Íslendingur


Íslendingur - 25.06.1965, Qupperneq 8

Íslendingur - 25.06.1965, Qupperneq 8
40 ÞÚSUND MÁL TIL HJALTEYRAR Hjalteyri, 24. júní. Hingáð hafa borizt rúm 40 þús. mál og bræðslu lýkur á föstudag. Flutn ingaskipið er komið til landsins en dæla og skiixúm í lestar | vexða sett í það í naestu vtku. Frá þjéðhátiðabeMuBHm á Akureyri 17. júní. Meiri mannfjöldi.hefur þar vart verið saman kominn áður. — Ljósm.: Karl Hjaltason. FRÁ BÆJARSTJÚRN Bænum berst stórhöfðingleg gjöf. - Afsal fyrir Davíðshúsi - Kvöldsöluleyfi til 23.30 fellt Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI sl. þriðjudag var lagt fram bréf frá Stefáni Jónssyni eiganda Elliheimilisins í Skjaldarvík, þar sem han býður Akureyrar bæ að gjöf jarðirnar Syðri- og Ytri-Skjaldarvík, með allri á- höfn búanna á jörðunum og véla kosti, svo og Elliheimilisbygg- inguna með þeim skilyrðum þó, að þar verði rekið elliheimili á- fram eða önnur líknarstarfsemi. Hér er um að ræða stórhöfð- inglegt boð, þar sem báðar jarð irnar eru vel hýstar og myndu ásamt elliheimilisbyggingunni verða taldar nokkurra milljóna virði, aniðað við söluverð og byggingarkostnað húsa í dag, auk þess sem bústofn og vinnu vélar eru mjög mikils virði. Samþykkt var í bæjarstjórn með 11 samhljóða atkvæðum að taka þessu höfðinglega boði, og síðan gerð svofelld ályktun, sam þykkt samhljóða: „Jafnframt því að veita við- töku framlögðu gjafabréfi flyt- ur bæjarstjóm Akureyrar gef- andanum, Stefáni Jónssyni Skjaldarvík, beztu þakkir fyrir þessa stór-rausnarlegu gjöf. Lýs ir bæjarstjórn Akureyrar því yfir, að hún muni veita eignun um viðtöku 1. október n.k. og verða við þeim óskum gefanda, sem fram koma í gjafabréfinu". í umferðamálum var samþykkt að setja biðskyldumerki á horn Brekkugötu og Strandgötu við Landsbankahornið og Hafnar- strætisumferð fengi íorgangs- rétt fyrir Brekkugötu sem haft hefur þann rétt áður. Þá var á sama fundi skýrt frá því, að borizt hefði afsal fyrir húseigninni Bjarkarst. 6 (Dav- íðshúsi), sem framkvæmda- nefnd Davíðssöfnunar hefði af- hent bæjarráði. Það mál sem einna mest var rætt, var um kvöldsöluleyfi verzlana, þ. e. hve lengi fram á kvöld skyldi leyfa að hafa opið. Um þetta mál hafði bæjarráð gert svofellda ályktun: 1. „Meirihluti bæjarráðs legg- ur til, að reg.ur um afgreiðslu tíma verz'ana á Akureyri verði endurskoðaðar, og verði þeirri endurskoðun lokið fyr ir 1. sept. n.k. — Kosnir verði 3 bæjarfulltrúar í endurskoð- unarnefnd ásamt bæjarfógeta og bæjarstjóra. 2. Jafnframt leggur meiri hluti bæjarráðs til, að þeim sem hafa fengið útgefin kvöldsölu leyfi, verði leyft að hafa op- ið til kl. 23.30 á opnunardög- um til 1. október n.k.“ Einn bæjarráðsmaður, Ingólf ur Ámason, óskaði bókað, að hann væri andvígur þessari af- greiðslu málsins. Út af þessu máli urðu nokkur orðaskipti milli Ingólfs Árna- sonar og Stefáns Reykjalíns, en hann hafði á sínum tíma verið mjög harður gegn veitingu (Framhald á blaðsíðu 6). „Fjallkonan", Steinunn Stefáns- dóttir stúdent frá M.A. 17. júní, flytur ávarp á Ráðhústorgi. — Þjóðháiíðin á Akureyri 17. júní Hátíðahöldin tókust hið bezta - Engin ölvun HÁTÍÐAHÖLDIN hér á Akur- eyri 17. júní fóru fram í ágætu veðri og var þátttaka í- þeim ó- venjulega mikil, einkum á í- þróttasvæðinu. — Hófust þau skömmu eftir hádegi á Ráðhús torgi með leik lúðrasveita og guðsþjónustu, er sr. Birgir Snæ- björnssoh annáðist með söng kirkjukórsins, Fjallkonan flutti ávarp í ljóðum (Steinunn Síef- ánsdóttir nýstúdent), Geysir skemmti með söng, svo og Jó- hann Konráðsson og Kristinn Þorsteinsson. Þá var gengið í skrúðgöngu út á íþróttasvæði bæjarins, en margt manna var þá komið í brekkurnar og stúkuna ofan við völlinn. Þar flutti Magnús Jóns son fjármálaráðherra lýðveldis ræðu, en Sigurður Guðmunds- son (nýstúdent) minntist Jóns Sigurðssonar. Lúðrasveit Akur eyrar lék, ungar stúlkur sýndu fimleika, síðari hluti 17.