Íslendingur


Íslendingur - 23.06.1966, Page 6

Íslendingur - 23.06.1966, Page 6
Golfkeppni um Gunnarsbikarinn - Hörður Sfeinbergsson sigraði Fyrstu sjúkraliðarnir frá F.S.A. ÞANN 26. maí síðastliðinn útskrifuðust 14 ungar stúlk- ur frá Fjórðungssjúkrahús- inu hér á Akureyri sem sjúkraliðar. Eru þær fyrstu sjúkraliðarnir, sem lokið liafa námi sínu hérlenclis. En skömmu eftir að stúlk- urnar hófu nám í haust, var sjúkraliðakennsla einnig tek in upp hjá sumum sjúkra- húsunum syðra. Þetta nýmæli var upptek- ið hér fyrir forgöngu Ingi- bjargar Magnúsdóttur for- stöðukonu. Sjúkraliðunutn er ætlað að létta undir við störf hjúkrunarkvenna á ýmsan hátt, en eins og kunn ugt er hefur verið verulegur skortur á hjúkrunarkonum. Nám sjúkraliðanna tekur 8 mánuði. 1‘essir fyrstu sjúkraliðar munu starfa í sumar við Fjórðungssjúkrahúsið og á Kristnesi. (Mynd: N. H.) f SÍÐASTLIÐINNI viku var háð keppnin um Gunnarsbik- arinn, sem gefinn er af Golf- klúbbi Akureyrar til minningar um Gunnar Hallgrímsson tann lækni, sem var einn af beztu kylfingum klúbbsins. Þessi keppni er önnur stærsta keppni klúbbsins og sérstaklega vandað til hennar. Leiknar eru 72 holur á fjórum dögum með fullri forgjöf. Hófst keppnin á fimmtudag og lauk á sunnudag. Eftir 18 holur hafði Sævar Gunnarsson tekið forustuna í 67 höggum og næstur kom Ing- ólfur Þormóðsson með 68 högg, en næstu 8 menn fylgdu fast á eftir með aðeins 2ja högga mun. En eftir 36 holur er Ingólfur Þormóðsson búinn að taka for- ustuna með 136 höggum en Hörður Steinbergsson og Sæv- ar Gunnarsson næstir með 139 Allt er þetta að vísu obolíkt mörgu öðru í okkar kröfugerða landi á miklum kröfugerðatím- um: Auðveldara líf, miklu meiri peninga og hóglífi, sem talið er þjóna æðst og eftir- sóknarverðast. En ég spyr: Er ekki eitthvað bogið við þetta þegar grafið er til réttra róta? Eru þarna réttir menn á rétt- um stöðum? Á MÓTI „HALLAR- SKATTINUM" AÐALFUNDUR Búnaðarfélags Þorkelsbólshrepps í Vestur- Húnavatnssýslu, sem haldinn var í Víðihlíð 16. maí síðastlið- inn, ályktaði eftirfarandi: FRUMVARP UM BÚFJÁR- TRYGGINGAR. „Aðalfundur Búnaðarfélags Þorkelsbólsbrepps 1966 hefur fengið til athugunar frumvarp til Iaga um búfjártryggingar frá 1965. Eftir fljótlega athugun á frumvarpi þessu telur fund- urinn að það nái ekki inn á það svið trygginganna, sem hann telur mest aðkallandi; að bæta afurðatjón vegna lambaláts o. fl., sem oft veldur stórtjóni og menn standa varnaralusir gegn. Telur fundurinn því ekki ástæðu til að mæla með sam- þykkt þessa frumvarps, en vill hins vegar mæla með eflingu Bjargráðasjóðs, svo að hann Verði það öflugur að hann geti staðið undir bótum til bænda vegna afurðatjóns á búfé og fleiru, ef það telst heppilegra að bætur heyri undir starfsemi hans en búfjártrygginganna." „HALLARSKATTURINN“. „Aðalfundur Búnaðarfélags Þorkelshólshrepps, haldinn að Víðihlíð 16. maí 1966, mótmælir framlengingu „hallarskattsins“, og skorar á Búnaðarféiag fs- lands og Stéttarsamband bænda, að selja sinn hluta af Bændahöllinni sem ekki er not aður til eigin þarfa og enginn rekstrargrundvöllur er fyrir.