Íslendingur - 09.08.1957, Page 3
FÖstudagur 9. ágúst 1957
ÍSLENDINGUR
3
Skattgreiðslnr félaga
I „íslenzkum iðnaði“ apríl—
maíhefti þ. á., er birt ræða, er
Sigurbjörn Þorbjörnsson flutti á
ársþingi F. I. I. í vetur um skatt-
greiðslur félaga, þar sem sýnd
eru dæmi um misskötlun og of-
sköttun félaganna, eftir því hvort
þau eru í hlutafélaga-, sameign-
arfélaga-
eða samvinnufélaga-
formi, en ræðumaður hefir kynnt
sér mjög vel skattalöggjöf okkar
og verkan hennar á afkomu at-
vinnufyrirtækja. Leyfir íslend-
ingur sér hér með að taka upp
nokkurn kafla ræðunnar lesend-
um blaðsins til fróðleiks.
„. . . . Segja má að aðallega sé
um þrjú félagsform að ræða skv.
skatta- og útsvarslögum, þ. e.
1. Hlutafélög og önnur félög með
takmarkaðri ábyrgð.
2. Onnur félög, aðallega þar svo-
nefnd sameignarfélög með ó-
takmarkaðri ábyrgð.
3. Samvinnufélög.
Skalflagning félaga.
þessara
álagi skattskyldur hjá félaginu,
áður en honum er útldutað.
Sameignarfélög:
Nettótekjur sameignarfélaga á-
kvarðast á sama hátt og hlutafé-
laga. Ilins vegar njóta sameign-
arfélög ekki frádráttar vegna arðs
af stofnfé eða varasjóðs-hlunn-
inda. Skattgjaldstekjur þeirra eru
því þær sömu og nettótekjur, en
skattstigar sömu og lijá hlutafé-
lögum. Einnig gilda um þau sömu
ákvæði um tekjuútsvar og hluta-
félög. Eignir til eignaskatts er
skuldlaus eign félagsins að við-
til
eigenda.
Eign
Skattlagning
félags-
forma og arðs af eignarhlutum í
þessum félögum er gjörólík og
mun ég því reyna að gera grein
fyrir því í sem stytztu máli:
Hlufafélög:
Neltólekjur hlutafélaga teljast
heildartekjur að frádregnum lög-
leyfðum kostnaði og frádrætti
skv. 21—40 gr. reglugerðar um
tekju- og eignarskatt.
Frá þessum tekjum leyfist frá-
dráttur áður en tekjuskattur er á-
lagður sem hér segir:
5% af hlutafé og 20% af nettó-
tekjum í varasjóð _(3314% hjá
fyrirtækjum sem hafa sjávarút-
veg sem aðal atvinnuveg) og telst
sú tekj uákvörðun skattgjaldstekj-
ur. Af skattgjaldstekjum er reikn-
aður tekjuskattur 5—22% og
stríðsgróðaskattur af tekjum yfir
kr. 45.000.00 frá 3% til 68%.
Frá nettó tekjum ieyfist aðeins
5% af hlutafé til frádráttar áður
en tekjuútsvar er álagt, en tekju-
úlsvar má ekki leggja á hærri
tekjur en kr. 200.000.00.
til eignaskatts er skuld-
Eign
laus eign félagsins. Eign til eign-
arútsvars er skuldlaus eign fé-
lagsins að viðbættu t.d. í Reykja-
vík tvöföldu fasteignamati fast-
eigna svo og hlutafé.
Veltuútsvar er álagt mismun-
andi á landinu. I Reykjavík t. d.
0.6% til 2.5%. Iðnaður t.d. 1.1%
nema sælgætis- og efnagerð, öl
og gosdrykkjagerð 1.8%.
Allur arður af hlutafé er skalt-
skyldur hjá eigendum hlutafjár.
Sé arður 5% eða lægri má segja
að ekki sé um tvískötlun að ræða,
þar sem hlutafélög fá 5% af
hlutafé frádregið til skatts, en öll
arðgreiðsla umfram 5% er raun-
verulega tvísköttuð, fyrst hjá fé-
laginu, síðan hjá hluthafa.
Við félagsslit er öll útborgun
til hluthafa umfram innborgað
hlulafé skattskylt sem arður.
Einnig er varasjóður með 20%
bættu stofnfé
eignarútsvars er eins ákveðin og
hjá hlutafélögum. Veltuútsvar er
álagt á sama liátt og hjá hlutafé-
lögum.
Allar útborganir úr sameignar-
félagi lil eigenda eru skattfrjáls-
ar hjá móttakanda, einnig eru all-
ar útborganir umfram innborgað
stofnfé, til eigenda við félagsslit
skattfrjálsar hjá móttakanda.
