Íslendingur


Íslendingur - 02.08.1957, Blaðsíða 1

Íslendingur - 02.08.1957, Blaðsíða 1
fjtróttAþing h«ð á Sfe- ureyri um s.i. b@lgi ^ __ r Benedikt G. Wáge endurkjörinn form. Í.S.Í Þegar minnst var 50 ára afmœlis Húsavíkurkirkju, vígði biskup landsins herra Ásmundur Guðmundsson, nýjan skírnarfont, gefinn af Kvenfélagi Húsavíkur. — Myndin hér að ofan er frá þeirri athöfn, og er biskup að skíra börnin, en séra Friðrik A. Friðriksson, pró- fastur er fyrir altari. — Ljósm.: Sig. P. Björnsson. I isi 60 þúsiind mál og’ tnnnur §.l. viku Aflinn þó minni en í fyrra 43. þing íþróttasambands ís- lands var sett í hátíðasal Mennta- skólans á Akureyri sl. föstudags- kvöld og var slitið á sunnudag. Til þings voru mættir við setn- ingu 33 fulltrúar frá 15 héraðs- samböndum og 6 sérsamböndum, er fóru með 53 atkvæði samtals. Forseti ÍSÍ, Benedikt G. Wáge setti þingið og minntist í ávarpi fjögurra látinna félaga: Sigur- gísla Guðmundssonar verzlunar- manns, dr. Björns Björnssonar hagfræðings, Péturs A. Jónsson- ar söngvara og Samúels Þorsteins sonar læknis í Danmörku. Stóðu fundarmenn úr sætum í virðingar skyni við minningu hinna látnu. Að loknu ávarpi forseta at- hugaði kjörbréfanefnd kjörbréf Skipstjórar ekki í verkfalli í forustugrein Alþm. síðastlið- inn þriðjudag er svo að orði kom- izt: „.... Sá, er fylgir heils hugar baráttu fátækra verkamanna fyr- ir bættum kjörum, er kannske alls ekki viðbúinn því að fylgja verkfalli skipstjóra með 10 þús. kr. eða hærri mánaðarlaunum til að fá enn hærra.“ Hér gætir verulegs misskiln- ings. Skipstjórar á kaupskipun- um íslenzku eru ekki í verkfalli, heldur stýrimenn, vélstjórar og loftskeytamenn. En án þeirra geta skipstjórarnir ekki haldið uppi siglingum. Stórmeistirini Benlii) teflir jjöltejll bér Ungverski stórmeistarinn í skák, Benkö, sem vann bæði Frið- rik og Larsen á stúdentaskákmót- inu á dögunum, og hefir nú beð- izt hælis hér sem pólitískur ílótta- maður, teflir fjölskák í Alþýðu- húsinu n.k. sunnudag kl. 1.30 e.h. við 30 manna sveit. Taflfélag Ak- ureyrar hefir leitað þátttakenda til Húsavíkur, Dalvíkur, Sauðár- króks og Fram-Eyjafjarðar, og má vænta þess, að skákmenn af öllum þessum stöðum glími við meistarann á sunnudaginn. 011- um er heimill aðgangur, meðan húsrúm leyfir. fulltrúa, og voru þau öll tekin gi!d. Þá var gengið til forseta- kjörs fyrir þingið. Var Ármann Dalmannsson kjörinn forseti þess en Jens Guðbjörnsson til vara. Þá flutti forseti ÍSÍ, Ben. G. Wáge skýrslu um störf fram- kvæmdanefndar sambandsins á tímabilinu frá íþróttaþingi 10.— 11. sept. 1955 til 1. júlí sl., en síðar skýrði Gísli Ólafsson gjald- keri sambandsins frá fjárhag þess og fjárreiðum. Nokkrar um- ræður urðu á eftir um skýrslu framkvæmdanefndar. Þinginu var síðan haldið á- fram á laugardag, og þá tekin fyr ir ýms mál, en þingslit fóru fram á sunnudaginn. Benedikt G. Wáge var endur- kjörinn forseti ÍSÍ til næstu 2ja ára, en hann hefir óslitið gegnt því starfi síðan árið 1923, en hafði áður átt sæti í framkvæmda stjórn um 8 ára skeið. Fram- kvæmdanefndin var einnig end- urkjörin, en hana skipa: Guðjón Einarsson, Gísli Ólafsson, Stefán Runólfsson og Hannes Sigurðs- son. Framkvæmdastjóri sam- bandsins er Ilermann Guðmunds son Hafnarfirði. Að loknum þingstörfum fóru þingfulltrúar í boði bæjarstjórn- ar hringferð um Eyjafjörð með viðkomu að Grund og Freyvangi. Síðan sátu þeir miðdegisverðar- boð að Hótel KEA, en um kvöld- ið voru þeir í boði stjórnar ÍSÍ. Síðastliðinn sunnudag efndu eyfirzkir bændur til hátíðahalda að Árskógi á Árskógsströnd við samkomuhús sveitarinnar. Dag- urinn var bjartur og fagur og blíðskaparveður, meðan á hátíða- höldunum stóð. Hófust þau kl. 2 e.h. með útiguðsþjónustu, er sr. Sigurður Stefánsson prófastur og Kirkjukór Akureyrar önnuðust. Að henni lokinni setti Jón G. Guð- mann, formaður Bændafélags Ey- firðinga, samkomuna og stjórn- aði henni síðan. Davíð