Íslendingur


Íslendingur - 08.08.1958, Blaðsíða 2

Íslendingur - 08.08.1958, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR Föstudagur 8. ágúst 1958 Tvo hörmnlegr slys fþróttir Eyjólfur reynir við Ermarsund. Sundkappinn Eyjólfur Jónsson, sem í vetur leysti þær þrautir að synda milli Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar og síðar frá Reykjavík upp á Akranes, er nú farinn til Bretlands til að æfa sig undir að synda yfir Ermarsund seint í þess- um mánuði. Þessi sundraun er mjög kostnaðarsöm fyrir þátttak- endur, en fjársöfnun hefir farið fram fyrir Eyjólf, og mun þegar hafa safnazt nægilegt fé til þess, að hann geti reynt sig á Ermar- sundi. Pétur sundkappi Eiríksson gekk sérstaklega vel fram í söfn- uninni, og Flugfélag íslands hauð honum ókeypis ferð á ákvörðun- arstað. Takist Eyjólfi að sigra Ermar- sundið, verður það vafalaust stærsti íþróttaviðburður ársins meðal íslendinga. Magnús Guðmundsson varð Golfmeisfari íslands 1958. Golfmeistaramót íslands var háð hér á Akureyri nýlega. Voru þátttakendur um 40 í öllum flokk- um, frá Akureyri, Reykjavík og V estmannaeyj um. Sigurvegari í meistarakeppn- inni varð Magnús Guðmundsson Akureyri með 311 högg og þar með Golfmeistari íslands 1958. Annar varð Hermann Ingimars- son með 318 högg eftir einvígi við Hafliða Guðmundsson, er hafði jafnmörg högg. Hafliði varð því þriðji maður. Allir eru þessir menn úr Golfklúbb Akureyrar. í I. flokki sigraði Sveinn Ár- sælsson frá Vestmannaeyjum, fyrrverandi golfmeistari íslands, í öldungakeppni Hafliði Guð- mundsson Akureyri og í 2. flokki Halldór Magnússon Reykjavík. Á undan mótinu var haldið hér Golfþing íslendinga. Formaður Golfsambandsins var kjörinn Ól- afur Gíslason Reykjavík, en með- stjórnendur Björn Pétursson Reykjavík og Jóhann Þorkelsson Akureyri. ísfirðingar sigruðu í II. deildar keppninni. Um fyrri helgi lauk hér Knatt- spyrnumóti íslands í íl. deild. Leikirnir urðu færri en boðaðir höfðu verið, þar sem Siglfirðing- ar skárust úr leik á síðustu stundu, og ruglaði það alla niðurröðun leikjanna. ísfirðingar unnu mótið og keppa því við sigurvegarana á suðursvæðinu um réttinn til að færast upp í I. deild. Unnu þeir alla sína leiki og hlutu 6 stig. ÍBA hlaut 4 stig, Þingeyingar 2 og Skagfirðingar 0. Úrslit einstakra leika urðu þessi: ísafjörður—Ak- ureyri 3:2; ísafjörður—Þingey- ingar 5:0; ísafjörður—Skaga- fjörður 2:0; Akureyri—Skaga- fjörður 10:1; Akureyri—Þing- eyingar 7:0; Þingeyingar— Skagafjörður 8:2. ísfirðingar gerðu alls 10 mörk gegn 2, ÍBA 19 mörk gegn 4, Þingeyingar 8 mörk gegn 14, Skagfirðingar 3 mörk gegn 20. Da Silva sýnir þrístökk. Þann 15. júlí síðastliðinn kom hingað Olympíumeistarinn í þrí- stökki, Da Silva, og sýndi hér nokkur stökk á íþróttavellinum, er voru um 15 metra. Þótti hinum suðræna meistara kalt í veðri, og árangur því ekki eins góður. Vil- hjálmur hafði ætlað að koma með lionum, en varð að hætta við. í sambandi við þessa sýningu var keppt í 1000 m. hlaupi. Það vann Jón Gíslason UMSE á 2:39.1 mín. en Ingimar Jónsson KA varð ann- ar á 2:39.8. Guðmundur Þor- steinsson KA hljóp á sama tíma. Þá fór fram handknattleikur milli KA og Dana búsettra hér í bæ og nágrenni. Vann KA með 24:22. Loks var 4x100 m. boðhlaup. Þar sigraði KA blandaða sveit á 47.2 sek. Sjúkraflugvélin komin Hin Iangþráða sjúkraflugvél, sem Rauða-Krossdeildin