Íslendingur


Íslendingur - 29.03.1957, Blaðsíða 2

Íslendingur - 29.03.1957, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 29. marz 1957 ÍSLENDINGUR ÁDAGSKRÁNNI Þá var einskis svifist. — saman enn. — Þá var einkis svifist. Tíminn segir síðastliðinn sunnu- dag: „Þótt ýmsir flokkar hafi oft á undanförnum árum sýnt ábyrgð- arleysi í stjórnarandstöðu, hefir enginn gengið eins glæfralega langt í þeim efnum og Sjálfstæð- isflokkurinn gerir um þessar mundir.“ Að sjálfsögðu reynir blaðið ekki að færa þessum orðum sín- um stað, enda mundi árangurinn verða rýr. Það eru sem ss ekki liðin nema tvö ár síðan stjórnar- andstaðan í landinu atti þúsund- um verkafólks út í marga vikna verkfall gegn ríkisstjórninni. Þá var ekki hirt um að skaða þjóð- ina í heild um tugmilljónir króna í framleiðslutapi og einstakling- ana um 4—6 vikna vinnutekjur, ef með því mætti bola þáverandi ríkisstjórn frá völdum. Var þessi háttur stjórnarandstöðunnar e. t. v. byggður á sérstakri ábyrgðar- tilfinningu? Tvennir vímar. í sama blaði sama dag er cagt, að F ramsóknarflokkurinn haf i lengstum verið í stjórnarað- stöðu og því haft skilyrði til að „þoka málum áleiðis". Þetta er rétt það sem það nær. Fram- sóknarflokkurinn hefir lengstum verið í stjórnaraðstöðu, nema árin 1944—46, er atvinnutæki þjóðarinnar voru endurnýjuð á skömmum tíma og vinnutæknin efldist risaskrefum. Á þeim tveim árum urðu meiri framfarir og framkvæmdir í landinu en á nokkru tíu ára tímabili, sem Framsókn hafði aðstöðu til að „þoka málum áleiðis“. Og henni var sannarlega um og ó, hvað framfarirnar snerti. Nýju togar- arnir voru kallaðir „gums“, og nýsköpun atvinnuveganna í heild tekið með háðsyrðum og hrak- spám. Þetta framtak, að leggja Framsókn til hliðar, þótt ekki væri nema um tveggja ára bil, gerði mögulegt uppbyggingar- starf, sem ella mundi enn óunnið að verulegu leyti. Ber ekki saman enn. Enn segir Tíminn síðastliðinn sunnudag, að enginn geti ætlazt til, að stjórnarflokkarnir séu sammála í öllu, heldur hafi sam- starfið verið ákveðið um sérstök verkefni, sem séu „skýrt afmörk- uð í stjórnarsáttmálanum“, en undirstaða samkomulagsins sé sú mikla nauðsyn þjóðarinnar að halda „íhaldinu sem lengst frá á- hrifum á efnahags- og fram- leiðslumálin.“ Þjóðviljinn hafði hins vegar áður skýrt svo frá, að frá engu atriði stjórnarsáttmálans hafi Tvennir tímar. — Ber ekki Óstöðvandi hrun. dvöl lians hér sé því „alger svik á stjórnarsáttmálanum“. Ber því þessum blöðum ekki saman um, hver hafi verið aðalatriði stjórn- arsáttmálans. Ostöðvandi hrun. Hvar sem til fréttist af stjórn- arkosningum í verklýðs- og stétta- samtökunum, hrynur fylgið jafnt og þétt af kommúnistum. Nýlega töpuðu þeir meirihluta sínum í stjórn Félags bifvélavirkja í Reykjavík, sem þeir höfðu áður haft um samfelld 20 ár. I Hinu íslenzka prcntarafélagi var Magnús Astmarsson kjörinn formaöur meS 165 atkvæðum, en hafði við næstu kosningor á und- an 142 atkvæði. Formannsefni kommúnista hlaut nú 54 atkvæði en 86 við næsfu kosningar á und- cn. Allt ber hér að sama brunni. --------□----- Verðlagsmál landbiinaðarins (Framhald af 1. síðu., mikilvægt. Mun jarðvegsdeild Atvinnudeildar Háskólans skipu- kggja töku jarðvegssýnishorna íil þess að senda til „Forsögsla- boratoriet“ í Lyngby i Dan- mörku. Verðlagsmóla- róðsfefna. — Var ekki einhver ráðstefna um verðlagsmál í Reykjavík? — Jú. Verðlagsmálin svoköll- uðu hafa verið mjög mikið rædd hér í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu á vegum Bændafélaganna á und- anförnum árum og ennfremur meira og minna í flestum héruð- um norðan og austan lands. Eru það einkum mjólkurmálin, sem hér er um að ræða. Bændur hér norðanlands hafa fengið 30 