Íslendingur


Íslendingur - 07.08.1959, Blaðsíða 4

Íslendingur - 07.08.1959, Blaðsíða 4
ÍSLENDINGUR Föstudagur 7. ágúst 1959 ifkpsr ECemur nt hvnrn föatiulaft. Útgefandi: Útgáfufélag ísLcndings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pctursson, Fjólug. L Sími 1375. Skrifstofa og afgreiðsla í Ilafnarstræti 67. Sími 1354. Opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13.30—17.30, aðra daga kl. 10—12 og 13.30—17.30. Laugardaga kl. 10—12. PrentsmiSfa Björns Jónssorutr h.f, iiEkkert að znairka úrslitinu, segir Framsókn Virðuleg: útför sr. IHelgu fionráðssonar Jarðarför séra Helga Konráðssonar Sauðárkróks báru svo kistuna um sálu- prófasts Sauðárkróki fór fram frá Sauð- Alþingi situr nú á rökstólum, og er aðalviðíangseíni þess ný kosningalöggj öf og kjördæma- skipan, sem öllum er kunnugt. Eitt aðalmál kosninganna 28. júní sl. var breytt skipan kjör- dæmanna í landinu, er leiða skyldi til þess, að Alþingi yrði um næstu framtíð skipað í sem nánustu samræmi við þjóðarvilj- ann og gæfi sem réttasta mynd af honum. Við þær kosningar fylgdu nær 3 af hverjum 4 kjósendum í landinu þeim flokkum að málum, er stóðu að tillögum um nýja kjördæmaskipan, er samþykkt var á síðasta Alþing.i, en þrátt fyrir það virðist Framsókn ekki vilja hlíta þeim úrskurði. Sjálf sagði hún fyrir kosningar að kosið yröi um \mð mál eitt, og kostaði út- gáfu nýs blaðs, er dreift var kyrfi- lega um allt land, til þess að und- •irbyggja þá kenningu og hamra á henni. Árangurinn af öllum þeim bægslagangi var mun minni, en Framsókn hafði vænzt og einnig minni, en aðrir flokkar bjuggust við. Lengi vel hafði Framsókn von um að geta stöðvað umbætur á kjördæmaskipaninni með auknu kjörfylgi, en árangurinn varð að- eins 2 þingsæti til viðbótar, unn- in af Alþýðuflokknum, sem í kosningunum 1956 hafði gengið til borðs og sængur með Fram- sókn, og varð það sannast sagna rýr uppskera. Aðeins rúmlega fjórði hluti kjósenda Ijáð.i henni atkvæði, en þrátt fyrir þessi ótvíræðu svör hefir Fram- sókn haldið því fram, að ekkert vœri að marka árslit kosninganna, þar sem hún hefði ekki feng.ið að sitja ein að málflutningi í kosn- ingabaráttunni. Blöð annarra flokka hefðu líka komið út og villt um fyrir kjósendum með því að telja ýms önnur mál en kjör- dæmamálið koma til greina í kosningunum! Hvernig sem kjósandinn hefir litið á kjördæmaskipan okkar frá lýðræðislegu sjónarmiði /yrir vorkosningarnar, þá hlýtur nýtt ljós að hafa runnið upp fyrir hon- um ejtir þær. Tveir af þingflokk- unum, annar með 15.2% atkv., hinn með 12.5%, hljóta sinn þingmanninn hvor kjörinn í kjör- dæmum, en Framsókn með lægri hlutfallstölu en hinir samanlagt hlýtur 19 þingmenn kjörna. í öðru lagi er dæmið frá Norðaust- urlandi, Austurlandi og austan- verðu Suðurlandi (að Rangár- vallasýslu). 