Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 25.01.1956, Blaðsíða 4

Íslendingur - 25.01.1956, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 25. jan. 1956 $tcwdui0iir Keniur ú( livcrn niiAvikiuiag. Útgcfandi: Úigálujélug íslendings. Ritstjnri ng ábyrgfi&rmafiur: JAKOB Ó. PÉTURSSON, Fjóliigöm 1. Sími 1375. Skiifslufa og afgreið la í Crámifélagsgölu 4. S.'mi 1354 Skrifslnfulími: Kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum aðeins 10—12. Prenlsmiðja Björm Jónssonar h.j. Stórhækkuð framlög vegna útvegsins Eins og kunnugt er af blaðafregnum var vélbátaflotinn bundinn í höfn um síðastliðin áramót, er vetrarvertíð við Faxaflóa skyldi hefjast, og svöruðu útgerðarmenn tilboði ríkisstjórnarinnar um óbreytt gjaldeyrisfríðindi út janúar- mánuð, ef þeir tækju upp róðra, með því að íilboðið tryggði ekki að þeirra dómi hallalausan rekstur útvegsins, og sæju þeir sér því ekki fært að hefja róðra, fyrri en frekari að- gerðir kæmu til af hálfu ríkisvaldsins. Síðan hafa liðið 3 vikur, og hefir ríkisstjórnin haft til at- hugunar, hvað gera mætti til íryggingar rekstri vélbátaflot- ans, og sendi hún um síðastlið.ia helgi nýtt tilboð, þess efn- is, að nýtt frumvarp um aðstoð við útgerðina skyldi lagt fyrir Alþingi næstu daga, er fæli í sér sömu gjaldeyrisfríð- indi og áður hefði gilt, niðurgreiðslu á vátryggingariðgjöld- um, uppbætur á fiskverð og aukna dagpeninga til togaraút- gerðarinnar, en þeir hafa numið um 2 þúsund kr. á hvern úthaldsdag, síðan bifreiðaskatturinn kom til sögunnar. Um þe'.ta mál gaf ríkisstjórnin út svo hljóðandi fréttatil- kynningu um helgina: F.ru Akureyringar ónæmir?— Jólagjafir skattskyldar. — Hjátrú og hindurvitni. I .ÖMUNARVEIKI FARALDUR sá, er gengið hefir yfir undanfarna mán- uði, mun nú í rénum. Ifann hefir vald- ið dauða nokkurra manna, og nokkrir hafa lamazt meira eða minna. Fy.st varð hans vart í Reykjavík, en þaðan harst hann út um land.ð — á Vest- fiiði, austur á Langanes, í Skagafjörð, Ólafsfjörð og víðar. Sennilega hefir hann komið harðast við á Patreksfirði, niiðað við íbúatölu. Hér á Akureyri hefir hans lítt eða ekki orð.ð vart, þ átt fyrir daglegar samgöngur við höíuðslaðinn, og vaknar þá sú spurn- ing, hvort faraldurinn á Akureyri hérna á árunum hafi ekki gert bæjar- búa ónæma fyrir veikinni. F.G VAR NO á þessu augnabliki að sjá skýrsluform frá skattstofunni, þar sem vinnuveitanda er boðið að gefa upp risnu, bif.-ciðastyrk, fatnað og hjá skattinum, og hefir þó áður verið tslið, áð bækur væ.u ekki skattskyld- ar. Hve langt á vitleysan að ganga? ALLIR KÖNNUMST við áreiðan- lega við alls konar hjátrú og hindur- vitni, sem við drukkum í okkur með móðurmjólkinni. Sum þessara hindur- vitna eru skráð í Þjóðsögum Jóns Árr.asonar og fleiri þjóðsögum, en þó er ekki öruggt, að þar séu öll kurl kumin til grafai. Ég var nú um ára- mótin að blaða í bókinni „Gamban- teir.ar“ eftir Einar Guðmundsson kenn- ara, sem áður hefir safnað og búið til prentunar 5 eða 6 bindi af þjóðsögum og sagnaþáttum, er komið hafa út njá Leiftri h.f. Vel kann að vera, að eitt- hvað þcssara hindu.vitna hafi áður ve.ið skjalfest, þótt ég viti ekki. En mig langar til að gefa ykkur, lesendur gcð r, smáskammt af hindurvitnunum í Gambanteinum, og verðið þ'ð þá að viiða mér á betra veg, ef það reynast , gamlar lummur“. „EF GLÆR BUNA er í ám, er þær miga, veit það á vætu, en sé roði í þvagi þeir.a, míga þær sólskini, og veit það á þurrk. Ekki má fleygja inannshári frá sér nema hnýta fyrst á það þrjá hnúta, ella hlrðir kölski það og r.