Íslendingur


Íslendingur - 07.08.1959, Blaðsíða 1

Íslendingur - 07.08.1959, Blaðsíða 1
i Stofnendur voru Kristjón Árnoson og Mognús é Grund. Sfctrun hætt. — Og nú eruð þið hættir að slátra. Á þessu sumri eru liðin 50 ár frá stofnun Verzl. Eyjafjörður, og hefir Islendingur af því tilefni átt stutt viðtal við annan stofnandann, Kristján Árnason, sem í öll þessi 50 ár hefir starfað að verzluninni. 8C0 kr. híutafé. — Það var sumarið 1909, seg- ir Kristján, — að við Magnús Sig- urðsson hóndi og kaupmaður á Grund stofnuðum þessa verzlun. Kristján Árnason. Leyfi var veitt fyrir henni 18. júní, en hinn 29. júní var hún opnuð. Eg lagði fram 800 kr. í hlutafé, sem var aleiga mín, en Magnús lagði fram vefnaðarvör- ur fyrir svipaða upphæð. Til- gangur verzlunarinnar var að selja alls konar neyzlu- og fatnað- arvörur, búsáhöld, verkfæri og alls konar smávörur. Vörurnar skyldi selja gegn staðgreiðslu, en annars var áreiðanlegum við- skiptamönnum lánað gegn greiðslu í lausafé eða ýmsum framleiðsluvörum bænda, svo sem kjöti, gærum, ull, prjónlesi o. fl. SEútrun hafin. Ár.ið 1914 fékk verzlunin leyfi til að hyggja sláturskúr austan við verzlunarhúsið, og var þá um haustið byrjað á því að taka á móti fé til slátrunar og einnig kaupa fé á fæti. Eyfirðingar lögðu fé sitt inn í viðskiptareikning, en auk þess var fé keypt á fæti í Fnjóskadal og Skagafirði. Var slátrunin í fyrstu í smáum stíl, en mun hafa komizt upp í 2000 fjár síðustu árin. Lamgur yinnudagur. — Og hvað um sláturafurðirn- ar? — Kjötið var að mestu saltað til útflutnings, mest stórhöggvið en líka nokkuð spaðsaltað og selt til Noregs gegnum umboðsmann verzlunarinnar i Kaupmannahöfn. Pylsur voru gerðar úr slögum spaðsaltaða kjötsins og þær seld- ar í Kaupmannahöfn. Störfin í sláturskúrnum voru mjög erfið vegna þrengsla, svo að koma varð kjötinu úr húsinu fyr- .ir kl. 7 að morgni næsta dags. Varð því venjulega að hefja starf kl. 4 að morgni en því ekki lokið fyrri en kl. 7 að kveldi. En það má segja fólkinu, sem að slátur- störfunum vann, til verðugs lofs, að aldrei varð vart óánægju hjá því vegna langs vinnutíma. ÍVerzlunarhús Verzl. Eyjafjörð- I ur h.f., byggt fyrir 20 árum. I — Já. Þegar ný löggjöf var gerð um sláturhús, fullnægði slát- urskúr verzlunarinnar ekki þeim kröfum, sem í lögunum voru gerð- ar urn slálurhús. Var þá gerður samningur við stjórn KEA, að sláturhús félagsins tæki á móti fé til slátrunar frá viðskiptamönn- um okkar og færði á -reikning Verzl. Eyjafjörður. Að sjálfsögðu varð breyting þessi til þess, að viðskipti minnkuðu til muna við bændur. Velían komsf- í 2.5 milij. kr. — Og vörusalan? — Fyrstu árin var þetta allt í smáum stíl. Við árslok 1909 var nettóeign verzlunarinnar aðeins 1600 krónur. En verzlunin fór vaxandi árlega og varð mest árið 1951. Þá náði vörusalan 2.5 millj. krónum en lækkaði næsta ár nið- ur í 1.8 millj. kr. og hefir síðan staðið nokkurn vegipn í stað, þó heldur vaxið síðustu árin. Árið 1912 settum við upp úti- Framh. á 2. síðu. Minkurinn heldur stöðugt á- fram að leggja undir sig landið. Sífellt berast fréttir um það, að