Íslendingur


Íslendingur - 08.08.1958, Blaðsíða 5

Íslendingur - 08.08.1958, Blaðsíða 5
Föstudagur 8. ágúst 1958 ÍSLENDINGUR 5 Rogalandsbréf : Samvinna og einstaklingsfram- fak hlið við hlið Sandnes er smábær á Jaðri, j leigði 3 gufuskip til ferðar inn í heldur minni en Akureyri. Er bær-j fjörðu daglangt. Af nesti, sem inn kunnur fyrir dugnað íbúanna þurfti að sjá fyrir, var nefnt: 1500 og athafnasemi. Situr hann nokk- kg. af lapskássu, 12000 sneiðar af uð fyrir viðskiptum við fólk á smurðu brauði, 8000 kramarhús af mjólkurís og 4000 flöskur af gosdrykkjum! Þetta er nú sagt aðeins til gam- ans. En hitt er alvara, að fiðkynn- ing við svona fyrirtæki í litlum bæ og viðkynning við svona smá- bæ, vekur til sárrar hugsunar um það, að í engum bæ hliðstæðum á íslandi skuli þrífast neinn ein- staklingsrekstur og athafnalíf, sem neitt verulega fer fyrir. Ekk- ert virðist þrífast með fyrirferð nema kaupfélögin. Enginn efar nytsemi þeirra og nauðsyn og allra samvinnufyrirtækj a. En er það til hollustu og heilla, að svo sé punktum og basta og ekkert nema smáhokur utan þeirra? Hugsum okkur Akureyri, stærri en Sandnes, og Selfoss, þó minni sé, sem horfir álíka við viðskipt- um við allt Suðurland eins og Sandnes við Jaðri. Er ekki „eitt- hvað vitlaust einhvers staðar samt“, eins og sagt var einu sinni á Akureyri. Og væri ekki svona, eða tilsvarandi fyrirtæki og þeirra Oglænds-bræðra, brota- laust drepið á íslandi, þó að menn hér telji slíkt framtak gott og gilt? Þó rætt sé við fólk í Sandnesi, verður þess aldrei vart, að það líti á Oglændsfyrirtækin sem neitt hræðilegt auðvald. Sandnesbúar eru stoltir af þeim. Nóg um þetta. Skal aðeins að lokum nefna, að Oglænd hefir ein hver viðskipti við ísland, selur t.d. efni og hluta í reiðhjól til Fálkans á Laugavegi, og Sigurð- ur Öglænd brá sér til íslands hér um árið til þess að „athuga lands- lagið og hitt“, — með Haraldi í Fálkanum. Á Jaðri 29. júní 1958. Árni G. Eylands. EYBA mann, þar sem Enna lét tvo hljóm- strauma með tvísöngsbili kvíslast. gegnum allar lagbreytingarnar,! endilangt. Leikhúsið glumdi af löifalofi. Allir voru hugfangnir eftir arnsúg þessa hressandi, tunSu • Jaðri, svo að höfuðborg Roga- lands, Stavanger, hefir hitann í haldinu, þar sem Sandnes er, um verðlag o. fl. Jafnvel ekki ótítt, að fólk frá Stavangri skreppi til Sandness til að verzla og gera hagstæðari kaup en völ er á heima fyrir. Fjölbyggður hreppur liggur að Sandnesi á alla vegu, Höyland, en þar eru íbúar um 16 þúsund. Á Sandnesi eru mjög vel stunduð samvinnufyrirtæki, sum sem úti- bú frá aðalsamvinnustofnunum Rogalandsbænda í Stavangri. Má þar til nefna bæði Fellesköp og Fellessælg. Þó eru aðalstöðvar eggjasölusamlagsins í Rogalandi í Sandnesi, öflugt kaupfélag Höy- lands-búa, o. s. frv. En við hlið þessara samvinnufyrirtækja þrífst annað atvinnulíf prýðilega. Lengi var Sandnes mest kunnugt fyrir tigulsteinagerð og leirker, því að leirnámur eru þar miklar. Enn stendur þessi iðnaður með þeim blóma, sem nýir byggingahættir leyfa. Fyrir 90 árum hóf bóndamað- ur frá nágrenni Sandness að verzla í bænum. Synir hans tóku við, og nú sonasynir. Fyrirtæki þeirra er nú kunnugt um allan Noreg og raunar miklu víðar. Það er firmaS Jónas Öglœnd. Athafn- ir þessa fyrirtækis