Íslendingur - 18.09.1959, Side 8
Ráðagerðir komnmnista og
Framséknar um nýja vinstri
stjérn i liausi
En Framsókn vill ekki ræða
málið t'yrir kosnifiBgai*
Margir velta því nú fyrir sér, hvernig fara muni með
stjórnarmyndun eftir kosningarnar í haust. Flestir munu
hafa fengið sig fulisadda á vinstri stjórninni heitinni og ekki
gert ráð fyrir, að hún vaknaði aítur til lífsins á næstunni. Það
hefir því vakið mikla athygii, að Alþýðubandalagið hefir
skrifað Framsóknarflokknum bréf upp á nýtt vinstra sam-
starf fyrir og eftir kosningar. Alþýðubandalagið vill, að
teknar verði upp samningaviðræður nú þegar, og er ekki
hvað sízt lögð áherzla á, að hin nýja vinstri stjórn eigi að
tryggja framgang þeiri'a mála, er gamla vinstri stjórnin
sveikst um að koma í framkvæmd!
Svar Framsóknarflokksins, sem nú iiggur fyrir, er hið
merkilegasta plagg, og eítir miklar málalengingar er komizt
að þeirri niðurstöðu, að það sé vilji flokksins, að ný vinstri
stjórn verði mynduð, en það sé ekki heppilegt að ræða slíkt
fyrir kosningar.
Orðrétt segir svo í bréfi Framsóknar, þegar ræddur hefir
verið viðskilnaður vinstri stjórnarinnar (sbr. Dag 16. 'sept.):
„Eigi að síður taldi flokkurinn mjög miður farið, að
starfstími vinstri stjórnar skyldi ekki verða lengri en
raun varð á. 1 samræmi við þetta telur hann af ýinsurn
ástæðum æskilegast að samstarfi um vinstri stjórn
verði komið á að nýju hið allra fyrsta, og mun að
sjálfsögðu sem stærsti stuðningsflokkur vinstri stefnu
í landsrháluin beita sér fyrir því, að gengið verði úr
skugga um, hverjir möguleikar eru á slíku sam-
starfi . . . . “
Og síðar:
„Hins vegar teldi flokkurinn það injög misráðið, að
láta viðræður uin endurreisn vinstra samstarfs og mál-
efnasamning væntanlegrar vinstri stjórnar fara fram á
næstu dögum eða næstu vikum, þegar stórdeilur um
stjórnskipunarmál eru nýafstaðnar á Alþingi og kosn-
ingabarátta hafin á ný.“
Vilji Framsóknarflokksins er því skýr, þótt ólíklegt sé, að
þjóðarv.iljinn sé hinn sami, en menn vita þá, að hverju þeir
stefna, ef þeir greiða kommúnistum eða Framsóknarmönnum
atkvæði sitt í haust.
Heimavist Menntaskólans á Akureyri.
Sctusfofo nemenda, bókasafn og íbúð umsjón-
armanns í Keimavisfarhúsinu.
t
ARI HALLGRÍMSSON
endurskoðandi,
lézt í Landspítalanum síðastliðna
þriðjudagsnótt eftir þunga legu,
rúmlega fimmtugur að aldri. —
Hans verður nánar minnst í næsta
blað.i.
-------□---------
Sex þús. tunnur saltaðar
ó Húsavík
Húsavík í gær.
Síldveiðinni er nú lokið á þessu
sumri, og voru saltaðar hér í bæn-
um um 6 þúsund tunnur á þrem
söltunarstöðvum.
Færaveiði hefir brugðizt hér,
en nokkur línuveiði er öðru
hverju.
Heyskapur varð mikill og góð-
ur, nýting ágæt. Kartöfluupp-
skera mun vera í meðallagi, en
tvær frostnætur hafa fellt grös.
Berjaspretta var með bezta móti
hér um slóðir og ber mikið tínd.
