreiðslum. á Sauðárkrók. 3. Friðrik Níelsson, f. 1824, d. 1887, bóndi í Neðra-Ási í Hjaltadal og sýslunefndarmaður Hólahrepps. Meðal barna hans var Guðrún, kona Gísla Sigmundssonar bónda á Ljótsstöðum og móðir Pálínu konu Jóns Björnssonar smiðs og fyrrv. bónda á Ljótsstöðum. 4. Björn Pétursson, f. 1834, d. 1922, bóndi á Hofstöðum og sýslunefndarm. Viðvíkurhrepps. Meðal barna hans voru frú Kristín Briem á Sauðárkrók og Pálína húsfreyja á Syðri-Brekk-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.