Íslendingur


Íslendingur - 23.01.1958, Blaðsíða 7

Íslendingur - 23.01.1958, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 23. janúar 1958 ÍSLENDINGUR 7 Æikan og* framtíðin Viljö Ahireyrinoar vinstri stjórn! Ræða Gísla Jónssonar, mennta- skólakennara, við útvarps- umræðurnar Góðir óhcyrcndur! ÚT AF orðum Aiberts Sölva- sonar vil óg segja það, að Sjólf- stæðismenn á Akureyri telja sig ó cngan hótt skuldbundna til að sækja fyrirmyndir sinar um rekstur útgcrðar til Reykjavíkur. Þeir leita heldur ekki út fyrir bæinn um val bæjarstjóra, en það furðulego hcfir gerzt, að vinstri flokkarnir virðast ekki hafa kom- ið auga ó neitt hæft bæjarstjóra- efni í sínum hópi innanbæjar, en ætla að sækja til þess Reykvík- ing, sem nú er í starfi ó Kefla- víkurflugvelli. Stóryrðum Björns Jónssonar mun ég svara með síðari hluta ræðu minnar. Stefnuskrá Sjálfstæðismanna fyrir næsta kjörtímabil hefir ver- Gísli Jónsson. ið lögð fram fyrir nokkru, svo að ekki þarf hér að rekja hana ná- kvæmlega, enda þegar á hið helzta drepið í þessum umræðum af fyrri ræðumönnum D-listans. Enn sem fyrr er lögð höfuð- óherzla ó, að fjórhagur bæjarfc- lagsins sé traustur, að útsvörum verði jafnað niður raunverulega eftir efnum og óstæðum, svo sem mælt er fyrir í lögum, og oð bjargræðisvegir bæjarbúa séu efldir. Skólabyggingum hraðað, aðstaða til samkomuhalds æsku bætt, og unnið oð öðrum menn- ingarmólum eftir mætti. í öllum dróttum er stefnuskróin byggð ó þeirri meginhugsjón Sjólfstæðis- monna, oð sérhver einstaklingur megi búa við efnalegt og andlegt frelsi og athafnasvigrúm. Málefni Utgerðarfélags Akur- eyringa h.f. hafa mjög komið við þessar umræður, og nú að undan- förnu hafa blöð vinstri flokkanna sameinazt urn að reyna að nota örðugleika félagsins að höfuð- máli gegn Sjálfstæðismönnum. Forráðamenn Útgerðarfélagsins hafa verið bornir ófögrum sök- um, og reynt að læða því inn meðal fólks, að Sjálfstæðismenn Framh. á 8■ síðu. MENN AF D-LISTANUM I BÆJ- ARSTJÓRN. UNGUR SJÁLF- STÆÐISMAÐUR í BÆJAR- STJÓRN. GUNNLAUGUR JÓHANNSSON, rafvirki: Framtíðarheiil byggist á blómgandi atvinnulífi. Samtalið við Gunnlaug Jó- hannsson, rafvirkja snerist fyrst og fremst um atvinnumál unga fólksins hér í bænum og þá eink- um aðstöðu þess til stofnsetningar eigin iðnrekstrar. Fórust honum orð á þessa leið: — Það er frumskilyrði vax- andi bæjarfélags, að næg atvinna sé fyrir alla. Við, sem höfum ver- ið að reyna að halda uppi sjálf- stæðum atvinnurekstri, höfum nú síðan vinstri stjórnin tók við völdum, orðið að sætta okkur við vaxandi efnisskort. í þessu sam- bandi er ekki úr vegi að minnast ofurlítið á hina miklu skatta' byrði, sem lögð er á allan iðnað í landinu. Þar verður ekki annað sagt, en að óheyrilegt óréttlæti Badclir nnga fólksini Síða ungra Sjólfsfaeðismanna sneri sér fyrir skömmu fil þriggja ungra manna hér í bænum og rabbaði við þó aðallega í tilefni af kosningum þeim, sem í hönd fara. Var