Íslendingur - 29.04.1960, Qupperneq 6
6
SLENDINGUR
Föstudagur 29. apríl 1960
Komur út hvem
föstudag.
Útgefandi: Útgáfufélag íslendiugs.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson, Fjólugötu 1, sími 1375.
Skrifstofa og afgreiðsla í Ilafnarstræti 81 (neðsta hæð), sími 1354. —
Opin kl. 10—12 og 13.30—17.30. Á laugardögum kL 10—12.
Prentsmiðja Björns Jónssonar h.j.
Engin niðurstaða í Geni
Hafréttarráðstefnunni í Genf er
lokið, án þess að nokkur fram bor-
in tillaga um landhelgi og fisk-
veiðitakmörk næði tilskildum
meirihluta, sem er % atkvæða.
Munaði þó mjóu, að bræðingstil-
laga, er Bandaríkin og Canada
stóðu að, hlyti samþykki ráðstefn-
unnar, en til þess skorti eitt at-
kvæði. Má því segja, að ráðstefn-
an hafi lítinn árangur borið.
Segja má, að við Islendingar
getum sæmilega við unað, þar sem
samþykkt bandarísk-kanadisku til-
lögunnar hefði ^rðið okkur fjötur
um fót í baráttunni fyrir 12 mílna
friðuninni. Og að einu leyti hefir
ráðstefnan orðið okkur til mikils
gagns. Þar voru sjónarmið okkar
og sérstaða kynnt fulltrúum þjóða
úr 4 heimsálfum, svo að þær hafa
eftir en áður gleggri skilning á að-
gerðum okkar í útfærslu fiskveiði-
takmarkanna. Með ræðum full-
trúa okkar á ráðstefnunni og per-
sónulegum samtölum nefndar-
manna við fulltrúa frá fjörrum
þjóðum hefir án efa tekizt að
veikja hinn skefjalausa áróður
Breta gegn okkur, sem þeir hafa
kostað milljónum til.
Islenzka ríkisstjórnin bauð
stjórnarandstöðuflokkunum að til-
nefna fulltrúa í sendinefndina á
hafréttarráðstefnunni í Genf, og
tóku þeir Hermann Jónasson og
Lúðvík Jósefsson sæti í henni.
Vildi ríkisstjórnin með þessu
sýna, að öll þjóðin, — allir flokk-
ar, stæðu sem ein heild og órjúf-
andi fylking að 12 mílna fiskveiði-
takmörkunum. Fór henni þar á
annan veg en vinstri stjórninni,
sem vék í þessu lífshagsmunamáli
þjóðarinnar stærsta stjórnmála-
flokknum „til hliðar“, og lét sam-
tímis að því Hggja, að hann væri
á móti útfærslu íiskveiðitakmark-
anna. Sá hættulegi áróður mun
hafa veikt aðstöðu okkar í barátt-
unni þar, sem á hann var lagður
trúnaður.
Þótt íslenzka sendinefndin ynni
störf sín á þinginu í Genf af fyllstu
samvizkusemi og gerði allt sem
hún gat til að ná sem beztum ár-
angri á ráðstefnunni, féll nokkur
skuggi á skjöldinn undir lokin.
Hermann Jónasson og Lúðvík
Jósefsson höfnuðu samstöðu við
aðra nefndarmenn um flutning
breytingartillögu við bandarísk-
kanadisku tillöguna, er tryggja
skyldi íslandi 12 mílna fiskveiði-
mörk, enda þótt stórveldatillagan
yrði samþykkt. Afstaða Lúðvíks
Jósefssonar er e. t. v. skiljanleg,
en menn hafa átt erfitt með að
átta sig á afstöðu Hermanns, sem
ekki er vitað að sé á neinn hátt
bundinn vilja sovéskra ráða-
manna. Það má og segja Tíman-
um til lofs, að hann hefir á engan
hátt reynt að spilla árangri af
störfum íslenzku nefndarinnar á
ráðstefnunni með því að talca und-
ir aurkast Þjóðviljans að nefndar-
mönnum og ríkisstjórninni í sam-
bandi við Genfarþingið. Hins veg-
ar kemur nú æ betur í ljós, hve af-
staða kommúnista til þessa við-
kvæma máls er heils hugar, því
öll þeirra viðleitni stefnir að því
einu að vekja sundrung og ýfing-
ar um málið. Svo heimskir eru
ekki ritstjórar kommúnistablaðs-
ins, að þeir skilji ekki að öll
brigzlyrði þeirra um „svik“ og
undanhald, „samninga“ o. þ. h. í
landhelgismálinu er vatn á myllu
þeirra stórvelda, er við eigum í
höggi við um málið.
