Íslendingur


Íslendingur - 25.06.1965, Blaðsíða 2

Íslendingur - 25.06.1965, Blaðsíða 2
RITSTJOR! HREIÐAR JONSSON AKUREYRINGAR voru í slak ara lagi í leiknum við KR á sunnudaginn, en lélegir voru þeir alls ekki. KR-Iiðið er sterkt og að auki voru þeir heppnir — eða okkar menn slysnir, — ann að markið, og það, sem úrslitum réði, var næsta ódýrt, en ég ætla, að það hafi einkum gert út um leikinn. Ljóst var, hvílík ur sjónarsviptir er að Jóni Stef- ánssyni. Leikurinn hófst með miklum hraða, meiri en liðin réðu með góðu móti við. KR-ingar höfðu unnið hlut- kestið og léku undan golunni á suðurmarkið. Þeir voru þegar meira í sókn, og á 7. mínútu var Samúel (Jóhannsson, ekki Gústafsson, eins og þrásinnis má lesa í sunnanblöðunum. S.G. er skíðamaður á ísafirði), vel og þó naumlega. Andartaki síð- ar fær Gunnar Felixson frið til að skjóta, boltinn snertir varn- armann lítillega og flýgur í mark rétt innan við stöng. Á 25. mín. tekur Valsteinn ■ horn mjög laglega, og boltinn boppar á slánni. Nokkrar fleiri homspyrnur í hálfleiknum, en engin stórtíðindi. Akureyringar sækja sig, en tekst ekki að jafna. Síðari hálfleikur hefst með á- kafri sókn Akureyringa, og nú á sýnilega að jafna. Á 2. mín. kemur gott skot frá Kára, en Heimir ver. Fimmtu mínútu tekur Valsteinn enn ágætt horn, Kári upp og skallar, en hárs- beridd utan við. KR-ingar ná fyrsta upphlaupinu á 7. mínútu en Samúel ver glæsilega. Enn harðnar sókn Akureyringa og Kári tekur hvert hornið á fætur öðru, en vöm KR-inga er pott- þétt. Og svo kemur slysið. Skot ið er áleiðis að marki Akureyr- inga. Samúel er í þann veginn að grípa, en vindurinn hægir ferð boltans, Samúel missir HANDKNATTLEIKUR KVENNALIÐ Völsunga frá Húsavík í meistaraflokki kom í heimsókn sl. sunnudag, og lék einn leik við meistaralið ÍBA. Fóru leikar þannig, að lið ÍBA sigraði með 7 mörkum gegn 2. Á þriðj udagskvöld fóru svo tveir flokkar frá ÍBA til Húsa víkur. Voru það 2. og meistara flokkar kvenna, léku þeir við lið Völsunga. Sigruðu Völsung ar í 2. fl. með 4 gegn 1. Lið ÍBA sigraði aftur á móti í meistara- flokki með 5 mörkum gegn 2. með 50% hann fyrir fætur Baldvins mið herja, og leiðin í mark er opin. Að fá. þetta mark á sig eftir 12- mínútna sleítulitla sókn er áfall, sem Akureyrarliðið þolir ekki. Sóknin fjarar út, en KR- ingar fara sér að engu óðslega og vilja tryggja sér sigurinn. — Þegar 5 mín. eru eftir tekst Bald vin að brjótast í gegn og skora. Var það ágæta vel gert, enda mun hann nú einhver skæð- asti miðherji á landinu. Akureyr ingar þurftu þó ekki að þola 3:0, því rétt fyrir leikslok var Val- sieini brugðið nálægt KR-mark inu. Magnús Jónatansson skor aði örugglega, og fengu Akur- eyringar þar svolitlar sárabæt- ur. — KR-liðið var vissulega betra og hefði að mínum dómi átt að sigra með eins marks mun. Liðið er mjög gott sem heild og þá ekki sízt framlínan. Af Akureyringunum var Val- steinn beztur og sýndj afar skemmtileg tilþrif, einkum í fyrri hálfleik. Eins og sjá má af stigatöfl- unni eru liðin í 1. deild óvenju- lega jöfn og geta Akureyringar t.d. hvort sem er fallið niður eða orðið íslandsmeistarar. Ætli við greiðum ekki fremur at- kvæði í síðari áttina. G. Sí ldarverksmið j a mál máianna á Dalvík Spjallað við Einar Flygenring sveitarstjóra 17. júní mótið á Akureyri Reynir Hjartarson vann afreksbikarinn SEINNI hluti 17. júní mótsins fór fram 17. júní og var þá liður í hátíðarhöldunum. Reynir Hjart arson vann bezta afrek mótsins, hljóp hann 100 m á 11,5 sek sem gefa 737 stig. Fyrir bezta afrek er veittur Olíubikarinn, og er þetta er í þriðja sinn, er Reynir hlýtur bikarinn. Meðal góðs ár- , angurs njá nefna hlaup sveitar KA í 1000 m boðhlaupi. ÚRSLIT: 100 m lilaup sek. Reynir Hjartarson Þór 11,5 Þóroddur Jóhannss. UMSE 11,5 Spjótkast metrar Ingi Árnason KA 52,81 Björn Sveinsson KA 46,60 Hástökk metrar Jóhann Jónsson UMSE 1,65 Reynir Hjartarson Þór 1,65 Sig. V. Sigmundsson UMSE 1,65 1500 m hlaup mín. Baldvin Þóroddsson KA 4,30,0 Vilhj. Björnsson UMSE 4,35,5 Reynir Hjartarson 1000 m boðhlaup min. Sveit KA 2,08,2 Sveit UMSE 2,09,2 Á DALVÍK