Íslendingur - 10.04.1964, Side 4
ÍSLENDINGUR
BLAÐ SJÁLFSTÆPISMANNA í NORÐTJRLANÐSKJÖRDÆMI EYSTRA
Kemur út hvern iöstudag. — útgefandi: KJÖHDÆMISHAÐ. — Ritstjóri og óbyrgSar-
anaöur: JAKOB ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1, sími 1375. Auglýsingar og afgreiSsla:
BJÖRGVIN JÚLÍUSSON, Helga-magra stræti 19, sími 2201. Skriistofa og afgreiSsla
i Hafnarstræti 107 (útvegsbankahúsiS) III. hæS (innst). Sími 1354. Opið kl. 10-12
cg 13.30-17.30. Laugardaga kl. 10-12. Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri.
Vinátta á völtum grunni
TALSVERÐIR úfar gerast nú með Maó, einvalda Rauða-
Kína og Krúsjeff, einvalda Sovétríkja Evrópu. Tala þeir
ekkert blíðlega hvor um annan þessa síðustu daga. Mao
sakar Krúsjeff um undanlátssemi og samningalipurð við
kapitalistaríkin, en Krúsjeff Maó um sundrungarstarfsemi
innan kommúnistaflokka sósíölsku ríkjanna. Fór hann m. a.
þungum orðum um kínverska einvaldann í opinberri ræðu
í Búdapest um helgina síðustu. Verður ekki annað af fregn-
um ráðið en að fullkomin friðslit séu yfirvofandi milli
hinna gömlu skoðanabræðra og vildarvina.
Ekki er víst að öllum beri saman um ástæðuna fyrir ýf-
ingum Maós, en vel má þó geta sér þess til, að þrengra
þyki honum orðið um sig í Kína en Krúsjeff í Rússlandi með
hið víðlenda strjálbýli í Norður-Asíu (Síberíu) ,til að taka
við fólksfjölgun um langa hríð. Mundi hann vafalaust
þiggja væna sneið þar af.
Guli kynstofninn í Kína mun nema um 700 millj., eða
miklum mun meiru en allur hvíti kynstofninn í hinni
frjálsu Evrópu telst. Hugsi Maó sér að leita frekara olnboga-
rúms vestur á bóginn, þarf hann lítt að horfa í mannslífin.
Við höfum á löngu liðnum öldum fengið herskáan lýð úr
austurhluta heims vaðandi yfir vestræn lönd, og enn getur
sú hætta verið fyrir hendi. Gula hættan er engu betri en
rauðu og brúnu hætturnar, sem við höfum kynnzt á þess-
ari öld, og sent hafa tugmilljónir saklausra einstaklinga
krókalaust inn í eilífðina.
Úrskurður kjaradóms
TALSVERÐUR ÚLFAÞYTUR hefur orðið í blöðum
stjórnarandstöðunnar út af úrskurði Kjaradóms í launa-
kröfum opinberra starfsmanna, þ. e. að þeir fengju nú eða
frá s.l. áramótum 15% launahækkun ofan á hinar miklu
hækkanir á síðasta ári, sem voru talsverðum mun ríflegri
en hjá öðrum stéttum, enda höfðu starfsmenn ríkisins
beðið lengur eftir leiðréttingu á launakjörum sínum en
flestar aðrar stéttir. Vel má vera, að nokkrir lægstu launa-
flokkarnir hafi of lág laun, enda breikkaði bilið milli hinna
lægstu og hæstu í hinum fyrri úrskurði Kjaradóms, en höf-
um við ekki yfirleitt talið, að við gerðum of lítinn mun á
launum manna, sem leggja þyrftu á sig margra ára nám
heima og erlendis til að rækja starf sitt sem skyldi og hinna,
sem engu þyrftu til að kosta til undirbúnings þeirra starfi?
T. d. hefur hvað mest óánægja verið meðal verkfræðinga og
lækna um kjör þeirra, svo að þeir hafa margir haft við orð
og sumir látið af því verða að leita atvinnu erlendis, þar
sem meiri munur er gerður á kjörum þeirra og þess fólks,
sem enga undirbúningsmenntun þarf til að skila sínu verki.
Úrskurður Kjaradóms er sýnilega byggður á því, að
hækkun á launum opinberra starfsmanna nú mundi leiða
af sér ófyrirsjáanlegar víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags,
sem ekki gæti endað nema á eina leið: algeru efnahagslegu
hruni og glötuðu trausti út á við. Hinar miklu kauphækk-
anir fjölmennustu stéttanna í vetur byggðust að verulegu
leyti á meiri hækkunum til opinberra starfsmanna og áttu
að koma til jafnvægis við þeirra nýju kjör. Hækkun á laun-
um þeirra myndi kalla á nýjar kröfur annarra launastétta
og þannig koll af kolli.
