Íslendingur - 25.06.1965, Qupperneq 1
ÍSLENDINGUR
í> L A1) SJALFSTÆÐISMANNA í NORÐURLA NI) S K J Ö R D Æ M Í EYSTRA
51. ÁRGANGUR . FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1965 . 25. TÖLUBLAÐ
KÍSILGÚRFRAMLEIÐSLAN
HEFST EFTIR 2 ÁR
Undirbúningsframkvæmdir að hefjast
hráefnagæði og framleiðslumögu
leika áður.
DAGANA 16.—19. júní var Magnús Jónsson fjármálaráðherra
sladdur hér nyrðra, og er íslendingur náði tali af honum síðasta
dvalardag hans hér, kvaðst hann hafa átt hingað tvö erindi, sem
\rel hefði fallið saman: Að vera viðstaddur slit Menntaskólans á
Akureyri á 25 ára stúdentsafmæli sínu og heimsækja Mývatns-
sveit vegna fyrirhugaðra framkvæmda við kísilgúrverksmiðjuna.
Og þriðja erindið hefði verið að lialda lýðveldisræðuna, sem hann
hefði ekki kunnað við að neita beiðni þjóðhátíðarnefndar um, þar
sem hann var staddur liér hvort sem var vegna liinna erindanna.
Þá barst tal okkar að kísilgúr
málinu og undirbúningsfram-
kvæmdum í Mývatnssveit.
— Austur að Mývatni fór ég
til athugana vegna fyrirhugaðr-
ar kísilgúrverksmiðju, og át-tum
við Karl Kristjánsson alþingis-
maður, sem er í stjórn „Kísil-
iðjunnar hf.“ tal við landeigend
ur þar um land og lóðir undir
þau mannvirki, sem reisa þarf
í sambandi við framleiðsluna.
Gátum byggt verk-
smiðjuna einir
— Og hver er hinn erlendi að
jli að stofnuninni?
— Það er fyrirtækið John
Manville í Bandaríkjunum,
stærsti kísilgúrframleiðandi
heims, og hafa viðræður við full
trúa þess staðið yfir nokkurn
tíma með hinum jákvæða ár-
angri, en þær viðræður voru
teknar upp eftir að hollenzka
fyrirtækið AIME lýsti því yfir,
að það treysti sér ekki til þeirr
ar aðildar að byggingu og
rekstri kísilgúrverksmiðju í
félagi við íslendinga, sem upp-
haflega var gert ráð fyrir. Og
ég tel rétt, að það komi fram,
að ástæðan fyrir því að leitað
Mikið að gera hjá Ú.A.
HEITA má, að það sem af er
þessum mánuði hafi verið sleitu
laus vinna í hraðfrystihúsi Út
gerðarfélags Akureyringa, og
hefur aflann borið svo brátt að,
að orðið hefur að selja lítillega
af honum til Dalvíkur. Landan-
ir í júnímánuði eru orðnar 8 og
tveir togarar væntanlegir næstu
daga. Síðustu landanir eru þess
ar: 18. júní Kaldbakur 144,9
tonn, 22. júní Harðbakur 114,9
tonn, og í gær kom Svalbakur
með oa 180 tonn.
var erlendrar aðildar að þessu
fyrirtæki var ekki sú, að íslend-
ingar hefðu ekki sjálfir og ein-
ir getað komið verksmiðjunni
upp heldur sú, að markaður fyr
ir framleiðsluna er mjög þröng-
ur, og hafa ýtarlegar markaðs-
athuganir leitt í ljós, að reyn-
ast mundi mjög erfitt og kostn-
aðarsamt, ef ekki óviðráðanlegt
fyrir verksmiðjuna, að byggja
upp sjálfstætt sölukerfi með
þeirri tækniþjónustu, sem óum
flýjanlegt er talið að veita þurfi
kaupendum vörunnar.
Undirbúningur
hefst í sumar
—- Er ekki mikil þörf sérfræð
inga við undirbúninginn.
— Jú, en við höfum sjálfir
átt á að skipa sérfræðingum til
athugunar á botnleir Mývatns,
þeim Tómasi Tryggvasyni jarð
fræðingi og Baldri Líndal efna-
verkfræðingi. — En auk þess
dvelja nú þrír jarðfræðingar
frá hinum erlenda meðeiganda
til að kynna sér gæði hráefnis-
ins, enda leggja þeir aldrei út í
slík fyrirtæki, nema að þess eig
in sérfræðingar hafi kynnt sér
Ðæluprammi og
leiðslur
í sumar er gert ráð fyrir að
pramminn,sem dæla á botnleirn
um, verði fenginn á vatnið og
leiðslur lagðar úr honum í land,
fyrst 500 m. leiðsla að dælustöð
í landi og síðan 3000 m. leiðsla
að verksmiðjuhúsinu, en dælu-
stöðin verður reist við svonefnd
an Helgavog í landi Reykjahlíð
ar. Er þegar farið að grafa fyrir
húsinu. í haust er ráðgert að
dælingin geti hafizt, en á næsta
sumri bygging verksmiðjuhúss-
ins, og gæti þá framleiðsla haf-
izt sumarið 1967. Gert er ráð
fyrir 12 þús. tonna ársfram-
leiðslu en tillit tekið til stækk-
unarmöguleika við byggingu
verksm iðj unnar.
