Íslendingur - 02.05.1958, Page 8
KAUPENDUR
vinsamlega beðnir að tilkynna af-
greiðslunni strax, ef vanskil eru
á blaðinu.
Föstudagur 2. maí 1958
5. síðan í dag:
A leynilegum næturklúbb
í Moskvu.
Úr heimahögum
I. 0. 0. F. — 139528% —
Huld, 5958577 — IV/V — 1 Lokaf.
Frá kristniboðshúsinu Zíon. Almenn
samkoma 5 sunnudagskvöldið kemur
kl. 8,30. Tekið verður á móti gjöfuin
til kristniboðs. — Allir velkomnir.
Hjónaejni. S. 1. laugardag opinber-
uðu trúlofun sina ungfrú Sigrún Valdi-
marsdóttir og Ingólfur Ingólfsson, prent-
nemi í Prentsmiðju Björns Jónssonar.
Nonnahúsið verður framvegis opið á
sunnudögum kl. 2,30—4 e. h.
Iðnskólinn. Sýning á teikningum
nemenda verður næstk. sunnudag. Sjá
augl. í blaðinu í dag.
Maðurinn, sem missti hendina: Re-
bekkust. Auður, kr. 500.00, starfsmenn
á Skildi h.f. kr. 500.00, N. N. kr. 50.00,
Þ. J. kr. 100.00, Úr nafnlausu bréfi kr.
100.00, S. S. kr. 100.00.
Gömul áheit á Strandarkirkju kr.
30.00 frá Á og E.
Frá Tónlistarjélagi Akureyrar. Söng-
skemmtanir félagsins á tónlistarviku
jiess verða jiannig: Þuríður Pálsdóttir
syngur kl. 3 e.h. sunnudaginn 4. maí.
Guðrún Á. Símonar syngur miðviku-
daginn 7. maí kl. 9 e.h. (ekki 6. maí
eins og misritaðist í Degi). Guðmund-
ur Jónsson syngur fimmtudaginn 8.
maí kl. 9 e.h. Nýir styrktarfélagar geta
innritað sig hjá gjaldkera félagsins,
Haraldi Sigurgeirssyni, sími 1915 og
1139. Aðgöngumiðar eru þessa dagana
í útsendingu til félagsmanna.
Bráðskemmtileg gaman-
mynd í Borgarbíói
í gær hóíust sýningar á stór-
glæsilegri mynd í litum og Cin-
emascope, er fjallar um hina
fögru malarakonu, sem bjargaði
manni sínum undan skatti með
fegurð sinni og yndisþokka, cn
Sophia Loren
í hlutverki malarakonunnar fögru.
reyndist þó manni sínum trú. • —
Aðalhlutverkið leikur hin fagra
og vinsæla leikkona: Sophia Lor-
en, sú sama og lék aðalhlutverkið
í myndinni „Stúlkan við fljótið.“
En nú kemur hún fram í því gerfi,
þar sem fegurð hennar nýtur sín
svo sem bezt verður á kosið. Þeir,
sem sáu „Stúlkuna við fljótið“
mega ekki láta „Fögru malarakon-
una“ fram hjá sér fara án þess að
sjá hana í glæsileik sínum.
Koournnr mótmæla
Á aðalfundi Héraðssambands
eyfirzkra kvenna, er haldinn var
að Freyvangi 17. f. m. var rætt
um tilburði heilbrigðisyfirvald-
anna til að leggja Kristneshæli
niður. Samþykkti fundurinn svo-
hljóðandi ályktun í málinu:
v „Aðalfundur eyfirzkra kvenna
1958 skorar eindregið á heil-
brigðisyfirvöld landsins að
leggja ekki að svo stöddu nið-
ur berklahœlið í Kristnesi.