“ högg. Er leiknar höfðu verið 54 holur virtust þeir Hafliði Guð- mundsson og Jóhann Þorkels- son ætla að blanda sér í þessa hörðu keppni um efsta sætið. Þegar 9 holur voru eftir hafði Sævar Gunnarsson tekið for- ustuna aftur og Hafliði einu. höggi á eftir. En á síðustu hol- unum tekst Herði Steinbergs- syni að ná forustunni og sigraði örugglega með 279 höggum. Hörður Steinbergsson er vel að sigrinum kominn. Hefur hann æft ágætlega undanfarið, enda lék hann þessa keppni a£ miklu öryggi, lék hann t. d. síð asta hringinn í 38 höggum, sem er 4 höggum yfir pari og af- bragðs árangur. Úrslit urðu þessi: högg 1. Hörður Steinbergss. 279 2. Ingólfur Þormóðsson 282 3.—4. Sævar Gunnarsson 283 3.—4. Hafliði Guðmundsson 283 5. Jóhann Þorkelsson 291 'WVWWWWWVWW IKNATTSPYRNA: \i Akureyringar keppa við Akurnesinga á jjj sunnudaginn j| Á SUNNUDAGINN kemur|| keppa Akureyringar sinn < j fyrsta leik hér heima í ár i' tj íslandsmótinu í knattspyrriu, < 5 I. deild. Fá þeir þá heimsókn j í Akurnesinga... <3 Vafalaust vérður leikur-jij inn skemmtilegur. AkureyriJ ingar eiga mikið 1 húfi, aðj»j ná sér á strik í mótinu. Við < [ skulum því fjöhnenna á völlþj inn og hvetja liðið;'—-en um<[ fram allt með fullri virðinguþ fyrir andstæðingúnum. < [ - 17. JÚNÍ MÓTIÐ (Framhald af blaðsíðu 3) fyrr en á síðustu metrunum. Miðað við hve kornungir þrír fyrstu menn eru má tíminn telj ast allgóður. , 1000 in. boðhlaup. mín. 1. Sveit ÍMA 2.10.7 2. Sveit UMSE 2.11,4 - Fyrsta söitun sum- arsíldar á Raufar- höfn (Framhald af blaðsíðu 1) Björgu 199 heiltunnur og 66 hálftunnur, og hjá Óðni 111 tunnur. Frá síldarverksmiðjunni er það að frétta, að þar var þróar- rými fullnýtt fyrir u. þ. b. viku, en minna hefur borizt af síld undanfarna daga, svo að þar er nú nokkurt rúm. Bræðsla hefur gengið óvenjulega vel og reyn- ist hin nýja samstæða verk- smiðjunnar framúrskarandi vel. Hefur sólarhringsbræðslan num ið á 7. þúsund mála. BRÉF ÍIR AÐALDAL - SÍÐARI HLUTI - SJÚKRAHÚS HÚSAVÍKUR. Þegar þetta ber á góma, kem ur í hugann sjúkrahúsbygging héraðsins á Húsavík. Það er 30 rúma hús í fyrsta áfanga. Bygg ingunni hefur skilað áfram fram yfir björtustu vonir og á húsameistarinn, Sveinn Ás- mundsson, sinn stóra þátt í því. Hann féll frá snögglega seint í vetur og er að þeim manni mik il eftirsjá. Byggingin óx hrað- ara í höndum hans og varð ódýrari, það sem komið er, en áætlað var. Skyldi slíkt ekki vera næsta fátítt um byggingar á vegum ríkis og sveitarfélaga? Eða er það annars til? Ásgeir Höskuldsson hefur tekið við af Sveini, vörpulegur maður til athafna. LIONSKLÚBBNRINN OG LÆKNIRINN Á BREIÐU- MÝRI. Stofnaður var í fyrra Lions- klúbbur Þingeyinga og er séra Sigurður á Grenðjaðarstað for- maður hans. Klúbburinn lét þegar myndarlega að sér kveða og beitti sér fyrir kaupum á snjóbíl með aðstoð sveitarfé- laga. Bifreiðin var fengin hér- aðslækninum á Breiðumýri til umráða í vetur og hefur komið í svo góðar þarfir, að aðdáun vekur, svo snjóþungur sem vet urinn varð. Breiðumýrarhérað nær yfir Reykjadal, Bárðardal, Kinn og Mývatnssveit. Auk þess sinnir Þóroddur læknir beiðnum fjölda margra manna, sem bú- settir eru utan þess héraðs, og hefur gert lengi. Bæði er að maðurinn er viðbragðsfljótur og einnig hitt að Húsavíkur- læknishérað er of stórt einum manni, og svo erfitt að það er ofraun héraðslækninum þar að annast bæði héraðið og sjúkra- húsið. Enda er gert ráð fyrir 2 læknum þar, þegar nýja sjúkra húsið er komið upp. Breiðumýrarhérað telur um 13—14 hundruð manns og er j víðlent og ferðir því erfiðar. í vetur ók læknirinn um það þvert