Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 25.01.1956, Blaðsíða 6

Íslendingur - 25.01.1956, Blaðsíða 6
6 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 25. jan. 1956 konunni með slæðuna í mál- verkasafninu í Firenze. Rafa- el hefir einungis gætt ma- donnu andlitið meiri til- Leiðslusvip og guðræknisblæ en fyrirsætan mun hafa haft hversdagslega. Rafael gat ekki sýnt ás'mey sirmi meiri ást og virðingu en þá, að íklæða hana gervi hinnar heilögu guðsmóður. Hin sixtinska madonna Ra- faels er dáð um allan heim — og dýrkuð af katólskum mönnum meira en nokkurt annað helgimálverk. Auðvitað fór Rafael ekki á mis við öfundsýki, baknag og ofsóknir. Slíkt er hlutskipti allra snillinga. Jafnvel Vas- ari segir, að Rafael hafi veikzt vegna léttúðarfulls líf- ernis. En þessi fullyrðing hef- ir ekki við nein rök að styðj- ast. Það gengu margar slúður- sögur um Rafael. Ein þeirra var þess efnis, að hann héldi við bakaradóttur og hefði málað málverk af henni und- ir nafninu „La fornarine“. Þe'ta málverk er af kven- manni með grófum andlits- dráttum og klæðlítilli niður að mitti. Engar líkur eru til þess að málverk þetta hafi verið málað af Rafael. Stúlk- an á La fornarina hefir arm- bandsúr með nafni Rafaels á- gröfnu. Og er þetta fullgild sönnun þess, að málverkið sé ekki eftir hann. Einhver ill- gjarn keppinautur Rafaels hefir viljað niðurlægja hann á þennan hátt. Rafael var svo siðferðilega þroskaður, að honum mun aldrei hafa til hugar komið að mála þvílíkt málverk. Hann málaði engin „ósiðleg“ mál- verk. Það hefði eyðilagt álit hans sem göfugs málara. Rafael málaði, sem fyrr er sagt, frægasta og fegursta ma- donnu málverkið í sixtinska salinn. Það er málað eftir konu þeirri hinni fögru, sem hann elskaði fram í andlátið. Málverkið mun geyma fegurð hennar um ókomnar aldir. A meðan það er við lýði gleym- ist ekki snilld Rafaels. ___*____ Bóndinn og dóttir hans fóra á markaðinn með egg og smjör og cftir að hafa selt allt, sem þau vnru með sneru þau heim í hest- vagninum. Þá réðust rœningjar á þau. Bóndinn grét,. er hann sá rœn- ingjana fara burt með hestinn og vagninn. ,.Ekki gráta,“ sagði dóttirin. „Þeir náðu ekki í peningana okk- ar, ég stakk þeim upp i mig.“ ,.En hvað þá ert ráðsnjöll stúlka,“ sagði bóndinn. „Alveg eins og hún móðir þín. Ég vildi að hún hefði verið hérna líka. Þá hcjði hún bjargað hestinum og vagninum.“ Vísnabálknr Framh. af 4. síðu. Einlægt étur Ingibjörg, er það ket og rjómi. Dormar í fleti dægur mörg, drósa metin blómi. Vísan er eftir Jóhannes (d. 1897?) Jónsson frá Syðra- Vatni, er síðast bjó í Neðra- Koti — Arnesi — í Tungu- sveit. Stúlkubarn var skírt Ind- laug. Um nafnið kvað Jón Guðmundsson frá Villinga- nesi á þessa leið: Yndi og h.ta umvafin eðalþvita hrundin. — Nafnið ritað nú ég finn, nógu vitur karlfuglinn. Ekki er ég viss um, að ég fari rétt með kenninguna: eð- alþvita: eðalsteina hrundin. Fyrri hlutinn orðsins er ekki vel ljós í minni mínu. En það eitt skiptir engu máli, úr því kenningin er rétt. Jón Einarsson frá Héraðs- dal kom ríðandi að Stafnsrétt í Svartárdal, e. t. v. ofurlítið hýr af víni. Var