Íslendingur - 02.05.1958, Side 4
4
ÍSLENDINGUR
Föstudagur 2. maí 1958
.................—-■----------------1---------—■------------■—,—
Kemur út
hvem föstudmg.
Útgefandi: Útgáfufélag íslendings.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakób Ó. Pétursson, Fjólug. 1. Simi 1375.
Skrifstofa og afgreiðsla í Gránufélagsgötu 4. Sími 1354.
Opin kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum 10—12.
PrentsmiSja Bjöms Jónssonar h.f.
Oíagur leikur
íslenzka sendinefndin í Genf
hefir haldið fast og vel á málstað
Islands á landhelgis- og fiskifrið-
unarráðstefnunni, svo að virð-
ingu hefir vakið og samhug með-
al annarra sendinefnda. En ís-
lenzku sendinefndina skipa Hans
G. Andersen ambassador íslands
hjá NATO, formaður, Davíð ÓI-
afsson fiskimálastjóri og dr. Jón
Jónsson fiskifræðingur. Með
störfum þessara ágætu sendi-
manna suður í Genf hefir öll þjóð-
in fylgzt af áhuga, enda á hún eigi
lítið undir árangrinum af mál-
flutningi þeirra og tillögum.
Þó undarlegt megi virðast, hef-
ir eitt stjórnarblaðanna, meira að
segja blað stærsta stjórnarflokks-
ins og málgagn sjávarútvegsmála-
ráðherra, horið fram vítur á
nefndina í sambandi við störf
hennar og tillögur í Genf. Kveður
Þjóðviljinn veturinn með eftir-
farandi ámælum í forustugrein
sinni:
„. . . . Er það mjög ámœlis-
vert, að íslenzku fulltrúarnir á
ráðstefnunni í Genf skuli hafa
fellt ákvœði um gerðardóm
inn í almenna tillögu um rétt-
indi íslendinga utan 12 mílna
fiskveiðitakmarkanna. Sú til-
laga hefir ekki verið samþykkt
af neinum þar til bœrum aðil-
um.“
Þegar er Þjóðviljanum hafði
verið dreift út með þessum um-
mælum, sendi utanríkisráðuneyt-
ið eftirfarandi yfirlýsingu til
blaðanna:
„I tilefni af ritstjórnargrein í
Þjóðviljanum í dag óskar utanrík-
isróðuneytið að taka fram, að
sendinefnd Islands ó alþjóðaróð-
stefnunni i Genf felldi ókvæðið
um gerðardóm inn i almennu til-
löguna um réttindi Islendinga ut-
an 12 milna fiskveiðitakmark-
anna samkvæmt heimild i sím-
skeyti fró utanrikisróðuneytinu,
sem gefin var með samþykki full-
trúa allra fjögurra stjórnmóla-
flokkanna."
Flestum mun finnast, að hér
færist skörin full-langt upp í bekk-
inn, er málgagn sj ávarútvegsmála-
ráðherra vegur að sendinefnd á
alþjóðaráðstefnu fyrir að nota
heimild, sem allir stjórnmálaflokk-
ar og ríkisstjórnin sjálf stendur
að og gefur nefndinni. Verður
slíkt að teljast ófagur leikur og
lítt til framdráttar því höfuðmáli
íslenzku þjóðarinnar, sem nefnd-
in á um að fjalla á ráðstefnunni í
Genf. í þessu máli ber öllum ís-
lendingum að standa fast á kröf-
unni um friðun fiskistofna og út-
færslu fiskveiðitakmarka, enda
eiga fáar þjóðir heims, — ef
nokkur — líf sitt og afkomu svo
mjög undir fiskveiðum og við.
Öll viðleitni til að veikja að-
stöðu okkar ó þeim vettvangi er
skaðsamleg hagsmunum þjóðar-
innar og lýsir óverjandi óbyrgðar-
leysi.