falla nú í tvo farvegi. Það er hjólhestaverk- smiðja og fatagerð, og svo verzl- anir í sambandi við þessa fram- leiðslu. Þess var nýlega getið, að Óglænd-fyrirtækin og starfsfólk þeirra greiddi 65% af öllum út- svörum bæjarins. Auk þess bera þessi fyrirtæki drjúgan þunga af útsvörunum í Höylandshreppi, því að margt starfsmanna hjá Ög- lænd býr þar, þar á meðal Ög- lændsbræðurnir, Jónas og Sig- urður, sem nú eru aðalforstjórar fyrirtækisins, og sjálfsagt bera þeir drjúgt útsvar. Ég nefndi, að Sandnes væri vel stæður bær, en ekki virðast svona fyrirtæki vera svo hrjáð af álög- um, að þau geti ekki þrifizt þess vegna. Stjórn bæjarins virðist telja bænum hollast að búa svo að slíkum aðilum, sem hér eiga í hlut, að hagur þeirra geti blómg- ast. Og svo verður forsjá og hag- sýni gagnkvæm. Nýlega gaf Ög- lænds 50 þús. kr. til þess að bær- inn gæti komið sér upp sundlaug, og starfsfólk i verksmiðjum fyrir- tækisins bætti við 14 þúsund kr. Til dæmis um það, hvað fer fyrir svona fyrirtæki í litlum bæ, vil ég segja frá því, er „Öglænds- fjölskyldan“, eins og það var kall- að í blöðunum, tók sér einn frí- dag nú nýlega: Um 2000 manns, allt starfslið við fyrirtækin og fj ölskyldur þess, BRAG (Eftirfarandi grein birtist í bla'ðinu „Þjóffstefna“ 22. júní 1916, undirrit- uff dulnefninu Glúmur. Var þaff ætlan margra, aff hinn rétti höfundur væri Einar Benediktsson skáld. Þar sem nú á tímum er mjög deilt um form Ijóða, rím og rímleysur, gæti grein þessi orff- ið til nokkurs fróðleiks, og er hún því hirt liér.) Ef nýi tíminn, sem er að koma með breytingar og byltingar yfir kristnu siðmenninguna á að gera sín vart hér, með endurreisn þjóð- ernisræktar vorrar og þekkingar á auðæfum lands vors, fornsögu og tungu til stofnunar sérstakri, sjálfstæðri íslenzkri þjóð, þá mun eitt hið fyrsta, sem vísindi vor og listir vinna, verða það, að hefja í gildi það, sem vér einir eigum fram yfir aðra. Allt virðist nú einnig stefna í þá átt, að orðlistin verði metin hátt yfir allar aðrar listir og því liærra, sem hámenning nær dýpra niður til fjöldans. En hjá engri þjóð mun tiltölulega bera meira á þessu heldur en hjá íslendingum framtímans, vegna þess að þeir eru fæddir til þess að kunngera og endurþýða hugtök norrænu forn- menningarinnar öllum þeim lestr- arlieimi, er mælir og skilur niðja- mál norrænunnar, en það er allur germanski og engilsaxneski heim- urinn að ótöldum öllum Norður- löndum og má því segja að þar eiga íslenzk málvísindi vísa á- heyrendur hjá mestum hluta sið- aðra jarðarbúa, þegar vér vökn- um til þess, að þekkja oss sjálfa og vora eigin arfleifð. Eins og það hljómbil, sem kall- ast tvísöngur, er eign vor einna í söng, eins er ríman og rímnalag- ið sérstaklegt fyrir oss. Hvort- tveggja þetta er dýrmætt, sem grundvöllur nýrrar, göfgaðrar listar í tónum og máli hjá oss. Ég man t. d. eftir forspili fyrir Hall- freði vandræðaskáldi eftir Drach- hljóms frá íslenzku dala- og fjalla- lífi. Á sama hátt mætti hefja oss sjálfa til að unna voru eigin þjóð- arlífi og þjóðarlist, skrautklæddri ( eftir nútíma sið og með allri þeirri | þekking, sem vér getum numið af reynslu heimsins eins og aðrir, — svo framarlega sem menn hætta að svæfa hver annan með móður- sjúku haugahóli fyrir viðvanings- verk og