Íslendingur


Íslendingur - 29.03.1957, Blaðsíða 7

Íslendingur - 29.03.1957, Blaðsíða 7
Föstudagur 29. marz 1957 ÍSLENDINGUR 7 Viðtal við Hjálmar Stefánsson FramhalA af 1. siðu. bikara og ítalska fánann sem við- urkenningu fyrir þátttöku í mót- inu, en verðlaun voru þarna rausnarlegri en við höfðum nokk urstaðar kynnzt. Auk verðlauna gátu verðlaunahafar valið sér ein hvern gagnlegan hlut, sem verzl- anir gáfu í tilefni mótsins. Þar á meðal voru úr, myndavélar, harmonikur, ferðatöskur og ýmis konar fatnaður. Sjálfur náði ég í „bruntreyju“ úr nylon-efni. Og þetta reynist vera hin þægi- legasta flík, fislétt en sterkleg. — Svo höldum við þaðan beint til Noregs, keppum þar á Holmenkollen-mótinu og förum þaðan beint heim. Alísst’aðar skíðalyftur. — Var þetta ekki erfitt ferða- lag? — O-jú. Við reyndum að fá sem mest út úr tímanum, og æfð- um því næstum alla daga. Fórum við jafnan eldsnemma á fætur, t. d. kl. 6 einn morguninn til að fara í keppni. Annars voru alls staðar skíðalyftur notaðar, þar sem við dvöldum við æfingar. — Telurðu ekki árangur af förinni góðan? — Jú, við höfðum áreiðan- lega gott af henni og tvímælalaust gagn. Við ferðuðumst með og kepptum við beztu skíðamenn heimsins — Austurríkismenn. Má raunar segja, að þessi skíðamót í vetur séu erfiðari en Olympíu- mótin, því þar má engin þjóð senda nema 4 menn í hverja keppni, en þarna var þátttakan ó- takmörkuð, og Austurríki á a. m. k. 15—20 afburðamenn, sem hver um sig gæti orðið í 1. sæti á slíkum mótum. Margir góðir svigmenn hér. — Og hvað viltu svo segja um skíðamenn okkar? — Ég held, að í Alpagreinun- um eigum við nú betri og jafn- ari menn en nokkru sinni áður. Eysteinn Þórðarson er að vísu í sérflokki. En auk hans eigum við marga góða svigmenn, og má því búast við jafnri og harðri keppni á væntanlegu landsmóti. I nor- rænu greinunum stöndum við varla eins vel að vígi, þótt þar megi einnig vænta sæmilegs á- rangurs. Aðstaða okkar til æf- inga erlendis er mjög ólík að- stöðu annarra Jsjóða. T. d. hafa landsliðsmenn Svía allt frítt og dagpeninga að auki, er þeir sækja skíðamót erlendis. I fæst hjá Verzlurtin Eyjafjörður h.f. Rennilásar mjög fjölbreytt úrval, fæst hjá Verzlunin Eyjafjörður h.f. 4 og 41/2 fet. Verzlunin Eyjafjörður h.f. Gæsadúnn Hólfdúnn Fiður Dúnhelt léreft Fiðurhelt léreft Damask Khalci Flauel. Verzlunin Eyjafjörður h.f. Verzlun til söln Af sérstökum ástæðum er verzlun í fullum gangi til sölu. Lít- ill lager, góðir greiðsluskilmálar. — Til mála gæti komið að lítil íbúð væri til leigu í sama húsi. Upplýsingar í síma 1256. Hefir aeft fró barnsaldri. Við röbbum saman litla stund enn, og það kemur upp úr dúrn- um, að Hjálmar byrjaði sem barn á Siglufirði að æfa sig á skíðum, og var aðeins 14 eða 15 ára, er hánn tók fyrst þátt í keppni. Að- allega hefir hann æft Alpagrein- arnar en síðar tók hann einnig að æfa stökk, Jjar sem hann hefir líka náð góðum árangri. Vorið 1954 fluttist hann hingað íil Ak- ureyrar og gerðist