Íslendingur


Íslendingur - 02.02.1967, Síða 3

Íslendingur - 02.02.1967, Síða 3
VÖRUSALAN A AKUREYRI OPNAR NÝTT SNYRTIHUS 1 SÍÐUSTU VIKU var opnað í Hafnarstræti 100 Snyrtihús Vörusölunnar, sem er í senn snyrtistofa og hárgreiðslustofa. Húsakynni eru nýinnréttuð og stofan er búin mjög góðum tækjum. í Snyrtihúsinu vinna tvær stúlkur, Anna Lilja Gestsdóttir, sem er snyrtisérfræðingur, og Þórunn Pálsdóttir hárgreiðslu- dama. Þjónustan, sem látin er í té, er margs konar. T. d. andlits- böð með geislum, andlitsförð- un, andlits- og líkamsnudd, handsnyrting o. fl., þá hárklipp ing, hárþvottur, háx-greiðsla og lagning, hái-litun, hárkollu- og lokkagreiðsla. Þá selur Snyrtihúsið ýmsar snyrtivörur frá Orlane, Ger- manie Monteil, Pierre Robei't og Jane Hellen, einnig hárkoll- ur og lokka. Loks eru veittar ýmsar leiðbeiningar. é AKUREYRI GLÆSILEGIR VEITINGA- SALIR . GÓÐ ÞJÓNUSTA Opið fimnitudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. S J ÁLFSTÆÐISH ÚSIÐ ÚRIÐ SEM ÖLLUM HENTAR KULM BJARNI JÓNSSON úrstniður JÓN BJAUNASON úrsmiður AKUREYRI Skipuleggjum ierðir endurgjaldslaust M Fyrir hópa og einstaklinga LÖND O G LEIÐIR. Sími 12940 SIMI 11520 FRAMKOLLUN KOPIERING PEDROMYNDIR Samvinnutryggingar 20 ára Ný stjórn Einingar AÐALFUNDUR Verkalýðsfé- lagsins Einingar á Akui-eyri var haldinn sl. sunnudag. Björn Jónsson var endurkjörinn for- maður. Aðrir stjórnarmeðlimir eru: Jón Ásgeii'sson, varafor- maður, Rósberg G. Snædal, rit- ari, Vilborg Guðjónsdóttir, gjaldkeri, Björgvin Einarsson, Mai'ta Jóhannsdóttir og Ingólf- ur Árnason meðstjói'nendur. í varastjórn eru: Gunnar Sig tryggsson, Freyja Eiríksdóttir, Björn Gunnarsson, Björn Her- mannsson og Sigurpálína Jó- hannsdóttir. S AMVINNUTR YGGIN G AR hófu bifreiðatryggingar í janú- ar 1947 og eru því, um þessar mundir, liðin 20 ár, síðan sú starfsemi félagsins hófst. Á þessu tímabili hafa Sam- vinnufryggingar beytt sér fyrir margvíslegum nýjungum og breytingum á bifreiðatrygging- um, sem allar hafa verið gerðar með tilliti til hags hinna íjöl- mörgu viðskiptamanna. Hálf-Kasko. Nú hafa Samvinnuti-yggingar þá ánægju að kynna nýja teg- und bifreiðati-yggingar, sem nefnd hefur verið HÁLF- KASKO, og er nýjung hér á landi. Tx-ygging þessi er hentug fyrir allar tegundir og gerðir bifreiða. Ti-yggingin bætir skemmdir, sem verða á ökutækinu sjálfu af völdum BRUNA — ÞJÓFN- AÐAR — VELTU og/eða HRAPS og auk þess RÚÐU- BROT af hvaða orsökum, sem þau verða. Iðgjöld fyrir þessa nýju trygg ingu eru sérlega lág, og um verulega iðgjaldalækkun á brunatryggingu bifreiða er t. d. að ræða. Ái'siðgjald nokkurra bifreiðagerða eru sem hér segir: tryggingu. Upphafið. í ársbyijun 1947 voru hér mun færri tryggingafélög en nú, og höfðu þau flest stai-fað í áratugi í sátt og samlyndi og því lítið um