Íslendingur


Íslendingur - 16.08.1963, Side 5

Íslendingur - 16.08.1963, Side 5
Reynt að Ijúka nýja garðinum í haust Friðrik Hjaltalín KVEÐJUORÐ ÞEGAR ég kom ídl Reykjavík- ur, frá útlöndum, um miðjan síðasta mánuð, frétti ég lát vin- ar míns, Friðriks Hjaltalín. — Hann var, að vísu, af léttasta Friðrik Hjaltalín. Verzlunarmannafélags Akureyr ar. Síðustu ár ævi sinnar var Friðrik starfsmaður Akureyrar- bæjar, og efast ég ekki um, að þar hafi hann rækt störf sín með sama trúnaði og samvizku- semi, sem einkenndi hann frá fyrstu tíð. Friðrik ólst upp með stórum og myndarlegum systkinahóp á heimili foreldra sinna, merkis- hjónanna Bjarna Hjaltalín og konu hans Þóru Þóraririsdótt- ur, sem mörgum eldri Akureyr- ingum voru að góðu kunn, og þaðan mun hann hafa haft það veganesti, sem á má sannast, að lengi býr að fyrstu gerð. Eftirlifandi eiginkonu hins látna og öðru skylduliði votta ég djúpa samúð. Sv. R. Dalvík 13. ágúst. Hingað hefur engin söltunarsíld borizt um langan tíma, en alls munu hafa verið saltaðar milli 8 og 9 þús. tunnur það sem af er sumrinu: Hér er imnið af kappi að hafn arframkvæmdum. Verður reynt að ljúka nýja garðinum í haust, og er verið að aka grjóti í end- ann á honum. Langt er komið smíði 60 m. langrar trébryggju innan garðsins. Heimaskip liggja í höfn vegna brælunnar. Nokkur vinna er í frystihúsinu, og hafa bátar frá Grenivík og Hrísey lagt hér upp afla sinn, og nokkrir heimabát- ar aflað ufsa, sem húsið hefur veitt móttöku. Hér er í byggingu íþróttahús, sem miðar vel áleiðis. Þá hefur verið byrjað á 5 einbýlishúsum. Er því byggingavinna einkum stunduð, meðan beðið er eftir að síldin birtist á ný. K. S. Valmundur Guðmundsson, vélsmiður skeiði, en ég vissi ekki betur en að hann væri við góða heilsu, og kom andlátsfregn hans mér því á óvart, eins og oft vill verða, þegar góðir og gegnir menn falla frá, um aldur fram. Friðrik var borinn og barn- fæddur Akureyringur og ól hér allan ald'ur ’sinn og gerði ekki víðreist, og ef enn eru til menn, sem „elska ekki landið, en að- eins þénnan blett“ án þess þó að vera verri íslendingar fyrir það, þá gæti ég trúað, að Frið- riki hafi ekki verið sú tilfinn- ing alls framandi. Við vorum báðir Oddeyring- ar og kynntumst því snemma all náið, líklega öllu fremur vegna æskukynna við yngri bræður hans, því aldursmunur var nokkur. — Hann réðist verkstjóri, til föður míns, upp úr 1920, og hafði þann starfa á hendi fram til ársins 1943, að hann gerðist verkstjóri hjá Dráttarbraut Akureyrar, sem Steindór bróðir hans hafði þá keypt. — Við áttum því fyrir höndum náið samstarf, um 20 ára skeið, og á ég frá því tíma- bili margar endurminningar um góðan dreng, með sterka skap- gerð, bjarg-traustan og sam- vizkusaman, sem ávann sér virð ingu undirmanna sinna, jafnt sem yfirboðara. Friðrik var vel á sig kominn til líkama og sálar, þó skóla- gangan væri ekki löng, frekar en títt var um marga unga menn, a þeim árum. Hann var félagslyndur í bezta lagi, og þótt hann hefði sig ekki mjög í frammi á þeim vettvangi, þótti rum hans ávallt vel skipað, og minnisstæður er hann mér sem fánaberi í broddi fylkingar fSLENDINGUR 24. JÚLÍ andaðist í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri vél- smiðurinn Valmundur Guð- mundsson. Hann fæddist á Stóra-Eyrar- landi 29. júní 1890. Árið 1913 réðist hann til Sig- urðar Sigurðssonár og lærði þar járnsmíði, en fór svo árið 1916 til Vestmannaeyja til fram- haldsnáms í vélsmíði og tók mótorvélstjórapróf 1918 og flutt ist þá til Akureyrar og hóf sjálf- stæðan iðnrekstur. Hann var vélgæzlumaður við fyrstu rafstöðina á Akureyri hjá Rögnvaldi Snorrasyni, og vann við skipaskoðun Ríkisins frá 1927, ásamt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Hitinn niður í 0.5 stig Grímsey 13. ágúst. Hér hefur verið góð ufsaveiði hjá heima- og viðlegubátum, og hafa þegar veiðzt um 600 tonn. Langmest af aflanum er selt til lands, þar sem hann er verkaður. Söltunarstöðin Norðurborg hefur saltað 1070 tunnur, en engin síld hefur borizt síðustu vikurnar. Er óþolinmæði farið að gæta hjá aðkomnu síldverk- unarfólki, og mun það bráðlega fara, ef ekki rætist úr. Hér hefur sumarið verið eitt hið kaldasta, er komið hefur um langt skeið. Hefur hitinn komizt allt niður í 0,5 stig C. M. Sím. Ég kynntist Valmundi