Íslendingur


Íslendingur - 02.08.1957, Page 6

Íslendingur - 02.08.1957, Page 6
6 ÍSLENDINGUR Föstudagur 2. ágúst 1957 ingum nokkra vinsemd, þótt Danir hafi með þrælahaldi sínu þar, kaupþrælkun og lokun Græn- lands eins og fangabúðum, fyrir- munað öllum mönnum að sýna föngunum á Grænlandi nokkra vinsemd og mannúð. Og svona hafa danskir íslendingar stund- um áður getað snúið staðreynd- unum við, og það er ekki úr móð hjá þeim enn. En réttleysi það, ' sem Danir beita Islendinga á Grænlandi, kostar íslendinga hundruð mill- jóna króna árlega. Og heldur en að stugga við þessum dönsku þrælahöldurum og ofbeldismönn- um á Grænlandi, er íslenzka þjóð in brandskölluð, til þess að halda uppi þeim atvinnuvegum, sem kaupkröfulýðurinn og rangindi valdhafa eru búin að gera óstarf- hæfa. Er þá enginn vilji með vorri eigin þjóð til þess að íslenzkir sjómenn nái atvinnu- og mann- réttindum á þeirra eigin landi, Grænlandi? Það sýnist Þ° leikur einn, að leysa þetta mál eftir að búið er að harðsanna það vísindalega, að Grœnland varð við fund og nám íslendinga á Grœnlandi hluti íslenzka þjóðfélagsins, hélt alla tíma áfram að vera það, og að þessi sannindi, sem hvíla á svo órengjanlegum heimildum og Grágás, lögbókum íslands og opinberum skjölum, hafa hlotið viðurkenning allra skynbœrra frœðimanna, eftir að Danmörk er árið 1954 margbúin að lýsa því hátíðlega yfir jyrir öllum heiminum á vettvangi S. Þ. og svo heima jyrir, að Grœnland hafi verið hluti íslenzka þjóðfé- lagsins síðan á Víkingaöld, eftir að Fasti alþjóðadómstóllinn í forsendum Grœnlandsdómsins 5. apríl 1933 er búinn að lýsa því yfir, að um miðja 13. öld liafi verið orðinn til réttur yjir öllu Grœnlandi, er svaraði til lands- yfirráða nú, að þessi réttur hafi um miðja 13. öld (með Garnla sáttmála) gengið yfir til N oregskonunga, og að hinir norsku, dansk-norsku og norsku konungar hafi alla tíma haldið þessum yfirráðarétti nœgilega vel við, svo að hann hafi aldrei slitn- að, heldur haldist enn óslitinn er dómurinn gekk 5. apríl 1933, að sjáljsögðu því þjóðfélagi konung- anna til handa, er átti hann, enda sívítnandi til hins ísl. réttar síns yfir Grœnlandi, Gamla sáttmála, og konungs-erfðatalsins í Jóns- bók, auk einvaldsskuldbindingar- innar í Kópavogi 1062, eftir að Danmörk er margbúin að lýsa því sjálf yfir í skjölum Grœn- landsmálsins, að hún eigi engan annan rétt til Grœnlands en þann, að hafa stjórnað því lengi, þ. e. eins og í pottinn er búið: alls engan rétt, og eftir að stjórnin í Khöfn er búin að sýna og sanna þetta allt í verki (og orðum) með því, að lála Grœnland 1814— 1821, sem enginn efaði þá að vœri íslenzk nýlenda (eða eins og það þá var kallað Islandorum colonia) byggt af íslendingum og undir íslenzkum lögum og íslenzkt Vísnabálkur Einn af kunningjum bálksins hefir látið honum í té 4 stökur eftir Húnvetninginn Rögnvald Þórðarson, og fara þær hér á eftir: Viljirðu hugans æfa afl, sem allar gáfur hvetur, langt og flókið lífsins taíl leika muntu betur. Máninn gegnum rokurauf rökkurs fölvar skugga. Tindrar snjór við liðið lauf lofts við næturglugga. Tindrar í huga tárheit jjrá tendruð þungu skapi. Leifturrák er oftast á eftir stjörnuhrapi. Vantar sál í mannamál, mærðarprjáli rignir, orðastál við andans bál eilxfð háleit signir. Og svo hefir Örn á Steðja sent oss vísu eftir Salbjörgu Helga- dóttur (Eyfirzka konu?): Ut á lífsins ólgusjó ýttist ég á bárum. Margfaldaðist mæðan Jxá með fullorðins árum. Þankabrot... Framhald af 4. síðu. enda kennir víðar afleiðinga hinna miklu [rnrrka á gróðursvæðum í hæn- um. ? . f- - ;* .... .. ihw.r.