1 þeim kjördæmum, 7 talsins, eru kjörnir 9 þingmenn. Framsókn fær þá alla á 5482 at- kvæði, en Sjálfstæðisflokkurinn engan á 1838 atkvæði. Að baki hverjum þingmanni Framsóknar á þessu svæði standa 609 kjós- endur, en þrisvar sinnum fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokksins fá engan. Þetta er hin „lýðræSislega" mynd af núvcrandi kjördæma- skipan, sem blasir vio augum hvers kjósando eftir síðustu kosn- ingar. --------□--------- Árgæzka til laods og sjávar Það sem af er þessu sumri, hef- ir mátt teljast árgæzka til lands og sjávar. Síldveiði hefir gengið vel miðað við mörg undanfarin ^ ár, og hefir þar farið saman, að síldin hefir vaðið á víðáttumeira svæði en um langt skeið áður og veðráttan verið með hagstæðasta móti. Því miður hefir ekki tekizt að selja fyrirfram eins mikið salt- síldarmagn og undanfarin ár, og er þegar búið að salta upp í samn- inga, en kappsamlega er unnið að frekari sölu, hvernig sem til tekst. Síldarbræðslum hefir farið fjölg- andi síðustu árin og eru nú starf- andi allt frá Húnaflóa og austur á miðja Austfirði. Hefir þar víða orðið að leggja nótt með degi við vinnsluna og skipin orðið að bíða nokkuð, þegar mest berst að. í sveitum norðan lands og aust- an hefir grasspretta verið með mesta móti og nýting heyja einn- ig hinar síðustu vikur. Eru marg- ,ir bændur í Eyjafjarðar- og Þing- eyjarsýslum þegar búnir að hirða fyrri slátt og margir byrjaðir á öðrum slætti. í Þingeyjarsýslum hefir heyskapartíð verið sérstak- lega hagstæð, svo að leita þarf langt aftur í tímann til að finna samjöfnuð. Á Suðurlandi hefir gengið ver rneð heyverkun vegna votviðra, sem þar hafa verið ríkjandi, svo að hey hafa legið undir skemmd- um. En gott vor og tiltölulega hlýtt sumar hefir haft þau áhrif, að öll jörð er vafin í grasi. Hugleiðingar um hyggðasöjn. — Ilver hlutur á þar sína sögu. — Vegir og vegleysur. — Býður nokfcur betur í ódýrum veiting- um? — Litið í „Vikuna“. ÞEGAR MÉR gefst kostur á að ferð- ast til annarra héraða eða landsfjórð- unga, er það eitt mitt fyrsta verk að heimsækja hin svonefndu „hyggða- söfn“, þar sem þau eru niður komin, eða vísir til þeirra. Þannig hef ég laus- lega skoðað söfnin að Glaumbæ og Grenjaðarstað og Byggðasafn Austur- lands. Á öllum þessum stöðum sér maður í aðalatriðum hina sömu muni, að vísu misjafnlega gerða, en engir tveir hlutir, hvort sem um er að ræða tóbaksbauka, spæni, svipur, nálhús, hringa eða nælur, eru nákvæmlega eins.' Handbrögðin eru með ýmsu móti, og í mörgu bregður þar íyrir lista-hand- brögðum ólærðra alþýðumanna, sem vekja mundu athygli, ef þeir væru unn- ir í dag. ÉG HEF HEYRT mann segja, að söfnun gömlu munanna væri þýðingar- laust „sport“ og kjánalegt. Gömlu rusli ætti að fleygja, eða a. m. k. væri nóg að safna saman einu eintaki af hverj- um gömlum hlut og varðveita á þjóð- minjasafninu. Þar get ég ekki verið á sama máli. Margir hlutir eiga sér merkilega sögu, bundna við sérstaka atburði og sérstök byggðalög. Brenni- vínspeli Páls Ólafssonar skálds er ekki til nema í Byggðasafni Austurlands og á þar að sjálfsögðu heima. Reka Fjalla- Bensa, er hann bar með sér í öllum eftirleitum, er réttilega