strax, er ég kom til Akureyrar árið 1922, er ég fór að læra járn- smíði hjá Stefáni Stefánssyni, Valmundur Guðmundsson. en þá höfðu þeir verkstæði sam- an, og seinna vann ég oft hjá honum, og get ég ekki hugsað mér dagsfarsprúðari og hjálp- samari mann. Það var sama, hve mikið var að gera, er menn komu með eitthvað bilað, þá svo menn gætu gert við sjálfir, eða hann leysti vandann á ein- hvern hátt. annaðhvort lánaði hann áhöld, Hann var félagi Iðnaðar- mannafélags Akureyrar, og þakka iðnaðarmenn honum fyr- ir samvinnuna og hjálpsemina. Valmundur var tryggur og hreinn í lund, og þeir sem þann ig eru, hljóta að fá góða heim- komu. Sveinn Tómasson. Bðldur Jónsson frá Garði BALDUR JÓNSSON var fædd- ur að Garði í Þistilfirði 24. okt. 1914, sonur Jóns Guðmunsson- ar, hreppstjóra og konu hans Kristrúnar Einarsdóttur, ljós- móður. . - Þau hjón voru báeði mikilhæf, Jón kunnur gáfumaður og skáld. Kristrún mikil kjark- kona, frábær húsmóðir og lán- söm í Ijósmóðurstarfi. Hún dó árið 1961. Þau hjón eignuðust tvö böm önnur, Iðunni, sem er gift Sigurði Jakobssyni verzl- unarmanni á Þórshöfn og Ara, sem dó um fermingaraldur. Baldur ólst upp í foreldrahús- um. Var á Eiðaskóla tvo vetur. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Margréti .Jakobsdóttur frá Kollavík, árið 1938, og tók þá við búi í Garði. Þegar faðir hans andaðist 1954, tók Baldur við starfi hreppstjóra í Sval- barðshreppi. Einnig stöðvar- stjóm Landsímast. Byggði hann íbúðarhús á jörðinni og bætti hana á margan hátt með rækt- un. í þrjá vetur hélt hann heimavistarbarnaskóla á heim- ili sínu og kenndi sjálfur, Þau hjónin eignuðust átta efnileg börn, sem öll eru á lífi og upp- komin nema tvær dætur á barnaskólaaldri. Heimili þeirra var prýðilegt, alúð og gestrisni mætti þar hverjum vegfaranda. Á næstliðnu vori branrí íbúðarhúsið í Garði að nóttu til, og bjargaðist ekkert innan- stokks, en heimilisfólk slapp með naumindum fáklætt úr eld inum. Þau hjónin fluttust þá til Akureyrar með börnum sínum og keyptu húsið við Eyrarveg 8. Baldur vann um tíma á Gefjun, síðan á Skatt stofu Ak. síðastl. vetur og hafði nýlega tekið við starfi á skrifstofu bæjarfógeta, er hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 24. júní síðastl. Útför hans fór fram að Sval- barði í Þistilfirði 2. júlí, og var hún einhver hin fjölmennasta, sem verið hefur við Svalbarðs- kirkju. Baldur var prýðilega greind- ur og mannkostamaður, vinsæll af öllum, er hann þekktu. Hann var hæglátur og dulur í skapi, viðmótshlýr og gæddur góðri kímnigáfu. Nágrönnum sínum var -hann hjálpsamur og greið- vikinn, én margir leituðu til hans vegna þeirra starfa, er hann hafði á hendi. Sveitung- um hans öllum var mikil eftir- sjá að því, er hann flutti úr sveitinni, ekki sízt vegna þess, að þeir höfðu vænzt þess að njóta hans lengur sem barna- kennara, en það starf fórst hon- um með ágætum úr hendi. Hann var löngum heilsuveill, en vann þó öll hin erfiðustu bú- störf og var ekki gjarnt til að kvarta, þó að móti blési. Óvildarmenn átti hann sér enga, enda lét hann sér gjarnan annt um annarra hag fremur en sinn eigin. E. Og enn lokast Siglufjarðarskarð Lítið um síldina - Aðkomufólki fer fækkandi Siglufirði 13. ágúst. Hér er dauft yfir öllu, tíð köld og lítið um síldina. Keyrði þó um þverbak í nótt, er snjóaði ofan að byggð og Siglufjarðarskarð lokaðist fyrir bifreiðaumferð í 2. skipti á þessu sumri. Fólki, sem hingað hefur sótt í sumar til að vinna að síldar- söltun, fer nú fækkandi. Þeir og þær, sem hugðu á vinnu hér í sumarleyfi, hafa farið heim með léttan mal, og nokkuð ber á því, að þeir saltendur, sem einnig liafa söltunarstöðvar austan- lands, hafi flutt þangað síldar- stúlkur héðan, sem ráðnar voru hingað til söltunar. Eitthvað hefur verið saltað á öllum plönum, en hverfandi lít- ið á sumum. Mest mun hafa verið saltað á Söltunarstöðinni Nöf, en nær því eins mikið hjá Pólstjörnunni. Einhverjar vonir hafa staðið til, að síld væri á Sléttugrunni, en nú viðrar ekki til þess, að nokkuð veiðist þar fremur en. annarsstaðar. Togarinn Hafliði er bundinn í sumar vegna manneklu, því meðan á síldveiðum stendur þarf vart að búast við, að menn gefi sig að öðrum veiðiskap, því svo er hann freistandi. S. F.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.