Framsóknarflokkurinn har fram
þá ástæðu fyrir stofnun Hræðslu-
bandalagsins og aðild flokksins
að því, að ekki væri unnt að leysa
efnahagsmálin í samvinnu við
Sj álfstæðisflokkinn, og því yrði
að leita samstarfs við hina svo-
nefndu vinstri flokka í því augna-
miði. Sjálfstæðisflokkurinn ætti í
raun og veru sök á verðbólgunni,
og því væri hin mesta fjarstæða,
að hún y^ði læknuð með hans til-
stilli.
Vitað er, að sumum reynist
ekki örðugra að hafa skoðana-
skipti en buxnaskipti, og svo virð-
ist fjármálaráðherranum, Ey-
steini Jónssyni farið. Um orsök
verðbólgunnar, sem vöxtur hljóp
í á árinu 1955 eftir nokkurra ára
hlé, virtist Eysteinn ekki vera í
neinum vafa, er hann hélt fjár-
lagaræðu sína þá um haustið. Og
skal ráðherranum nú gefið orð-
ið:
„Háttvirt Alþingi verður hér að
horfast í augu við afleiðingar
þess, sem gerzt hefir í þessum
. efnahagsmálunum),
og þarf það engum á óvart að
koma, svo rækilega sem það allt
var brýnt fyrir mönnum s.l. vetur
og s.l. vor.
Með kauphækkunum þeim,
sem óttu sér stað s.l. vor, var brot-
ið blað í efnahogsmólunum.
From að þeim tima höfðum við
um nær þriggja óra skeið búið
við stöðugt verðlag, greiðsluaf-
gang ríkisins, lækkandi tolla og
skatta og stóraukinn almennan
sparnað, sem gat orðið upphof
þess, að úr rættist þeirri „krón-
isku" Iónsfjórkreppu, sem við
höfum búið við svo lengi.
En nú verða menn að horfast í
augu við síhækkandi verðlag,
minnkandi sparnað, stóraukin
ríkisútgjöld og standa nú frammi
fyrir því, að það verður ekki hægt
að afgreiða greiðsluhallalaus
fjárlög, án þess að auka ríkistekj-
urnar með nýjum sköttum eða
tollum, eða nýjum álögum í ein-
Skoðun Evsteins þá og nú
málum (þ.
Osiður, sem verður að upprœta.
— Skelin hörð á Akureyringurn.
— Tjaldstœði fyrir ferðamenn.
ureyringar væri seinir til að kynnast
mönnum, þá reyndu þeir ætíð aS greiða
fyrir náunganum eftir beztu getu. Mað-
urinn kvaðst ekki þekkja það. Hann
hefði aðeins einu sinni ávarpað mann
á götu, — vinnuklæddan inni á Ráð-
hústorgi — og spurt hann, hvar'Gránu-
félagsgata væri. „Þú getur leitað að
lienni sjálfur," svaraði maðurinn. Og
hann kvaðst ekki liafa þorað að spyrja
íleiri.
MÉR VAFÐIST TUNGA UM
TÖNN. Mig minnir ég stamaði eilt-
hvað í þá áttina, að þetta mundi liafa
verið aðkomumaður, sem liann hefði
„lent í“, því að ég kannaðist ekki við
OFT HEF ég lesið í sunnanblöðum
reiðile6tur yfir því, að fólk sé látið
standa í biðröðum hverju sem viðrar
úti fyrir Þjóðleikhúsinu og öðrum
samkomuhúsum, þótt forsala hafi farið
fram á flestum eða öllum aðgöngumið-
um, svo að jafnvel menn í fremstu röð
fái engan aðgöngumiða, þegar loks er
opnað.
Slíkur ósiður er þarflaus með öllu,
og ber að uppræta hann. Það er einkar
einfalt fyrir samkomuhúsin að koma
fyrír skilti utan á húsinu, þar sem
smeygja mætti spjaldi í ramma, er á
stæði: Uppselt eða ASeins 100 miSir
óseldir o. s. frv. Þessar upplýsingar
mundu koma í veg fyrir að fólk kvef-
aðist eða spillti heilsu sinni á annan
hátt við það að norpa úti fyrir sam-
komustöðunum í von um aðgöngumiða
og koma í veg fyrir gífurlega sóun á
vinnuafli og \íma.