varðveitt í bæj- ardyrum á Grenjaðarstað, Byggðasafni Þingeyinga, og munir Bólu-Hjálmars í Glaumbæjarsafni. I safninu á Grenjað- arstað er stofuborð úr dánarbúi Jóns Sigurðssonar forseta. Að sjálfsögðu er ekki til nema eitt „eintak" af því. Þar er einnig slagbekkur, sem ég hef ekki séð í öðrum söfnum. Því er það hin mesta firra, að öll þessi söfn séu eins, þótt svo kunni að virðast við íyrstu yf- irsýn. FYRIR NOKKRUM VIKUM var mér boðið í ferð austur í Fljótsdal og dvaldi þar nokkra daga. Einn daginn var mér boðið í hringferð um dalinn með viðkomu í Ilallormsstaðaskógi. Ekið var inn Fljótsdal að norðan og suður yfir brýr undan Valþjófsstað, en þar voru tvær myndarlegar brýr byggð- ar fyrir nokkrum árum. Frá þeim brúm og niður í IJallormsstaðaskóg er á löngum kafla hinn mesti tröllavegur, ég held hinn versti, sem ég hef ekið eftir, enda ekki talinn akandi nema jeppabifreiðum. Væri þessi vegur byggður upp, mundi það liafa stórkost- árkrókskirkju fimmtudaginn 9. júlí. Kvöldinu áður hafði kveðjuathöfn far- ið fram að lieimili lians, þar sem aðeins voru viðstaddir ástvinir liins látna, aðr- ir vinir hans og nánustu samstarfs- menn. Þar flutti sr. Björn Björnsson Ilólum húskveðju og hæn en Kirkju- kór annaðist söng. Var svo kistan bor- in strax að kveldinu í kirkjuna og var þar næturlangt. Jarðarfararathöfnin hófst kl. 2 á fimmtudaginn í kirkjunni með sálmin- um: Þú Kristur ástvin alls sem lifir (nr. 222). Sr. Lárus Halldórsson flutti bæn og ritningarorð frá altari. Sungið nr. 443. Aðalræðu flutti þá sr. Lárus Arnórsson. Sungið nr. 447. Sr. Benja- mín Kristjánsson flutti ræðu. Þá söng Svavar Guðmundsson einsöng. Fluttu þá kveðjur sr. Finnbogi Krisljánsson, sr. Pétur Ingjaldsson og Jón Þ. Björns- son fyrrv. skólastjóri. Skátinn Sig. Guðmundsson flutti kvæði frumsamið af Maríu Rögnvaldsdóttur. En skátar stóðu til skiptis heiðursvörð við kist- una, sem mjög var skreytt fögrum blómkrönsum og þrem silfurskjöldum (frá söfnuðum hins látna, Sauðár- króks- og Reynistaðar, og frá Kirkju- kór Sauðárkróks). Endaði svo kirkju- athöfnin þannig: Preludium, Faðir vor, ldjóð hæn, blessun og sungin nokkur vers af Allt eins og blómstrið eina. Kórsöngur kirkjukórs öruggur og fagur undir stjórn Eyþórs Stefánssonar. Af prestum (er mættir voru hempu- klæddir 14 alls) báru átta kistuna úr kirkju. En þá tóku við kennarar 8 alls, er báru kistuna upp að Kirkjugarðs- stíg. Þar tóku svo við margir kaup- staðarbúar, sem burðarmenn, 8 í senn til skiptis hinn langa og erfiða veg en skáti bar Islandsfána fyrir kistu og líkfylgd. Rotaryfélagar úr Rotaryklúbb lega þýðingu til samgöngubóta fyrir byggðirnar beggja megin Lagarfljóts. Þá er það mikilsvert atriði fyrir ferða- mannahópa (t. d. bændafarir), sem skoða vilja Fljótsdal og Hallormsstaða- skóg, að geta farið hringinn frá Egils- stöðum inn Fellin og Fljótsdal og síðan niður um Hallormsstaðaskóg að sunn- an (eða öfugt), því ella kostar slík skoðun tvær ferðir. MÉR VAR SAGT þar eystra, að