Stefáns- son skáld flutti snjalla ræðu fyrir minni Eyjafjarðar, en síðan tal- aði Steingríinur Steinþórsson búnaðarmálastjóri. Kirkjukór Akureyrar undir stjórn Jakobs Tryggvasonar skemmti með söng. K.R. eða Í.B. A laila úr I. deild Á meistaramóti Islands í knatt- spyrnu unnu Hafnfirðingar KR með 3 mörkum gegn engu, og náðu þar með 3 stigum. KR og ÍBA eru nú lægstir með 2 stig hvor, og lítur út fyrir, að þeir verði að keppa úrslitaleik um, hvort liðið falli niður i II. deild. Akureyringar töpuðu fyrir Val með 2:6 mörkum. í II. deild áttu Keflvíkingar og ísfirðingar að keppa til úrslita utn, hvort liðið flyttist upp í I. deild. Lauk þeirri viðureign með jafntefli eftir framlengdan leik. Umferðin ií Va5lðbeilir- vegi stiðvist í < klst. Síðastliðinn þriðjudag var bíll að fara austur yfir Vaðlaheiði og dró á eftir sér skurðgröfu á dráttarvagni. Er komið var upp undir vesturbrún heiðarinnar, rann bíllinn til í aursleypu og út af veginum, en dráttarvagninn varð eftir og lokaði allri umferð. Þetta gerðist um hádegisbil, og opnaðist vegurinn ekki fyrri en um kl. 6 að kveldi. Voru þá milli 40 og 50 bílar tepptir þar í heið- inni. Þurfti að fá tvo kranabíla frá Akureyri til aðstoðar. Vegur- inn um Dalsmynni var lokaður þessa daga vegna vegagerðar þar. Merkisaímæli 75 ára varð í fyrradag Jón H. Þor- bergsson bóndi á Laxamýri, en bann er þjóðkunnur fyrir störf í þágu bún- aðarmála og sér í lagi sauðfjárræktar. Ennfremur var almennur söngur undir stjórn Helga Stefánssonar bónda á Þórustöðum. Þá fóru fram útiíþróttir, liand- knattleikur og knattspyrna, en inni í samkomuhúsinu önnuðust eyfirzkar húsmæður veitingar fyrir samkomugesti. Fóru há- tíðahöld þessi hið bezta fram og urðu öllum til ánægju, er við- staddir voru. I stjórn Bændafélags Eyfirð- inga eru: Jón Guðmann bóndi á Skarði Akureyri formaður, Árni Ásbjarnarson bóndi Kaupangi, Eggert Davíðsson bóndi Möðru- völlum, Jóhaimes Laxdal hrepp- stjóri Tungu og Gunnar Kristj- ánsson oddviti Dagverðareyri. Um síðustu helgi var síldarafl- inn orðinn um 447 þús. mál og tunnur, en var á sama tíma í fyrra um 503 þúsund. Auk þess var aflinn þá miklu verðmætari, þar sem megnið af honum hafði verið saltað. Aflahæstu skipin um helgina voru Snæfell Akureyri með 6392 mál og tunnur og Víðir II frá Garði með 5862. Afli eyfirzku skipanna og Húsavíkurbáta var þá þessi (mál og tunnur): J örundur 4891 Akraborg 3153 Auður 972 Baldvin Jóhannsson 605 Garðar 3036 Gylfi I 1248 Gylfi II 3534 Gunnar 1170 lngvar Guðjónsson 3291 Kópur 1097 Snæfell 6392 Stjarnan 3055 Súlan 3392 Baldur Dalvik 3725 Baldvin Þorv. Dalvík 4475 Bjarmi Dalvík 4436 Hannes Hafstein Dalvík 3421 Júlíus Björnss. Dalvík 3355 Einar Þveræingur Óf. 2497 Gunnólfur Ólafsf. 1610 Kristján Ólafsf. 2517 Stígandi Ólafsf. 2221 Sævaldur Ólafsf. 1722 Von Grenivík 2068 Vörður Grenivík 3051 Hagbarður Húsavík 2449 Helga Húsavík 3771 Helgi Flóventss. Húsav. 2799 Pétur Jónsson Húsavík 3412 Smári Ilúsavík 3243 Stefán Þór Húsavík 2692 Nú í vikunni landaði Snæfell- ið nær 1100 málum í Krossanesi, og mun þá afli þess nálægt 7500 mál og tunnur. Alls hefir verið landað í Krossanesi um 21 þús. málum, og er það um 1500 málum meira af hafsíld en á vertíðinni í fyrra. Samið við fram- reiðslumenn á kaupskipunum Morgunblaðið og Þjóðviljinn hafa skýrt frá því, að samningar liafi nú tekizt við framreiðslu- menn á kaupskipaflotanum og svöruðu breytingar þær, sem gerðar eru á eldri samninguin, til 10-12% beinnar kauphækkunar. Tíðir fundir og langir hafa staðið yfir með öðrum deiluaðil- um síðustu dagana, og boðuðu vélstjórar og stýrimenn til íunda um kjarasamningana í félögum sínum í gærkveldi. Ekki hafði blaðið spurnir af niðurstöðum þeirra funda, er það fór í prent- un, en margir telja vonir standa til, að þessi langa og þjóðhættu- lega kjaradeila sé nú að leysast. MMnm Eifirðinga ti Árskógi

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.