ALLIR KANNAST við það álit
Reykvíkinga og margra annarra, að
Akureyringar séu þurrir menn og sein-
teknir, jafnvel drembilátir og klíku-
hneigðir. Því miður er nokkuð til í
þessu, a. m. k. sumu. Ilins vegar hefir
ekki farið orð af Akureyringum fyrir
naglaskap eða óliðvikni, ef til þeirra
hefir verið leitað, enda bregðast þeir
oftast vel við, ef til þeirra er leitað um
aðstoð í einhverju formi, er þeim er
fært að láta í té.
Nýlega átti ég tal við aðkomumann,
sem dvalið hefir hér í bænum nokkrar
vikur, og fannst mér hann mjög undir-
strika þann dóm um Akureyringa, sem
hér var í upphafi til færður. Hann
kvaðst enga þekkja hér í bænum, cg
sér virtist ekki auðhlaupið að því að
kynnast fólkinu. „Það er þykk á ykkur
skelin, Akureyringum,“ sagði hann, „en
mér er sagt, að reynsla manna sé sú,
að þið séuð ágætir, þegar inn úr henni
er komið.“ Ég sagði honum, að þótt
margt kynni að vera rétt í því, að Ak-
hverri mynd, í fyrsta skipti í
langan tíma.“
Og enn sagði Eysteinn:
„Aflciðingor þess, sem skeði ó
s.l. vctri, eru ekki aðeins augljós-
ar i því fjórlagafrumvarpi, sem
hér liggur fyrir, heldur spcglust
þær alls staðar í efnahagslífinu."
Hér fer fjármálaráðherrann
ekki dult með það, að verkföllin
og launahækkanirnar vorið 1955
hafi brotið það blað í efnahags-
málunum, er hann lýsir í ræðu
sinni, en fám mánuðum síðar
söðlar hann um í einu vetfangi og
kennir Sjálfstæðisflokknum um,
hvernig komið sé. Hvílík brjóst-
heilindi!
svona leiðbeiningar lijá Akureyring-
um. En liins vegar liugsaði ég með mér,
að ef svona svör eru gefin aðkomu-
mönnum ókunnugum í bænum, væru
þau ekki æskileg bæjarkynning.
FEGRUNARFÉLAGltí hefir óskað
þess, að bæjarstjórn legði aðkomu-
mönnum til tjaldstæði að sumrinu með
aðgangi að nauðsynlegum hreinlætis-
tækjum. Þetta er sjálfsagt mál. Um
Akureyri eiga oít fjölmennir hópar lcið
milli landshluta, er ferðast með tjald
sitt, svefnpoka og prírnus, og sækja
jafnvel mót hingað í bæinn. Ég minu-
ist þess, að er Ungmennafélagamótið
var háð hér fyrir 2—3 árum, var inikil
tjaldborg á túnunum sunnan sundlaug-
arinnar, og veit ég ekki, livert íbúarn-
ir hafa leitað til snyrtingar og þvotta.
Gistihús bæjarins rúma sjaldan hópa
fólks samtímis, og verða þau þá oft að
vísa fólki á herbergi í einkaíbúðum
víðs vegar úti um bæ. Það gæti því
meira en komið til mála, að einhver
aðili leigði tjöld á íyrirhuguðu tjald-
stæði handa því íólki, sem hefir mcð-
ferðis svefnpoka og viðleguútbúnað
annan en tjald, sem stundum kemur
fyrir. En hvað sem því líður, — liug-
myndin um tjaldstæðið er ágæt og þarf
að komast í framkvæmd. Koslnaður
verður að sjálfsögðu nokkur, en hann
næst aftur í auknum viðskiptum ferða-
manna og leigunt fyrir tjaldstæði.
Skinfaxi,
tímarit UMFÍ, 1. hefti 1958 er
komið út. Hafa ritstjóraskipti
orðið við ritið og við því tekið
Guðm. G. Hagalín rithöfundur.