Telja má, að á ráðstefnunni í
Genf hafi komið fram vaxandi
fylgi við 12 mílna fiskveiðimörk,
þótt tillögur um þau næðu ekki
tilskildum meirihluta. Og það
verður að játa, að skilningur á
sérstöðu íslands var ríkari með-
al þjóða úr fjarlægum heimsálfum
en nágrannaríkja okkar. Og öll
greiddu nágrannaríkin „bræð-
ingnum" alkvæði silt. Frá þeim
eigum við ekki liðs að vænta í
baráttunni fyrir verndun fiski-
stofnsins kringum landið.
Stórveldin, sem að bræðingstil-
lögunni stóðu eða lögðu kapp ó oð
fá hana samþykkta, notuðu póska-
leyfið fró róðstefnunni dyggilega
til að tryggja henni tilskilið fylgi
með fortölum og faguryrðum og
höfðu rökstudda von um, oð hún
yrði samþykkt. Sú von bróst þó, er
til atkvæðagreiðslu kom, og meg-
um við íslendingar því sæmilega
una mólalokum.
Atkvæði móti „bræðingnum“ greiddu:
ISLAND, Albanía, Búlgaría, Burma,
Hvíta Rússland, Chile, Equador, Guin-
ea, Indland, Indónesia, írak, Júgóslavía,
Libya, Marokkó, Mexikó, Panama,
Perú, Pólland, Rúmenia, Saudi-Arabía,
Sambandslýðveldi Araba, Sovétríkin,
Súdan, Tékkóslóvakía, Ukraina, Ung-
verjaland, Venezuela, Yemen.
----------□----------
Hvað á að gera við Ráðliústorg?
— Umframsímtölin fara að segja
til sín ■—- Vaxtakjór ríkisútvarps-
ins —
IIVAÐ ER VERIÐ AÐ GERA við
Ráðhústorg? spyr maður mann, og eng-
inn getur að því er virðist svarað, ekki
einu sinni þeir, sem talið er að ættu að
vita. Ilitt er víst, að mikið stendur til.
Búið er að grafa 1—1.50 m. niður, og
er nú farið að fylla í gryfjurnar með
mold og möl. Eg átti tal við mann ný-
lega, sem taldi sig hafa góðar heimildir
fyrir því, að gera ætti torgið að bíla-
stæðum fyrir opinbera starfsmenn, er
vinna í Strandgötu 1.
EF ÞESSI verður raunin á, hlýtur
maður að spyrja: Ilvers vegna var ófært
að bafa þar bílastæði fyrir nokkrum
árum, ef það er nauðsynlegt í dag?
Bæjarbúar fögnuðu því, er bílastöðvar
voru fluttar frá torginu og blómabeð
og hvíldarbekkir komu í staðinn. Það
var ánægjulegt í góðu veðri að ganga
um torgið og teyga blómailminn. Og
þegar farið var að róta þar til á dögun-
um, sáu margir sýnir: Hellulagðan stíg
umliverfis grasblettinn og blómabeðin,
gosbrunn í miðju, gangstíga milli
horna torgsins o. s. frv. En fari svo, að
þarna verði gert bílastæði án þess að
slíkt sé borið undir bæjarbúa, verður
mótmælaaldan bá, sem rís. Ef þjóð mín
er ærulaus, hvað gagnar mér þá sultu-
tau? sagði Arnas Arneus, eða eittbvað
á þá leið. Og hvað gagna okkur blóma-
beð að baki bifreiðaraða, blómskrúð,
sem enginn fær að sjá? Við verðum að
vona, að þessar áðurnefndu „góðu
heimildir" séu lélegar heimildir.
