Íslendingur


Íslendingur - 23.01.1958, Blaðsíða 4

Íslendingur - 23.01.1958, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR Ræða Jónasar G. Bafnar Framh. af 3. síðu. eitt helzta stefnumál Sjálfstæðis- flokksins við þessar kosningar — og munu fulltrúar hans í bæjar- stjórn vinna að því af alefli að það mál komist sem allra fyrst í örugga höfn. Ég vil sérstaklega undirstrika, að allur dráttur í þessu máli er hættulegur, þar sem fleiri bæjarfélög vilja eignast togaradráttarbraut, en óráðlegt mun þykja að bæta við nema einni. Hitaveita og fleira. Sjálfstæðisflokkurinn vill, að rannsakaðir verði til hlítar mögu- leikarnir á að koma upp hitaveitu fyrir bæinn — og er óþarfi að fjölyrða um það, þar sem öllum er ljós gagnsemi slíks fyrirtækis. Þá leggur flokkurinn á það á- herzlu, að haldið verði áfram að bæta hafnarskilyrðin, og komið verði upp góðu viðlegu- og uppsátursplássi við innri bryggj- urnar fyrir smábátaútgerð Inn- bæinga. Einnig að reist verði verkamannaskýli í næsta ná- grenni Torfunefsbryggju. Skipulogsmól bæjarins vcrður oð taka miklu fastari tökum en verið hefir, og er ó það bent í mólefnayfirlýsingunni. Sérstaklega þarf að hroða skipulagi Glerór- þorps, svo þar verði unnt að leyfa byggingar sem fyrst, og gera verður alla aðstöðu hinna nýju í- búa Akureyrar, uton Glerór, sem jafnasta á við oðra bæjarbúa. Sj álfstæðisflokkurinn leggur ríka áherzlu á, að bæjarbúum verði gert sem auðveldast fyrir með íbúðarhúsabyggingar, og að bærinn notfæri sér lögbundið framlag ríkisins til útrýmingar á heilsuspillandi húsnæði. Þá beri að efla byggingarlánasjóð bæjar- ins- Sjálfstæðisflokkurinn bendir á þýðingu iðnaðarins, og mun fylgja öllum raunhæfum tillög- um, sem miða að því að efla og auka iðnaðinn í bænum, þar sem hann er sá atvinnuvegur, sem einna líklegastur er til þess að taka við fólksfjölguninni. Flokk- urinn leggur áherzlu á hagnýt- ingu raforkunnar, og telur að meðan næg orka er frá Laxár- virkjuninni eigi iðnaðurinn að sæta sem beztum kjörum. Með hinum miklu endurbótum á sund- lauginni var stórt skref stigið til menningarbóta fyrir æsku bæjar- ins, en eftir er að ljúka fram- kvæmdum við íþróttasvæðið og koma þar upp nauðsynlegum mannvirkj um. Elli- og hjúkrunar- heimili. Allir munu vera sammála um skyldu bæjarfélagsins til þess að leggja sitt af mörkum til þess að gamla fólkinu megi líða sem bezt. Að því takmarki verður að vinna, að allt gamalt fólk, sem þarfnast þess, geti notið vistar á fullkomnu elli- og hjúkrunarheimili. Lýsir Sjálfstæðisflokkurinn yfir ein- dregnum stuðningi sínum við það mál. Ég hefi nú í örfáum orðum vikið að nokkrum atriðum í mál- efnayfirlýsingu Sj álfstæðisflokks- ins. Ég hvet hlustendur til þess að kynna sér efni hennar, en hún birtist fyrir nokkru í „íslend- ingi“. Arós á Sjólfstæðis- tlokkinn vegna U. A. Tvennt hefir einkennt kosn- ingabaráttuna að þessu sinni: 1) Blaðaskrifin um Utgerðar- félag Akureyringa h.f. 2) Samfylking kommúnista, krata og Framsóknar. Eins og við er að búast hafa bæjarblöðin mjög fjölyrt um fjár- hagserfiðleika Utgerðarfélagsins, og rannsókn þá, sem nýlega hefir farið fram á rekstri þess. Gefur þetta tilefni til blaða- skrifa, en á það verður að deila, að hvorttveggja hefir verið not- að sem pólitískt árásarefni á Sjálfstæðisflokkinn. Reynt er að læða því inn hjá fólki, að Sjálf- stæðisflokkurinn sem slíkur beri ábyrgð á stjórn