Íslendingur


Íslendingur - 29.09.1961, Qupperneq 2

Íslendingur - 29.09.1961, Qupperneq 2
2 ÍSLENDINGUR Föstudagur 29. september 1961 ÍÞRÓTTIR Þórir Guðjónsson látinn AKUREYRARMÓTI í FRJÁLSUM ÍÞRÓTTUM er að mestu lokið. Þessir urðu Akureyrarmeistarar: 100 m hlaup: Ólafur Larsen KA . . 12,6 sek (mótvindur) 200 m hlaup: Ólafur Larsen KA . . 24,6 sek 400 m hlaup: Ólafur Larsen KA . . 54,5 sek 800 m hlaup: Sveinn Kristdórsson KA 2.26,9 1500 m hlaup: Sveinn Kristdórsson KA 4.59,3 K.S. Norðurlandsmeist- ari í knattspyrnu 1961 UM HELGINA síðustu fóru fram úrslitaleikir í Norðurlands- meistaramótinu í knattspyrnu, þar sem 3 félög höfðu orðið jöfn og efst að stigum, KA, KS og Þór, eins og frá var sagt í síðasta blaði. Á föstudaginn s.l. kepptu KA og Þór á heimavelli og vann Þór með 5:1. Daginn eftir vinnur KS KA í leik á Sigiufirði, einnig með 5:1, og á sunnudag vinnur KS Þór, einnig í leik á Siglufirði, með 4 mörkum gegn 2. Vann Knattspyrnufélag Siglufjarðar því bseði Akureyrarfélögin í úr- slitaleik, samtals með 9 mörkum gegn 3, og er það hin glæsilegasta frammistaða. Þess ber þó að geta í sambandi við þenna sigur KS, að Akureyr- ingar gengu ekki „heilir“ til þessa móts, þar sem þrír af beztu mönn um KA voru úti í Englandi sem þátttakendur í landsleik ís- lendinga við Breta og einn bezti eða albezti maður Þórs veikur. Töpuðu tveijn, eitt Landslið okkar, sem verið hef- ur í Bretlgndi, lék þar 3 leiki. Fyrsta leiknum (landsleiknum) tapaði það með 0:1 marki, sem áður hefur verið sagt frá, öðrum leiknum tapaði það með 0:4 en náði jafntefli (4:4) í síðasta leikn um. Tveir af leikmönnum urðu eftir úti á vegum St. Mirren í Skotlandi: Þórólfur Beck, sem mun leika með liðinu í vetur, og Kári Árnason, sem félagið bauð þátttöku í knattspyrnunámskeiði, sem þar er haldið í haust. 110 m grind: Ingólfur Herm.son Þór 16,1 sek (metjöfnun) Langstökk: Ólafur Larsen KA .... 5,89 m Þrístökk: Ólafur Larsen KA .. 12,55 m Stangarstökk: Ingólfur Herm.son Þór 3,20 m Kúluvarp: Eiríkur Sveinsson KA 12.19 m Kringlukast: Garðar Ingjaldsson KA 32,41 m Spjótkast: Herm. Sigtryggson KA 46,63 m Akureyrarmót þetta er hið 15. í röðinni, en 1947 var fyrsta Ak.mót í frjálsíþróttum haldið og hefur verið háð árlega og aldrei fallið niður. Tími Ingólfs í grindahlaupinu er mjög góð- ur og jafn Ak.meti hans sjálfs. Árangur Ólafs Larsen í mótinu er einnig mjög eftirtektarverð- ur, sérstaklega tími har.s í 400 m hlaupinu, sem er afar góður af byrjanda. Garðar og Her- mann halda enn velli og eru þó búnir að keppa í 12 ár í frjáls- íþróttum. N.k. laugardag verður keppt í fimmtarþraut, en það er sam- anlagður árangur í langstökki, spjótkasti, 200 m hlaupi, kringlu kasti og 1500 m hlaupi. Keppni ætti að geta orðið mjög tvísýn milli Birgis Hermannssonar, Ó1 afs Lai'sen og Ingólfs Hermanns sonar. Mótsstjóri er Guðmundur Þorsteinsson íþróttakennari. IÐGJÖLÐ HÆKKA IÐGJÖLD til Sjúkrasamlags Akureyrar hgekka 1. október n.k. samkvæmt auglýsingu í blaðinu í dag. Stafar það af hækkun til sjúkrahúsa frá 1. september s.l. en þá hækkuðu daggjöldin hér á sjúkrahúsinu um leið og til Ríkisspítalanna, úr kr. 140.00 í kr. 160.00. Jafn- framt hækka greiðslur til ann- arra sjúkrahúsa frá sama tíma. Iðgjöld samlagsins hér verða þau sömu og í Reykjavík. Sjúkrahúsakostur bæjarbúa hér er miklu meiri'miðað við mannfjölda en í Reykjavík og auk þess ber allmikið á því að samlagsmenn hér fá sjúkrahús- vist þar. SÚ FREGN barst mér sl. fimmtu dagskvöld, 21. september, að einn af mínum