Íslendingur


Íslendingur - 07.08.1959, Blaðsíða 7

Íslendingur - 07.08.1959, Blaðsíða 7
Föstudagur 7. ágúst 1959 ÍSLENDINGUR 7 iMáVSí Bólusetning verður á Heilsuverndar- stöðinni mánudag 10. ágúst og síðan fyrsta mánudag hvers mánaðar kl. 1—2 eftir hádegi. Sextugur varð laugardaginn 1. ágúst Guðmundur Jónsson bóndi að Mýrar- lóni hér í bæ. Dánardœgur. Nýlega er látinn hér í bænum Þorsteinn Vilhjálmsson fiski- matsmaður (frá Nesi í Höfðahverfi). Iíann var ijúfmenni hið mesta og vel kynntur. GullbrúSkaupsafmœli áttu hjónin Þórhalla Jónsdóttir og Konráð Vil- hjálmsson rithöfundur og fræðimaður 18. júlí sl. Fimmtugur varð 3. þ. m. Kurt Sonn- enfeldt tannlæknir hér í bæ. Kirkjan. Á sunnudaginn kemur verð- ur messað í Akureyrarkirkj u kl. 10.30 árdegis. Sóknarpresturinn á Hálsi í Fnjóskadal, séra Sigurður IJaukur Guðjónsson messar. Æ.F.A.K. ÆskulýSsfélagar. Þið, sem ekki hafið enn tilkynnt þátttöku ykkar í sumarferð félagsins til Skagafjarðar, látið formenn deildanna vita hið fyrsta. Lagt verður af stað á laugardaginn kl. 2 frá kirkjunni. Allur ferðakostnaður verður 125 krónur. Félagar þurfa að hafa með sér tjaldútbúnað. Hjúskapur. Þann 18. júlí voru gefin saman í lijónaband brúðhjónin Auð- hjörg María Sigursteinsdóttir og Krist- inn Jónas Steinsson húsasmiður. Heim- ili Mýrarvegi 122, Akureyri. — Þann 25. júlí brúðhjónin Sigríður Dagrnar Oskarsdóttir og Gunnar Þór Þórðar- son pípulagningarnemi. Heimili Barma- hlíð 37, Reykjavík. — Þann 25. júlí brúðhjónin Guðný Kristjana Kjartans- dóttir og Pétur Eggertsson, vélvirki. Heimili Hjalteyrargötu 1, Akureyri. — Þann 26. júlí brúðhjónin Kristín Guð- rún Guðmundsdóttir og Sigtryggur Jón Iíelgason, gullsmiður, Skólastíg 3, Akureyri. Frá FerSafélagi Akureyrar. Næsta ferð er eins dags ferð um Bárðardal sunnudaginn 9. ágúst. — Þá verður far- ið til Ólafsfjarðar 15.—16. ágúst. n. k. Nánari upplýsingar í Skóverzlun. M. H. Lyngdals (sími 2399). HjálprœSisherinn. Kapt. E. Stene og frú, sem undanfarið voru leiðtogar Hjálpræðishersins á Akureyri, hafa ný- verið tekið við stjórn flokksins í Reykjavík. Um næstu helgi tekur nýr foringi við stjórn flokksins á Akureyri, kapt. Gunnvör Dybvik, og verður fagn- aðarsamkoma fyrir hana n. k. sunnu- dag kl. 20.30. Atriði kvöldsins: Söng- ur, músik og vitnisburðir. Allir vel- komnir. — Ltd. D. Lathi. Ijísir töskur nýjar gerðir. r Verzl. Asbyrgi FÍNN STRÁSYKUR GRÓFUR MOLASYKUR. Vöi'uhúsið h.f. SÓLAR-OLÍA Navix sólar-skum Navix sólar-olía Navix sólar-spray Nivea sólar-olía Pigmentan Lytia suntan lotion. Gpörudalan HAFNARSTRAtTI IOH AKUREY.RI VANTAR ÍBÚÐ 2ja til 3ja herbergja í haust. Magnús Björnsson, sími 1316. Aljrýðublaðið 26. júlí telur upp ýmislegt, sem gestir að sumar- hótelinu Bifröst í Borgarfirði geti gert sér til dægradvalar þar, og endar upptalningin á þessum orð- um: „Loks er gestum að sjálfsögðu frjálst að fá sér gönguferðir um nágrennið.