Íslendingur


Íslendingur - 25.11.1965, Blaðsíða 2

Íslendingur - 25.11.1965, Blaðsíða 2
(Framhald af blaðsíðu 1.) uðum með notkun hinna nýj- ustu lyfja gegn sjúkdómnum. Segja má, að berklar finnist varla orðið á skýrslum sem dán- arorsök. Það er þá helzt gamalt fólk, sem verið hefur berkla- veikt frá ungum aldri og hin nýju lyf hrífa ekki á, en þó komá þar til- aðrir meðvirkandi sjúkdómar. HEILSUVERNDARSTÖÐIN — Hvað getið þér sagt okkur af starfsemi heilsuverndarstöðv- arinnar? — Hún starfar reglulega, og má segja, að aðsókn að henni sé nokkuð jöfn. Berklavarnarstöð- in hefur mjög lítið að gera nú orðið hjá því sem áður var, en eftirlit með þunguðum konum og ungbörnum er talsvert mik- ið, og hefur áreiðanlega veru- lega þýðingu, þegar vel tekst með starfsfólk stofnunarinnar eins og hér. LÚSIN BÚIN AÐ VERA — Mættum við svo biðja um fréttir af skólaskoðuninni? Hvaða kvillar koma þar helzt fram, og hvað líður þrifnaðin- um? — Skólaskoðunin er vaxandi verkefni vegna fjölgunar skóla og nemenda. En það get ég strax sagt, að hún er orðin ánægju- legri en á fyrstu árum mínum hér, og þá fyrst og fremst fyrir aukinn þrifnað, sem m. a. kann að stafa af bættum lífskjörum fólks og rýmra húsnæði. Það er mjög mikilsverð framför í al- mennum þrifnaði, að lús eðá fló sést nú hvergi, sem við háðum áður áratuga baráttu við með seinfærum árangri. Kláði, sem nokkuð bar á á stríðsárunum 1940—43, er nú algjörlega horf- inn. Helztu líkamleg vandkvæði ó skóla-æskunni nú eru sjóngall - FRÁ SIGLUFIRÐI ar, seni' eihkum ber á hér í Menntaskólanum og þó raunar miklu víðai^ en auk þess ber nokkuð á hryggskekkju og ilsigi hjá unglingum. Að öðru leyti verður - að telja heilsufar og líkamsþroska bárna og unglinga hafa farið rrfjög batnandi á síð- ari árum, og er það ánægjuleg staðreynd. -ÞANKABROT (Frámhald af'blaðsíðu 4). strax, ef mikið sér á dömunni: Ólétt, einkunn 10. Starfsaldur íslenzku konunn- ar er þannig miklu lengri en nokkurrar' annarrar kynsystur hennar. Það er einróma álit allra, að íslenzka konan sé kvenna feg- urst og jafnframt að hún noti fegurð sína vel og sjálfri sér og öðrum til yndisauka". Gjafir eru yður gefnar, má hér um segja. Úr tillögu Jóns Ingimarsson- ar í bæjarstjórn: „En þar til varanleg lausn fæst á þessu vandamáli, verði eftirlit með öskuhaugunum auk ið, og þess vandlega gætt, að óþef og reyk leggi ekki frá haug stæðinu....“. Já, það er nú það. Með hverju móti verður það gert? A: Ég var að heyra að þú værir hættur að drekka. B: Já. Það er nokkuð til í því. A: Og hvað kom til? B: Efnahagsmál, fjölskyldu- mál og heilbrigðismál. „. . .. Þjóðmálaskoðanir og tengdir við forráðamenn hafa EKKI ÓSJALDAN skipt meira. máli.... “ (Framhald af blaðsíðu 8). þ. m., og vinna við hana um 40 manns. Smíðaðar eru um 500 tunnur á dag. Verkstjóri er Rögnvaldur Sveinsson. Járn- klætt stálgrindahús fyrir fram- leiðslu verksmiðjunnar er ný- lega fullbúið, en það á að rúma um 80 þús. tunnur. Skarðið er nú lokað, en hefur haldizt akfært lengur fram á veturinn en oftast áður. Hér í bænum er aðeins snjóföl og ak- fært um hann allan. Ung húsmóðir hér í bæ, Halla Haraldsdóttir, hélt nýlega sýn- ingu á mosaikmyndum og mál- verkum í Æskulýðsheimilinu. Var sýningin dável sótt og vakti aðdáun þeirra, er sáu. S. F. (Garðar Þorsteinsson í Mgbl. 17. nóv.) Hvenær skyldu menn venjast af því að'nóta þetta óþarfa orða samband „ekki ósjaldan", sem oft gefur annað í skyn en not- andinn meinar, en nota í þess stað „sjaldan" eða „ekki oft“? Og í fréttum útvarpsins þann hinn sama dag er sagt frá því, að enn hafi menn úti í heimi TÝNT LÍFI (tabt livet), og virð ist útvarpið hafa sérstakt dálæti á þessu danska orðasambandi, þegar sagt er'frá mannsköðum, í stað þess að menn .farast við slík tækifæri (eSa-láta lífið, sem er skárra en að týná því, s.b. líflát). FJALLVEGIR AUSTUR UM ILLFÆRIR FRÁ ÞVÍ UM miðja síðustu viku hefur flesta daga snjóað meira og minna í logni hér í bæ og næsta nágrenni, en að því er fréttir herma, hefur snjó- koma verið minni í útsveitum og einnig inn til dala. í fyrra- dag gerði nokkurn kalda, og fór þá lausamjöllin að hlaðast sam- an í skafla og torvelda umferð. í viðtali við yfirverkstjóra Vega gerðar ríkisins hér í