MAÐUR NOKKUR, sem greiddi um
daginn símareikning sinn, fékk á 2.
hnndrað króna reikning fyrir „umfram-
símtöl“. Kvað hann þó símann síður en
svo hafa verið meira notaðan en áður
á 1. ársfjórðungi þessa árs, en slíka
reikninga hafði liann ekki fengið fyrr,
utan einu eða tvisvar sinnum. Jafn-
framt hafði fastagjaldið liækkað veru-
lega, og hafði hann orð á því, að þar
sem sími væri lítið notaður, gæti sam-
tal innanbæjar orðið jafn-dýrt og sam-
tal við höfuðstaðinn, þegar reikningar
væru upp gerðir. Ilækkunum á fasta-
gjaldi hafa ætíð fylgt jœkltanir á gjalda
lausum símtölum. IIví þarf að láta
hvorttveggja fylgjast að?
RÍKISÚTVARPIÐ hefir undanfarin
kvöld verið að minna hlustendur á, að
afnotagjaldið, sem hækkað hefir verið
um 100 kr. á ári, verði enn hækkað um
30 kr., ef afnotagjaldið yrði ekki greitt
fyrr en 2. maí, eða mánuði eftir gjald-
daga. Sem sagt, 10% dráttarvextir að
mánuði liðnum. Hvaðan kemur útvarp-
inu heimild til slíkra okurvaxta, sem
hjá hverjum öðrum aðila sem væii
mundi varða við lög? Þetta er ríkis-
stofnun, segið þið. En þurfa ekki ríkis-
stofnanir að hafa skýlausan lagalegan
rétt til að beita slíku okri? Látum það
vera, þótt útvarpið hækki afnotagjaldið.
Það hefir lengi sótt um leyfi til þess, en
ekki fengið. Og þar sem dagskráin hefir
verið lengd að mun frá því 200 króna
gjaldið var sett, er sú hækkun hvorki
óeðlileg né ósanngjörn. En reikningur-
inn á dráttarvöxtunum fær ekki staðizt.
----------------o------
Vísnabálkur
Fyrst hnuplum við í dag þrem
vísum úr Lögbergi-Heimskringlu
eftir Jakob J. Norman.
J. var spurður, hví hann yrki
ekki erfiljóð um Einar P. Jónsson
ritstjóra. Hann svaraði:
Vil ei ausa aur né mold
yfir liðinn Braga,
þann sem unni ísafold
alla sína daga.
Flugmaður ætlaði að vera kom-
inn hátt á loft fyrir sólaruppkomu,
en vaknaði ekki fyrri en sólin var
komin góðan spöl upp á „festing-
una“:
Ilún er komin hátt á loft
og hraðar sér.
Svona fer hún æði oft
á undan mér.
Og loks er það braghendan:
Ef þú getur eitthvað gert,
sem er til þrifa,
það um vil ég þetta segja:
Þá er betra að lifa en deyja.
Maður gekk um götu í bæ
(Reykjavík?) og fór inn í húsa-
garð að kasta af sér vatni. Garð-
eigandinn opnaði glugga á húsinu
og atyrti manninn. Hann svaraði
með vísu þessari:
Engan rosta, haf þig hægan,
hlustaðu á sannleikann.
Til að gera garðinn frægan
gekk ég inn og meig í hann.
Ókunnur höf.
Og að lokum vísa, sem fyrir
mörgum árum birtist í bálkinum.
Einn kaupandi hafði fengið heim
eintak, þar sem aðeins var prent-
aður útformur en eyða innaní,
sem stundum getur komið fyrir.
Hann endursendi blaðið með eft-
irfarandi skýringu, sem flestir
munu skilja:
ÍSLENDING ég áðan sá,
óðar fletti honum.
Hann var eins og hausinn á
heiðruðu ritstjóronum.
(M. ö. o.: Tómur að innan!)
í síðasta blaði birtum við
nokkrar vísur eftir „ókunna höf.“.