og endilangt í ófærðinni og reyndist snjóbíllinn afburða vel í þeim ferðum og er víst að Lionsklúbburinn hefur hlotið mörg blessunarorð fyrir fram- tak sitt. Þóroddur á Breiðu- mýri er mikil hjálparhella sínu héraði og nærliggjandi byggð- arlögum. í ófærðinni í vetur ók frá Bjartmari Guð- mundssyni alþingis- manni á Sandi hann þvera og endilanga Fljóts heiði í verstu veðrum, þegar á lá: Og auk þess tók hann upp ferðir norður • Qg- austur yfir < Reykjaheiði og riiun hafa farið vikulega eða' 5vo' austúr á Kópa sker, en þar var læknislaust í vetur. Um Reykjaheiði er hættuleg leið. Þar er bæði gjá- hættan og villugjarnt í dimmu og mun læknirinn stundum hafa verið hætt kominn þar í hríðarmyrkri. Þetta allt er svo virðingarvert, að mér finnst ástæða að hafa orð á því. En hvað skeður, ef þessi ötuli læknir, sem vinnur miklu meira en honum er skylt, skyldi nú verða að hætta einn góðan veðurdag? Og hvað skyldu annars margir sveita- læknar fyrirfinnast nú orðið í okkar landi? Fyrir utan það, sem nú var frá sagt, hefur Þ. J. tekið mik- inn þátt í spurningakeppni Rík isútvarpsinjs í vetur í Sýslurn- ar svara, ásamt 2 öðrum heið- ursmönnum. Alþjóð veit um þeirra frammistöðu og Þing- eyingar meta hana að verðleik um. ALVÖRUMÁL. En ég var að spyrja, því ég veit ekki fyrir víst hve mörg læknishéruð eru læknislaus, þar sem fólkið er fæst og dreifð ast. En þá sorglegu sögu má þó og verður að segja, að þau eru alltof mörg. Samt er nýbúið að gera mikla umbót á lækna- skipunarlögum samhliða öðrum þáttum heilbrigðismálanna fyr- ir forgöngu Jóhanns Hafsteins ráðherra, sem þessi mál heyra undir. Þar á ég við staðarupp- bætur og ýmisleg önnur fríð- indi og hlunnindi þeim lækn- um til handa, sem sitja í fá- mennustu og strjálbýlustu læknishéruð unum. Núorðið er því elcki lélegum launakjörum um að kenna. Ástæðan er önnur og líklega margar þó. Allir muna hvernig Grími liggja orð til Sveins læknis Pálssonar og reiðskjóta hans, Kóps, sem „náði loks til lands, laminn jökulfleinum", þegar sá nafntogaði læknir sundreið jökulfljótið, sem allir töldu ófært nema hann og Kópur, því „kona í barnsnauð bíður mín banvæn hinu megin.“ Framundir síðustu aldamót 'vóru oýær^iri laglcnar, kallaðir hómopatar, ljós á vegum fólks- ins í svo til læknalausu landi. Þangað leituðu vonir þeirra sjúku. Og margt gátu þeir áreið anlega gert, t. d. sr. Jón á Grenjaðarstað, Magnús prestur sonur hans og Baldvin í Garði. Þessir menn unnu af því þeir voru kallaðir til þess. Launa- fúlgur og mjúkir hægindastól- ar voru ekki til í þeirra hug- sjónalöndum. Það var allt ann- að, sem fyrir þeim vakti. Finnst ekki fleirum en mér að læknar eins og Sveinn Pálsson séu eins og fjall á láglendi, sem líta megi upp til. Ekki samt svo að skilja: Okkar á meðal eru marg ir ágætir læknar. Og við eigum líka Björn Pálsson flugmann, sem leggur líf í hættu við að sækja þá, sem þjást, til fjar- lægra staða o. fl. En svo kemur líka upp í hug anum, þegar um þessi alvöru- mál er hugsað, heill hópur ann arra manna, sem virðist segja: Ég er farinn vestur um haf eða austur um haf, ef ég fæ ekki heila milljón í árslaun eða tvær milljónir. Þetta borga þeir þar og að auki er búið að skapa stéttinni miklu betri starfsskil- yrði þar en hér. Við heimtum betri aðstöðu. ÍSLENDINGUR. 6

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.