gærmorg- un kvað hann allar samgöngur á vegum í nágrenni bæjarins í sæmilegu horfi og eins suður- leiðina um Öxnadalsheiði. Hins vegar væri stórum bílum, hvað þá öðrum, illfært austur um, hvort heldur sem farið væri um Vaðlaheiði eða Dalsmynni. Þá kvað hann vinnu vera hætt Við Múlaveg, og síðustu tækin þar flutt hingað í fyrra- dag. ELDUR í HÚSI í FYRRADAG var slökkviliðið kvatt að Lögmannshlíð 6 (Liltu hlið) í Glerárhverfi vegna íkviknunar. Var talsverður eld- ur í húsinu, er að var komið, og varð að rjúfa þakið til að kom- ast fyrir hann. Miklar skemmdir urðu á hús- inu. - KIRKJUAFMÆLIÐ (Framhald af blaðsíðu 8.) að Hótel KEA, en að henni lok- inni hófst hátiðarsamkoma í kirkjunni. Þar flutti formaður sóknarnefndar, Jón Júl. Þor- steinsson, ávarp, kirkjukórinn söng, Jakob Tryggvason lék ein leik á orgelið. Unnur Halldórs- dóttir diakonissa flutti erindi um líknarþjónustu í kirkjusöfn uðum (en hún á að vígjast til þjónustu í kirkjunni á sunnu- daginn kemur), og Edvard Sig- urgeirsson sýndi nokkra þætti úr kvikmynd, sem hann er að taka fyrir Akureyrarkirkju. Lauk samkomunni með bæn og blessun sr. Birgis Snæbjörns- sonar. I Ólafur Kvaran látinn I ÓLAFUR KVARAN ritsíma- stjóri í Reykjavík, lézt 19. þ. m. í Landsspítalanum. Hann var fæddur að Breiða- bólsstað á Skógarströnd 5. marz 1897, sonur séra Jósefs Hjör- leifssonar og konu hans Lilju Ólafsdóttur. Ólafur var kvænt- ur Elísabetu Benediktsdóitur, er lézt árið 1958. Börn þeirra eru Jón símritari á Brú í Hrúta firði, Karl listmálari og Elísa- bet gift Þorvaldi Garðari Kristj- ánssyni alþingismanni. Ólafur lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1914. Lærði símritun þar 1915 og gerðist símritari á Seyðisfirði, en var skipaður símastjóri á Borðeyri 1924 og ritsímastjóri í Reykjavík 1928. Þegar hann lézt hafði hann að baki hálfrar aldar starf hjá Landssímanum og er sá starfs- aldur sjaldgæfur hjá starfs- mönnum ríkisins. Ólafur var einn af traustustu starfsmönnum Lándssímans, - SKÓLAHEIMSÓKN (Framhald af blaðsíðu 8). — Auk mín eru 7 fastir kenn arar, 4 við barnafræðsluna og 3 við miðskólann. Auk þess tveir stundakennarar. Kennaraskort- ur er hér sem víðar, og hefur lengi verið, og enn ekki unnt að ráða það sem þyrfti af kenn- urum með fullum réttindum. — Og þú leggur í skólaferð í skammdeginu. Er það ekki nokk uð mikil bjartsýni? — Nei, það held ég ekki. Það má heita sumarfæri. Við vorum 3 tíma frá Blönduósi og hingað með lítilli viðdvöl í Varmahlíð. Vona, að nemendurnir hafi gott gagn af för þessari, enda hópn- um alls staðar vel tekið. sem unnið hafa að þróun hans á liðnum áratugum. Hann var í eðli sínu hlédrægur maður, sem ekki var um að trana sér fram, en þeir, sem með honum unnu, vissu, að hann fylgdi ætíð vel eftir þeim málum, sem hann taldi að fram þyrftu að ganga, enda áthugull maður- og tillögu- góður. Með Ólafi er genginn einn af elztu og beztu starfsmönnum Landssímans og mun hans lengi minnst af virium hans og samferðamönnum. Gunnar Schram. DIESELVÉLASÝNING DAGANA 20. og 21. nóvember sl. héldu Dráttarvélar h.f. sýn- ingu á Perkins dieselvélum í bíla, báta og vinnuvélar. Á sýn- ingunni, sem haldin var í húsa- kynnum Véladeildar KEA, voru sýndar ýmsar gerðir framan- greindra dieselvéla. Sölufulltrúi Dráttarvéla h.f., Vilhjálmur Pálmason, ásamt deildarstjóra Véladeildar KEA, Þórgný Þórhallssyni, gáfu gest- um ýtarlegar upplýsingar um vélarnar og Perkins-verksmiðj- urnar, sem eru stærstu fram- leiðendur heims á dieselvélum í stærðunum 20—170 hestöfl. Það, sem fyrir Dráttarvélum h.f. Vakti, er umboðið var tekið fyrir Perkins vélunum, var að geta boðið hér á landi dieselvél- ar, sem uppfylltu ströngustu kröfur, sem gerðar eru til slíkra véla, en sem jafnframt væri hægt að bjóða á hagstæðu verði. Dagleg framleiðsla Perkins verksmiðjanna er 1500 vélar. Verksmiðjurnar eru staðsettar í Peterborough á Englandi. JÖRÐ TIL SÖLU GARÐUR II í Ólaísfirði er til sölu og laus til ábúðar. Jarðliiti, rafmagn og silungsveiði. — Gott lán álivíl- andi. Tækifæri fyrir félög. Upplýsingar hjá bfaðinu. VÖKVASTÝRI i THAMES TRADER fyrirliggjandi. FORD-UMBOÐIÐ BÍLASALAN H.F. GLERÁRGÖTU 24, AKUREYRI SÍMI 1-17-49 ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.