og rekstri félags- ins, eingöngu vegna þess að nokkrir starfsmenn þess eru yfir- iýstir Sjáifstæðismenn. Af marggefnu tilefni vil ég benda á eftirfarandi í þessu sam- bandi: Stjórn Ú. A. ræður sér fram- kvæmdarstj óra, og hefir sjálfsagt sett reglur um valdsvið hans, þar á meðal varðaiadi mannaráðning- ar. Framkvæmclarstjóranum getur stjórnin hvenær sem er sagt upp. Stjórn félagsins hefir á fundum ákveðið allar meiri háttar fram- kvæmdir á vegum félagsins, eins og til dæmis kaupin á Gránufé- lagsgötu 4, byggingu fiskverk- unarstöðvarinnar, Irraðfrystihúss- ins, kaupin á „Sléttbak'1, ákveð- ið lántökur á vegum félagsins — og meira að ségja allt af tekið á- kvarðanir um það, hvaða veiðar togararnir ættu að stuncfa hverju sinni. , ^ Vinstrimenn í meirihluta. Mér dettur ekki annaé í hug en að stjérnin hafi alltaf vitað um hag félagsins, oð minnsta kosti hlýtur hver stjérnendamna að hafa haft aðstöðu til þess aS kynna sér hann. Það er því stjórnin í heild, sem ábyrgðina ber á rekstri félagsins gagnvart hluthöfum, neme um sé að ræða misfellur, sem stjórnarmeðlimir GÁTU EKKI VITAÐ 'JM. Meðal annars er það alveg -átvirætt, að stjórnin hefir borið ábyrgð á því gagnvart hluthöfum, að hæfir starfsmenn væru hjá félaginu. Hverjum dettur anna& 1 hug? En hvernig fá þú skrif um ábyrgð SjálfstæðisfWkfesi ns 6tað- ist? Sjálfstæðisflok.kur inn sem slík- ur hefir aldrei k' osið mann í stjórn Ú. A. Það igerir að sjálf- sögðu aðalfundar hluthafa, en þar er KEA valáan íest næst á eft- ir bænum. En ætf d það eitt að skapa einhlíða ábyrgð fyrir Sj álfstæðisflokkint i, að fylgis- menn hans hefðu verið í stjórn félagsins, kemur það ekki til mála, þar sem aldrei hafa verið nema tveir Sjálfstæðismenn af fimm stjórnendum í stjórn Ú. A. Ég bendi á þetta til þess að sýna vandræðafálm vinstri flokk- anna, er þeir gripu til þeirra fjar- stæðu að kenna Sjálfstæðisflokkn- um um fjárhagserfiðleika Ú. A. Leiðir til bjargar. Erfiðleikar Útgerðarfélagsins eru öllum bæjarbúum hið mesta áhyggjuefni. Atvinnulíf okkar þolir það ekki, að togararnir stöðvist, og sú mikla vinna, sem þeir hafa veitt í landi, hverfi — en fjárhagur bæjarins þolir það heldur ekki, að greiddar séu milljónir króna á ári hverju í taprekstur. Það verður því þegar í stað að grípa til einhverra ráða — og vettlingatök duga ekki. Ég leyfi mér að benda á eftir- farandi: í FYRSTA LAGI er forsend- an fyrir því, að nokkur úrræði og ráðstafanir komi að haldi sú, að togurunum verði þegar í stað tryggður rekstrargrundvöllur. Með öðrum orðum — taprekstur- inn verður að hætta. Þetta hefir ríkisvaldið eitt í sinni hendi að koma til leiðar. Stöðvist ekki tap- reksturinn, halda skuldirnar og ábyrgðirnar áfram að hlaðast upp, — og að því kemur fyrr en varir, að ekki ræðst við neitt. í ÖÐRU LAGI verður að semja um greiðslu á þeim skuld- um, sem bærinn hefir gengið i á- byrgð fyrir, og nú eru gjaldfalln- ar. Hér mun eingöngu vera um bankana og Kaupfélag Eyfirðinga að ræða. Ótrúlegt er, að ekki yrði hægt að komast að sam- komulagi um það við bankana, að skuldir félagsins við þá, sem tryggðar eru með ábyrgð Akur- eyrarbæjar, greiddust upp á t. d. 10 árum, með jöfnum árlegum afborgunum. Kaupfélag Eyfirð- inga er fjársterkur aðili, sem grætt hefir á viðskiptum við Ú. A. og er síður en svo fjarstæða, að það sætti teig við eitthvað svipaða greiðsluskilmála. Með þessu móti yrðu ábyrgðargreiðsl- urnar