<»Swíi*ri* ylí.wi« Vs.-yx ALÞJOÐAKEPPJNI STUDENTA í skák er nýlega lokið í Reykjavík, og hefir sá viðburður þar gert sitt til að glæða að nýju skákáhuga Islendinga, en margir hinna erlendu þátltakenda á mólinu liöfðu sérstaklega orð á því við blaðamenn, hve almennur áhugi íyrir skák væri liér ríkjandi. Illutur okkar Islendinga í mótinu var fyllilega viðunandi. Við fengum yfir 50% vinn- inga út úr mótinu og urðum drjúgum efstir af Norðurlandaþjóðunum. Yfir- leitt benda úrslitin til þess, að við höf- um átt jajnbetri þáttlakendur en flest- ar aðrar þjóðir, þrátt fyrir mannfæð okkar. Yfirburðir Rússanna í mótinu voru ótvíræðir. Unnu þeir margar þjóðir á öllum borðum. Og yfirleitt virðist skákíþróttin lifa sérstaklega góðu lífi í Austur- og Suð-austur-Evrópu, ef dæma skal eftir niðurstöðunum á þessu stúdentamóti. að máli (á auslurströndinni), fylgjast með Islandi undan Noregskrónu. Þar sem allt þetta liggur fyrir satt, sannað og ó- rengjanlegt, lwí taka íslenzkir stjórnmálamenn þá ekki þá rögg á sig að brigða Grœnlandi undan löglausu þrœldómsoki Danmerk- ur? Sýna staðreyndirnar ekki, aS þeir láta sig engu varða um þjóðarsæmd, heldur hugsa eins og Kain: Á ég að gæta bróður míns? Jón Dúason. |Boðsbréf JÓN SVEINSSON (Nonni) : Haustið 1958 eru sjötíu og fimm ár liðin síðan skólinn á Eið- um tók til starfa. Þessa merka af- mælis er í ráði að minnast á þann hátt, að gefa út minningarrit um skólann, er taki yfir sögu skólans og staðarins, svo sem efni standa til. Höfum við undirritaðir, sein allir höfum stýrt skóla þessum uin árabil hver okkar, tekið að okkur að vinna að því, að slíkt rit verði samið. Höfum við því ráðið Benedikt Gíslason frá Hofteigi til þess að gera bókina, og er gert ráð fyrir, að hún komi út í ágústmánuði þetta nefnda ár. Gerum við hér með nokkra grein fyrir getjfi þess- arar bókar um leið og við notum boðsbréfið til þess að skora á fyrrverandi nemendur skólans, og aðra unnendur hans, að safna á- skrifendum að ritinu, svo að nokkur vitneskja fáist um það fyrirfram, hversu stórt upplag þarf að prenta af bókinni, og hversu stilla megi verði bókar- innar í hóf. Efni ritsins verður: EIÐASAGA í tileíni af sjötíu og fixnm ára afmæli skólans. 1. Ábúendur og kirkjusaga Eiða. 2. Eiðar (umhverfi og örnefni). 3. Stofnun Búnaðarskólans og fyrstu starfsár. 4. Síðari ár Búnaðarskólans. 5. Stofnun alþýðuskólans. 6. Skólaárin 1919—1928. 7. Skólaárin 1923—1938. 8. Skólaárin 1938—1958. 9. Brautskráðir nemendur. 10. Eiðar og íþróttalíf. 11. Kennarar og aðrir starfs- menn. 12. Ávörp og minningar frá Eiða- skóla. 13. Nafnaskrá. Áskrifendalista afhendir Bene- dikt Gíslason frá Hofteigi, Mjó- stræti 8, auk þess sem þeir munu liggja frammi hjá blöðunum í Reykjavík, Norðfirði og Akur- eyri. Rvík 10. maí 1957. Asmundur Guðmundsson. Jakob Kristinsson. W T gomni Oliver Iierford var mjög gam- ansamur og dag nokkurn var hann á ferð í strœtisvagni og sat ungur systursonur lians í kjöllu hans. Kom þá falleg Ijóshærð stúlka upp í vagninn, staðnæmd- ist fyrir framan þá og tók í leð- urlykkjuna fyrir ofan sig. Herford leit á liana með aðdá- un hnippti síðan í snáðann litla og sagði: — Heyrðu, góði minn, heldurðu að þú viljir ekki standa upp og Ijá stúlkunni sœtið þitt? Glæfrareið (Úr sögusajninu A Skipalóni) „Já, það hugsa ég áreiðanlega. Ég hef oft haldið við hesta og alltaf ráðið við þá.“ „Jæja, þá skulum við reyna.