Það er næsta broslegt, þegar Tíminn og Þjóðviljinn eru
að tala um ,,dýrtíðarstefnu“ viðreisnarstjórnarinnar. Það
gera þessi blöð á sama tíma og þau saka stjórnina um að
halda niðri launum stéttanna í landinu. Bæði blöðin ráð-
ast á Kjaradóm fyrir að hafa ekki gengið að 15% kauphækk-
unarkröfum opinberra starfsmanna, og er þeim þó jafn-
Hvað er að gerast?
(NIÐURLAG)
í sunnudagskálfi Tímans 20.
okt. 1963 er birtur úttektar-
reikningur bóndans í Víðidal,
Sigfúsar Jónssonar. Okunnugt
er um dagkaup á þeim tíma, og
þess vegna farið eftir því, sem
algengt mun hafa verið 10 ár-
um síðar, eða 20 aura tíma-
kaupi. Gengið er út frá 10
stunda vinnu 1883, en 8 stunda
vinnudegi 1964. Varan frá 1883
umreiknuð í kílógrömm og verð
lag eftir því. Verður samanburð-
ur þessi að því leyti hagfelldari
VlSNA
BÁLKUR
EGÓ hefur nýlega kveðið:
Öll var Góa yfrið góð
eins og greinir saga.
Þetta væna, fríða fljóð,
fléttaði grænt í haga.
Ehunánuður grettur, grár
greip sér úlpu hríðar,
felldi í byrjun fárleg tár,
fékk á baukinn síðar.
Fagnar morgni hugur hlýr,
heimur virðist fagur.
Kvöldsins ró að baki býr
bjartur, langur dagur.
Og enn kvað hann:
Hvað er ljósið lífsins duldu þrá,
litlu blómi, sem vill þroska ná?
Eins og manni trúin hjartahrein,
hamingjan að bæta sérhvers
[mein.
Þá hefur Sigurður J. Gíslason
gefið okkur upp nöfn á hinum
ókunnu höfundum í síðasta
vísnabálki. Fyrri vísan (Ég er
þrotinn allskonar....) er eftir
Natan Ketilsson (sjá sögu Nat-
ans Ketilssonar), en hin síðari
(Engin bönd ég á mér finn)
eftir Theodoru Thoroddsen.
I bálki þar áður var vísa (Þó
að blási stundum strangt) eftir
Hákon Hákonarson úr 20. rímu
af Reimari og Fal, ort 1832, og
önnur (Beri maður létta lund)
úr Tímarímu Jóns Sigurðssonar
Dalaskálds.
nútíma manninum, að sleppt er
aurum þeim, sem fram yfir eru
krónutöluna í dagvinnukaup-
inu.
Verðlagið 1883 er sem hér seg
ir:
Rúgmjöl 18 aura. Baunir 26
aura. Bankabygg 26 aura. Hrís-
grjón 32 aura. Kaffi, óbrennt
1.20. Sykur 84 aura. Kaffibætir
1,00. Hveiti 1,96. Rúsínur 1,00.
Fyrir dagkaupið fékkst þá 11
kg. 100 gr. af rúgmjöli, af baun-
um 7,692, bankabyggi 7,692,
hrísgrjónum 6,250, kaffi, óbr.
1,538, sykri 2,38, kaffibæti 2 kg.,
hveiti 1,02, rúsínum 2 kg. (Dag-
kaupið 10 stundir á 2 kr.).
Verðlag 1964 er sem hér seg-
ir:
Rúgmjöl kr. 7,00. Baunir, %,
13,00. Bankabygg 6,70. Hrís-
grjón 14,35. Kaffi, brennt, 63,00.
Strásykur 19,25. Kaffibætir
28.20. Hveiti 7,50. Rúsínur 39,00.
Fyrir dagkaupið fæst nú með
8 st. vinnu (dagkaup 257,68).
Af rúgmjöli 36 kg. 714 gr. Baun
um 19,769 kg, bankabyggi 38,358
hrísgrjónum 17,909 kg, kaffi-
4,079, strásykri 13,350, kaffibæti
9-J13 kg, hveiti 34,266, rúsínum
6,580 kg.
Hver og einn getur nú gengið
úr skugga um, hve miklu meiri
dýrtíð herjaði land vort fyrir
rúmum mannsaldri. Verðlag út-
lendu vörunnar nú sýnir í raun
og veru, að hér er engin dýrtíð.
Ef menn annars vilja halda í
dýrtíðardrauginn, er hann
heimatilbúinn. Þjóðin hefir ekki
viljað sníða sér stakk eftir
vexti. En hvað um tímakaups-
stund? Hún er ekki minna en
því engan furða á, þótt verð-
bólgumönnum vaxi ekki í aug-
um, að krefjast lítillar 40%
hækkunar á kaupi, einu sinni
eða tvisvar á ári. Og hver er
kominn til að segja, nema 20
þúsund % markið náist árið
2000.