samkeppni að í'æða EINKABIFREIÐIR FÓLKSBIFREIÐIR, gegn borgun J EPP ABIFREIÐIR VÖRUBIFREIÐIR, einka VÖRUBIFREIÐIR, atvinnu VÖRUBIFREIÐIR, gegn borgun SENDIFERÐABIFREIÐIR REIÐHJÓL með hjálparvél DRÁTTARVÉLAR ársiðgjald frá kr. 850.00 — — 1.200.00 — — 850.00 — — 850.00 — — 1.000.00 — — 1.050.00 — — 950.00 — — 150.00 — — 450.00 Við undirbúning þessarar tryggingar hefur verið leitazt við að koma til móts við þá mörgu bifreiðaeigendur, sem ekki telja sér hag í því að hafa bifreiðir sínar í fullri kasko milli þeirra. Foi'ráðamcnn Sam vinnutrygginga voru í upphafi ákveðnir að gefa bifreiðaeigend um kost á ýmsum nýjungum í bifreiðatiyggingum, sem þá höfðu rutt sér bi'aut ex-lendis, svo sem hinu svonefnda afslátt arkerfi (bónus), sem Samvinnu tryggingar tóku strax upp og valdið hefur byltingu í þessari tryggingagrein hér á landh Flest önnur tryggingafélög hafa síðan tekið upp þetta kerfi, sem. eins og flestum er kunnugt, byggist á því, að menn fá vei'u- legan afslátt af iðgjaldinu, e£ þeir valda ekki tjóni, og er mönnum þannig mismunað eft- ir hæfni þeirra í akstri. Afslátt- ur þessi nemur nú stórum upp- hæðum, sem varkárir ökumenn og bifreiðaeigendur hafa sparað á þennan hátt. Bónuskerfið hef ur nýlega verið tekið til endur- skoðunar, og fá nú gætnir öku- menn allt að 60% afslátt a£ iðgjaldi ábyrgðartrygginga bif- reiða sinna. Heiðursviðurkenningar og ÖF- trygging. Ökumenn hafa verið heiðr- (Framhald á blaðsíðu 6) KJALXARINN Kveðnir í kútinn Fyrir viku síðan sló íslend- ingur blekkingavopnin úr höndum (Franxsóknarblaðs- ins) Dags, sem hann var tek- inn að beita einum saman í umræðum um hæjarstjóra- kjörið á Akureyri. Þetta gerði íslendingur á þann hátt; í fyrsta lagi, að skýra í höfuð- dráttum lið fyrir lið afstöðu Sjálfstæðismanna og gang samningsumleitana, sem þeir tóku þátt í, um þriggja flokka samstarf; í öðru lagi, að reka öfugt ofan í Dag makalaust fleipur hans um málið. Þetta tókst eins og efni stóðu til. Það sannast á Degi sl. föstudag. Þar er málflutn- ingur hans um bæjarstjóra- kjörið orðinn ýmist innihalds- laus eða hallærislegur remb- ingur. Rök hefur hann e n g i n, aðeins getgátur og fullyrðingar. Þar með viður- kennir hann nauðugur mál- efnalegt gjaldþrot sitt í þessu máli. Þeim mun fremur eru þess- ar ófarir aðalmálgagns hræðslubandalagsins nýja átakanlegar, að í föstudags- blaðinu er greinilegt að einn af bæjarfulltrúum Framsókn- ar hefur gengið fram fyrir skjöldu, til þess að hjálpa upp á sakirnar. En allt kemur fyr- ir ekki. Hann á ekki heldur neina heiðarlega vöm í mál- inu. Tvö skof framhjá f stað þess að ræða kjama ágreiningsins milli hræðslu- bandalagsins nýja og Sjálf- stæðismanna, launakjör bæjar sljórans, breiðir Dagur á föstu daginn úr tveim gömlum lummum, sem hann og Fram- sóknarmenn eru