og Slysa- varnadeild kvenna á Akureyri hafa að undanförnu safnað fé til, er nú fyrir nokkru komin til bæj- arins, en Tryggvi Helgason flug- maður sótti hana í vor vestur til Kansas og flaug henni til New- York. Þaðan var hún flutt til Reykjavíkur með Tröllafossi. Vél þessi er af gerðinni Cessna 180, en það er sama tegund og sjúkraflugvélar Björns Pálssonar. Meðalhraði hennar er 240 km. Hún tekur 3 menn í sæti auk flug- manns, en tveim sætunuin má breyta í sjúkrarúm. Meðeigendur í flugvélinni eru bræðurnir Tryggvi og Jóhann Helgasynir, og annast þeir rekst- ur hennar. Hafa þeir í hyggju að taka upp áætlunarflug til af- skekktari staða norðanlands, sem ekki búa við flugsamgöngur og einnig fara í leiguflug eftir sér- stökum pöntunum. Sjúkraflugið situr þó fyrir öllu öðru flugi. Jó- hann Tryggvason verður með vél- ina fyrst um sinn, og hefir hann þegar sótt sjúklinga til nokkurra staða hér norðanlands. Fyrir utan það öryggi, sem staðsetning sjúkraflugvélar á Ak- ureyri hefir fyrir Norðurland, og oft hefir áður verið skýrt, er langt- um minni kostnaður fyrir sjúkling í byggðum og bæjum hér nyrðra að fá flugvél frá Akureyri til flutnings í nálæg sjúkrahús en að SJÖTUGUR: Pétur Ottesen alþingismaður Pétur Ottesen alþingismaður á Ytra-Hólmi á Akranesi varð sjö- tugur 2. þ. m. Hann hefir átt sæti á Alþingi síðan 1916 og á því lengri þingsögu að baki en nokk- ur annar þingmaður. Síðan Sjálf- stæðisflokkurinn var stofnaður hefir Pétur ætíð verið í kjöri á hans vegum. Pétur Ottesen er óvenju vel gerður, mikilvirkur, fastlyndur og fylgir hverju máli heils hugar, er hann telur nokkurs vert. Sjálf- stæðismaður er hann í orðsins dýpsta skilningi, þar sem vart get- ur að finna jafn skeleggan bar- áttumann á Alþingi fyrir réttind- um íslendinga, hvort heldur um er að ræða landhelgismál, hand- ritamál eða rétt okkar til Græn- lands. Pétur nýtur óskoraðs trausts samþingsmanna sinna, hvar í flokki sem þeir standa, og það trúnaðarstarf er vart til í hér- aði, sem Pétri hefir ekki verið falið, en auk þess hefir hann lang- tímum setið í stjórn þeirra sam- taka, er byggð hafa verið til verndar aðalatvinnuvegum þjóð- arinnar. Dæmdur í 3^2 árs fangelsi Séra Ingimar Jónsson fyrrver- andi skólastjóri Gagnfræðaskóla Austurbæjar í Reykjavík hefir ný- lega verið dæmdur í Sakadómi Reykjavíkur í 3% árs fangelsi fyr- ir fjárdrátt og misferli í starfi sem skólastjóri. Var hann fyrir dómn- um fundinn sekur um að hafa dregið sér nálega 840 þús. krónur úr ýmsum sjóðum skólans á árun- um 1941—54, keypt bifreið, er hann hirti tekjur af en fært rekst- urskostnað á reikning skólans og að hafa lánað í heimildarleysi ná- lega 240 þús. kr. af fé skólans. Þá er hann talinn sekur um stórfellda, vanrækslu og hirðuleysi í skóla- stjórastarfi. Mál þetta fer fyrir Hæstarétt. þurfa að sækja hana frá Reykja- vík. Eigendur flugvélarinnar vinna nú að því að útvega vélinni skíða- útbúnað, svo að hún geti komið að fullum notum til sjúkraflutn- inga á öllum tímum árs. Það hörmulega slys varð hér sunnudaginn 13. júlí síðastliðinn, að bifreiðin A 1097, eign Jóhann- esar Jónssonar skipstjóra á Dal- vík, ók fram af hafnarbakkanum milli ytri og innri Torfunefs- bryggju. Bifreiðinni ók kona Jó- hannesar, Hrönn Kristjánsdóttir, en með henni í bifreiðinni voru tvö börn hennar af fyrra hjóna- bandi, Kristján Már 11 ára og Baldvina 