framhleypnar tilraunir þeirra, sem óhæfir eru eða ólærð- ir eru í erfiðustu grein allra vís- inda og allra lista, tónskáldskapn- um. Einn gimsteinn, sem vér einir eigum fram yfir allar heimsþjóð- ir, er stuðlagáfan, kenndin á setn- ing þess ríms, sem á útlendu máli er kallað bókstafarím. Ég leyfi mér að kalla þessa rímvísi þjóðar vorrar brageyra og skal skýra nánar, með nokkrum orðum, hvað þetta nafn á hér að merkja. í öllum stíl, mælsku og spak- mælum á þeim tungumálum heimsins, að minnsta kosti, sem ættuð eru við norrænuna, er stuðlun beitt jafnaðarlega til þess að fegra og styrkja mál eða gera það minnisstætt. Einnig hafa mörg útlend skáld síðari tíma reynt að stuðla hendingar, en hafi það tekizt, þá hefir það verið af tilviljun, því að brageyra er hvergi til nú nema hjá íslending- um. Bæði Grundtvig gamli og Ingemann reyndu að stuðla rím- að mál, en tókst illa og verða stuðlar þeirra kátlegir þegar ís- lendingar lesa. Edgar Poe stuðlar og gerir það rétt í fagra kvæðinu „Annabel Lee“, þar sem hann seg- ir: „For the moon never beams without bringing me dreams of the beautiful Annabel Lee.“ En slíkt er fágætt og kemur þá líklega helzt fyrir hjá hámenntuð- um stílskáldum Engilsaxa. Allur meginþorri íslendinga á brageyra sitt ennþá ófalsað og hreint. En á síðustu tímum ber allmikið á því, einkum í Reykja- vik, að þessi gáfa er að glatast hjá þjóðinni og eru til skáld hjá oss, sem ekki hafa átt tryggt brageyra. Er kunnastur þeirra allra Grímur Thomsen, sem var þó að flestu leyti svo ágætlega vandur að öllu bundnu máli og fegurðarnæmur. Allir þekkja vísuorðin: „Fyrir Limafirði liggja langskip fagur- lega búin“. Þar er fyrri hending- in rangstuðluð og þarf ekki að nefna hér fleiri dæmi frá þessum höfundi. Það er líka sagt um Pál gamla Melsted söguritara að hann hafi vantað brageyra, en lítið mun finnast eftir hann rímað, nema stúdentavísur frá Hafnarárunum, en þær eru að vísu rangstuðlaðar. Hjá einu skáldi furðaði mig að finna rangsetta stuðla en það var Þorsteinn heitinn Erlingsson, og man ég eftir því í erfiljóðum ein- um fyrir nokkrum árum. Með málskemmd þeirri, er auk- izt hefir hröðum skrefum síðan réttritun blaðamanna komst á og aðrar tilraunir til þess að hringla frá hinu spaklega, djúpsæja og holla grundvallarboði Konráðs Gíslasonar um ritun íslenzkrar .Eftir framburði, þó svo að ekki komi í bága við uppruna“ — hefir tungan spillzt mjög, eink- um hér í Reykjavík, og kemur ekki sjaldan fyrir að unglingar, sem komnir eru undir fermingu, fella úr hneigingar nafnorða, beygja sagnir vitlaust, láta for- setningar stjórna röngum föllum o. s. frv., auk þess, sem fláfram- burðurinn og linun samhljóðenda er einatt hryllileg. — Þessi ung- menni, sem nú eru að vaxa upp, hafa víst fæst heyrt talað um það, að af allri málsmenning vorri, ætti sérstaklega rímvísi vor á bundiö mál, sem vér eigum fram yfir aðra, að haldast í heiðri. En þetta er því hættulegra, sem höf- uðstaðarbúarnir og bæjarbúarnir eiga sjálfsagt meiru að ráða um þjóöarreisn vora í framtímanum heldur en dreiföu héraðsbúarnir og bæjarbúarnir úti um land og því ranglátara sem uppvaxandi kynslóðin í Reykjavík ann landi sínu fullt svo vel sem aðrir ís- lendingar, en ætti á hinn bóginn að eiga mikið greiðari aðgang að