Joðgé.
lisíi Sjdlfstælisflðhhsins í
Horðurlfiifislijörd. retri
Síðastliðinn sunnudag var geng-
.ið frá framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins í Norðurlandskjördæmi
vestra, og skipa hann þessir menn:
1. Sr. Gunnar Gíslason, Glaum-
bæ, Skagafirði.
2. Einar Ingimundarson, bæjar-
fógeti, Siglufirði.
3. Jón Pálmason, bóndi, Akri,
Austur-Hún.
4. Guðjón Jósefsson, bóndi, As-
bjarnarstöðum, Vestur-Hún.
5. Hermann Þórarinsson, hrepp-
stjóri, Blönduósi.
6. Kári Jónsson, verzlunarstjóri,
Sauðárkróki.
7. Öskar Levý, bóndi, Ósum, V.-
Hún.
8. Andrés Hafliðason, formaður
fulltrúaráðs Sjálfstæðisfél. á
Siglufirði.
9. Jón Isberg, lögfr., Blönduósi.
10. Jón Sigurðsson, bóndi, Reyni
stað.
í stuttu spjalli, er tíðindamað-
ur blaðsins átti við Þórarin
Björnsson skólameislara, skýrði
hann m. a. frá eftirfarandi:
Menntamálaráðherra var hér á
ferð í sumar og skoðaði þá húsa-
kynni skólans, m. a. heimavistar-
húsið nýja, sem enn er ekki full-
gert. Ráðherra heimilaði, að nú
í haust yrðu liafnar framkvæmdir
við að innrétta norðurenda húss-
ins, en þar var áður ákveðið, að
vera skyldi setustofa nemenda á
neðstu hæð, bókasafn, lessalur og
leikstofur (borðtennis o. þ. u. ].),
á annarri hæð og íbúð umsjónar-
manns á efstu hæð. Húsameistari
ríkisins, IJörður Bjarnason, kom
hingað fyr.ir skemmstu, svo að
unnt væri að ganga frá íeikning-
um, og einnig hefir Sveinn Kjar-
val húsgagnaarkitekt verið hér, en
hann mun gera tillögur um inn-
réttingu setustofunnar. í haust
mun einkum verða lagt kapp á að
innrétta setustofuna og ibúðina,
en væntanlega verður framkvæmd-
um fulllokið á næsta ár.i.
Sefustofan æskileg
nýbreyfni.
Nemendur munu vafalaust
kunna vel að meta þessa ný-
breytni, og trúlega verður hún
til verulegs ávinnings fyrir skóla-
lífið í heild. Þarna gefst þeim
nemendum, er það vilja, kostur á
að safnast saman á kvöldin að
lestri loknum, þar sem athvarf
þeirra var lítið annað áður en
íbúðarherbergin sjálf, en þeir,
sem næðis v.ilja njóta í herbergj-
um sínum, eiga þess þá jafnframt
betri kost en áður.
Nemendur munu nú væntan-
lega mun síður leita út fyrir veggi
skólans, þegar þeir vilja létta sér
upp frá náminu, fá sér hressingu
og ræða landsins gagn og nauð-
synjar. Þannig verður skólinn
meira en áður sjálfum sér nógur.
Setustofan verður mjög rúmgóð,
og verður þar aðstaða til að selja
veitingar, þeim er þess óska.
Mikil aðsókn.
Aðsókn að skólanum er mjög
mikil og fer vaxandi. Er liann nú
fyrir nokkru fullskipaður, og þar
sem ekki má lögum samkvæmt
skipta í bekkjardeildir í miðskóla-
deild, hefir orðið að neita all-
mörgum nemendum um aðgang
að henni.
Nemendur verða í vetur um
tveim tugum fleiri en í fyrravetur,'
og hafa aldrei svo margir verið.
Fullskipað er í heimavist skólans.
Nýir kenrtarar.