Samvinnufélög:
Nettótekjur samvinnufélaga á-
kvarðast að nafninu til á sama
hátt og hlutafélaga. Að nafninu
til segi ég, þar sem leyfilegt er að
telja hér til gjalda endurgreiðslu
til félagsmanna, auk þess mega
þau draga frá neltótekjum vexti
af stofnfé 11%% hærri en inn-
lánsvexti (er því nú 6V2%) enda
eigi úthlutað arði á annan hátt,
svo og 33%% af liettótekjum í
varasjóð og telzt sú tekjuákvörð-
un skaltgjaldstekjur. Af skatt-
gjaldstekjum er tekjuskaltur jafn-
an 8%, en stríðsgróðaskattur
sami og hjá hlutafélögum.
Eignaskattur reiknast af nettó
eign félagsins, þegar frá er dreg-
inn stofnsjóður sem skuld, sama
og hlutafé hjá hlutafélögum.
Tekjuútsvar og veltuútsvar má
ekki nema meiru en hagnaður fé-
lagsins af utanfélagsviðskiptum.
Eignarútsvar er óheimilt að
leggja á samvinnufélög.
Vextir og stofnfé eru skalt-
skyldir hjá eigendum, eignir í ó-
skiptilegum sjóðum má ekki út-
hluta til eigenda og koma því
ekki lil greina útborganir um-
fram samansafnaðan stofnsjóð.
Segja má því að nettótekjur allra
félaga séu eins ákvarðaðar, ncma
livað samvinnufélög mega draga
frá endurgreiðslu til félaganna.
Skattgjaldstekjur til tekju-
skatts og stríðsgróðaskatts eru:
Hjá hlutafélögum: Nettó lekj-
ur -4- 5% af hlutafé og 20% í
varasjóð.
Hjá Sameignarfélögum: Nettó
tekjur óhreyttar.
Hjá Samvinnufélögum: Nettó
tekjur (þá er þegar búið að
draga frá tillög í stofnsjóði og
endurgreiddan arð) -4- 6%% af
stofnfé (sé engin arðgreiðsla
önnur) og 33%% í varasjóð.
Skattstigar:
Hjá hlutafélögum og sameign-
arfélögum tekjuskattur 5—22%.
Hjá Samvinnufélögum 8%.
Hjá öllum félögum sami slríðs-
gróðaskattstigi.
Tekjuútsvar hjá hlutafélögum
og sameignarfélögum það sama
en hjá samvinnufélögum háð arði
af utanfélagsmanna viðskiptum.
Eignaskattur eins ákvarðaður hjá
öllum félögum, nema hjá sam-
eignarfélögum skal leggja á
stofnfé hjá félaginu. Eignarútsvar
eins og hjá hlutafélögum og sam-
eignarfélögum, en ekki leyfilegt
að leggja á samvinnufélög. Veltu-
útsvar eins hjá hlutafélögum og
sameignarfélögum og óháð tekju-
afgangi en aðeins af veltu utanfé-
lagsmanna viðskipta hjá sam-
vinnufélögum og háð tekjuaf-
gangi af slíkum viðskiptum.
Arðgreiðsla af hlutafé og
stofnfé hjá hlutafélögum og sam-
vinnufélögum eru skattskyldar
hjá eigendum, svo og skattskylt
hjá hlutafélögum úthlutun vara-
sjóðs að viðbættum 20% viður-
lögum við félagsslit og hjá hlut-
höfum öll úthorgun við félagssiit
umfram innborgað hlutafé. En
hjá sameignarfélögum er úthlut-
un til eigenda ekki skattskyld.
Dæmi um misrcflið.
Nú skulu tekin hér nokkur
dæmi sem sýna mismun í skatt-
og útsvarsgreiðslu hinna mis-
munandi félagaforma:
(Ilér skal tekið fram, að nettó-
tekjur samvinnufélaga í þessum
dæmum eru tekjur þeirra áður en
framlög í stofnsjóði eru frádreg-
in. Síðan eru frádregin tillög í
stofnsjóð , en ekki frádregin
6%% af stofnsjóði, þar sem ég
álít að slíkt megi ekki leyfa, ef
samvinnufólög leggja fé í stofn-
sjóði eigenda. Einnig skal tekið
fram að með orðunum tekju-
skattar á ég við sameiginlega
tekjuskatt og stríðsgróðaskatt,
þar sem það á við.
Reiknað er með 1% veltuút-
svari án tillits til tekna, og eignar
útsvari af hlutafé og stofnfé, þar
sem það er heimilt, sem sé hjá
hlutafélögum og sameignarfélög-
um. Eignaskattur er livergi reikn-
aður með, fremur en önnur frá-
dráttarbær opinber gjöld).
