Íslendingur


Íslendingur - 29.04.1960, Qupperneq 1

Íslendingur - 29.04.1960, Qupperneq 1
Brieðingstillflgan felld í Genf Skorti eitt atkvæði til að koma henni fram. XLVI. árg. Föstudagur 29. apríl 1960 16. tbl. Hafréttarráðstefnunni í Genf er lokið. Lauk henni svo, að engin niðurstaða fékkst um viðurkennd- ar réttarreglur á hafinu. Lengi vel var Kanada í fararbroddi fyrir þeim þjóðum, sem rýmsta vildu landhelgi, en á nýafstaðinni ráð- stefnu „venti hún sínu kvæði í kross“ og gerðist meðflytjandi með Bandaríkjunum að einhvers konar miðlunartillögu, þar sem að vísu var gert ráð fyrir 12 mílna íiskveiðilandhelgi, en í tilbót næstu 10 ár „sögulegum rétti“ til handa þeim þjóðum, er áður höfðu stundað veiðar innan þeirra marka hjá öðrum, til að veiða allt að 6 mílum frá ströndum. Gleyptu Bretar þegar við þessari mála- miðlun. Áður höfðu 3 tillögur komið fram, þ. á. m. ein frá íslendingum, og voru þær bornar upp í nefnd- um, en engin þeirra fékk þar til- skilinn meiri hluta, þ. e. % at- kvæða. Vanfaði 1 atkvæði. Stórveldin Bandaríkin og Bret- land lögðu mikið kapp á að vinna bræðingnum það fylgi, er nægði til löglegrar samþykktar. íslenzka sendinefndin ákvað þá að bera þá breytingartillögu fram við bræð- inginn, að hinn 10 ára sögulegi réttur næði ekki til ríkja, sem að mestu væru háð fiskveiðum um af- komu sína. Var breytingartillag- an felld. Guldu 24 þjóðir henni já- yrði, 48 voru á móti en 15 sátu hjá. Þá kom aðaltillagan til at- kvæðagreiðslu. Með henni greiddu 55 þjóðir atkvæði en 28 á móti. 5 ríki sátu hjá. Þar sem hjá- seta er ekki látin hafa áhrif á mat atkvæðagreiðslunnar, skorti stór- veldin aðeins eitt atkvœði til þess, að hún yrði skoðuð sem alþjóða- lög um réttarreglur á hafinu. Það er eftirtektarvert, að eina Norðurlanda- og Vestur-Evrópu- ríkið, er greiðir atkvæði gegn til- lögunni, ER ÍSLAND. Öll hin greiddu tillögunni atkvæði sitt. Nánar er mál þetta tekið til meðferðar í forustugrein blaðs- Sumardagurinn jyrsli er mikill hátíðisdagur slcátanna. Þann dag jara þeir snemma á fœtur og ganga í skátabúningi undir fánum til kirkju sinnar og hlýða skátamessu. Ymislegt jleira haja þeir til há- tíðabrigða þann dag. Myndin er af þrem ungum kvenskátum, tekin á sumardaginn fyrsta s. I. Rflfveito Akuregtflr vaod firmnkeppnino Knútur Otterstedt einmenningsmeistari Bridge- félagsins annað árið í röð. Sjómaðnr tir élafsíirði ferst með listli sínum Axel Pétursson. Sl. föstudagskvöld lagði Axel Pétursson í Ólafsfirði frá bryggju þar á litlum vélbát, tveggja lesta, Kristjáni Jónssyni, og ætlaði út að Grímsey á handfæraveiðar. Hafa tveir róið á bátnum, en fé- lagi Axels var lasinn og fór því ekki í þenna róður. Þegar Axel kom ekki aftur á lilætluðum tíma, var hafin leit að bátnum, en hún bar engan árang- ur. Gengið var einnig með fjör- um, og töldu menn sig hafa séð brak úr bátnum í svonefndum Fossdal úti við Hvanndalabjörg. Tveir stærri vélbátar, er lögðu í róður út að Grímsey um hálfri klst. síðar en Axel, sáu aldrei til bátsins. Veður var nær kyrrt á Framhald á 9. síðu. Firmakeppni Bridgefélags Ak- ureyrar lauk sl. þriðjudag. Spilað- ar voru 3 umferðir. Þátttakend- ur 64. í efstu sætum urðu: Stig 1. Rafveita Akureyrar (Knút- ur Otterstedt) ........... 319 2. Ferðaskrifstofan (Halldór Helgason) ................ 318 3. Skipaafgr. Jakobs Karls- sonar (Friðrik Hjaltalín) 305 4. Saumastofa J. M. Jónsson- ar (Alfreð Pálsson) .... 304 5. Bílasalan hf. (Jóh. Helga- son) ..................... 300 6. Dúkaverksm. hf. (Guðjón Jónsson) ................. 294 7. Frystihús K. E. A. (Jónas Stefánsson) .............. 292 8. Valbjörk hf. (Halldór Gunn- arsson).................. 29.0 Knútur Otterstedt varð einnig hæstur í fyrra, en þá spilaði hann líka fyrir Rafveitu Akureyrar, og er það einsdæmi hjá félaginu, að sama maður sigri tvö ár í röð í þessari keppni. Þórir Leifsson hefir einnig tvívegis orðið ein- menningsmeistari, en með nokk- urra ára bili. Vegna húsnæðisskorts verður hin árlega bæj arhlutakeppni sennilega ekki þreytt fyrst um sinn. Fró barnaskólunum. Vegna þrengsla í Oddeyrarskól- anum þurfa 7 ára börn, sem koma í skóla í vor út eftirfarandi götum á Oddeyri, að fara í Barnaskóla Akureyrar: Hólabraut, Laxagötu, Geislagötu, Glerárgötu að Eiðs- vallagötu, Fróðasundi, Lundar- götu og Norðurgötu að Eiðsvalla- götu. Börn úr öðrum götum Odd- eyrar fara í Oddeyrarskólann. Inntökupróf 7 ára barna er 6. maí kl. 1 i Barnaskóla Akureyrar og kl. 3 í Oddeyrarskólanum.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.