Íslendingur


Íslendingur - 05.07.1957, Síða 1

Íslendingur - 05.07.1957, Síða 1
XLIII. árg. Fösludagur 5. júlí 1957 25. tbl. Kastalinn í Krónborg á Helsingjaeyri. Hðiiglegt boð Flugfélags íslands h.f. Býður 30-40 blaðamönnum í 4 daga utaníör Lengst viðdvöl í Hamborg. Flugíélag íslands h.f. hefir að undanförnu hoðið íslenzkum rit- stjórum og blaðamönnum í 4 daga ferð til útlanda með nýju Vis- count-flugvélunum. Farið var í 3 hópum. í fyrsta hópnum voru blaðamenn úr Reykjavík, í öðrum ritstjórar Akureyrar- og Vest- mannaeyjablaða og hinum þriðja ritstjórar frá ísafirði, Siglufirði og Neskaupstað. Ferðin hafin. Hér verður í stórum dráttum skýrt frá annarri ferðinni, er rit- stjórar Akureyrarblaðanna nulu. Gestirnir eru saman safnaðir á Reykjavíkurflugvelli kl. hálf átta föstudagsmorguniim 21.. júní. Þetta eru 9 ritstjórar frá Akur- eyri og Vestmannaeyjum, einn úr Reykjavík, umboðsmenn Flugfé- lagsins á Akureyri og Vestmanria- eyjum og faðir hins síðarnefnda. Að meðtöldum fararstjóra Flug- félagsins Sveini Sæmundssyni blaðafulltrúa félagsins er þetta 14 manna hópur, -en það fer ekki mikið fyrir honum, þegar liann hefir tekið sér sæti í hinni rúm- góðu flugvél, Gullfaxa. Um kl. 8 að morgni lyfti þessi glæsilegi farlcostur sér lil flugs upp í há- loftin. Ferðin er hafin. Akureyringur við stýrið og annar við framreiðslu. Það er glampandi sólskin og stafalogn, þegar þetta skip háloft- anna „léttir akkerum“, en ekki hefir lengi verið flogið, þegar sýn til Jands og hafs hverfur, en und- ir er að sjá sólglitað skýjahaf í óendanlegum myndbreytileik. — Sólin skín inn um gluggana, en þeir eru mun stærri en í hinum eldri flugvélagerðum og því auð- velt að njóta útsýnis eftir óskum. Við höfum ekki lengi flogið, cr fyrsta fréttatilkynningin berst okkur úr stjórnklefanum með góðum óskum um ánægjulega ferðl Flugstjóri er Sverrir Jóns- son. Flogið er i 21 þús. fela hæð. Úti er 18 stiga frost á Celsius. Hráðinn 525 km. Við fljúgum um Vestmannaeyjar og síðar yfir St. Kilda o. s. frv. Við viljum gjarna fræðast mcira um áhöfn- ina og spyrjum nú fararstjórann. Jú, flugmaður er Jón Ragnar Steindórsson frá Akureyri. Flug- freyjur Hrafnhildur Jónsdóttir Akureyri og Edda Snæhólm. (Og einhvernveginn læðist sá grunur að okkur, að hún sé upprunnin í Glerárþorpi, nú Akureyri, og hafi e. t. v. slitið þar barnsskónum eins og sum systkini hennar.) Jæja, svo Akureyringar skipa þá um helming áhafnarinnar, hugs- um við norðanmenn og reisum okkur í sætum. Að loknum góðum morgun- verði loka sumir augunum og síg- ur blundur á brá, enda venju fyrr farið á fætur um morguninn. En er við komum inn yfir Skotlands- strönd, er á ný farið að horfa út um gluggana. Klukkan 10.50 er lent í Glasgow og eldsneyti bætt á vélina. Þar er hálfrar stundar viðstaða, og enginn má víkja frá flugstöðinni. Og svo er ferðinni haldið áfram. Borgin við sundið. Hér verður að fara hratt yfir sögu. Næsti viðkomustaður er Kastrup-flugvöllur við Kaup- mannahöfn, og