Íslendingur - 18.09.1959, Side 5
Föstudagur 18. september 1959
ÍSI.ENDINGUR
Ingóljur Kristjánsson:
Á síjómpaliinum
Saga Eirílcs Kristóferssonar skipherra.
Bók þessi kom út'hjá'Kvöld-
vökuútgáfunni á Akureyri 1. sept.
s.l., daginn sem ár var liðið frá
því að lögin um 12 mílna fisk-
veiðilögsögu við ísland tóku gildi
og Bretar hófu togveiðar innan
þeirra marka undir herskipa-
vernd. En sögumaður er skipherra
á Þór, flaggskipi íslenzku land-
helgisgæzlunnar, og hefir því frá
ýmsu að segja af viðskiptum sín-
um við veiðiþjófa í landhelgi.
Ingólfur Kristjánsson blaða-
maður er enginn viðvaningur í
ritlistinni. Hefir áður gefið út
þrjár ljóðabækur, tvö smásagna-
söfn og tvær bækur af svipuðum
toga og þessi er: Endurminning-
ar Árna Thorsteinssonar tón-
skálds og Listamannaþætti, sem
flytja viðtöl við og frásagnir af
mörgum íslenzkum listamönnum,
jafnt í orðsins list sem myndlist.
Frásögn skipherrans vestfirzka er
greinargóð og ljós, krydduð hóf-
legri gamansemi á köflum, og er
vel úr unnið, þótt tíminn til upp-
töku efnisins hafi verið stopull,
þar sem höfundur varð að sitja
um skipherrann hverja þá stund,
er hann kom í land frá hinni erf-
iðu yarðgæzlu á slóðum sjóræn-
ingja nútímans.
Fyrsti kafli bókarinnar „I
heimahögum“, segir frá uppvexti
Eiríks Kristóferssonar vestur á
Barðaströnd, þar sem m. a. er
brugðið upp myndum af mörgu
fólki, sem sögumaður kynntist eða
skipti eitthvað við á yngri árum,
og bregður þar fyrir ýmsum þjóð-
kunnum mönnum. I öðrum kaíla
segir frá fyrstu sjómennskuárun-
um, en Eiríkur ræðst fyrst á
skútu 14 ára gamall, og hefir
megnið af ævinni síðan verið „um
borð“, fyrst á fiskveiðiskipum, þá
í millilandasiglingum og loks við
varðgæzlu- og björgunarstörf við
strendur landsins.
I síðari hluta bókarinnar segir
frá upphafi strandgæzlunnar og
varðskipum ríkisins. Þá er þáttur
um björgunarstarfið, en sjómenn
landhelgisgæzlunnar hafa að öðr-
um þræði annazt eftirlit með bát-
um og skipum og oft orðið að
fara til aðstoðar í hinum verstu
veðrum, þegar flest skip lágu í
höfn eða vari. Þá er yfirlit yfir
löggæzluna á sjónum og loks kafl-
inn „Tólf mílna stríðið“, sem
fjallar um viðskipti varðbátanna
við brezku togarana og tundur-
spillana í íslenzkri fiskveiðiland-
helgi síðasta árið.
* Af blöðum hefir maður áður
heyrt ýmislegt um samskipti ís-
lenzku varðskipanna og brezku
togaranna og verndarskipa þeirra,
en í þessari bók er það mjög vel
dregið saman. Þar er frá fyrstu
hendi skýrt frá viðskiptum Eiríks
skipherra á Þór og Barry Ander-
son, flotaforingjans, sem kvaddi
ránaslóðir hinnar íslenzku fisk-
veiðilögsögu með þeim eindæm-
um, sem ekki munu firnast. Þar er
greinllega sagt frá tilraunum
brezkra togara og tundurspilla til
að sígla hina litlu varðbáta ís-
lendinga í kaf og hótanir liinna
síðarnefndu um að „ef þið skjót-
ið á togarann, þá sökkvum við
ykkur“.
Það er ekki hverjum heigli
hent að annast varðþjónustu á ís-
lenzku varðskipunum eftir innrás
brezku togaranna í íslenzka fisk-
veiðilandhelgi, og hefir þjóðin
síðan öðlazt dýpri skilning á
hlutverki þessara löggæzlumanna
okkar á hafinu en hún áður hafði.
Hlutverk þeirra er tvíþætt: lög-
gæzla og björgun. Hvort tveggja
hefir þeim vel heppnazt, og fyrir
það er þjóðin öll þakklát. Ósveigj-
anleiki skipherrans á varðskipinu
og háttvís framkoma samfara ör-
uggri festu hefir skotið brezkum
sjómönnum og sjóliðum skelk í
bringu. Öll saga Eiríks Kristófers-
sonar vitnar um þrek og mann-
dóm, sem getur ekki endað á ann-
an veg en með fullum sigri íslend-
inga í þeirri „landhelgisdeilu“, er
við nú lieyjum við Breta.