þurfum við fyrst og fremst . verksmiðju, er vinnur bæði síld og annan siávarafla, sagði Einar Flygcnring í viðtali við Islending í gær. Hér eru nú þrjú síldarplön, en ekki er þó að búast við því, að mikil síld berizt hingað til söltunar, þar sem flytja verður allan úrgang til Hjalteyrar og skipin geta ekki landað öllum afla sínum hér. Þessvegna er síldarverk- smiðja mál málanna hér á Dal- vík. — Þess má geta, að nú í þessari viku er Gísli Halldórsson verkfræðingur væntanlegur liingað til að athuga alla stað- hættj í sambandi við slíka verk smiðju. — Er mikið um framkvæmd ir á Dalvík? — Það er nú unnið að því að Ijúka við átta íbúðarhús, en byrjað hefur verið á tveim nýj- um. Einnig er haldið áfram við íþróttahúsið. Þá hefur komið fram sú hugmynd að reisa hér heimavistarskóla, sem yrði þá fyrir næstu byggðarlög, en eng in ákvörðun hefur verið tekin enn. SI. haust var borað eftir köldu vatni og varð árangurinn mjög góður. Ákveðið hefur verið að reisa í sumar 250 tonna vatns- tank og ef fjármagn -leyfir verð ur einnig reist dælustöð og ann ar útbúnaður, sem til þarf. — Hvernig hefur verið um atvinnu á Dalvík? — Ástandið var mjög slæmt í vetur vegna lélegra aflabragðá fyrst og fremst, en þó. rættist heldur úr, þegar leið fram á vorið vegna hrognkelsaveið- anna. í sumar verða fjórir til fimm bátar gerðir út á dragnótaveiðar héðan og eru sumir þeirra þegar byrjaðir. Afli hefur verið sæmi legur, en töluvert mikið er af flatfiski. — Er ekki mikill áhugi á, að iðnaður rísi upp á Dalvík? — Jú, ég mundi álíta það mjög æskilegt fyrir staðinn, en nálægð hans við Akureyri veld ur því, að við eigum erfitt upp dráttar nema þá helzt í sam- bandi við sjávarútveg og land- búnað. Má í því sambandi benda á, að öll mjólkurframleiðsla í nágrenni Dalvíkur er nú flutt til Akureyrar, þótt að ýmsu leyti væri hagkvæmara að hafa mjólkursamlag staðsett hér til að komast hjá hinum miklu mjólkurflutningum héðan og svo hingað aftur til neyzlu. H.BI. Hafíslnn fafði m nokkra daga Vopnafirði 22. júní. Hér hófst sildarbræðslan 9. júní, og hafa þegar verið brædd um 60 þús. mál, en hafíshroði tafði fyrir um þriggja daga skeið, að skip AKUREYRARMET í KRINGLUKASTI 39.62 m. Á ÆFINGAMÓTI KA sl. mánu dag setti Ingi Árnason, KA, nýtt Akureyrarmet í kringlukasti, 39.62. Eldra metið átti Óskar Ei ríksson, og var það 39,57 m sett árið 1952. Kastsería Inga var mjög góð, eða 5 köst yfir 38 m. Á sama móti kastaði Ingi spjót inu 46,70 m og hljóp 200 m á 24,5 sek. í sveinaflokki var hlut skarpastur Halldór Matthíasson KA, og kastaði hann kringlunni 31,24 (kv.kr.) og spjótinu 34,97 m. Ingi er þegar orðinn mjög fjöl hæfur kastari og miklar líkur til, að hann verði fyrstur Akur- eyringa til að kasta kringiunni yfir 40 metra. Úr knattspyrnuleik blaðanianna og leikara á íþró-tasvæðinu 17. júní. Vilhjálniur, Ilalldór Blöndal (á fjórum fótum), Jón Ing., Hafsteinn, (Jón Sam í milli þcirra). Aftast Gísli Jónsson. — Hættulegl augnablik. Ljósm.: Karl Hjaltason. kæmust hingað inn með tæki í verksmiðjuna, er vantaði til þess, að hún gæti hafið starf- semi. Strax og hún gat tekið til starfa fylltust þróarrými hennar, og hefur síðan verið brætt dag og nótt. Söltun hófst sl. sunnudag, og var þá saitað á 3 plönum, milli 5 og 6 hundruð tunnur. Voru um 50% af þeirri síld, er hingað bárust, söltunarhæft. Hér hefur verkalýðsfélagið auglýst eigin kauptaxta, sam- hljóða þeim, er auglýstir hafa verið í Neskaupstað og á Breið dalsvík, og er unnið eftir þeim taxta til að byrja með. Sj. Saltað á Ólafsfirði Ólafsfirði, 24. júní Fyrsta síld- in lil söltunar kom til Ólafsfjarð ar á þriðjudag og var það Sig- urður Bjarnason, sem kom hing að með 1200 mál. Af því voru saltaðar 400 tunnur, en afgang urinn fór í bræðslu. í gærkvöldi kom ITeimir með 1200 mál og var töluvert af því saltað, Þor- leifur með 400 tunnur í salt og í dag er verið að salta úr Ólafi Magnússyni og Oddgeir. í sumar verða starfræktar hér þrjár söltunarstöðvar eins og að undanförnu og hafa þær allar fengið síld til söltunar. ÍSLENDINGÚ?

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.