félagi í KA. Hefir hann síðan lagt mikla stund á skíðaæfingar og tekið öruggri framför í íþróttinni. Atvinna hans er bifvélaviðgerðir. Enn er hann aðeins 22 ára gamall, og hefir því möguleika á að bæta enn um árangra í skíðaíþróttinni. —> 1 *— Sæluvika Skag- íirðinga 1. dagur. Sunnudagur 31. marz kl. 14: Guðs])jónusta í Sauðárkrókskirkju ef viðgerð er lokið, annars í skólahús- inu. Kl. 17: Kvikmyndasýning í Bif- röst (Sauðárkróksbíó). Kl. 20: „Gas- ljós“. Leiksýning í Bifröst. (Leikfélag Sauðárkróks.) 2. dagur. Mánudagur 1. aprfl kl. 17: Bifröst: Kvikmynd. Kl. 20: Bifröst: Barnaskemmtun. (Leikfélagið.) 3. dagur. Þriðjudagur 2. apríl kl. 17: Bifröst: Kvikmynd. Kl. 20: Bifröst: „Gasljós". 4. dagur. Miðvikudagur 3. apríl kl. 17. Bifröst: Kvikmynd. Kl. 20: Bif- röst: „Gasljós“. Bifröst: Gömlu dans- ar að lokinni sýningu. 5. dagur. Fimmtudagur 4. apríl kl. 15 og 17: Bifröst: Kvikmyndasýningar. Kl. 20: Bifröst: „Gasljós". Bifröst: Dans að lokinni sýningu. 6. dagur. Föstudagur 5. apríl kl. 21.30: Templó: Gömlu dansarnir. Kl. 20: Barnaskólinn: Málfundir Stúdenta- félagsins. Kl. 13 og 15: Bifröst: Kvik- myndasýningar. Kl. 16.30: Bifröst: Förin til Brazilíu. Leiksýning. Verka- mannafél. Kl. 18.15: Bifröst: Sam- söngur. (Karlakórinn „Heimir".) Kl. 20: Bifröst: „Gasljós". Bifröst: Dans. 7. dagur. Laugardagur 6. apríl kl. 21.30: Templó: Gömlu dansarnir. Kl. 13 og 17: Bifröst: Kvikmyndasýningar. Kl. 15: Bifröst: Förin til Brazilíu. Kl. 20: Bifröst: „Gasljós“. Bifröst: Dans. 8. dagur. Sunnudagur 7. apríl kl. 15 og 17: Bifröst: Kvikmyndasýningar. Kl. 20.30: Bifröst: Förin til Brazilíu. Kl. 23: Bifröst: Lokadansleikur. Folltg peysn er kœrkomin fermingargjöf. Veljið þar sem úrvalið er mest. Verzl. DRIFA Sími 1521. Innilegar þakkir til allra, er auðsýndu samúð og vináttu við andlát og jarðarför Guðrúnar Björnsdóttur Akureyri. V andamenn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkat og tengdaföður, Eggerts St. Melstað. Guðrún Melstað, Grétar Melstað, Karitas Melstað, Sverrir Ragnarsson. Um helgina: NÝ SENDING AF og Fjölbreytt litaúrval. Verð frá kr. 550.00. Verzl. B. LAXDAL Til fermingnrinnnr; FYRIR STÚLKUR: FYRIR DRENGI: Undirkjólar Skyrtur, hv. og misl. Undirföt Nærföt Sportskyrtur Sokkar Nærföt Peysur Hanzkar Sokkar Slæður Belti Sokkab.belti Töskur Slaufur Brjóstahaldarar. Bindi. VEFN AÐARVÖRUDEILD. Til ferminptirgjafa: Ljósmyndavélar með flash útbúnaði Bakpokar 2 tegundir Sjónaukar 2 gerðir Badmintonspaðar Badmintonknettir. Sendum í póstkröfu. Brynj. Sveinsson h.f. Strigaskófatnaður Kaupið snemma strigaskóna fyrir vorið. Kven-strigaskór margar tegundir og litir Uppreimaðir strigaskór fyrir börn og fullorðna (bláir, brúnir, V svartir og grænir) Kvenskór með svampsólum úr striga og filti. Hentugir við öll inni- störf. Fermingarskór (fró Feldinum) fyrir stúlkur, koma einhvern næstu daga. Póstsendum. Skóv. M. II. Lyngdal & Co. h.f. Simi 2399.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.