Íslendingur


Íslendingur - 31.05.1950, Blaðsíða 4

Íslendingur - 31.05.1950, Blaðsíða 4
ÍSLENDJNGUR Miðvikudaginn 31. maí 1950 Nr. 15/1950 TILKYNNING Með söluskatti: kr. 2.35 — 2.35 — 0.60 — 6.00 — 10.50 Innflutnings- og gj aldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brauðum: An söluskatts: Franskbrauð 500 gr......... kr. 2.28 Heilhveitibrauð 500 gr. .... — 2.28 Vínarbrauð pr. stk. ........ — 0.58 Kringlur pr. kg........... — 5.82V2 Tvíbökur pr. kg........... — 10.19% Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð. Á þeim stöðum, þar sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið. Efkringlur eru seldar í stykkjatali, er óheimilt að selja þær hærra verði en sem svara kr. 6.00 pr. kg. Ákvæði tilkynningar þessarar koma til framkvæmda frá og með 24. maí 1950. Reykjavík, 24. maí 1950. Verðlagssrjórinn. Nr. 16/1950 TILKYNNING Innflutnings- og gj aldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefir ákveðið, að auglýsing Viðskiptaráðs, dags. 30. júní 1944, um verðlag á veitingum, skuli úr gildi fallin. Tilkynning, dags. 7. apríl 1949, um verð á föstu fæði, gildir þó áfram. Reykjavík, 24. maí 1950. VerSIagssrjórinn. §$$^$$«^<»$í^$^$^$©©§©©^$©©©$«$©$$$$^©$©$$$$^$$©§í Kennaramót á Akureyri Samband norðlenzkra barna- kennara og námsstjórinn á Norð- urlandi gangast iyrir kennara- móti á Akureyri dagana 4. — 11. júní n. k. Vierður mót þetta sótt af kennurum úr Skagafirði, Eyja- íirði og Þingeyjarsýslum. Eiín- borg Aðalbjarnardóttir kennir þar föndur, Jónas B. Jónsson, f ræðslufulltrúi, leiðbeinir við reikningskennslu og vinnubókar- gerð og Jón J. Þorsteinsson hef- ir sýnikennslu í lestri. Á kvöldin verða flutt nokkur erindi í barnaskólanum, og er bæjarbúiim heimill aðgangur að þeim meðan húsrúm leyfir. Þau trindi flytja Dr. Matthías Jónas- son, séra Jakob Kristinsson og Kalldór Halldórsson, mennta- skólakennari. Vierður uppi aug- lýsing í Blómabúð K.E.A. meðan mótið stendur, þar sem hægt verður að sjá daglega efni erind- anna, og hvler flytur þau. Aðrir sem flytja erindi á mót- inu verða: Helgi Llíasson, fiæðslumálastjóri, Snorri Sigfús- son, Hannes J. Magnússon og Sigurður Gunnarsson. Á mótinu verður aðalfundur sambaiidsins, og þar rædd ýmiss skóla- og uppeldismál. Kennaramótið , verður sett í barnaskólanum sunnudaginn 4. júní kl. 2 e.h. íS^S*«í««=S>^í©^©S^S««©«©©©S LEREFTSTUSKUR kaupum vi? hæsta verði. Prentsmiðja Björns Jónssonar h •' Bólusetning gegn bólusótt fer fram í Barnaskóla Akureyrar fimmtu- daginn 1. júní 1950 kl. 2 e. h. Til frumbólusetningar mæti börn 2 ára og eldri, sem ekki hafa verið bólusett áður með fullum árangri eða 3var án árangurs. Til endurbólusetningar mæti börn á aldrinum 12—14 ára, sem ekki hafa verið endurbólusett með fullum árangri eða endurbólusett 3var án árangurs. Börn úr bænum innan sundlaugar mæti milli kl. 2—S^/z og börn norðan sundlaugar mæti milli kl. 3y2—5 e. h. Héraðslæknirinn. Gerist áskrifendur að fslenfliiigi. TILKYNNING um sölu hlutabréfa ÚTGERÐARFÉLAG AKUREYRINGA h. f. hefir ákveðið að auka hlutafé sitt um eina miljón krónur. — Hlutafjár söfnun er hafin. — Áríðandi er, að þeir sem ætla að skrifa sig fyrir hlutum, geri það sem allra fyrst. — Áskriftalisti liggur frammi á skrifstofu félagsins í Túngötu 6. Srjórriih. GREIPAR GLEYMSKUNNAR mögulegra spurninga og ég má ekki segja það, að þið séuð hjón." „Nei, ekki ennþá." „Jæja, en ég ætla nú samt að gera það, herra Gil- Hert. Ef þú segir vesalings ungu konunni þinni það ekki sjálfur, þá skal ég gera það. Eg skal segja henni, hvernig þú færðir hana heim til þín og fékkst mig til þess að annast hana, hvernig þú annaðist hana og vékst ekki frá henni allan liðlangan daginr, hvernig þú lok- aðir þig inni hennar vegna og hittir aldrei þína gömlu vini. Já, herra Gilbert, ég ætla að segja henni allt sam- an og ég skal segja henni frá því, er þú komst inn til hennar og kysstir hana áður en þú lagðir af stað í þessa heimskulegu ferð, hvert sem þú fórst. Þá mun hún vissulega þegar minnast alls." „Ég skipa þér að segja ekki neitt." „Eg hefi hlýtt allt of mörgum