Íslendingur - 02.08.1957, Síða 7
Föstudagur 2. ágúst 1957
ÍSLENDINGUR
7
Appclsínurnar
eru búnar
en
frá Kaliforniu,
ljómandi góður er kominn.
Vöruhúsið h.f.
Rúsinur
með steinum,
ljómandi góðar.
Einnig
steinlausar rúsínur
nýkomnar.
Vöruhúsið h.f.
Seljum ódýrt.
Sokkabandabelti
Aðeins kr. 14.00.
Teygjubelti
Aðeins kr. 35.00.
Lífstykki
Aðeins kr. 65.00.
Korselett
Aðeins kr. 75.00.
Vöruhúsið h.f.
Frétlir úr A-Húnovatmsýslu
SÓLBIRTUGLERAUGU
á börn og fullorðna.
Blönduósi 25. júní.
Vorið hefir verið hér mjög
kalt. Þó gekk sauðburður næst-
um því undantekningarlaust vel.
Grasspretta er hér fremur lé-
leg. Bændur eru samt víða byrj-
aðir að slá.
Byggingaframkvæmdir munu
verða mun minni en síðastliðið
ár, og veldur því síðasta verð-
hækkun á byggingarefni.
Þann 18. þ. m. varð einn merk-
asti bóndi í Húnavatnssýslu,
Magnús Jónsson, bóndi í Brekku
í Þingi, 70 ára. Hann er fæddur
á Gilstöðum í Vatnsdal, en þar
bjuggu foreldrar hans. Að
Brekku flutti þessi fjölskylda ár-
ið 1891, og ólst Magnús þar upp.
Hefir hann átt þar heima alla ævi
að undanskildum 3 árum, er hann
bjó á Arnþórsholti í Lunda-
reykjadal. Magnús er kvæntur á-
gætri og bráðskemmtilegri konu,
Sigrúnu Sigurðardóttur, prests
Jónssonar á Lundi í Lundareykja-
dal.Þau hjón eiga 5 sonu. Eru
þeir allir fulltíða menn og kvænt-
ir. Allir eru þeir vel gefnir og
vinsælir.
I búskap hefir Magnús verið
mikill umbótamaður í ræktun og
húsabyggingum. Hann var með-
al þeirra fyrstu, er hóf stórstígar
framkvæmdir á því sviði hér um
sveitir og átti þess vegna oft örð-
ugt á kreppuárunum, en honum
tókst að yfirvinna alla örðugleik-
ana með framúrskarandi dugn-
aði og hagsýni.
Þann 26. þ. m. verður hinn
vinsæli og mikilhæfi kennimað-
ur, séra Þorsteinn B. Gíslason,
prófastur í Steinnesi sextugur.
Hann er fæddur að Forsæludal í
Vatnsdal, sonur hjónanna Gísla
bónda í Forsæludal Guðlaugsson-
ar og konu hans Guðrúnar Sig-
urðardóttur. Hann varð cand.
theol. frá Háskóla íslands 14.
febrúar 1922 með I. einkunn.
Staðfest aðstoðarprestsköllun til
séra Bjarna Pálssonar að Stein-
nesi 12. maí 1922, vígður 14. s.
m., setttur sóknarprestur að Þing
eyrarklausturprestakalli 9. júní
sama ár frá 1. júlí sama ár, veitt
kallið 28. des. sama ár frá 1. júní
1923. Sat í Ási í Vatnsdal til
fardaga 1923, síðan í Steinnesi.
Aukaþjónusta í Höskuldsstaða-
prestakalli öllu frá ársbyrjun til
septemberloka 1931, í Spákonu-
fells- og Hofssóknum frá 1. okt.
1931 til 1. júní 1932.. Varafor-
maður í stjórn Kaupfélags Hún-
vetninga frá 1936. Varasýslu-
nefndarmaður í Austur-Húna-
vatnssýslu 1928—1938.