hvorki þingmenn Norð-Mýlinga né Sunn-Mýlinga teldu sér vegarkafla þennan viðkomandi, en hann liggur á sýslumörkum, og er því raunar báðurn kjördæmunum viðkomandi. Hyggur fólk þar gott til samfærslu kjördæm- anna hvað þessi vegamál snertir, því að vegarkaflinn liggur þó óumdeilanlega í hinu væntanlega Austurlandskjör- dæmi. NÝLEGA var ég með öðru fólki á ferð um Suður-Þingeyjarsýslu og kom- um við að sumargistihúsinu á Laugum til að fá okkur kaffi. Báðum við um hliðið og kirkjugarð til grafar. Þar framkvæmdi sr. Lárus Arnórsson venju- lega greftrunarsiði, og kirkjukór söng. Fjöldi fólks, eftir vorum mælikvarða, var viðstatt þessa jarðarför, sem mun ein hin fjölmennasta, er hér hefir þekkzt. Ágizkað um 450—500 manns. Kirkjan, sem var mjög skrýdd blómum og ljósum, var fullsetin, og stóðu þó margir. Ennfremur var komið fyrir miklu af bekkjum í girðingunni um kirkju og voru þeir allir fullsetnir. En hátölurum hafði verið komið fyrir ut- an kirkju, svo að vel heyrðist allt, er talað var og sungið. Athöfnin var öll hin hátíðlegasta og virðulegasta, svo sem vera bar. — Skal þess getið til skýringar, að nú er orðin venja hér að flytja lík bílflutningi liina löngu leið til kirkjugarðs og fram hjá hinum bratta og erfiða Kirkjugarðsstfg. En hér var einn vor hezti og mikilhæf- asti maður „til moldar borinn“. Mælt hefir verið eftir sr. Helga Kon- ráðsson í dagblöðunum (Mbl. og Tím- anum og ef til vill fleiri blöðum, af kunnugum og merkum mönnum). Gamall samstarfsmaður. -------X--------- Veðrið 1. hefti 4. ár, flytur þetta efni: Tvenns konar tíðarfar, eftir Pál Bergþórsson (með veðurkortum), Ert þú veSurnæmur?, eftir Björn L. Jónsson, Hitastig yfir Keflavík, eftir Jónas Jakobsson, Óvenjuleg snjóalög í Esju, eftir Flosa Hrafn SigurSsson, VeSurratsjá og gervi- tungl, eftir Borgþór H. Jónsson, Er hægt aS breyta veSrinu?, eftir Illyn Sigtryggsson, VeSurdag- bækur, eftir Jón Eyþórsson, o. m. fl. Allir höfundarnir eru veSur- fræSingar. smurða brauðsneið með kaffinu, því að flestum okkar leiðast sætar kökur. Okkur var fullljóst, að smurt brauð er á flestum veitingahúsum einhverjar hin- ar dýrustu veitingar, sem hér þekkjast, og urðum því blátt áfram hissa, er heil- brauðssneið með áleggi kostaði aðeins 4 krónur. Mér er nær að lialda, að eng- in veitingahús í hæ eða sveit mundu undirbjóða veitingahúsið á Laugum i þessu efni. HEIMILISBLAÐIÐ VIKAN er nú orðin eitt læsilegasta vikublað lands- ins, fjölbreytt að efni og myndauðug í bezta lagi, enda hefir hún á að skipa auk ritstjóra tveim blaðamönnum. Sa galli er þó á þessu annars myndarlega blaði, að prófarkalestri er mjög áfátt, og það sem verra er: málinu er einnig áfátt. Nefni ég í því efni þrjú dæmi: „Hann elskar að vera úti í núttúr- unni“ (23. tbl. 21. árg.), „húrraði nið- ur“ (þ. e. féll niður), _____ nema vegna þess, að því vantar fyrir mat næsta dag“, og víðar hef ég rekizt a svipaðar þágufallsvillur í blaðinu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.