Fundurinn álítur, að ekki sé
tímabœrt að leggja hœlið nið-
ur vegna þess, að reynsla er
alls ekki fengin fyrir því að
berklasjúklingum hafi fækkað
svo, að tryggt sé að eitt hœli sé
nœgilegt. Fundurinn álítur enn
fremur, að þar sem hœlinu var j
í fyrstu komið upp fyrir at-!
beina Norðlendinga og að I
stórum hluta fyrir fé, sem norð
lenzkir einstaklingar og félög
gáfu og söfnuðu, til þess að
norðlenzkir berklasjúklingar
þyrftu ekki að sœkja um lang-
an veg til Reykjavíkur til hœl-
isvistar og gœtu einnig haft
nánara samband við œttingja
og vini, þá megi ekki leggja
það niður fyrr en öruggt sé,
að betur liafi verið unnið á
berklaveikinni en enn er orðið,
og enginn vafi sé á því, að allir
nýir berklasjúklingar komist
þegar í stað á hœli.“
Þar sem eyfirzkar konur unnu
flestum aðilum betur að stofnun
Heilsuhælis í Kristnesi, fer vel á
því, að þær leggi eitthvað til mál-
anna, þegar uppi eru raddir um
að leggja það niður.
Samninðar að hefjast
Bæjarráð og stjórn Útgerðar-
félags Akureyringa h.f. hafa kom-
ið sér saman um tilnefningu 4
1 manna auk bæjarstjóra til að
! gera drög að samningum við
, bæjarstjórn um yfirtöku Akur
eyrarbæjar á rekstri togaraút
gerðarinnar og annað sem máli
! skiptir í því sambandi. Tilnefnd
jir voru: Jónas G. Rafnar, Guð
mundur Skaftason, Gísli Kon
ráðsson og Jón Ingimarsson
Munu þeir þegar hafá haldið
fundi um málið.
Öxnadal§heiði opnuð til
umferðar
Vaðlaheiði væntanlega fær um helgina
í fyrradag höfðu ýtur rutt veg- j
inn á Öxnadalsheiði svo, að hann
er nú talinn fær öllum bifreiðum,
en þó er þyngri bifreiðum en 8
tonn með hlassi bannaður vegur-
inn.
Blaðið spurði Karl Friðriksson
yfirverkstjóra í gær um ástand
veganna og ruðning á heiðum, og
kvað hann talsverðan gadd vera
undir á Öxnadalsheiði á köflum,
og því óvarlegt að fara yfir heið-
ina á bílum án þess að hafa snjó-
keðjur meðferðis. Rutt var í vik-
unni frá brekkubrún fyrir ofan
Bakkasel og vestur fyrir Reiðgil.
Smábletti á hæðum þurfti ekki að
ryðja, en snjór var lítill fyrir vest-
an Grjótá og í Giljareit. Verið er
að ryðja Vaðlaheiðarveg, og
standa vonir til, að hann verði fær
um eða eftir helgina, ef tíð spill-
ist ekki, en verður fyrst ekki leyfð j
ur fyrir þungaflutning.
Karl kvað vegina innanhéraðs
fara batnandi, en Dalvíkurvegur-
inn er enn varasamur og slæmur
umferðar. Nokkur klaki er enn í
vegunum, en haldist þurrkar á-
fram, munu þeir halda áfram að
batna.
Shíiamót Nðrlurlosds
fer fram um helgina í Hlíðarfjalli.
Fimm skíðamenn frá Reykjavík
og ísafirði keppa sem gestir á
mótinu, en þátttakendur verða um
50 að tölu frá Akureyri, Eyja-
firði, Ólafsfirði, Siglufirði, Fljót-
um og Þingeyjarsýslu. Verður
mótið sett kl. 16.15 á morgun.
IMöri oý soodmet sett
Á sundmóti ÍR, sem haldið var
í byrjun vikunnar, voru mörg ný
Islandsmet sett í sundi. Tveir
sundkappar frá Norðurlöndum,
Karen Larsson frá Svíþjóð og
Lars Larsson frá Danmörku
kepptu á mótinu og veittu íslend-
ingunum harða keppni, og mun
það hafa átt sinn þátt í bættum
áröngrum. Islenzku keppendun-
um veitti yfirleitt betur. Nýju mel-
in settu Ágústa Þorsteinsdóttir,
Hrafnhildur Guðmundsdóttir,
Guðmundur Gíslason og Pétur
Kristjánsson.
FULLTRÚARÁÐ SJÁLF-
STÆÐISFÉLAGANNA
og hverfisstjórar héldu fund í
Landsbankasalnum í fyrrakvöld.
Á fundinum mætti Magnús Jóns-
son alþingismaður, sem var hér
á skjótri ferð, og sagði hann
fréttir af Alþingi og ræddi stjórn-
málaviðhorfið. Þá svaraði hann
ýmsum fyrirspurnum, er fram
voru bornar. Snerust umræðurnar
mest um hin væntanlegu „bjarg-
ráð“ ríkisstjórnarinnar, Genfar-
ráðstefnuna og landhelgismálið.