-júní mótsins fór fram og blaðamenn og leikarar kepptu í knatt- spyrnu. Dýrasýning var sunnan við íþróttasvæðið, sem börnin sóttu hundruðum saman. Sérstök barnasamkoma fór fram á Ráðhústcrgi kl. 5—5,30 og almenn kvöldsamkoma á sama stað að venju. Var þar margt til skemmtunar og að- sokn all-mikil. Að lokum var dansað á torginu. Tókust hátíða höldin hið bezta og sá vart ölv- un á manni fremur en fyrri þjóð hátíðadaga. Formaður þjóðhátíðarnefndar var Hermann Sigtryggsson íþróttafulltrúi, og má hann vel una sínum hlut. 75 ára tvíburar Björk, 23. júní: Tíðin sl. viku var mjög köld og þurrviðrasöm, hitastig sérlega lágt suma daga og við frostmark um nætur. Grasspretta er mjög hægfara og sláttur ekki almennt hafinn. Hafnar eru framkvæmdir við væntanlega kísilgúrverksmiðju. Jarðýta er búin að grafa fyrir dæluhúsi við Helgavog, og ver ið er að jafna undir ,þar sem leggja á leiðslur frá dælustöð- inni að verksmiðjustað. Áður hefur þess verið getið, að tvíburasystkinin, Jón Gauti Pétursson á Gautlöndum og Hólmfríður Pétursdóttir á Arnarvatni áttu 75 ára afmæli þann 17. des. sl. Þann dag var ekki hægt að koma þ.ví við að mrnnast þess með samkvæmi, en sl. sunnudag, 20. júní, buðu þau systkinin Mývetningum, svo og frændum, vinum og venzlafólki til stór-glæsilegs mannfagnaðar heima á Gaut- löndum í tilefni þessara merku tímamóta. Veitt var í geysi- stóru tjaldi. Voru þær veitingar allar með hinum mesta rausnar- og myndarbrag. Til borðs munu hafa setið um 300 manns. Fjöl- margar ræður voru fluttar og flestar vafalaust mjög góðar. Þá var mikið sungið af hjartans lyst undir öruggri og fimlegri stjórn. Var þetta í alla staði hin ánægjulegasta stund og þeim er að stóðu til hins mesta sóma. Mjög kom það fram hjá þeim, er til máls tóku, hversu mikilla vinsælda og trausts þau systkini hafa notið meðal samferðafólks ins, ekki aðeins hér í sveitinni, heldur og víðar. Á Jón Gauta hafa hlaðizt hin margvíslegustu trúnaðarstörf, sem hann hefur rækt af mikilli samvizkusemi. Hann hefur m.a. verið oddviti J Skútustaðahrepps í 46 ár og er enn. Kvæntur var hann Önnu Jakobsdóttur frá Narfastöðum í Reykjadal, hinni ágætustu konu, sem látin er fyrir allmörg um árum. Eignuðust þau mynd arleg og vel gefin böm, og eru barnabörn þeirra nú orðin 10. Jón Gauti hefur búið rausnar- búi á Gautlöndum og bætt jörð sína mjög, svo og hús. Hefur nú sonur hans, Böðvar, tekið við jörðinni. Hólmfríður á Arnarvatni varð síðari kona Sigurðar Jónssonar skálds. Er hann látinn fyrir nokkrum árum. Þau Sigurður og Hólmfríður eignuðust mynd arlegan hóp barna, og eru sum þeirra orðin vel þekkt. Barna- börnin eru nú fjölmörg orðin. Hólmfríður á Arnarvatni er mörgum kunn fyrir ágæt störf, varðandi menningar- og félag- mál kvenna. Hefur hún eflaust oft orðið að fórna miklum tíma, enda þótt hún hafi haft fyrir stóru heimili að sjá. Ber að þakka þeim systkinum, Jóni Gauta og Hólmfríði fyrir ágæt störf í þágu þessarar sveitar og óska þeim og fjölskyldum þeirra gæfu og gengis á ókomnum ár- um. K.Þ. SÓLTUNARSÍLD TIL DALVÍKUR SÍÐAST liðinn þriðjudag kom Loftur Baldvinsson til Dalvík ur með rúmar 200 tunnur og upp úr því söltuðust 128 tunnur, en afgangurinn var fluttur til Hjalteyrar. Á miðvikudagskvöld kom Hrönn með 60 tunnur til söltunar og í gær, fimmtudag, kom Þórður Jónasson með 1000 tunnur til söltunar á plön Sölt- unarfélags Dalvíkur og Múla hf. ÍSLENDINGUR 51. ÁRG. . FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1965 . 25. TBL.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.