Nettótekjur . . . DÆMI I. kr. 200.000.00
Illutafé eða stofnfé — 500.000.00
Velta — 10.000.000.00
Nettótekjur IILUTAFÉLAG. kr. 200.000.00
-4- 20% í varasjóð . kr. 40.000.00 \
5% af hlutafé . ... — 25.000.00 — 65.000.00
Skallgj aldstekj ur kr. 135.000.00
Tekjuskattar kr. 38.500.00
Útsvar — 135.430.00
Samtals skaltar og útsvar kr. 173.930.00
S AMEIGN ARFELAG.
Nettótekjur = skatlgjaldstekjur ........ kr. 200.000.00
Tekjuskaltar
Ttsvar
Samlals skattar og útsvar
kr. 81.550.00
— 137.930.00
kr. 219.480.00
SAMVINNUFELAG.
(Engin utanfélagsmannaviðskipti)
Tekjur (áður en stofnsjóðstillag er frá-
dregið) ................................ kr. 200.000.00
-4- í stofnsjóð ........ kr. 100.000.00
-i- í varasjóð ......... — 100.000.00 — 200.000.00
Tekjur til skatts .......................... kr. 100.000.00
~ 33%% í varasjóðstillag ................... — 33.333.00
Skattgjaldstekjur kr.. 66.600.00
Tekjuskattar kr. 6.174.00
Útsvar — 0
Skattar alls kr. 6.174.00
SAMVINNUFÉLAG.
(15% af veltu og hagnaði vegna viðskipta
utanfélagsmanna). Tekjur (áður en stofn-
sjóðstillag er frádregið) ............. kr. 200.000.00
-4- í stofnsjóð ........ kr. 85.000.00
-4- í varasjóð' ....... — 115.000.00 — 200.000.00
Framh. á 4. síðu.
Löng'- helgi liðin hjá. — Lítil við-
höfn hjá „stéttinni“. — Rang-
hermi um brúarbyggingu.
LENGSTA HELGI SUMARSINS er
liðin hjá, — verzlunlairmjannahelgin,
eins og hún er oft kölluð. Mikil
mannaferð hefir verið um landið og
óvenjulegur fjöldi ökutækja á vegun-
um, enda hefir Slysavarnafélagið sér-
staklega lagt sig fram með að vara
menn í útvarpinu við ógætilegum
akstri um há helgi. Ekki hefir heyrst
um nein alvarleg slys af umferðinni né
af öðrum sökum yfir helgina, en hér
norðanlands a. m. k. var veðrið hið á-
kjósanlegasta, sólskin mikið og hlý-
indi.
IIÉR Á AKUREYRI var ekkert
markvert um að vera í tilefni hátíðar
verzlunarmanna fremur en áður, enda
fara þeir oftast eitthvað úr bænum,
einn auslur á Ilérað, annar í Mývatns-
sveit, þriðji lætur sér nægja að kom-
ast í „Skóginn“, o. s. frv. Kvikmynda-
húsin höfðu myndasýningar að venju,
dansleikir voru að Brúarlundi í
Vaglaskógi á vegum knattspyrnusam-
takanna á Akureyri og ungverskur
meistari tefldi fjölskák í Alþýðuliús-
inu. Messað var á tveim kirkjum í
prestakallinu, og fleira getur hafa
gerzt, án þess að ég hafi veitt því sér-
staka eftirtekt.
ÞAÐ, SEM JAFNAN vekur athygli
mína á frídegi verzlunarmanna liér á
Akureyri, er live tómlát stéttin sjálf er
um hann. Oft hefir verið unnt að fara
götu úr götu, — já, gegnum heil
hverfi í bænum, án þess að fáni sjáist
á stöng, og er þó Akureyri gamall og
gróinn verzlunarbær. Verzlunarmenn-
irnir liér rífa sig upp snemma að
morgni 1. maí og Sjómannadagsins til
að flagga á húsum sínum, en á þeirra
eigin hátíðisdegi hirða þeir ekki um
slíkt. Stafar þetta stundum af því, að
þeir hverfa burt úr bænum með fjöl-
skyldu sína strax á laugardag og koma
ekki fyrr en á mánudagskvöld og liafa
þá kannske engan til að hirða um fán-
ann, en betur kynni ég við, að þeir
gerðu ráðstafanir til þess að liafa fána
uppi á stöng þenna dag, þótt hann sé
ekki lögboðinn fánadagur. Skylt er þó
að taka fram, að nokkrar verzlanir í
miðbænum voru fánum prýddar s. I.
mánudag, og má vera, að þeir hafi
víðar verið uppi, þótt ég hafi ekki
komið auga á þá, enda fór ég ekki
nema um mið- og norðurbæinn þann
dag.
GUNNAR S. HAFDAL, bóndi og
skáld í Sörlatungu hefir upplýst, að í
síðasta blaði hafi ekki verið rétt skýrt
frá brúabyggingum á Norðurlandi í
sumar. Þar sé sagt, að brú liafi verið
byggð á Ilafrá í Hörgárdal á s. 1. vori,
en það sé mjög ofmælt. Veitt hafi
(Framhald. á 4. síðu.)