“ Ég lét nú Manna litla taka í snærið og bað hann ennþá einu sinni að halda stöðugt í það, svo að hesturinn hlypi ekki burt. „Haltu fast í snærið,“ kallaði ég ennþá einu sinni. „Þér er óhætt að treysta því,“ sagði Manni. Til vonar og vara stóð ég ennþá stundarkorn fyrir framan hest- inn og strauk honum um höfuðið og hálsinn til þess að spekja hann. Nú var liann orðinn spakur og rólegur. Ég gekk því næst aftur með vinstri hliðinni á honum til þess að reyna að komast á bak fyrir aftan Manna. „Heldurðu nú vel við hann, Manni?“ ,,Já.“ Ég lagði handlegginn á bakið á hestinum og hoppaði eins liátt upp og ég komst. Ég lá með brjóstið á baki hestsins, en fæturnir héngu niður. Nú þurfti ég að komast allur á bak eins fljótt og mögulegt var. Ég tók á því, sem ég átti til. En áður en mér tækist að koma fætin- um yfir um, tók hesturinn skyndilegA viðbragð. „Haltu við hann!“ kallaði ég hástöfum til Manna. „Blessaður, haltu við hann! Annars dett ég af baki.“ Manni togaði í snærið af öllu afli og hallaði sér aftur á bak, en ekkert dugði. Hesturinn var nú alveg ólmur og hentist niður að ánni. Við hvert stökk, sem hann tók, hossaðist ég neðar og neðar. Og þess var ekki langt að bíða, að ég dytti af. „Nonni, hann stekkur út í!“ æpti Manni upp yfir sig. „Hann stekkur út í,“ kallaði liann aftur. „Ég ræð ekkert við hann.“ „Mér datt í hug að taka yfir um Manxia með vinstri hendinni, svo að við dyttum báðir af baki. En rétt í því ég ætlaði að gera það, stökk hesturinn af bakkanum niður í ána. Og þá missti ég tökin og datt sjálfur á bólandi kaf í ána. Ég sökk til botns, og kaldar öldurnar skullu yfir höfuðið á mér. En ég hafði samt allan hugann við hættu þá, sem bróðir minn var í. „Ég vona, að honum sé óhætt.“ Það var það eina, sem mér datt í hug. Ég komst á svipstundu upp á yfirborðið aftur. Þegar ég stakk höfðinu upp úr, litaðist ég um í allar áttir til þess að gá að Manna og hestinum. Ég sá þá úti í ánni. Bleikur óð hægt og hægt yfir að bakkanum hinum megin. Áin var á miðjar síður. Manni sat eins og áður hálfboginn á hestinum og hélt sér af öllum mætti í faxið. Vatnið náði honum upp fyrir hné. Ég var svo hræddur um, að hann myndi detta af baki, og þá var úti um hann, því að hann hafði ekki lært að synda eins og ég. „Manni“, kallaði ég, „hallu þér vel og láttu aftur augun, þá fer allt vel.“ Svo starði ég á eftir honum þegjandi. „Lokaðu augunum, lokaðu augunum, Manni. Horfðu ekki í strauminn!“ kallaði ég aft- ur og aftur. Manni svaraði ekki, eða þá að ég heyrði ekki til hans. Allt þetta hafði gerzt í sömu svifunum. Eg hafði borizt dálítið til og var nú kominn upp á grynningu, þar sem ég gat staðið upp, en þó náði vatnið mér upp undir axlir. Nú reyndi ég að komast í land, en þá varð mér stigið ofan í dálitla holu, svo að ég missti jafnvægið og straumurinn tók mig. Hann bar mig hægt og hægt frá bakkanum og út í ána. Hefði ég ekki verið vel syndur, myndi ég hafa drukknað þarna. En nú kom það sér vel að kunna að fleyta sér. Ég tók sundtökin, og eftir örstutta stund var ég kominn að landi. Ég steig upp á bakkann og horfði á eftir Manna. Bleikur var nú kominn út í miðja ána, en ekkert stóð upp úr nema höfuðið og faxið, og sá aðeins ofan á hrygginn. Ennþá sat Nohhror síldorstúlhur óskast til Raufarhafnar. Fríar ferðir og trygging. Blaðamaður kom að máli við 100 ára öldung í tilefni af afmœli hans. Gamli maðurinn hóf mál sitt á því, að rétt vœri til gelið um aldur sinn, og þar að auki vœri hann foreldralaus. Uppl. gefur IIELCI PALSSON. Símar 1038 og 1538. Auglýsið í íslendingi —

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.