umræðuefni ýmislegt, er fyrst og fremst snerfir mólefni unga fólksins í bænum. Allir þessir ungu menn stunda ólík, mismunandi störf, en allir hafa þeir haft meiri og minni afskipti af stjórnmólastarfseminni, einkum meðal unga fólksins. Birtast hér á eftir viðtöl við Magnús Björnsson bankaritara, formann Varðar, fél. ungra Sjálf- stæðismanna, Gunnlaug Jóhanns- son, rafvirkja og Svavar Hjalta- lín, verkstjóra. MAGNÚS BJÖRNSSON, bankaritari: Kjörorðið er: Fimm menn af D-listan- um í bæjarstjórn. Viðræðurnar við Magnús Björnsson snerust fyrst og fremst um stjórnmálaleg efni, starfsemi Varðar og kosningar þær, sem í hönd fara. Fórust honum orð eitthvað á þessa leið: — Starfsemi Varðar hefir ver- ið mest allra stjórnmálafélaga ungra manna í bænum, enda mun svo hafa verið allt frá stofnun fé- lagsins. Á s.l. vetri hélt félagið stjórnmálanámskeið, sem var vel sótt. Hafa þessi stjórnmálanám- skeið jafnan gefið góða raun, enda mjög þýðingarmilcið, að ungum mönnum lærist að geta sett mál sitt fram á skipulegan og áheyrilegan hátt. Margir af yngri stjórnmálamönnum okkar í dag, sem nú sitja á Alþingi, hafa ein- mitt öðlazt sína fyrstu þjálfun á stjórnmálanámskeiðum sem þess- um. Hyggst félagið efna til slíks námskeiðs enn í vetur og má gera ráð fyrir, að það hefjist í næsta mánuði eða þ. u. b. Þá gekkst Vörður fyrir almenn- um fundahöldum á árinu, og voru fundirnir vel sóttir. Auk þess tók félagið þátt í sameiginlegum funduní allra Sjálfstæðisfélag- anna í bænum. Á síðasta aðal- fundi félagsins gengu yfir 80 nýir félagsmenn í Vörð, og er jafnan svo á hverjum aðalfundi, því vit- anlega fækkar alltaf eitthvað í fé- laginu á hverju ári, þar sem hinir elztu komast yfir aldurstakmark það, sem sett er í félögum ungu mannanna, sem er 35 ár, og alltaf eru einhverjir sem flytjast burtu. Þá hefir Vörður tekið þátt í spilakvöldum þeim, sem Sjálf- stæðisfélögin hafa haldið sam- eiginlega, og hafa ýmsir Varðar- félagar lagt mikið starf af mörk- ( um í sambandi við þau. Þessi | spilakvöld hafa verið með vin- sælasta skemmtiefni þessa bæjar og jafnan fjölsóttust allra spila- kvölda hér í bæ. Ég er þess fullviss, að Varðar- félagar munu nú sem jafnan áð- ur leggja af mörkum mikið starf í sambandi við þær kosningar, sem í hönd fara. Svo hefir jafnan verið við undanfarnar kosningar. Þegar eru margir Varðarfélagar, sem eyða frístundum sínum í vir.nu á skrifstofu flokksins- Þar eru jafnan næg verkefni og fara vaxandi, eftir því sem nær dreg- ur kosningunum, enda niunu þá koma fleiri félagar til starfa. Aldrci hafa ungir Sjólfstæðis- menn ótt jafn mikla hlutdeild í bæjarstjórnarlista' SjólfstæSis- flokksins og nú. Eiga þeir nú mann i 5. og 7. sæti ó listanum. Þetta sýnir að ungu mönnunum hér i bænum er stöðugt sýnt vax- andi traust og að hinir, sem eldri eru og reyndari vilja taka þó með i róð. Varðarfélögum og öllum ungum Sjólfstæðismönnum er þetta vcgsauki og ónægja, og munu