“ ( ! ) Vér ætlum, að slík greiðasemi sé víðar fyrir hendi á gististöðum, jafnvel á Borginni. * * * í sama Alþýðublaði segir: „Lesendur hlaðsins geta .... verið alls óhræddir, þótt slys beri að höndum. Alþýðublaðið liefir lykil að blóðbankanum.“ E. t. v. bregður þetta ljósi yfir J)að, hve Alþýðublaðið hefir blás- ið út á undanförnum mánuðum og margfaldað „flottheit“ sín í myndbirtingum og öðrum nýj- ungum, er kosta mikið fé, — m.a. í sama sunnudagsblaði stofnað til 5 J)ús. króna verðlauna til handa söltunarstúlkum á Norðurlandi. Til slíkra hluta þarf aukið blóð og Jjví sennilegt, að blaðið hafi eignast „blóðbankalykil“. * * * Málatilbúnaður er nú hafinn vegna auglýsingar um „ítölsku peysuskyrtuna Smart Keston“. — Auglýsandinn hefir gefið blöðum J)á skýringu á auglýsingunni, að skyrtan væri ítölsk uppfinning, „framleidd úr ítölsku garni“. Á sömu röksemdum ættu brauð- gerðarhús hér að auglýsa fransk- brauð setn Canadisk hveitibrauð, ef í þau er notað hveiti frá Kan- ada. LÍNSTERKJA ( „stívelsi“ ) í pökkum, nýkomið. Vöruhúsið h.f. BORGARBÍÓ Sími 1500 Myndir vikunnar: Leyndardómur ísauðnanna (The Land Unknown) Spennandi og sérstæð ný, ame- rísk kvikmynd, um óþekkt furðuland inni í ísauðnum Suðurskautslandsins. Ga rðy rkj umaðu rin n (The Spanish gardner) Frábærlega vel leikin litmynd, byggð á samnefndri sögu eftir A. J. Cronin. Aðalhlutverk: Dirk Bogarde, John Wliitelwy o. fl. NÝJA BÍÓ Sími1285 Mynd vikunnar: S A A D I A Spennandi bandarísk kv.ik- mynd í litum, myndin gerist í frönsku Marokko. Aðalhlutverk: Mel Ferrer og Rita Gam. Um helgina: Gög og Gokke í Villta Vestrinu NÝKOMIÐ GúmmísHgvél barna, ýmsir litir. Karlm. bomsur og skóhlífar, finnskar og tékkneskar Hvannbergsbræður HEYHLÍFAR Ágæt nótastykki, kaðla, færi o. fl. selur Guðrn. Pétursson, sími 1093. Ameríska hreinsiefnið SPIC AND SPAN til gólfþvotta og hreingerninga. Ekkert skrúbb. Ekkert skol. Eng- in þurrkun. Þér þurfið aðeins að blautvinda klútinn eða þvegilinn og strjúka einu sinni yfir og öll óhreinindi strjúkast af á svip- stundu. í 12 1. fötu þarf % bolla. ''tPY \()l áöliitiirninn Vf 1 ‘00 5/Áf. ,/7// San§ égral VARALITUR. - Verzl. Skemman SÍLDARSUMAR Síldveiði hefir gengið betur í sumar en mörg undanfarin, og var heildaraflinn um sl. helgi orð- inn þessi (svigatölur frá 1958): í salt 180576 tn. (217564). í bræðslu 562550 mál (153858). í frystingu 13079 tn. (10138). Aflahæstu skipin voru um helg- ina Faxaborg með 12042 mál og tunnur, Víðir II með 11967 og Snæfell með 10957. --------□-------- JÚLÍ : Tveir menn slasast, er tveggja manna flugvél fellur til jarðar skammt frá Borgarnesi. □ Eyjólfur Jónsson sundkappi syndir