ður úr því net til að veiða sálir manna í. (Hvað segja rakararnir?) Aldrei skal hafa hjall mata.Tausan. Þó að eigi sé þar nema uggi af há- „Á undanförnum mánuðum hafa farið fram við- ræður milli fulltrúa ríkissljórnarinnar og fulltrúa út- vegsmanna og fiskframleiðenda um starfsgrundvöll út- vegsins á sl. ári og um horfur á þessu ári. Athugun málsins og umræður hafa leitt í ljós, að að- staða sjávarútvegsins hefir versnað til muna, einkum vegna aukins rekstrar- og vinnukostnaðar, svo fyrir- sjáanlegt er, að úlgerð og vinnslu sjávarafurða verð- ur eigi haldið áfram án aukinnar aðstoðar frá því, sem verið hefir. Af þessum ás æðum hefir ríkisstjórnin í dag ritað Landssambandi íslenzkra útvegsmanna hréf, þar sem því er heitið, að hátaúlvegurinn haldi þeim innflutn- ingsréttindum fyrir framleiðslu ársins 1956, sem hann naut á árinu 1955, þó þannig, að engum nýjum vörum verði hætt á bátalistann, og álag úlvegsins á innflutn- ingsskírteini verði óbreytt frá því, sem verið hefir. Ennfremur hefir ríkisstjórnin ákveðið að leggja til við Alþingi, að fjár verði aflað í sérstakan sjóð. Úr honum skal verja fé til að greiða hluta vátrygginga- iðgjalds fiskibáta. Ennfremur til þess að greiða vinnslustyrk á bátafisk og sérstakar bætur vegna vinnslukostnaðar á smáfiski, hvorttveggja til þess að koma í veg fyrir verðlækkun á fiskinum. Þar eð ekki hefir þótt fært að bæta nýjum vöruteg- undum á bátalistann, verði varið all-hárri fjárhæð úr sjóði þessum til að kaupa og taka úr umferð óseld inn- flutningsskírteini bátaúlvegsins. Þá hefir ríkisstjórnin ákveðið að leita heimildar Al- þingis til þess að greiða úr áðurnefndum sjóði 5000 krónur til hvers togara fyrir hvern dag, sem togaranum er sannanlega haldið til veiða. Er hér um að ræða hækkun á rekstrarframlagi til togaranna um 3000 kr. á dag, frá því sem verið hefir. Ríkisstjórnin mun næstu daga leggja fyrir Alþingi frumvarp um þetta efni og ráðstafanir til tekjuöflunar í þessu skyni, enda væntir hún þess, að framangreindar ráðstafanir verði til þess að vélbátaflotinn hefji veiðar nú þegar.“ Útvegsmenn hafa samþykkt að ganga að tilboði ríkis- stjórnarinnar með því skilyrði, að frystihúsin greiði eigi lægra verð fyrir fiskiua en á síðustu verlíð. gjafir til hjúa sinna. Virðist þar með ætlazt til, að fyrirtæki, sem gefur upp laun og fríðindi hjúa sinni, sleppi ekki einu sinni „undirhuxum", sem forstjóri kynni að gefa einkaritara s.'num, né heldur bók, sem hann kynni að gefa góðum slarfsmanni í jólagjöf frá Máli og menningu eða Almenna bókafélag- inu, en þá kemur sú spurning í hug, hvort reikna á með nettó- eða b.úttó- verði bókarinnar. Hingað til hefir oss verið tjáð, að happdrættisvinningar upp á nokkur þúsund séu ckki skatt- skyldir, en nú á ckki einu sinni kvæða kver cða glæpatímarit að fara fram karli, dregur hann að sér mat. Týni stúlka sokkabandi sínu, kemst hún brátt í tæri við karlmann. Fyrir fyrri heimsstyrjöld var það trú sums gamals fólks, að danskt smjör- líki væri gjört ú." mannsístrum, og því væri það óhæft til manneldis og synd- samlegt að ncyta þess. Blóðnasir geta stafað af of miklu há- karlsáti, en við þeim eru þá þessi ráð: 1) að liggja á bakið og hafa brýni milli herðablaðanna. 