Bók þeirra Ingólfs og Eiríks
verður því vafalaust víða lesin.
Hún kom út á réttum tíma, og
verður að sjálfsögðu talinn meðal
helztu bókmenntaviðburða á
þessu ári. Hafi útgáfan og höf-
undur þökk fyrir verkið.
J.Ó. P.
★----------------------★
Úr A-flúíiovitnssýslu
Blönduósi 10. sept.
Héraðsmót Sj álfstæðismanna í
Austur-Húnavatnssýslu var haldið
sunnudaginn 6. sept. hér á staðn-
um. Mótið var mjög vel sótt, þrátt
fýrir það, að þurrkdagur var eftir
mikla óþurrkatíð.
Mótið hófst með sameiginlegri
kaffidrykkju í samkomuhúsi stað-
arins kl. 4 síðdegis, og stjórnaði
Steingrímur Davíðsson því. Ræð-
ur fluttu Jón Pálmason á Akri,
Einar Ingimundarson bæjarfógeti
á Siglufirði og Jóhann Hafstein
bankastjóri í Reykjavík. Ræddu
þeir um stjórnmálaviðhorfið með
hliðsjón af væntanlegum alþingis-
kosningum og þau nýju viðhorf,
sem skapast milli einstakra hér-
aða vegna kjördæmabreyting-
anna. Öllum ræðumönnum var vel
tekið.
Einnig skemmtu þarna á mót-
inu Haraldur Á. Sigurðsson, Óm-
ar Ragnarsson og Hafliði Jóns-
son, og Árni Jónsson óperusöngv-
ar.i söng einsöng. Áheyrendurnir
létu óspart í ljós ánægju sína yfir
skemmtiatriðunum. Um kvöldið
b
Frá vinstri: Björn Olsen, Gissur Jónasson, Sigurður Víglundsson, Þór Þorvaldsson, Siguróli Sigurðs-
son, Jakob Jakobsson, Gunnar Jakobsson, Árni Sigurbjörnsson, Birgir Hermannsson, Stefán Tryggva-
son, ívar Sigmundsson (varamarkvörður), Einar Helgason, Jón Stefánsson fyrirliði liðsins og Her-
mann Sigtryggsson, formaður K.A.
K.A. varð Morðurlandsmeistan
í knattspyrnu 1959
Ályktanir
þings ungra Sjálf-
stæðismanna
Síjórnmálaályktun.
Fjórðungsþing ungra Sjálf-
stæðismanna á Norðurlandi fagn-
ar þeim sigri, sem unnizt hefir
með breytingu á kjördæmaskipun-
inni. Telur þingið, að breyting
þessi muni styrkja lýðræðið í
landinu og leiða til bættra stjórn-
arhátta.
Fjórðungsþingið telur, að ráð-
stafanir þær, sem núverandi ríkis-
stjórn gerði til stöðvunar verð-
bólgunnar með tilstyrk Sjálf-
stæðisflokksins, liafi verið nauð-
synlegar og spor í rétta átt. Jafn-
framt átelur þingið algjört úr-
ræðaleysi hinnar svo kölluðu
vinstri stjórnar við að leysa þetta
höfuðstefnumál sitt. Munu þess
engin dæmi, að ríkisstjórn hafi
brugðizt svo öllum loforðum og
skyldum, þegar vandi steðjaði að
höndum.
Þingið undirstrikar fyrri sam-
þykkt ungra Sj álfstæðismanna um
alhliða uppbyggingu atvinnulífs-
ins til sjávar og sveita á grund-
velli frjálsrar samkeppni og jafn-
réttisaðstöð u atvinnuíy júrtæk j a
án tillits til rekstrarforms.
Fjórðungsþingið skorar á alla
unga Sj álfstæð.ismenn að beita
sér af alefli í væntanlegum liaust-
kosningum og gera með því sig-
ur Sjálfstæðisflokksins sem mest-
an. Með því verður fyrirbyggð
myndun nýrrar vinstri stjórnar,
sem andstöðuflokkarnir ræða nú
þegar í alvöru. Sj álfstæðisflokkn-
um ber að stefna að því að ná
meirihluta með þjóðinni, svo að
hann geti einn tekið stjórn lands-
ins í sínar hendur. Fyrir því heitir
fjórðungsþingið á æsku landsins
að fylkja sér nú enn fastar en
var stiginn dans. Mótið fór í alla
staði vel fram.
