Íslendingur


Íslendingur - 29.04.1960, Qupperneq 12

Íslendingur - 29.04.1960, Qupperneq 12
/' Ur grendinni Tbor Thors verður í kjöri Frá því hefir verið skýrt í er- lendum stórblöðum, að öllum sendinefndum Sameinuðu þjóð- anna hafi verið tilkynnt í bréfi frá utanríkisráðherra íslands, að Thor Thors hafi gefið kost á sér til að vera í kjöri sem forsetaefni á næsta starfstímabili S. Þ., en kosning forsetans fer fram í sept- ember nk. Vitað er um tvo aðra, sem gefið hafa kost á sér, Ira og Tékka. Thor Thors hefir verið aðalfull- trúi íslands á þinguin S. Þ. allt frá stofnun samtakanna og gegnt formennsku og haft framsögu í þýðingarmiklum nefndum. í tilefni af fregninni hefir Þjóð- viljinn ráðizt með ókvæðisorðum að sendiherranum, og er tilefnið auðsjáanlega það, að austantjalds- fulltrúi verður keppinautur Thors um forsetastarfið. A þingi utanríkisráðherra Norð urlandanna lýstu allir ráðherrarn- ir yfir fylgi sínu við Thor Thors. 1. maí hátíðahöldin Verklýðsfélögin hér í bæ halda I. maí hátíðlegan að venju. Hefj- ast hátíðahöldin við Verklýðshús- ið kl. 2 e. h., og verða ræðumenn Jón Ingimarsson, form. fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna, Guðm. J. Guðmundsson Reykjavík, Jón Sigurðsson bóndi í Yztafelli og Björn Jónsson alþingismaður. — Síðan verður kröfuganga, og leik- ur Lúðrasveit Akureyrar fyrir göngunni. Barnaskemmtun verð- ur í Samkomuhúsinu kl. 3.30 og í Alþýðuhúsinu á sama tíma. Dans- leikir verða í Alþýðuhúsinu bæði laugardags- og sunnudagskvöld. Einnig í Landsbankasalnum ann- að kvöld (laugardag). Merki verða seld á götunum, og rennur hagnaður af sölunni til væntan- legrar félagsheimilisbyggingar verklýðsfélaganna. Mývatnssveit. Nokkur ís er enn á Mývatni og talsverð dorgveiði, sem stunduð er frá nokkrum bæjum. Vegir eru alauðir um alla sveit og búið að hefla þá og lagfæra. Fyrsti erlendi gesturinn heim- sótti hótelið í Reynihlíð um liðna helgi, og er von á miklum ferða- mannastraumi í sumar. Kalt hefir verið að undanförnu og lítill gróð- ur kominn. Hólsfjöll. Snjólítið er á Hólsfjöllum, en föl hefir komið undanfarnar næt- ur, enda kalt í veðri. Gróður er takmarkaður enn. Þó búið að sleppa fé á Grundarhóli og í Möðrudal. Nokkrar ær eru born- ar í Möðrudal, en yfirleitt hefst ekki sauðburður fyrri en um miðjan maí. í vetur hefir verið einmunatíð. Farfuglarnir eru að koma, og hafa sést bæði lóa og grágæs. Jeppafært er úr Mývatns- sveit í Möðrudal, og er póstur flultur á milli vikulega. Aðeins 4 sinnum á vetrinum hefir þurft að grípa til hesta við póstflutning- inn. Hólssandur er þó ekki enn fær bifreiðum. Þórshöfn. Snjólaust er þar í byggð, en mikill snjór 1 Oxarfjarðarheiði. Reytingsafli, þegar gefur á sjó, en sífelldir stormar. Hrognkelsaafli hefir verið með lélegra móti vegna óstilltrar tíðar. Ólafsfjörður. Togbátar hafa lítinn afla lagt á land í apríl. Ekkert hefir verið ró- ið með línu vegna ógæfta og hand- færaveiðar stopular af sömu á- stæðu, nema hjá þeim, er sótt hafa til Grímseyjar. Nýlunda má það teljast hér, að netjabátar úr Eyjafirði hafa lagt hér upp um 150 lestir i apríl. Sá fiskur hefir næstum allur verið 1. flokks vara. Happdrœtli Kvenjél. Hlíjar. Dregið var á sumardaginn 1. Þessi númer hlutu vinning: Nr. 410: Hekluúlpa. — Nr. 500: Dömupeysa. — Nr. 486: Kaffidúk- ur. — Nr. 421: HandofiS púSaborS. — Nr. 43: Kristalsvasi. — Nr. 148: Á- vaxtasett. — Vinninganna ber aS vitja til Helgu Ingimarsdóttur, Kaupvangs- str. 23. (SmjörlíkisgerS). Hin „hörðu" mótmæli. Forustugrein Dags í fyrradog er fundargerð Bændafélags Þingey- inga, sem fundarritari sendi blöð- um landsins fjölritaða. Fyrirsögnin er „Hörð mótmæli", og er hún eina framlag ritstjórans sjólfs. Sýnishorn of „hörðu" mótmælun- um eru meðal annars: „Fundurinn lýsir sig ond- vígan — —." „Fundurinn lýsir síg mót- fallinn-----." „Fundurinn lýsir yfir stuðn- ingi við----." „Fundurinn lýsir FULLUM STUÐNINGI sínum við — Einhvers staðar hofa nú sést harð- ari mótmæli! * Lofa ekki fyrirfram stuðningi. Á sama fundi Bændafélagsins bar fnjóskdælskur bóndi (Olgeir Lúthersson) fram tillögu um, að fundurinn lýsti yfir „siðferðileg- um stuðningi sínum við verkalýð- inn, ef til verkfalls kæmi ■ kaup- stöðum Norðurlandskjördæmis eystra". Var tillaga hans afgreidd með svohljóðandi rökstuddri dag- skró með 63:7 atkvæðum: „I tilefni af fram kominni tiliögu um siðterðilegan stuðn- ing við verkföll, sem fram kunna að koma, telur fundur- inn ekki rétt að taka afstöðu til slikra aðgerða fyrirfram, og tekur því fyrir næsta mól ó dagskró." * Heilindi og festa! Er Þjóðviljinn í fyrradag hcfir fró sinu brjósti skýrt fró niður- stöðum hafréttarróðstefnunnar í Genf, bætir hann við: „Það fór betur en til var stofnað, og allir Islcndingar varpa öndinni léttar. Og þjóðin vcit nú betur en fyrr, hvar HEILINDI OG FESTU ER AÐ FINNA í LANDHELGISMÁLINU — og hvar ekki." Hvað halda menn, að blaðið eigi við? ÍSLAN DSKLU KKAN íslandsklukkan hefir nú verið sýnd 8 sinnum við góða aðsókn og ágætar viðtökur. Næsta sýning er annað kvöld (laugardag). Þeir sem ætla sér að sjá leikinn, ættu ekki að draga það, því að sýningum fer nú fækkandi. — Myndin er úr bókasafni Arnas Arneusar. T.v. Arneus (Guðmundur Magnússon), t.h. Jón Grindvíkingur (Sæmundur And- ersen). , , ; i'Htjpl.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.