þeir sýna það með því að vinna af alefli oð sigri D-listans. Það er fyrst og fremst þeirra sæti, sem nú verður barist um, og kjör- orð unga fólksins er: FIMM Gunnlaugur Jóhannsson. ríki. Ef tekinn er til dæmis sölu- skatturinn, þá eru þess dæmi, að hann er þrí- og fjór-lagður á sömu vöruna. Þetta veldur því, að efnið, sem við þurfum að nota við atvinnurekstur okkar, er ó- heyrilega dýrt. Þetta bitnar að sjálfsögðu að mestu á okkur iðn- aðarmönnunum sjálfum. Okkur er kennt um hátt verðlag á vör- um, sem við getum alls ekki ráð- ið við verðlag á. Hér á Akureyri er skattabyrð- in á okkur iðnaðarmönnum á öðrum sviðurn einnig óeðlilega há, Stafar það að sjálfsögðu að miklum hluta af því, að fyrirtæki samvinnufélaganna njóta svo mikilla skattfríðinda. Þetta er ekki sagt vegna þess, að þessi fyrirtæki fari ekki fyllilega að lögum. Hins vegar er nauðsyn- legt að breyta skattalögunum, þannig að sambærilegur atvinnu- rekstur beri allur sambærileg út- svör. Um cflingu atvinnufyrirtækja í bænum tel ég, að dróttarbrautin sé eitt það fyrirtæki, sem gæti orðið öllum iðnaðarmönnum mik- il lyftistöng. Þor myndu oð sjólf- sögðu jórniðnaðarmenn njóta fyrst og fremst mikilla hagsbóta. Það er aftur á móti svo með all- an atvinnurekstur, að hann veitir óbeinlínis öllum oukinn hag. Hann hleður utan á sig eins og snjóbolti. Mikil atvinna verður alltaf allra hagur, sem eitthvað koma nólægt þeirri hringiðu, sem atvinnan skapar. Mikil nauðsyn er einnig að efla allan byggingariðnað í bænum. Hins vegar er þar sá hængur á, að mjög er erfitt um öll lán til þess að svo megi verða. Eins er nú svo komið, að erfiðleikar eru að skapast á sviði efnisútvegunar til byggingariðnaðarins. Er þetta mjög að nálgast hina illræmdu haftatíma, sem hér á landi ríktu fyrir um tug ára síðan. Eitt vandamál er enn ótalið. Það er hve nú er dýrt orðið að hefja sjálfstæðan atvinnurekstur. Þar gegnir sama máli og með býggingarnar- Okkur vantar láns- fé og síðan erum við hundeltir nieð skattaálögum. Þar er því víssulega nægt verkefni fyrir komandi bæjarstjórn að reyna að hlú að öllum nýjum atvinnu- rekstri í þessum bæ. Blómgandi atvinnulíf er það, sem framtíðar- heill bæjarins okkar byggist á. Um bæjarstjórnarkosningarn- ar, sem í hönd fara, verð ég að segja, að ég er bjartsýnn á vax- andi fylgi Sjálfstæðisflokksins. Unga fólkinu hefir aldrei verið jafn mikill sómi sýndur og nú með lista Sjálfstæðisflokksins. Ég er þess fullviss, að unga fólkið í bænum mun fylkja sér um lista Sjálfstæðismanna, og að sú sam- fylking mun ná langt út fyrir raðir flokksbundinna Sjálfstæðis- manna. SVAVAR HJALTALIN: Höfuðsjónarmið verka- mannsins að vinna vel og trúlega. Síðasta viðtalið að þessu sinni er við Svavar Hjaltalín verkstjóra Svavar Hjaltalín. Snerust umræðurnar því fyrst og fremst um málefni verkafólksins hjá hinu nýja hraðfrystihúsi Út- (Framhald á 10- síðu.)

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.