Séra Þorsteinn kvæntist þann
13. júlí 1922 Ólínu Soffíu Bene-
diktsdóttur bónda á Hrafnabjörg-
um í Svínadal, og eru börn
þeirra: Sigurlaug, ógift verzlun-
armær í Reykjavík, Guðmundur,
prestur á Hvanneyri, kvæntur
Ástu Bjarnadóttur frá Reykjavík
og Gísli, sem lauk stúdentsprófi
við Menntaskólann í Reykjavík
núna um daginn með sérstaklega
hárri einkunn. — Frú Ólína hefir
verið manni sínum ómetanleg
hjálparhella við embættisstarf-
semi hans. Hún er organisti bæði
við Undirfells- og Þingeyrar-
kirkju.
Allir þeir, sem eitthvað kynn-
ast prófastinum í Steinnesi, hljóta
að elska hann og virða og bera
traust til hans.
G. J.
___*____
Er mjölið óhreint
í pokanum?
Morgunblaðið skýrði frá því
21. júlí sl., að stórkostlegt gjald-
eyrissvindl hefði farið fram hjá
kommúnistum hér í sambandi við
utanfarir ungs fólks á æskulýðs-
mót í Moskvu. Kvað blaðið ís-
lenzku þátttakendurna í mótinu
hafa orðið að greiða kr. 4,50
fyrir hverja danska krónu í skrif-
stofu kommúnista, er annaðist
fyrirgreiðslu Moskvufaranna og
rúmlega tvöfalt verð fyrir dollar-
inn. Þá hefðu þátttakendur verið
hvattir til að hafa með sér sem
mest af íslenzkum peningum, því
að unnt væri að kaupa fyrir þá
rúblur úti í Rússlandi á mjög hag
stæðu verði, eða kr. 2.56, en
gengi rúblunnar mun vera nærri
4 krónum íslenzkum.
Við þessu hafa Þjóðviljinn og
Tíminn þagað sem vandlegast, —
Alþýðublaðið aðeins skýrt frá
grein Mgbl. og mælt með, að
Dómsmálaráðuneytið láti rann-
saka málið.
Þögn Þjóðviljans hlýtur að
vekja þann grun, að ekki sé
mjölið í pokanum sem hreinast í
þessu gjaldeyrismáli.
— Auglýsið í íslendingi' —
Akureyrar-Apotek
Frá S. Þ.
Norðurlöndin fjögur, Dan-
mörk, Noregur, Finnland og Sví-
þjóð (íslands er ekki getið) hafa
í ríkum mæli notfært sér starf-
semi Sameinuðu þjóðanna. Starf-
semi S. Þ. á sviði fátækramál-
anna er aðallega fólgin í þvi, að
stuðla að aukinni menntun og
reynslu þeirra, er að fátækramál-
um vinna. Víkka sjóndeildarhring
þessa fólks og stuðla að því, að
þeir, sem að fátækramálum vinna
fái tækifæri til þess að kynna sér
samskonar mál í öðrum löndum.
Starfsemin felst aðallega í eft-
irfarandi: námsferðum, nám-
skeiðum, sérfræðiaðstoð og kvik-
myndaláni ásamt myndaefni um
ýms atriði fátækra- og félags-
mála. Frá Norðurlöndunum hafa
menn tekið mikinn þátt í náms-
ferðum. Þessar ferðir eru aðal-
lega fólgnar í því, að starfsfólk
frá fátækrastofnunum íær tæki-
færi til að vinna í samskonar
stofnunum í öðrum löndum,
venjulega 2—4 vikur í senn. Árið
1956 voru það ekki færri en 436
fátækramálastarfsmenn, er dvöldu
erlendis í skemmri eða lengri
tíma á vegum Sameinuðu þjóð-
anna. 28 þessara manna voru á
vegum Aíþj óðavdnnumálaskrif-
stofunnar (ILO), sem er þátttak-
andi í þessari starfsemi S. Þ.
1956 voru haldin fimm nám-
skeið, sem 250 manns sóttu víðs-
vegar að, t. d. frá Egyptalandi,
íran, Lebanon og Sýrlandi. Nám-
skeiðin voru haldin í Frakklandi,
Englandi, Belgíu og Hollandi.