Frá bæjarstjórn
Meindýraeyðir.
Samkvæmt lögum frá 1957 um
eyðingu refa og minka ber hverju
sveitarfélagi að ráða mann eða
menn til að annast eyðingu þess-
ara meindýra.
Fyrir bæjarráði lá á fundi þess
17. apríl erindi frá Haraldi Skjól-
dal, þar sem hann býðst til að
taka þetta starf að sér fyrir Akur-
eyrarbæ. Samþykkti bæjarráð að
heimila bæjarstjóra að semja við
Harald um starfið.
Tjaldstæði fyrir
ferðafólk.
Stjórn Fegrunarfélags Akureyr-
ar hefir farið þess á leit, að bæj-
arstjórn hlutist til urn, að komið
verði upp heppilegu tjaldstæði
fyrir ferðafólk á komandi sumri.
Bæjarráð hefir lagt til, að svæðið
sunnan sundlaugarinnar verði
tekið fyrir tjaldstæði ferðafólks
og bæjarverkfræðingi falið að
láta koma fyrir nauðsynlegum
hreinlætistækjum í sambandi við
tjaldstaðinn.
Nýir byggingameistarar.
Bygginganefnd hefir samþykkt
að veita þeim Bjarna Skagfjörð
og Hróari Laufdal löggildingu
sem byggingameisturum í tré-
smíðaiðn hér í bænum.
Annóll íslendings
Vísitala framfærslukostnaðar í apríl-
mánuði reynist 192 stig. Er það einu
stigi hærra en í marz.
□
Skozknr togari frá Abcrdeen tekinn
að veiðum í landhelgi við Einidrang í
Vestmannaeyjum. Skipstjórinn dæmdur
í Reykjavík.
□
Ungur maður í Reykjavík dæmdur í
Ifæstarétti í 15 mánaða fangelsi fyrir
að herja annan mann niður með Jieim
afleiðingum, að hann beið hana af.
□
Atta ára drengur frá Suðurkoti á
Vatnsleysuströnd drukknar af bátkænu
spölkorn undan landi.
□
Sænsk hókasýning haldin í Reykja-
vík.
□
Kjartan Ragnars stjórnarráðsfulltrúi
hlýtur fræðimannastyrk frá NATO til
rannsóknar á sameiginlegum markaði
og afstöðu NATO til hans.
□
Reykjavík fær tvo svani að gjöf frá
Ilamborg í Þýzkalandi, og er þeim
sleppt á Reykjavíkurtjörn.
□
Friðrik Á. Brekkan rithöfundur and-
ast í Reykjavík tæplega sjötugur.
□
Þrír drengir í Sandgerði meiðast
meira og minna, er sprengja springur
í höndum þeirra. Sprengjuna fundu
Jieir á víðavangi á heræfingasvæði
varnarliðsins.
I. mí hatlðahöld
verkalýðsfélaganna hér fóru fram
síðdegis í gær með venjulegum
hætti, að öðru leyti en því, að
kröfuganga var látin niður falla.
Ræðumenn á úlihátíðinni voru Jón
B. Rögnvaldsson, Gunnar Berg
Gunnarsson, Jón Þorsteinsson
lögfr. og Rósberg G. Snædal. Þá
söng Jóhann Konráðsson nokkur
i lög, og Lúðrasveit Akureyrar lék
æltjarðarlög o. fl.
FÉLÖG SEGJA UPP
SAMNINGUM
Undanfarna daga hafa fundir
verið haldnir í verklýðsfélögum
víðs vegar um land, og er fundar-
efnið uppsögn kjarasamninga.
Fjöldamörg félög hafa þegar sagt
upp samningum, þar á meðal öll
stærstu félögin í Reykjavík, Hlíf í
Hafnarfirði, Þróttur á Siglufirði
og flest félögin hér á Akureyri.
JEPPABIFREIÐ
til sölu. — Uppl. á
Smurstöð Þórshamars h.f.
ÍBÚÐ ÓSKAST
14. maí. Uppl. í síma 2254.
Sjdlfstœöishvenniijél. Virn
heldur aðalfund n. k. mánudag, 5. maí kl. 8,30 e. h. í skrifstofu
Sjálfstæðisflokksins Hafnarstræti 101.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.