þar glatt á hjalla og segir einhver kunn- ugur: Þarna kemur hagyrð- ingur. Þá svaraði Jón: Það fjarstæða eintóm er, — Ullar klæða heyri — að kunni blæða úr kjafti mér Kvásis æðra dreyri. Um stúlku nokkra kvað Jón þessa vísu: Hringadýja-Hrund er snauð, hlýt ég tvílaust greina. Næstum frí við andans auð, — ekki er því að Icyna. Sögn Jóns sjálfs. Ágúst Sigfússon, kunnur hagyrðingur, fátækur fjöl- skyldumaður, lengi í Húna- þingi, kom að vestan að hitta Björn bróður sinn, þá bónda á Yrarfelli, bjargálna mann ó- magalausan. Ágúst bað hann um skinn í skó. Þegar hann var á förum um morguninn fór Björn inn í eldhús, tók þar ofan skinnakippu mikla, valdi þar úr bjór einn, fleygði hon- um í Ágúst og sagði hálf- ólundarlega: — Hana! Taktu við! Það er bezt að þú hafir þetta. Þetta heyrði ég Ágúst segja samdægurs, og svo bætti Jhann við: — Þá datt mér í hug vísa í orðastað Bjössa; en ekki þorði ég að láta hann Iheyra hana. Þið skuluð fá að heyra hana: tíeizka finn ég böl og þrá bónum sinna þínum. Fariskinnið ómjúkt á aurum grynnir m.’num. Einar Sigurðsson, bóndi á | Reykjarhóli, var einn af skag- firzkum hagyrðingum á síð- ari hluta síðustu og fram á þessa öld. Kunna fróðir vísnavinir víst allmargar vís- ur hans. Hér er ein: Gjörði hnjóta hér úr hor hjörð, ei fóta gáði. Þetta ljóta lambskinns vor loksins þrjóta náði. Þegar Jónas í Hróarsdal, hinn fjölhæfi gáfumaður, heyrði vísu Einars, er sagt að hann kvæði vísu þessa, sem víða flaug: Eg er frá — og ekkert veit óðarskrá að linuðla, þó þeir fái framm’ i sveit fjögur h í stuðla. Þessa vísu orti Einar á Reykjarhóli um fyrirlestra- Gunnu. eða Presta-Gunnu, sem kölluð var, en ég þekkti ekki skil á: Hróðug sést á Hnikarsmey, heyrn þó bresti snjalla. — Fy.irlestra- Gunnu-grey geðjast prestum varla. Hér eru að síðustu fáeinar vísur eftir Gunnu þessa: Dýrólína, drósin fin, dreifir brýnum kala. Umvöfð prýði alla tíð eikin víðis sala. Er hún Gróa eins og lóa fögur. Handarsnjóa Hrundin fín hún burt sóar angurs pín. Björn ég tel í Borgarey bónda — vel að gáum —. Xa smioiu E[3ut j;ttag mikið vel, það sjáum. Gosi á Bakka græða kann, gull.ð flakka lætur. Góins stakka grundu kann gefa krakka laglegan. Drjúgum græðir Daníel, drengi b.æðir viður. Mikley ræður mikið vel Móins hæða viður. Auðheyrt er, að Gunna hef- ir ekki verið í vandræðum með að ríma vísur sínar, hvað sem annars má um þær segja. t______J. Ö. J. — Er langt til lands? spurði sjóveiki maðurinn. — Nei, svona hálfur annar kílómetri. — / hvaða átt? — Beint niður. * Dómarinn: Hvað getur þú fœrt fram þér til málsbóta? Sakborningur: Að ég er sak- laus, dómari. Vona, að það verði ta'.dar nokkrar málsbœtur. * Gömul kona rekur regnhlífina í bakið á bílsljóranum og segir: — Er þetta Dimmifjallgarður. — Nei. það er mjóhryggurinn á mér. * ALFERLING: 100 Bræður myrkursins Irene furs'afrú sat í stól við móofninn. Hún stóð snögglega á fætur, er hún heyrði einhvern koma. — Jæja, Irene, sagði Osló greifi. — Hefir þú ekki enn- þá ákveðið, hvern kostinn þú átt að íaka? — Með hvaða rétti haldið þér mér innilokaðri hér? spurði hún. — Með þeim rétti, sem ást mín á þér veitir