beztu vinum, Þórir Guðjónsson málari, hefði orðið bráðkvaddur þá um daginn aust- ur við Sandá í Þistilfirði, en þar vann hann í brúarflokki Þorvald ar bróður síns við bókhald brú- argerðarinnar og innkaup fyrir mötuneyti hennar, svo sem hann hafði gert nokkur undanfarin sumur. Þótt þeim sem til þekktu, væri kunnugt um, að Þórir gekk ekki „heill til skógar“, sem kall- að er, síðustu árin kom þó hið sviplega fráfall hans flestum á ó- vart. Þórir var fæddur að Espihóli í Eyjafirði 9. jan. 1899, og því 62 ára, er hann lézt. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Árnadóttir og Guðjón Jónsson, en hann er enn á lífi, kominn nokkuð á tí- ræðisaldur. Þórir fluttist barnungur með foreldrum sínum að Eyvindar- stöðum í Sölvadal og ólst upp með þeim, unz hann tók að vinna fyrir sér sjálfur við ýmis störf utan heimilis. Var hann snemma þrekmenni og eftirsóttur hey- skaparmaður. Um tvítugt brauzt hann „suður“ ti( að afla sér menntunar og stundaði nám í bændaskólanum á Hvanneyri og Kennaraskólanum. Var eftir það nokkra vetur við barnakennslu en lauk jafnframt námi í málara- iðn og stundaði húsamálningu sem aðalstarf, meðan honum ent- ist heilsa til. Nokkra undanfarna vetur vai' hann samstarfsmaður minn við íslending, og sýndi þar þá samvizkusemi, sem einkenndi fyrstu kynslóð þessarar aldar, en margir ugga um, að nú fari ört hrakandi. Þórir Guðjónsson var mikill á- hugamaður um félagsmál og list- ir. Einkum var leiklistin honum hugfólgin, og fórnaði hann henni drjúgum hluta af tómstundum sínum. Með Leikfélagi Akureyrar vann hann í 30 ár og þótti einn skemmtilegasti gamanleikari hér um slóðir. Þá setti hann marga leiki á svið fyrir félög og stofn- anir hér í bæ og nágrenni og lék stundum með í þeim sjálfur. Öðr um tómstundum eyddi hann gjarnan við spil eða skák, svo og lestur góðra bóka. Hann var eft- irsóttur samkvæmismaður, og kom öllum í gott skap með glöðu viðmóti og gamanyrðum, sem honum lágu laus á tungu. Gjarnt var honum að taka svari manna, sem á var hallað, jafnvel þótt hann þekkti þá lítt eða ekkert, og umtalsbetri mann um náungann hef ég varla þekkt. Þórir var kominn nær fertugu, er honum gafst hinn ógætasti lífsförunautur, Dýrleif Sigur- björnsdóttir frá Grímsey, sem lifir mann sinn ásamt tveim upp- komnum börnum þeirra: Guð- nýju Margrétu stúdent, er var nýfarin til Svíþjóðar til fram- haldsnáms, er faðirinn féll frá, og Helga Brynjar. Eg hef þekkt Þóri Guðjónsson, síðan ég var unglingur, verið með honum að starfi og leik, búið undir sama þaki og hann, setið með honum fundi og mannfagn- 1 aði, og betri félaga hefði ég ekki getað ákosið. Ég er þó aðeins einn af mörgum, sem sakna þess, að sjá hann ekki lengur á meðal okkar. Útför hans fer fram að Grund í Eyjafirði á morgun. J. Ó. P. BREYTTUR BÍÓTÍMI BÆÐI KVIKMYNDAHÚSIN hér í bænum munu frá 1. okt n. k. hafa ákveðið að færa kvöld- sýningar frám um hálfa klukku- stund, þannig að þær hefjist nú kl. 20.39 í stað 21.00. Hafa verið uppi óskir um þetta síðan tími kvöldfrétta útvarpsins var færð- ur fram, og verður þetta vafa- laust vinsælt. Nýja Bíó hefur beðið blaðið að geta þess, að það færir allar 5- sýningar fram um hálftíma, nema á sunnudögum. Þá verði sýnt kl. 3 og 5 síðdegis, en á laugardögum 4.30, 6.30 og 20.30 síðdegis. Akureyri-Keflavík AÐ FORFALLALAUSU fer hér fram á íþróttavellinum á sunnu- daginn knattspyrnuleikur milli ÍBA og Keflvíkinga, og er sá leikur liður í svonefndri bikar- keppni.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.