Skólastjóri hefir verið ráðinn
við barnaskólann hér á Blönduósi
Þorsteinn Matthíasson, kennari
við Langholtsskólann í Reykjavík.
G. J.
Þingeyingar koma
ó óvart.
Um síðustu helgi var háð hér á
Akureyri Knattspyrnumót Norð-
lendinga. Fjögur lið kepptu um
titilinn, en hlutskarpast varð að
lokum lið KA sem sigraði alla
keppinauta sína með allmiklum
markamun og skoraði liðið alls
24 mörk gegn 6, og var eina liðið
með hagstæða markatölu. Heild-
arúrslit urðu: KA 6 stig, Þór 4
stig, HSÞ 2 stig og KS 0 stig. —
Urslit einstakra leikja urðu sern
hér segir:
nokkru sinni fyrr um stefnu Sjálf-
stæðisflokksins, svo að ísland
megi sem fyrst fá styrka og far-
sæla stjórn.
>:tl i-'"'
Landhelgismólið.
Fjórðungsþingið hvetur til
þjóðareiningar um landhelgis-
málið og fagnar þeirri festu, sem
almenningur hefir sýnt gegn yfir-
gangi Stóra-Bretlands innan ís-
lenzkrar lögsögu.
Jafnframt lætur þingið í ljós
þá skoðun sína, að 12 mílna
mörkin séu ekki lokatakmark ís-
lendinga í útvíkkun fiskveiði-
landhelginnar.
Átvinnumól.
Fjórðungsþingið telur, að und-
irstaða velmegunar í landinu sé
atvinnufrelsi og eignarréttur ein-
staklinganna og næg atvinna fyrir
alla. Til þess að fyrirbyggja stað-
ar- og árstíðabundið atvinnuleysi
ber að bæta afkomu atvinnuveg-
anna og rekstraröryggi og auka
fjölbreytni í framleiðslu. Til þess
að þetta megi takast telur þingið
nauðsynlegt:
1) Að stefnt sé að afnámi hafta-
og uppbótarkerfis, komið sé í veg
fyrir verðbólgu og að vinnufrið-
ur sé tryggður með samningum
um launakj ör til lengri tíma.
2) Að hraðað sé undirbúningi
stóriðju á íslandi.
3) Að atvinnuvegirnir búi við
heilbrigða skattalöggj öf, þar sem
öllum sé gert jafnhátt undir
höfði.
KA vann HSÞ 10:2. Þór vann
KS 4:1. HSÞ vann KS 4:2. KA
vann Þór 9:3. Þór vann IISÞ 3:2.
KA vann KS 5:1.
Leikir voru margir spennandi
og tvísýnir. Sérstaklega vöktu
Þingeyingar mikla athygli fyrir
röska frammistöðu. Jakob Jakobs-
son úr KA skoraði flest mörk ein-
stakra leikmanna eða alls 12, og
var hann af flestum talinn bezti
knattspyrnumaður í mótinu. KA
sigraði nú í 6. skipti í röð á þessu
móti og vann nú til eignar bikar,
sem KS gaf til mótsins ár,ið 1957.
4) Að athugað sé vandlega,
hvort ekki er tímabært, að ísland
gerist aðili að þeirri efnahags-
samvinnu ríkja í Vestur-Evrópu,
sem nú er að hefjast eða er þegar
hafin. Þjóðinni sé gerð rækileg
grein fyrir þessum athugunum.
Heitir fjórðungsþingið á Sjálf-
stæðisflokkinn að beita sér fyrir
þessum stefnumálum og jafnframt
að halda áfram baráttu sinni fyrir
bæltum atvinnuháttum í hinurn
dreifðu byggðum landsins.
Rafmagnsmól.
Þingið átelur sofandahátt
vinstri stjórnarinnar í rafmagns-
málum og leggur áherzlu á, að
raforkuframkvæmdum verði hrað
að sem frekast er kostur, svo að
sem flestir landsmenn verði raf-
orku aðnjótandi. Einnig leggur
þingið áberzlu á, að fullur gaum-
ur sé gefinn þeim möguleikum,
sem jarðhitinn veitir til raforku-
vinnslu í stórum stíl.
--------□---------
GÓÐ ATVINNA í
ÓLAFSFIRÐI
ÓlafsfirSi í gær.
Tveir bátar eru farnir að róa
héðan, Stígandi og Gunnólfur, og
hafa þeir fengið sæmilegan afla,
allt upp í 7 tonn í róðri. Afli smá-
báta er og sæmilegur.
Nokkur íbúðarhús eru hér í
byggingu, og má atvinna í bæn-
um teljast ágæt.
Kartöflugrös eru hér sölnuð
eftir frostnótt, er kom snemma í
þessum mánuði.