mér, svaraði hann. — Eg elska yður ekki. Þér vitið það. — Þú hefir þó einu sinni elskað mig, svaraði hann. — Aldrei, — það var aðeins ímyndun. — Jæja, sagði hann. — Ég er kominn til að trúa þér fyr- ir leyndarmáli, en það er þetta: Við bræðurnir erum nú nær takmarki voru en nokkru sinni áður. Hún þagði. — Þú þekkir það, hélt hann áfram. — Það þýðir frels- un Rússlands undan harðstjórunum. — Og dauða Sarkas fursta? spurði hún titrandi röddu. — Ef til vill. Hún leit hissa á hann. Var ef til vill einhver von? Það var eins og hann læsi hugsanir hennar. — Þú elur von í brjósti, Irene, sagði hann. — Þú hefir ástæðu til þess. Ég mun fallast á að vægja Sarkas fursta, ef ég næ hylli þinni. Hún reikaði í spori og varð að styðja sig við stólinn til þess að falla ekki á gólfið. Hann krafðist hylli hennar, þeirrar hylli, er hún hafði neitað honum um, þrátt fyrir að hún hafði verið kona hans fyrir sjónum mannanna, — en aldrei fyrir augliti guðs. Einhver innri rödd hafði hvíslað í eyra herini: Varaðu þig á þessum manni. Um brúðkaupsnóttina, eftir hina glæstu veizlu, er allt var orðið hljótt, drap hann á dyr hennar. Þá sneri hún lyklinum slegin ótta. Hún þorði ekki að veita þessum manni við:öku. Hún varð þess skyndilega vör, að ástin, sem hún hafði borið til hans, hafði skyndilega þokað úr sæti fyrir óskiljanlegum ótta. Hún bar höfuðverk við og firrtist hann. Þeim fáu dögum, er þau voru hjón, eyddi hún í herbergjum sínum, og nú þakkaði hún forlögunum fyrir, að hafa komizt hjá að veita honum hylli sína. Heiðri hennar var borgið. — Það er sem sagt urtnt að bjarga lífi Sarkas. En það er allt undir sjálfri þér komið, sagði hann og nálgaðist hana. Hún skauzt á bak við stólinn. — Þér eruð ræfill, Osló greifi, sagði hún. — Fyrsta skylda aðalsmannsins er að halda skildi sínum hreinum og bleltlausum. En skjöldur yðar og heiður eru útataðir í götu- ræsum Pétursborgar. — Það er unnt að bjarga lífi Sarkas fursta, endurtók hann með hækkandi rödd. og bætti síðan við: — Ennþá, en það tilboð stendur ekki lengi. Við verðum að komast að samningum. Ég þarf víst ekki að segja þér, um hvað hann fjallar. — Aldrei, svaraði hún áköf og æst af reiði. — Eg gæti tekið þetta sem fullnaðarsvar, Irene, en ég vil vera göfuglyndur og gefa þér umhugsunarfrest í þrjá sólar- hringa, sagði hann. — Þrjá sólarhringa, endurlók hann, — en ekki mínútu lengur. Ef þú hefir ekki fyrir þann tíma veitt mér hylli þína, þá er jarðvist Sarkas fursta lokið. Hann hneigði sig lítillega og sneri við upp stigann. Hún heyrði hlerann falla á eftir honum og féll máttvana niður í stólinn. Fám stundum síðar staðnæmdist bíll í nánd við höllina, og maður steig út úr lionum. Það var Osló greifi. — Við Rasputin einir höfum frjálsan aðgang að höll- inni, mælti hann hlæjandi fyrir munni sér. •— Hvílíkt upp- nám, ef menn vissu þetta. Hann hélt áfram að hlæja og opnaði með lykli hurð, sem Rasputin var vanur að ganga um. Svo hvarf hann inn í höllina, þar sem allir sváfu grun- lausir um þá miklu hættu, er voíði yfir. Osló greifi var kom- inn aftur í Arnarhreiðrið.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.