2) að, binda fa6t um litla fingur, einkum með rauðu bandi. 3) að taka nokkuð mikið í nr.fið. Róðrarbann útvegsmanna hefir þegar kostað þjóðarbúið milljónir eða jafnvel tugmilljónir króna, og er vel, að því skuli nú lokið. Hins vegar getur vart hjá því farið, að lausn þess kosti almenning nokkrar milljónir eða tugmilljónir í nýjum sköttum, beinum eða óbeinum. Framsókn og íjá/íestingin Tíminn hefir oft haldið því fram, að verðbólgan, sem hófst að aprílverkfallinu síðasta afstöðnu, væri sök sam- starfsflokks Framsóknar í ríkisstjórninni og stafaði af of mikilli fjárfestingu á s. 1. ári. Kauphækkanir ættu þar hverfandi sök. Þó vill svo undarlega til, að blaðið hælir ráðherrum Framsóknarflokksins jafnframt fyrir að hafa staðið fyrir slórkostlegum fjárfestingum. Á forsíðu blaðs- ins 18. þ. m. er grein um „nýtt átak í úlrýmingu heilsu- spillandi húsnæðis“, er félagsmálaráðherra er talinn eiga heiðurinn af, enda birt mynd af honum með. S. 1. sunnudag er einnig löng grein um fjárfestingu í sambandi við xaforku- málin og enn stærri mynd af sama ráðherra fylgir. Það er með öðrum orðum ekkert athugavert við mikla fjáifestingu, ef unnt er að „þakka“ hana Framsóknarmönnum, en hún á engan rélt á sér, þegar unnt er að „kenna“ Sjálfstæðis- mönnum um hana! Hvílík heilindi. Ráð til þess að losna við vörtur er að sleikja þær að morgni. Fíflamjólk er einnig góð við þeim. Ánamaðkar eyða bólgu, séu þeir not- aðir með kostgæfni. Jötunuxar, settir í brennivín, eru góðir við handdofa. Séu menn kjarklitlir að fara heiðar, skulu þeir drekka volgt nautsblóð á blóðvelli. Æski foreldrar sér ekki flei-i bama, skulu þau láta síðasta barnið heita í höfuð beggja. Rjúpa etin eykur næmi. ■ n ÞETTA ÞÓTTI vel f.ambærilegt á dögum afa okkar, en ckki er víst, að nútímalæknar noti eða ráðleggi þessar aðferðir. En á árum áður þurftu menn að þreifa sig áfram, þegar einkis lækn- is var að leita, en svo er heldur engin reynsla fyrir hendi um árangur þess- ara húsráða. Þau kunna að hafa gef- izt vel, ckki sízt, ef menn hafa átt trúna á uppskriftina. ___*_____ Vísnabálknr Nokkrar stökur úr Skagafirði, skráðar eftir minni. Tárin renna títt um kinn, — tek ég svo til mála. Aldrei kemur Eldjárn minn utan frá Þönglaskála. Vísuna lærði ég barn, ó- feðraða. Ekki er ólíklegt að hún sé orðin yfir 100 ára og ort af Hólmfríði Þorláksdótt- ur húsfreyju í Ásgeirsbrekku, sem var hagorð. Seinni (eða síðasli) maður hennar, er hún unni mjög, var Eldjárn Hall- steinsson, bóndi, d. 1847. — Einn af niðjum þeirra er Gunnlaugur Björnsson, kenn- ari á Hólum. Magnús Jónsson, bóndi, Gilhaga, var manna skemmti- Iegastur og fyndnastur, eink- um við öl, og sagði þá oft kát- Iegar sögur, sem mér eru nú fallnar úr minni. Vísu fór hann með, er ég nam, sem karl nokkur orti um hundinn smn. Maður þessi hét Benja- mín, e. t. v. sá, er var Einars- son, og bjó í Gilhagaseli laust fyrir miðja síðustu öld. Vís- an er svona: Þér í fréttum þylja hann, — það ég 6krökva eigi. Hundurinn þarf við mcðalmann mat á hverjum degi. Þegar Magnús hafði farið með vísuna rak hann upp skríkjuhlátur einkennilegan, og lék Benjamín, svo allir við- staddir hlógu. Næsta vísa er um konu, sem þótti nokkuð sællíf og morg- unsvæf; en ekki kann ég skil á henni: Framhald i 6. tíðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.