málsmenning lieldur en aörir landsmenn, þar sem minna er kostaÖ og varið til almennra námsstofnana. Stuðlasetning verður bezt num- in með því að gjöra sér ljóst fyrst, að þetta einkennilega norræna rím, sem má teljast grundvöllur skáldformsins frá elztu tímum feðra vorra, kemur fram í tveim áherzlusamstöfum tveggja orða og á þetta vafalaust skylt við þann sérstakleik norrænunnar að á- herzlan liggur ætíð á fyrsta orðs- atkvæði. í þessari mynd hefir stuðlasetningin gengið í arf til annarra niðjatungna norrænunn- ar og er óspart höfð þar í mál- tækjum, fyrirsögnum og jafnvel í auglýsingum. En sem alltaf er einhver þróttur og eitthvert minn- ingarafl í þessu meginrími vors forna feöramáls. Ég vil kalla þessa samstæðu setning stuðla frumstuðlun og gildir um þá sú meginregla, að allar íslenzkar hendingar eru rétt stuðlaÖar, standi þeir saman á tveimur síðustu stuðlaatkvæðum í vísuorði. Vegna stuðlalögmálsins er brag- fótafjöldi vísnahendinga í ís- lenzku takmarkaöur. Gildir alveg sama hvernig bragfóturinn sjálfur er byggður og má engin hending hafa fleiri en fimm fullkomna bragfætur, en minnst tvo. Spurn- ingin um stuðlasetning kemur auðvitað ekki fram í tvífættum vísuorðum og í þrífættum vísu- orðum má stuðla á alla þrjá vegu, en að öðru leyti gildir sú regla, utan frumstuðlunar, að annar stuðullinn er bundinn við ákveð- inn bragfót, en hinn má setja hvar sem vill. í fjórfættri hending skal annar stuðullinn jafnan vera í næst síðasta bragfæti, en í fimm- fættri í þriðja bragfæti, að telja frá vísuorös enda. FrumstuSIun, eða bundinn stuðull eftir bragfótafjölda samkv. því, sem nú hefir verið sagt, er auðlært lögmál og að vísu sjálf- numið af flestum íslendingum, svo er ennþá fyrir að þakka. En þeir sem kynnu að hafa tapaÖ glöggleika og næmi eyrans fyrir þessu höfuðboði íslenzkrar ljóð- listar, geta alltaf leiðrétt sjálfa sig eftir hinni ofanskráðu einföldu reglu. Þess mætti geta að oft er ekki nema einn stuöull í hendingum og er þá í sjálfu sér ekki rétt að nefna stuöul þann höfuðstaf er fylgir í næsta erindi, heldur virðist eiga að líta svo á, sem báðar hending- arnar til samans séu eitt langt vísuorð bundið við stuðlalögmál- ið. En það er alltítt í íslenzkum skáldskap og víða mjög fagurt, er stuðluð hending stendur ein án eftirfarandi höfuðstafs, og finnst mér sem þessi stuðlun muni eiga að rekja ætt sína til frumstuðlun- ar, þar sem kraftur og gildi þessa norræna rímforms kemur máttug- ast fram og nánast innsta eöli og kjarna norrænu málsbyggingar- innar. Er ekki kominn tími til þess að ungmennum íslands sé kennt í skólunum það allra helzta, sem lýtur að bragfræöi? Tungumál vort er svo dýrt og forn skáld- mennt vor svo fræg um allan heim, að ekki viröist fjarri sanni að þetta mólefni væri nokkuÖ athug- að. Löghlýðnin við frumreglur rímlistar vorrar er á góðum vegi til glötunar hjá ýmsum íslenzkum mönnum. Er ekki tíminn kominn til þess að taka þar í strenginn? Á sjúkrahúsi einu í Pittsburg er œtlast til þess, að hjúkrunar- konurnar leggi seðil með tillögum um endurbœtur, sem þcer kunna að vilja gera þar á einu eða öðru, í þar til gerðan kassa. Ein tillagan hljóðaði svo: Mœli með því, að ráðnir verði yngri lœknar að sjúkrahúsinu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.