úr Drangey til lands á 4 klst. og 20 rriín. í fremur slæmu veðri. □ Sr. Ilelgi Konráðsson prófastur að Sauðárkróki andast að heimili sínu 56 ára að aldri. □ Bærinn að Holti í Álftaveri brennur til grunna á kosningadaginn. Var eng- inn lieima, er eldurinn kom upp. □ Sinfóníuhljómsveit Islands fer í hljómleikaför um Norður- og Austur- land. Heldur m. a. hljómleika í Akur- eyrarkirkju við mikla aðsókn og aðdá- un. □ Fjölmennt skátamót haldið í Vagla- skógi í tilefni af 35 ára afmæli Banda- lags ísl. skáta. Forseti íslands gerist verndari skátahreyfingarinnar. 9 □ Vatnsflaumur hrýtur 300 m. hreitt skarð í varnargarð á Mýrdalssandi, er þjóðvegurinn liggur um. Tepptist um- ferð þar nokkra daga, meðan gert var við skemmdir. □ íslendingar vinna landsleik við Nor- eg á Laugardalsvellinum í Reykjavík með 1 marki gegn engu. □ 16 ára piltur á v.b. Þórunni frá Vestmannaeyjum bíður bana af höfuð- liöggi á sildveiðum út af Langanesi. Var liann sonur skipstjórans. □ Eyjólfur Jónsson sundkappi syndir frá Vestmannaeyjum til lands á Land- eyjarsandi á 5VÍ klst. □ Ungur maður, Bogi Guðmundsson, PEYSU-SKYRTAN „SMART KESTON" 14 litir. Létt og falleg. dátáta/an HAFNARSTRÆTI /06 akureyp.i Du Ponf- Duco lím sem límir allt. Gullbronce í glösum. Aluminium bronce í glösum. STÓR ÍBÚÐ 4 herbergi og eldhús í nýju húsi, til leigu nú þegar. Afgr. vísar á. frd Bindiodisfélagi inmonno F ramkvæmdastj óri Bindindis- félags ökumanna, Ásbjörn Stef- ánsson, var-hér á ferð um Norður- land til að ræða við formenn deilda og deildarstj órnir um framhaldandi starf deildanna og leiðbeina þeim um góðakstur. Framkvæmdastjórinn sat fund með deildum, gaf þeim upplýsing- ar um starfsemi félagsdeildarinn- ar, einkum tryggingamálin, flutti erindi og hvatti til aukinna átaka og útbreiðslustarfsemi. Deildir B. F. O. eru nú orðnar 14 talsins, þar af 3 á Norðurlandi, og hafa sumar hverjar unnið þeg- ar vel að umferðarmálum á svæð- um sínum. Annað landsþing Bindindisfé- lags ökumanna verður háð í Reykjavík í haust. hverfur í Reykjavík. □ Sextán ára stúlka í Ilafnarfirði tniss- ir handlegginn um olnboga, er hún lendir í færibandi í frystihúsi. □ Axel llelgason forstjóri fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, drukknar í Heiðavatni í Mýrdal, þar sem liann var einn að veiðum. □ Miðaldra maður frá Möðruvöllum í Ilörgárdal, Kristján Magnússon, fellur úr bifreið og verður undir hjóli liennar. Bíður nær samstundis bana. □ Halldór Vilhjálmsson, 64 ára, fellur úr stiga við húsbyggingu á Selfossi, og skaddast svo á ltöfði, að hann andast skömmu síðar. □ Friðrik Olafsson stórmeistari og Ingi R. Jóhannsson íslandsmeistari í skák heyja skákeinvígi, cr Friðrik vinnur með 2Vá vinningi gegn VA. □

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.