til 40 aurum lægra verð fyrir mjólk sína að undanförnu, heldur en bændur sunnanlands. Aðalkrafa okkar „norðanmanna“ eins og við vorum kallaðir fyrir sunnan, er að fá verðlagsgrundvallarverð fyrir bæði kjöt og mj ólkurafurð- ir. Við höfum litið svo á, að það ætti að vera hlutverk Framleiðslu- ráðs að haga verðlagningunni svo, að allir bændur, hvar sem þeir væru búsettir, fengju sama verð fyrir framleiðslu sína komna á vinnslustað, en þetta atriði virðist hafa verið mjög umdeilt í F ramleiðsluráði. Gengið á ráðherrafund. Bændafélag Eyfirðinga og Bændafélag Þingeyinga tilnefndu að þessum málum. Þá hafði Bændafélag Eyfirðinga beitt sér fyrir því, að Búnaðarsamböndin í Skagafirði og Húnavatnssýslum kysu fulltrúa til suðurfarar, hvað þau og gjörðu. Héðan fóru auk mín Arni Asbjarnarson og Egg- erl Davíðsson. Þingeyingarnir og við Eyfirðingarnir boðuðum svo alla kjörna fulltrúa og aðra, sem við náðum íil og staddir voru í Reykjavík af Norður- og Austur- landi, til fundar um verðlagsmál- in, og var þar samþykkt einróma ályktun í þessum málum, undir- skrifuð og send Framleiðsluráði, sem hélt íund um málið. Enn- fremur fóru allir, sem skrifuðu undir ályktunina, á fund land- búnaðarráðherra með þetta skjal ásamt greinargerð og lögðu mál- ið fyrir liann. Þeir, sem stóðu að þessari „herför“ voru úr Austur- Skaftafellssýslu, Múlasýslum, Þingeyjarsýslum, Eyjafjarðar- sýslu, Skagafjarðarsýslu, Húna- vatnssýslum og Strandasýslu, alls um 25 manns. Allir Búnaðar- þingsfulltrúarnir á þessu svæði stóðu að þeirri ályktun, sem gerð var, og fleiri áhugamenn, en á- lyktunin var í því fólgin, eins og ég sagði áðan, að krefjast þess, að allir framleiðendur fái fulll verðlagsgrundvallarverð fyrir framleiðslu sína, hvar sem er á landinu, komna á vinnslustað — sláturhús eða mjólkurbú. Nefnd skipuð í verðlagsmálin. — Og hver urðu svo málalok- in? — Þau liggja ekki fyrir enn, og skal litlu um þau spáð. Við, þessir „norðanmenn“, héldum fjölmarga fundi um þessi mál, og ekki er rétt að segja, að okkur hafi alls staðar verið tekið með skilningi. En við væntum þess þó, að síðar muni koma í ljós nokk- ur árangur af för okkar til Reykjavíkur fyrir bændur úr þessum landshlutum. Eftir að Framleiðsluráð hafði haft tillögur og ályktanir okkar norðanmanna til athugunar í um það bil 3 vikur, varð niðurstað- an sú, að ráðið skipaði 5 manna nefnd til þess að rannsaka og gera tillögur um framtíðarlausn verðlagsmálanna, þannig að „all- ir megi vel við una“. Er þessi nefnd þegar tekin til starfa og á að hafa lokið störfum fyrir 1. ágúst næstkomandi. Eftir atvikum töldum við norð- anmenn, að við þessi mátalok yrði að una í því trausti, að þessi 5 manna nefnd hafi lokið störf- um á tilsettum tíma og að niður- stöður hennar verði til þess að styrkja réttmætan málstað okkar í verðlagsmálunum, en það skal tekið fram, að þessi mál eru ekki þar með lögð á hilluna, og það verður fylgzt með því, hvernig Framleiðsluráð notar þenna frest til að koma réttmætara skipulagi á verðlagsmálin en verið hefir. Innan tíðar mun Bændafélag Eyfirðinga halda fund um þessi mál, óg verður þar væntanlega náhar' skýrt frá þeim. verið eins tryggilega gengið og 3 menn hvort í febrúar sl. til þess brottför hersins, og frainhalds-1 að fara til Reykjavíkur og vinna T Frti Gnðrún Björnsdottii* Frú Guðrún Björnsdóttir, kona Gunnars H. Kristjánssonar kaup- manns í „Verzl. Eyjafjörður“, andaðist hér í bænum þann 19. þessa mánaðar. Banamein henn- ar var meinsemd í höfði. Hún hafði leilað sér lækninga erlend- is, gengið þar undir uppskurð, en allt kom fyrir ekki. Guðrún var fædd 11. nóv. árið 1916 á Borðeyri, dóttir þeirra hjónanna Ingibjargar Jónsdóttur og Björns