Suniarbúðir KFUM og K við Hólavaln
þ.m. að viðstöddu fjölmenni.
Eyjafirði voru vígðar 20.
Ljósm.: G. P. K.
Sumarbúðir vígðar
SUMARBÚÐIR KFUM og K
við Hólavatn í Eyjafirði voru
vígðar sl. sunnudag í fögru veðri
og að viðstöddu meira fjölmenni
en búðirnar rúmuðu.
Vígsluathöfnin hófst með
sálmasöng, síðan bauð Björgv-
in Jörgensson kennari, formað-
ur KFUM á Akureyri, gestina
velkomna og lýsti dagskrá. Frú
Sigríður Zakaríasdóttir flutti
bæn, frá Hanna Stefánsdóttir
(form. KFUK) stutt ávarp og
þakkaði gjafir, er heimilinu
höfðu borizt. Þá flutti Björgvin
Jörgensson erindi og lýsti þar
fyrirhuguðu starfi sumarbúð-
anna, en Helga Magnúsdóttir
úr Reykjavík söng sálm, og
milli dagskráratriða v’oru sálma
lög sungin.
Þá fluttj sr. Bjarni Jónsson
vígslubiskup aðalræðuna við
þessa athöfn og vigði staðinn,
en gestir risu úr sætum á með-
an hann flutti vígsluorðin.
Að vígslu lokinni tóku ýmsir
gestir til máls, og afhentu sum
ir gjafir, en að lokum var sezt
að kaffidrykkju í boði eigenda
sumarbúðanna.
Gerðu alltaf eitthvað, sem þú
tekur ekki peninga fyrir”,
sagði skólam., Þórarinn Björnsson, við skólaslit
MENNTASKÓLANUM á Akureyri var slitið i 85. sinn í Akureyr-
arkirkju 17. júní sl. þar sem athöfnin rúmaðist ekki á Sal. — Að
þessu sinni voru brautskráðir 92 síúdentar, cn þrír eiga ólokið
prófum, 49 úr máladeild en 46 úr stærðfræðideild. — Kennarafund-
ur samþykkti í vetur áskorun til ríkissíjórnar og Alþingis um úr-
bætur og fjárframlag á næstu fjárlögum og hefur menníamálaráð-
herra tekið mjög vel í það mál og skipað nefnd til að gera tillögur
um staðseíningu húsa á skólalóð M.A.
Hér er ekki rúm til að rekja
ræðu skólameistara, Þórarins
Björnssonar, sem skyldi, enda
hefur hennar verið getið ýtarl.
annars staðar, heldur verður
stiklað á stóru:
í vetur voru í skólanum 452
nemendur í 17 deildum, þar af
Frá Reykjahlíð við Mývatn. Hverfjall í baksýn. Á þessum slóðum verður hin fyrirhugaða kísilgúr-
verksmiðja. Ljósm.: Karl Hjaltason.
í 3. bekk 140 í 5 deildum. Stúlkur
voru 153 eða náiega V2 nemenda.
Akureyringar voru 107, aðrir
Norðlendingar 136, af Vestfjörð
um 57, Austurlandi 46, Reykja-
vík og nágrenni 45, af Suður-
landi 33 og Vesíurlandi 24. Flest
ir nemendur voru úr þorpum
og kaupstöðum, en mjög fáir úr
sveitum.
í heimavist bjuggu 175 og 280
borðuðu í mötuneytinu. Áætlað
ur kostnaður (fyrir fæði og
þjónustu) var 1800 kr. á mánuði
fyrir pilt og Va minna fyrir
stúlku. Um 100 nýnemar hafa
sótt um heimavist, en aðeins
verður unnt að taka 40.
Fastakennarar voru 15 að
skólameistara meðtöldum og
(Framhald á blaðsíðu 6).
Danska úrvalið
leikur á Ák.
A LAUGARDAGINN verður
knattspyrnuleikur milli sjá-
lenzka úrvalsliðsins og í. B. A.
háður hér á íþróttavellinum, en
ekki var enn ákveðið, hvenær
hann hæfist, þegár blaðið fór í
prentun.