fyrirskipunum frá þér, herra Gilbert, til þess að gera mér hugarangur út af því að brjóta þessa þín vegna. Ég ætla að gera það og taka afleiðingunum." Mér var ljóst, að ef Priscilla gæfi skýringuna, þá missti ég að verulegu leyti ánægjuna af því, og auk þess myndi þá vanta í hana ýmislegt það, sem var nauðsynlegt til þess að hún hefði hin réttu áhrif. Ég varð því að koma í veg fyrir, að hún framkvæmdi hót- un sína. Þar sem ég vissi af gamalli reynzlu, að þótt þessi gamla góða kona yrði ekki neydd til neins, þá beita blíðmælum. Ég sagði því í bænarrómi: „Þú gerir það ekki af ég sárbæni þig, gamla vina mín. Þér þykir alltof vænt um mig til þess að brjóta í bág við óskir mínar." Priscilla gat ekki staðist þessa bæn, en hún sárbændi mig að láta Pauline vita allt hið rétta við fyrsta tæki- var hægt að vinna hana með góðu. Ég varð því að færi. „Og vertu ekki alltof viss um það, herra Gilbert," sagði hún að lokum, „hvað hún man og hvað ekki. Stundum fkinst mér að hún viti töluvert meira, en þú , gerir ráð fyrir." Síðan fór hún inn, en ég hélt áfram göngu minni og hugleiddi síðustu orð Pauline. „Hvort verður betra fyrir mig — og fyrir þig?" hafði hún spurt. Hversu mikið mundi hún, og hvað var henni ennþá gleymt? Hafði ekki hringurinn á hendi hennar þegar sýnt henni að hún væri konan mín? Þótt hún myndi ekkert eftir okkar einkennilegu skyndi- giftingu og sambúð okkar á eftir, þá var henni nú kunnugt, að er hinu gleymda tímabili ævi hennar Iauk, þá var hún í forsjá minni, að mér var fyllilega kimn- ugt um hin hörmulegu ævilok bróður hennar, og að ég var nú kominn heim úr mjög langri ferð, sem ég hafði farið til þess að fá að vita allan sannleikann. Þótt hún myndi ekki allt saman, þá hlaut hún nú að vita sannleikann. • Þar sem hún bar alltaf giftingar- hringinn, þá sýndi það að hún andmælti ekki þeirri staðreynd, að hún væri gift, hvernig svo sem það hefði atvikast. En hverjum gat hún verið gift nema mér? Ég þóttist af þessu fullviss um það, að hún hefði nú komizt að hinni réttu niðurstöðu, og nú væri kominn tímf til þess fyrir mig að komast að því, hvort vitneskja hennar færði mér sorg eða hamingju. Á morgun ætlaði ég að segja henni allt saman. Eg ætlaði að segja henni, hve einkennilega líf okkar tengd- ust. Eg ætlaði að biðja um ást hennar ákafar og inni- legar en nokkur maður hefði áður gert. Ég ætlaði að segja henni, hvernig ég hefði alsaklaus komið Ceneri að góðu liði í ráðagerðum hans, og að ekki væri hægt að ásaka mig fyrir að ganga að eiga hana, þegar sálar- ástand hennar var þannig, að hún gat ekki andmælt. Hún skyldi fá að vita þetta allt saman, og síðan átti hún að kveða upp sinn dóm yfir mér. Eg ætlaði ekki á nokkurn hátt að notfæra mér það, að hún var að lögum eiginkona mín. Að svo miklu leyti, sem í mínu valdi stóð, þá skyldi hún vera frjáls. Ekkert átti að binda okkur nema ástin ein. Ef hún hefði enga ást að gefa mér, þá skyldi ég slíta mig frá henni og ef hún óskaði þess, þá ætlaði ég að rannsaka, hvort ekki væri hægt að ógilda giftinguna, en hvert sem hún kysi að verða áfram eiginkona mín að nafn- inu til, að verða raunverulega eiginkona mín, eða að slíta öll tengsl milli okkar, þá ætlaði ég að sjá fyrir henni í framtíðinni með eða án vitundar hennar. Um þetta leyti á morgun myndi ég vita örlög mín. Þar sem ég hafði ákveðið þetta, þá hefði ég átt að fara að sofa, en ég var alls ekki í skapi til þess. Hvað eftir annað rifjaði eg upp fyrir mér síðustu orð henn- ar og byrjaði að vega pau milli vonar og ótta, mér til sárrar sálarkvalar. Hvers vegna hafði Pauline ekki spurt mig, ef hana grunaði hið rétta? Hvernig gat hún verið þannig tímunum saman í félagsskap mínum, vit- andi það, að hún væri konan mín, án þess að.spyrja um, hvernig hún hefði orðið það? Þýddu síðustu orð hennar það, að hún óttaðist það, sem hún hafði upp- götvað? Óskaði hún frelsis og áfrarnhaldandi óminn- is? Þannig spurði ég sjálfan mig í sífellu, þar til ég var orðinn harla örvæntingarfullur. Margúr maðurinn hefir vafalaust verið harla aum-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.