Flytur þetta hefti afmælisgrein
um Sigurð Greipsson íþróttakenn-
ara, grein um bókmenntir og fé-
lagsmál, Um almenningsbókasöfn,
íþróttaþátt, skákþátt o. fl.
Heima er bezt,
maíhefti þessa árs er komið út.
Þar skrifar Björgvin Guðmunds-
son tónskáld um Guðrúnu Krist-
insdóttur píanóleikara, Þórður
Jónsson slysfarasögu frá síðasta
vetri, Stefán Asbjarnarson um
fjárskaðaveður í júlímánuði
1947, og Lúðvík Kemp lýkur
grein sinni: A skammri stund
skipast veður í lofti. Þá lýkur í
heftinu frásöguþáttum ritstjórans
úr Vesturvegi. Enn má nefna
grein eftir J. M. Eggertsson, Sög-
ur Magnúsar á Syðra-Ilóli, ungl-
ingaþátt Stefáns Jónssonar og
framhaldssögur. Hefst í þessu
hefti ný framhaldssaga „Sýslu-
mannssonurinn“, eftir Ingibjörgu
Sigurðardóttur.
Forsíðumynd er af Guðrúnu
Kristinsdóttur píanóleikara.
Vísnabálkur
Ólafur Jónsson frá Skjaldastöð-
um hefir tjáð okkur, að hann hafi
í bernsku lært vísuna „Blessuð
lóan syngur sætt“, er birt var í
síðasta bálki. Lærði hann hana af
foreldrum sínum eða nánum ætt-
ingjum, er allir voru eyfirzkir, en
nokkuð á annan veg en hún var
birt hér. Vísuna kvaðst Ólafur
hafa numið svo:
Blessuð lóan syngur sætt og
segir „dýrðin".
Það er liennar þakkargjörðin,
þannig breyta á guðs lijörðin.
Höfundar að vísunni heyrði
hann ekki getið, og er enn aug-
lýst eftir honum hér.
Þá kemur hér vísa eftir Jón S.
Bergmann, er liann mun hafa
kveðið undir fyrirlestri Guo-
mundar skálds á Sandi:
Skutu gneistum guðabáls
Gvöndar brúnaleiftur.
Féll í stuðla málmur máls
myndum andans greyptur.
Svo koma að lokum tvær vísur
úr bréfi frá Erni á Steðja:
Afmœlisvísa eftir Björn Guð-
mundsson (frá Mjóadal, Björrts-
sonar) f. 1828, d. 1912? bónda á
Mallandi á Skaga:
Nú mér lýsir náðarsól
nýrra til umsvifa.
Sextugustu og sjöttu jól
senn er ég búinn lifa.
Sögn sonar hans, Péturs fyrrv.
bónda á Gauksstöðum á Skaga.
Fœðingarárið og dagurinn:
Nítjándu aldar nítjánda ár,
nú svo gekk í liaginn,
var ég borinn vaxtarsmár
vistaskiptadaginn.
Höf. Skúli Bergþórsson, rímna-
skáld, síðast bóndi í Kálfárdal eða
Kálfarsdal, sem líklega er réttara.
— Úr bréfi frá hr. Sigurjóni
Jónassyni, bónda á Skefilsstöðum,
eftir sögn konu hans, Margrétar
Stefánsdóttur; en hún hefir vís-
una frá föður sínum, er verið
hafði samskipa Skúla, er hann bjó
á Meyjarlandi og heyrði hann
haía vísuna yfir.
Frjáls verzlun
hefir nú verið endurreist eftir
tveggja ára hlé, og standa að út-
gáfu ritsins Verzlunarráð íslands,
V erzlunarmannafélag Reykj avík-
ur, Samband smásöluverzlana, fé-
lag stórkaupmanna og félag ísl.
iðnrekenda. Ritstjóri þess er Pét-
ur Pétursson. Meðal greina í
fyrsta hefti ritsins á þessu nýbyrj-
aða skeiði eru greinarnar Á kross-
gölum eftir Þorvarð J. Júlíusson
hagfræðing og Hvað er stóreigna-
skattur? eftir Svavar Pálsson
viðskiptafræðing.