Nei asninn er kominn inn í
efnahagsherbúðir þjóðarinnar.
Hversu auðvelt verður að koma
honum þaðan, verður framtíð
íslands að skera úr um. Ef til
vill verður það ekki fyrr en
skrifstofumeyjarnar standa aft-
ljóst og hverjum meðalgreindum manni, hvað þar hefði á
eftir komið, enda báðum stjórnarandstöðuflokkunum Ijúft
að vinna þar að, ef með því gæti hillt undir vonir um
stjórnarstóla á ný. En kauphækkunarstefna stjórnarandstöð-
unnar er réttnefnd verðbólgustefna, svo sem hagkerfi okkar
er háttað. Tíminn og Þjóðviljinn (Frjáls þjóð jarmar gjarn-
an með) eru því að snoppunga sína skjólstæðinga, þegar þeir
minnast á dýrtíðarstefnu. Óðaverðbólga er það, sem þessir
herrar þrá af öllum huga, — ekki fyrir það, að slíkt sé
þjóðinni fyrir beztu, heldur pólitískri framtíð þeirra um
nokkurt tímabil, og er þó hætt við, að dæmið sé skakkt
reiknað. Fyrr eða síðar áttar verulegur meirihluti launþega
sig á því, að krónufjöldinn er ekki fyrir ötlu, heldur verð-
mæti hvers penings er hann hefur hánda á milli á hverjum
tíma.
an við kýrrassana með reku í
hendi (samanber útvarpsérindi
formanns B.F.Í., eftir utanför-
ina frægu), eða gerfilýðræði
verði komið á, sem skipar sér,
af ótta, um einn kosningalista.
Vonum að guð forði frá því, en
hjálpi oss inn á aðrar götur. Og
hvað sannar betur en samþykkt
frumvarp allra þingflokkanna,
um launakjörin handa þeim
sjálfum, að þingfulltrúunum
gengur betur að sameinast um
sín eigin mál, en hin svokölluðu
þjóðmál. Af hverju þetta stafar,
verður hver að hafa sína skoð-
un. Hins vegar engin goðgá að
vekja athygli þeirra á þessu, ef
ske kynni, að þeir glöggvuðu
sig á því, bæði á þingi og utan
þinghúsveggj anna.
Eitt með kynlegustu fyt-irbær-
um, sem bæði eru gerð heyrin-
kunn í útvarpi og lesa má um í
blöðum, er hækkun fjárlaga frá
ári til árs. Stjórnin fær oft
óþvegin orð í eyra, fyrir þessa
óspilunarsemi, hjá andstæðing-
unum. Þó leitast þeir við með
tillögum sínum og frumvörpum,
oft og iðulega, að hækka svo
ýmsa gjaldaliði á fjárlögunum,
að þau hljóta að marghækka, ef
allar þær fjárveitingar, sem þeir:
fara fram á, yrðu samþykktar.
Aldrei má fella neitt niður til
gjaldalækkunar, og ekki bæta
við nýjum fjáröflunarleiðum
fyrir ríkissjóðinn. Þegar svo er
komið, er, eing og þingmenn
stjói-nax-andstöðunnar . ha.fi í
raun og veru ekkert meint með
því, sem þeir notuðu til um-
vöndunar. Sjá þó allir heil-
16100% hærri en 1883. Það skal
skyggnir menn, að þegar ríkis-
sjóðnum er ætlað að standa
straum af síauknum kostnaði,
til hins og þessa, að á móti
þui-fa að koma tekjur einhvers-
staðar frá. Margar milliþinga-
nefndir gefa ekki fljóttekinn
gróða, en þær geta komið við
gjaldadálkinn. Séi-hver stjórnar-
andstaða líkist blindum manni.
Hann gerist djarfmæltur vegna
þess, að hann sér ekki áhrif
orða sinna. Andstaðan ófyrir-
leitnari af því að hún ber enga
ábyi-gð á framkvæmdavaldinu,
en sýnir kjósendum sínum á sér
fallegu hliðina. Menn láta oft
glepjast af því, sem fallegt er.
„Oft er flagð undir fögru skinni“
o. s. frv.
Á margt fleira mætti drepa,
sem gefur efni til athugunar.
Að þessu sinni verður látið stað
ar numið. Hitt gefur auga leið,
og gleður samferðamanninn, að
fleirum vii’ðist ástandið ískyggi
legt, samkvæmt erindum út-
vai-psins: „Um daginn og veg-
inn,“ undanfarnar vikui-.
Vér högum oss eins og millj-
ónaþjóð, þótt höfðatalan nái
ekki enn 200 þúsundum. Og
margir sjá að slíkt kann ekki
góðri lukku að stýra.
E. G. Ó.
ÍSLENDINGUR