Af kennurum þeim, sem í fyrra
voru við skólann, hverfa nú frá,
auk Vernharðs Þorsteinssonar,
sem lézt á sl. vori, þeir Skarphéð-
inn Pálmason, sem hefir í vetur
Fullbright-styrk til framhalds-
náms í Bandaríkjunum, og Eyjólf-
ur Kolbeins, sem heldur áfram
námi sínu í Kaupmannahöfn. —
Ný.ir kennarar hafa verið ráðn-
ir: Guðmundur Vigjússon, Jón
Margeirsson og Helgi Hallgríms-
son, en þeir eru allir ungir stúd-
entar, sem verið hafa við nám er-
lendis og eru nokkuð komnir á-
leiðis, en taka sér hlé frá námi í
vetur.
---------□---------
Vestur-lslendingur
í heimsókn
Meðal margra Vestur-Islend-
inga, er komið hafa heim í kynn-
isfelð í sumar, var stödd hér í
bænum nýlega frú Herdís Kristj-
ánsdóttir Eiríksson, en hún flult-
ist vestur fyrir 40 árum, þá 12
ára að aldri. Frú Herdís er fædd
i Fnjóskadal og ólst upp þar og á
Svalbarðsströnd. Vestra hefir hún
tekið mikinn þátt í félagslífi
landa þar.
Um helgina síðustu gerðist só ný-
stárlegi atburður, að rússnesk eld-
flaug hafnaði i tunglinu, og er það í
fyrsta sinn, sem jarðneskur hiutur
kemst þangað. Þjóðviljinn segir frá
því á þriðjudaginn, að Russar „ætli
EKKI AÐ KASTA EIGN SINNI Á
TUNGLIÐ", enda þótt eldflaugin hafi
haft meðferðis „veifur með skjaldar-
merki Sovétrikjanna". Telji sumir, að
til að helga sér ónumið land nægi að
koma þangað varanlegum hlutum
með skjaldarmerki sínu, en aðrir, að
ekki sé hægt að nema land úr fjarska,
og verði þvi menn að komast til
tunglsins, áður en farið sé að ræða
um eignarréttinn á því.
☆
Nei, þaS var rnú ekki
meiningin!
Fyrir kosningarnar í vor biðluðu
Framsóknarmenn til kjósenda á
þenna hátt: Kjósið þið nú með okkur
í vor, hvar í flokki sem þið standið.
Þið getið svo kosið með ykkar flokki
í haust. — Framsókn hleypti þá
meira að segja nýju blaði af stokkun-
um til að flytja þetta tilboð og fá
yfirlýsingar manna úr öðrum flokk-
um um, að þeir ætluðu „að þessu
sinni" að kjósa gegn kjördæmabreyt-
ingunni.
Og nú standa enn kosningar fyrir
dyrum.
Þá segir ritstjóri Dags („Von-
brigði þriflokkanna") :
„En hví skyldu þeir kjósendur,
sem greiddu Framsóknarflokknum
atkvæði i vor og kusu gegn kjördæma-
breytingunni hafa löngun til þess eft-
ir fjóra mánuði að kjósa mennina,
sem lögðu niður kjördæmin á sumar-
þinginu? Hvað myndu þeir telja þá
hafa til verðlauna unnið?"
Sem sagt: Það var alls ekki mein-
ingin kjósandi góður, að sleppa af
þér takinu aftur, þótt við slægjum nú
þessu fram í vor! Þannig lít ÉG nú á
málið, segir ritstjóri Dags.
☆
Hvor verður Hannibal?
Þcgar þefta er ritað, er ekki vitað,
hvar Hannibal Valdimarsson verður í
framboði í haust. Talað hefir verið
um tvö kjördæmi honum til handa,
Vestfjarðakjördæmi eða Norðurlands-
kjördæmi vestra. Mun ráðstöfun á
honum hafa kostað miklar vangavelt-
ur hjá ráðamönnum A. B.
☆