9 ára, Birna systir Hrannar, gift Helga Jakobssyni skipstjóra, og börn þeirra hjóna, Hrönn, tæpra 3 ára og Jakob Æv- ar, tæpra 2ja ára. Sjónarvottar að slysinu hlupu þegar á vettvang og kallað var á lögreglu og lækni. Þeim fyrstu, er að komu tókst að bjarga konunum og Baldvinu litlu, er flotið höfðu út úr bifreiðinni og skotið upp. Þá bar lögregluna að, og stakk Valgarður Frímann lögregluþjónn sér þegar niður að bifreiðinni og tókst að ná upp tveim börnunum meðvitundarlausum. Voru þau þegar flutt í sjúkrahús, en eigi tókst að lífga þau. Valgarður fer nú enn í kaf og kemur böndum á bifreiðina, og er hún dregin upp. Var hún mannlaus. Þá var kafari fenginn til að leita barnsins, er vantaði, og fannst það brátt. Hafði lík þess borizt nokkuð frá bifreiðinni. Vatn var mjög grugg- ugt við bakkann og erfitt um leit. Við er brugðið snarræði og þreki Valgarðar Frímann við þessa björgun, er kafaði hvað eftir ann- að eftir börnunum sem vantaði, og var svo lengi í kafi, að furðu sætti. Bifreiðin mun hafa verið á hægri ferð, er slysið varð, og eng- in bifreiðaumferð um bakkann. Þrem dögum áður vildi það sviplega slys til að Grund í Eyja- firði, að tveir drengir misstu flesta fingur af báðum höndum. Vildi slysið til með þeim hætti, að verið var að draga hey í hlöðu. Sá, er ók heyinu vissi ekki af nein- um í hlöðunni. Heyækið var síð- an dregið inn á vírum, er leika í blökk innst í hlöðunni og dráttar- vélin til þess notuð. En sem sátan dregst inn í hlöðuna, hanga tveir drengir í vírunum inni og skiptir það engum togum, að svo herðist að vírunum, að fingurnir klemm- ast. Drengirnir voru Bjarni Aðal- steinsson, fóstursonur hjónanna Aðalsteinu Magnúsdóttur og Gísla Björnssonar bónda á Grund, 5 ára, og Gunnar Hjartarson úr Reykjavík 12 ára. Missti Bjarni 4 fingur af hvorri hendi en Gunnar 4 af annarri en 3 af hinni. Þumal- fingur sluppu óskaddaðir. S K RÁ um vinninga í Happdrætti Há- skóla íslands í 7. flokki, er upp komu í Akureyrarumboði: Nr. 31116 kr. 100000, nr. 9000 kr. 10000. Aukavinningar: Nr. 31115 kr. 5000 og nr. 31117 kr. 5000. Þessi númer hlutu 1000 kr. vinning hvert: 1546, 1625, 2931, 3833, 4328, 4977, 4984, 5206, 5935, 7129, 7146, 7148, 7255, 7265, 8030, 8279, 8293, 8505, 8828, 9184, 11702, 11708, 12198, 12688, 12698, 13230, 13233, 13274, 13633, 13646, 13956, 14045, 15551, 15569, 16930, 16935, 17937, 18038, 18997, 19004, 19576, 22087, 22091, 22094, 22149, 22229, 23007, 23560, 23596, 25934, 25946, 27211, 30501, 30511, 30537, 33162, 35058, 35576, 36478, 37015, 37035, 40589, 42008, 43087, 43305, 43320, 43324, 43930, 44593, 44606, 44.856. Gjalddagi blaðsins var 15. júní. vmmmmmmmmimwjjmmmmmmwwjmMmmwí' MóðurmÁlid Eftir E. LEMCKE. Þú móðurtungan aldna, sem hefir þýðan hljóm, af hjarta skal þig lofa með söngva skœrum óm. Og brúður engri œðri oss birtist heims hjá þjóð, svo broshýr, hrein og f ógur og yndisleg og góð. Við bœnagjörð, sem heróp í branda sigurför þú blítt með þínum lireimi oss leggur orð á vör. Þú gefur oss þau lyfin, er grœða hjartasár, og gleðibrosin vekur, svo þorna harmatár. Að skapanorna vilja vér skundum œvibraut og skjótt í gleymsku föllum, sem dropar hafs í skaut. Þú niðar oss í eyrum sem brims og báruhljóð, svo blíð og hrein og fögur, svo yndisleg og góð. liragi Jónsson frá Hoftúnum þýddi lausl.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.