ekki eins tilfinnanlegar fyr- ir bæjarfélagið og nú horfir. í ÞRIÐJA LAGI verður að semja um allar lausaskuldir fé- lagsins, sem ótryggðar eru. Ef kröfuhafar gengjust inn á, að þær greiddust upp á nokkrum ár- um, gæti bærinn ábyrgst greiðsl- una, að einhverju eða öllu leyti, — þar sem um það er að ræða að bjarga einni helztu atvinnu- grein bæjarins frá hruni. En ég undirstrika, aS þessar róðstafanir nó ekki tilgangi sín- iim — og vil segja cru gagns- lausar nema rétt í bili —— ef rekstrorhallinn verður ekki stöðv- aður. Það verður að vera skilyrð- islaus krafo allrar togaraútgerð- orinnar til stjórnarvalda landsins. Slæm reynsla af núverandi stjórn. Við Akureyringar höfum síður en svo góða reynslu af samstarfi núverandi stjórnarflokka, sem fátt eiga sameiginlegt nema ó- vildina í garð Sjálfstæðismanna. Blað kommúnista hefir gert mikið veður út af því, hversu hlutur bæjarins við fjárlaga-af- greiðsluna bafi vaxið, síðan Sjálfstæðismaður hvarf úr þing- sölunum sem fulltrúi Akureyrar. Sannleikurinn er sá, sem konmi- únistablaðið hefir ekki einu sinni reynt að hrekja, eftir að á það var bent með tölpm, að bein framlög til Akureyrar á fjárlög- um hafa samtals ekki hækkað HELDUR LÆKKAÐ síðan 1956, enda þótt heildarupphæð fjárlaga hafi hækkað um 230 millj. króna. Tafði byggingu hraðfrystihússins. Fyrrverandi ríkisstjórn átti lilut að því, að fjórar og hálf milljón króna fengjust að láni til byggingar hraðfrystihússins, en núverandi ríkisstjórn lét bygg- ingu stöðvast í 12 vikur, áður en hún sýndi þá rausn, að útvega eina milljón til hússins. Aftur hefði orðið stöðvun á verkinu, ef útibú bankanna hér í bænum hefðu ekki hlaupið undir bagga. Togaraútgerðin komin á vonarvöl undir forustu Kommúnista. Á margt fleira mætti bcnda, eins og t. d. frammistöðuna í dróttarbrcutarmólinu — og sein- lætið við að koma upp flugstöðv- arhúsinu. En þó hefir það orðið ollra þyngst fyrir bæjarfélagið, að undir forustu kommúnista i sjóv- arútvcgsmólunum er nú orðið með öllu vonlaust að gera út tog- ara nema með gcgndarlausu tapi. Ilug sinn til togaraútgerðar- innar hefir ráðherra kommúnista síðast sýnt með því hátterni sínu að flýja austur á land til þess að tryggja sér þar setu í bæjar- stjórn, — rétt þegar samningar stóðu yfir við togaraeigendur um bættan rekstrargrundvöll. Kommúnistar eru ekki ógreind- ari en aðrir menn, og finna því gerla, hversu höllum fæti þeir standa málefnalega. Því eins skamma þeir mig fyrir að hafa ekki á sínum tíma flutt tillögu um ríkisábyrgð fyrir Krossanesverk- smiðjuna, meðan engin tilmæli komu fram um það frá stjórn verksmiðjunnar, og að hafa ekki fengið framlag til dráttarbrautar- innar, áður en bæjarstjórn hafði ákveðið stækkun hennar. Eftir því er svo annar málflutn- ingur þeirra, en flest er hey í harðindum, og sannast það á kommúnistum, síðan þeir urðu á- hrifamestir í stjórn á íslandi. Trúað gæti ég því, að Akur- eyringar væru ekki síður en aðrir landsmenn búnir að fá nóg af vinstri óstjórninni, sem sendir boð sín og bönn út frá Reykjavík, og kæri sig ekki um að afhenda henni öll völd hér í bænum. Um það verður fyrst og fremst kosið á sunnudaginn kemur. Fimmtudagur 23. janúar 1958 I Gísli Jónsson 5. á D-listanum. Jón H. Þorvaldsson 6. á D-listanum. Bjarni Sveinsson 7. á D-lislanum. Gunnar H. Kristjánsson 8. á D-listanum.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.