Magnússonar, sím- stjóra. Á barnsaldri fluttist hún með foreldrum sínum til ísa- fjarðar og ólst þar upp til 16 ára aldurs. Æskuárin á Isafirði voru björt og skemmtileg, þar sem hún naut ástríkis góðra foreldra, sem annálaðir voru fyrir gestrisni og myndarskap. En skyndilega syrti að, er faðir hennar andað- ist árið 1932. Stóð frú Ingibjörg þá ein uppi með elzta soninn í skóla, Guðrúnu og tvö ungbörn. Varð það þá að ráði, að fjöl- skyldan flyttist til Akureyrar. Þar bjó Ingibjörg börnum sínum gott og vistlegt heimili og veitti þeim hið bezta uppeldi. Guðrún lauk gagnfræðaprófi við Menntaskólann en fór eftir það að vinna hjá Landssímanum. Árið 1939 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Gunnari H. Krist- jánssyni, og eignuðust þau fimm börn. Elztur þeirra er Björn, 16 ára og yngstur Gunnar, 5 ára. Guðrún Björnsdóttir, Dúnna, eins og hún var jafnan nefnd af vinum og vandamönnum, var vel gefin myndarkona, enda átti hún ekki langl að sækja það. Hún var sérstaklega frjálsmannleg í fram- komu, og kom öðrum í gott skap með glaðlyndi sínu og elskulegu viðmóti. Flún var hjálpsöm og trygglynd. Kjarkur hennar og viljaþrek sýndi sig í veikindun- um. Auðvitað hefir hún vitað, að hverju stefndi, og sárt er það fyrir móður, að verða að hverfa frá börnum sinum ungum, þótt hún viti af þeim í góðum hönd- um. Dúnna hafði áhuga fyrir mörg- um málum og tók virkan þátt í félagslífi kvenna hér í bænum, en fyrst og fremst var það heimilið og börnin, sem tóku huga henn- ar. Hún var sköruleg húsfreyja og umhyggjusöm móðir. Á heim- ili þeirra hjónanna var jafnan gestkvæmt, og þar sat gleðin í fyrirrúmi, áður en yfir þyrmdi með veikindum húsmóðurinnar. Með andláti Dúnnu eiga marg- ir um sárt að binda. Vinirnir sakna hennar sárt, en þyngst er raunin fyrir eiginmann hennar, litlu börnin, sem misstu mikil- hæía og ástríka móður, móður hennar, systkinin og aldraða tengdaforeldra. Þessum ástvinum hennar öllum sendum við innilegustu samúðar- kveðjur, og biðjum forsjónina, sem öllu ræður, að styrkja þá og styðja í sorginni. Frú Guðrún Björnsdóllir. Útför Dúnnu fór fram frá Ak- ureyrarkirkju sl. þriðjudag. Sól- in hellti þá geislum sínum yfir snæviþakta jörðina. Yfir degin- um var heiðríkja eins og lífi hinnar látnu. Jónas G. Rafnar. Frú Guðrún Björnsdóttir — eða Dúnna, sem hún var nefnd í fjölskyldu- og vinahópi — er horfin okkur á miðjum aldri — í blóma lífsins. Allir kunnugir vissu, að hún þjáðist af höfuðsjúkdómi síðustu 3 árin, en þó kom íregnin um andlát hennar flestum óvænt. Fráfall hennar, sem að sjálf- sögðu kemur þyngst við eftirlif- andi mann hennar, börnin fimm, móður hennar, systkini og aldr- aða tengdaforeldra, hefir líka sett marga aðra hljóða, — alla þá, sem kynntust hinu vistlega menningarheimili þeirra hjóna í Hafnarstr. 86, — og hlýlega sum- arheimilinu á Þelamörk. Á báð- um þeim heimilum tók hún með sama brosinu á móti gestum sín- um, þótt hún hefði ekki ætíð tíma til að ræða við þá, fyrr en hún hafði kysst börn sín í svefn. En þá var farið í bókaskápinn og blaðað í ljóðum einhvers önd- vegisskáldanna, og ljóð þess les- in. Og Dúnna kunni bæði að lesa ljóð og skilja þau. Góð Ijóð, — fögur málverk og tónlist, — allt þetta var yndi bennar, og hún kunni að láta gesti sína njóta þess alls með sér. Um leið og ég þakka ágæta, ógleymanlega kynningu, óska ég Dúnnu þess, að á landinu fyrir handan fái hún í fullum mæli notið þeirra lista, er hún var svo hneigð fyrir og skildi flestum mönnum fremur, — í fullri vissu þess, að hin ungu börn hennar, er hún varð svo óvænt að hverfa frá, njóti forsjár og umönnunar góðs föður og annarra vanda- manna. J. ___*_____

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.