Sérfræðingaaðstoð á sviði fá-
tækramála er talin hafa heppnast
mjög vel. Hún er í því falin, að
félagsmálayfirvöld í einstökum
löndum geta notfært sér reynslu
sérfræðinga, sem kunnir eru víða
um heim. 12 Evrópuþjóðir not-
færðu sér þetta 1956. Alls gerðu
S. Þ. út 21 sérfræðing á sviði
ellistyrkj a-, örorku-, félagsmála-
vísinda o. s. frv.
1952 var sett á fót deild, sem
lánar út kvikmyndir um fátækra-
og félagsmál og hefir þessi deild
verið mikið notuð. 1956 voru
fyrir hendi 450 kvikmyndir og
um 100 skuggamyndaræmur. —
Ýmsar þjóðir, bæði í Evrópu og
utan notfærðu sér þessa þjónustu.
Dóttir okkar,
VAL B O RG,
andaðist í Sjúkrahúsi Akureyrar mánudaginn 29. júlí. ■—
Jarðarför hennar fer fram í kyrrþey. Vilji einhver minnast
hennar, er honum vinsamlega bent á líknarstofnanir.
Gunnhildur og Balduin Ryel.
Jarðarför föður míns
Jóns H. Steingrímssonar,
er lézt 29. júlí s. 1. fer fram frá Akureyrarkirkj u laugardag-
inn 3. þ. m. kl. 4 e. h.
Haukur Jónsson.
Alúðar þakkir mínar og annarra vandamanna fyrir vináttu
og samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns,
Jóns Sveinssonar, fyrrum bæjarstjóra.
Fanney Jóhannesdóttir.
O. K. Barnamjöl
Findus Barnamjöl
Findus Barnamatur
^ÍkwKyajuTsifn'dt
O. CvjTHÖR'A'RÉ!NSEN
NAfm S'**CT« V* iru r.it' 1 r
Kvenarmbandsúr
tapaðist í fyrradag. Finnandi
vinsamlegast skili því gegn
fundarlaunum í Prentsmiðju
Björns Jónssonar h.f.
Ritvélapappír
Löggiltur skjalapappír
Afritunarpappír
JBckaier^lwi
Swmlaagú Truggva
RÁ9HÚIT0*C / i/Af/ 1100 ^
XW/
Hýtt! Hýtt!
Blúndudúkar
litlir og stórir.
Rósóttir kaffidúkar
Damask-dúkar
Hvítir nylonsloppar
Nylon nóttföt
Hlíralaus brjóstahöld
Nylon og
Perlonsokkar
o. fl., o. fl.
Anna & Freyja
Blöð og
Tímarit
Qorgc<ric<lr*n V/
káchvs rot,\; j 's/Zit j.ijr
NÝKOMIÐ
Karlm. bomsur
spenntar.
Uppreimaðir .
Strigaskór
ódýrir •—
unglingastærðir.
Hvannbergsbræður
TONI hórliðunarefni
INECTO hórlitur
ÍíkuxtfBarj ipiLí
O. C . THORARENSEt.
HAFN flkRiSTRALTÍ VOU SÍMÍ 3S
Hillupappír
Hillublúndur
Smjörpappír
BchaXtor^lwt >\r-.
9 wiglojugú Jryggva
' RÁoHutrenrf ' í/jm/ iioo
Karlm. armbandsúr
með stálkeðju tapaðist í mið-
bænum eða við verkstæði Gísla
Eiríkssonar Glerárþorpi. Vin-
samlegast skilist gegn fundar-
launum til lögreglunnar eða
afgreiðslu blaðsins.
SENDISVEIN
vantar okkur nú þegar.
Akureyrar-Apotek
NYKOMIÐ
„Perlon"
DÖMUPEYSUR
bleikar, bláar, gular,
rauðar.
Hvítar dömupeysur
stutterma —
kr. 78.00.
Verxt. Akureyri
S*ml: !SI.I