er það síðasti á- fangi þessa dags ferðarinnar. Þar er lent kl. 13.40 (hér alltaf miðað við íslenzkan tíma), og við land- gang flugvélarinnar bíður Birgir Þórhallsson umboðsmaður F. 1. í Kaupmannahöfn, sem við norð- anmenn þekkjum allir frá dvöl lians á Akureyri. Að lokinni venjulegri afgreiðslu á flug- og tollstöðvum, erum við leiddir í stóran fólksflutningavagn og ek- ið inn í borgina, fram hjá skrif- slofu F. í. og að Ifótel Egmont, þar sem okkur er búin næturvist. Þar er gengið til herbergja, skol- að af sér ferðaryk, sem er þó vart finnanlegt, og skeggbroddar fjarlægðir. Því næst ekið að stærsta vöruhúsi borgarinnar, Snnsko konungsb;ónin í opinberri keimsókn Síðaslliðinn laugardag komu Gustav VI. Adolf Svíakonungur og Louise drottning í opinbera heimsókn til Reykjavíkur, er standa skyldi 3 daga. Var mikill viðbúnaður til að gera móttök- urnar sem virðulegastar og alúð- legastar. Gustav konungur er nú nær hálf-áttræður og hefir áður komið til íslands á Alþingishátíð- ina 1930 sem krónprins Svía. Meðan konungshjónin dvöldu í Reykjavík, bjuggu þau í for- sætisráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Á laugardagskvöld- ið sátu þau veizlu forseta íslands að Hótel Borg. Á sunnudaginn heimsóttu þau Háskólann og Þjóðminjasafnið, hlýddu messu í Bessaslaðakirkju og neyttu mið- degisverðar á heimili forsetans. Kl. 4 þann dag hafði Reykjavík- urbær opinbera móttöku fyrir hina tignu gesti í Melaskólanum, og um kvöldið var þeim sýnt „Gullna hliðið" í Þjóðleikhúsinu. Síðasta daginn skoðuðu konungs- bjónin fiskiðjuver í Reykjavík en fóru síðan til Þingvalla. Þegar þaðan kom, var móttaka í sænska sendiráðinu en um kvöldið hélt konungur kveðjuveizlu í Þjóð- leikhúskjallaranum fyrir forseta- hjónin og aðra gesti. Þessi konungsheimsókn mun auka á vináttu og skilning milli hinna tveggja norrænu frænd- þjóða, er hér eiga hlut að máli. Ccngió il rtkii d Jan Hoyen Viðurinn lagður upp á Oddeyri. Þriðjudagsmorguninn 25. júní sl. lagði vélskipið Oddur hér að bryggju með rekaviðarfarm, er hann hafði sótt til Jan Mayen. — Fregnir höfðu borizt af þeim leiðangri áður, þótt hljótt væri uiu hann. Aðal-hvatamaður að honum var Sveinbjörn Jónsson bygginga- meistari, og hefir liann látið blaðinu í té eftirfarandi greinargerð um tildrög leiðangursins og árangur: Tildrög leiðangursins eru nokk- uð löng og margra ára. Árið 1955 var stofnað í Osló dálítið hlutafélag fárra manna, sem fékk einkaleyfi norska ríkisins á því að athuga um rekavið á Jan-May- en. Um sama leyti gengu nokkrir vinir mínir á Akureyri í félag með mér til þess að taka þátt í þessari athugun ásarnt norska fé- laginu og sjá um hagnýtingu við- arins ef til framkvæmda kæmi. M.s. „Oddur" fenginn í förina. Leiðangur var fyrirhugaður í fyrravor, en fórst fyrir af óvið- Framhald á 2. síðu. Vélshipið Oddur við bryggju á Oddeyri með rekaviðarfarm frá Jan Mayen. — Ljósm.: Gísli Olafsson. Framh. á 8. síðu.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.