minka liafi orðið vart á nýjum stöðum og má nú heita að þessi plága sé komin í flestar, ef ekki allar sveitir hér norðanlands. — Fyrir stuttu síðan var Steindór FLÓTTABÖRN í TÚNIS Um þessar mundir hefir flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna það verkefni m. a. að leysa vanda 180 þús. flóttamanna frá Túnis og Marokkó. Myndin sýnir hóp flóttabarna frá Túnis. lileuzkn vikublöðin i Winni- negr saineinast Undanfarin ár hafa íslenzku vikublöðin vestan hafs, Lögberg og Heimskringla, átt í miklum fjárhagserfiðleikum og bæði orð- ið að draga talsvert saman seglin lil að minnka útgáfukostnað. Jafnhliða hefir stöðugt verið unn- ið að því að sameina blöðin, en margs konar erfiðleikar torveld- að þá framkvæmd. En fyrir stuttu síðan tókust samningar milli út- gefenda beggja blaðanna á íundi, sem haldinn var í Winnipeg, en þar var m. a. mættur Thor Thors sendiherra í Washington, sem trist i ðahana Kristfinnsson rafvirki á Þórs- hamri í skemmti- og veiðiferð uppi við Hraunsvatn, þegar hann kom auga á 4 minka. Tvo þeirra tókst honum' að leggja að velli með veiðistönginni. Nokkru síð- ar fór Mývetningur, sem hér starfar að minkaeyðingu, upp að vatninu og tókst að vinna 2 minka. Húsfreyjan að Þórsnesi við Krossanes skaut mink út um eldhúsgluggann, en skömrnu áður hafði maður hennar skotið 3 minka í fjörunni framan við hús- ið, alla út um eldhúsgluggann. | Auk þess náð 2 öðrum skammt frá heimili sínu. i Síðastliðinn sunnudag fóru nokkrir menn héðan úr bæ út á Flateyjardal. Er þeir komu að Heiðarhúsuin, sem er um miðja heiðina, sáu þeir 2 minka austan árinnar. Einn mannanna, Erling Pálsson, bílstjóri á Stefni, hafði meðferðis riffil. Skaut hann ann- að dýrið, en hitl slapp. unnið hefir lengi að því, að blöð- ,in sameinuðust. Hið nýja blað á að heita Lög- berg-H eimskringla, og kemur fyrsta tölublað þess út 18. ágúst n. k. Ritstjóri þess verður frú Ingibjörg Jónsson, en hún hefir haft ritstjórn Lögbergs á hendi mörg undanfarin ár. Ungur prent- ari úr Reykjavík, Gísli Guð- mundsson (vélsetjari úr Guten- berg), er ráðinn starfsmaður hjá prentsmiðju þeirr.i, er blaðið verður prentað i. Áður vann þar Islendingurinn Þór Víkingur, sem nú er á förum til Seattle. Lögberg-Heimskringla mun koma út vikulega, og kostar ár- gangurinn hér á landi kr. 125.00. Reynt verður eftir föngum að gera hið nýja vestur-íslenzka vikublað sem bezt úr garði. Fréttaritari þess hér á landi er Árni Bjarnarson, Akureyri. ★--------------------★ Togaramir Á þriðjudaginn kom Kaldbak- ur með afla sinn frá Vestur-Græn- landi, 260—270 tonn, eingöngu karfa og Harðbakur á miðviku- dag af Nýfundnalandsmiðum með ca. 240 tonn, einnig karfa. Slétt- bakur er við Vestur-Grænland og kemur hingað um helgina. Sval- bakur er á veiðum. ★--------------------★ Bræðslusíldarafli h j á Krossanesverksmiðj unni var sl. laugardagskvöld 15.600 mál og á sama tíma hjá Hjalteyr- arverksmiðjunni 24.436 mál. Á sunnudaginn kom Sigurkarfi úr Njarðvíkum með 574 mál til Hjalteyrar og er því bræðslusíld- araflinn nú 25 þúsund mál.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.