vanir að leggja traust sitt á, þegar all- ar eðlilegar bjargir eru þeim bannaðar. Annars vegar er því slegið fram, að skýringin á afstöðu Sjálfstæðismanna við bæjar- stjórakjörið sé „sennilega“ sú, að þeir hafi „lotið fyrirmæl- urn að sunnan“. Hins vegar er fjölyrt um óánægju kjósenda Sjálfstæðisflokksins með sina bæjarfulltrúa varðandi þetta umtalaða mál. Vitanlega er hvorug þess- ara fullyrðinga í ætt við raun veruleikann. En þær staðfesta rökþrot Dags og jafnframt hræðslubandalagsins. „Vorblærinn” Til gamans má skjóta því hér inn í, að um „sunnan“- lummu Framsóknar á Akur- eyri gildir, að „það er tung- unni tamast, sem hjartanu er kærast‘. Þess er skemmst að minnast, að fyrir skömmu kom hingað til Akureyrar hóp» ur ungra Framsóknarmanna „að sunnan“, til þess að glugga í plögg KEA og ýmissa fleiri samvinnufyrirtækja. Á al- mennum fundi, sem hópurinn hélt á Hótel KEA í lciðinni, sagði einn heimamanna í ræðu (einn af samvinnufrömuðum Framsóknar og bæjarfulltrúi í uppbót), að heimsókn þessara ungu rnanna væri „eins og vorblær léki um bæinn“. Lifli skrækur Frá og með síðasta tölublaði er Alþýðumaðurinn genginn undir jarðarmen Dags. Þykir lítið hafa lagzt fyrir kappann eftir mánaðar heilsubótar- hvild. En auðvitað lá þetta í hlutarins eðli, úr því að kratar voru búnir að stinga „norð- lenzku sókninni“ undir værð- arvoð Jakobs. Alþýðumaðurinn birtir stubb um málefnaatriði, sem liann segir krata hafa sett fram sem skilyrði fyrir hlut- deild sinni að bæjarstjórakjör inu, og getur þess svona baka til, að Framsókn hafi sam- þykkt. Þetta eru nýjar fréttir og vissulega að skömminni til skárri en Bragi hafði að segja á fundinum, þegar bæjar- stjórakjörið fór fram. Jafnframt tekur Alþýðu- maðurinn upp baráttuaðferð Dags í málflutningi um bæjar stjórakjörið. Væri það að bera í bakkafullan lækinn, að rek- ast í því. Þó verður ekki kom- izt hjá þvi, að leiðrétta cina firru. Alþýðumaðurinn segir, að Pétur Bjamason verkfræðhig ur, sem ráðinn var cftirlits- maður með byggingu dráttar- brautar, eigi að fá „lítið sem ekki lægra kaup en bæjar- stjórinn fær“. Það rétta er hins vegar, að Pétur Bjarna- son tekur laun skv. gerðar- dómi um laun verkfræðinga, nú 19.700 kr. á mánuði fyrir dagvinnu, kl. 9—17, fær 3.000 kr, bílastyrk og einnig greiðslu fyrir yfirvinnu skv. sérstökum samnirigi, þegar hún er unnin, þó ekki hærri upphæð en 10 þús. kr. á mán- uði. Það skakkar því eilitlu í málflutningi Alþýðumanns- ins, eins og aðalmálgagnsins. Ik. x'Jjb', i -l. .Kl' I.Jb- ■ ■ iiL. I * J Mergurinn málsins Hræðslubandalagsblöðin liafa nú gert all umfangsmikla tilraun til að steyta göm í sambandi við hið fræga bæjar stjórakjör hér á Akureyri, en islendingur hefur lagt spilin svo skýrt á borðið, að enginn fer í grafgötur um eðli máls- ins. Mergur þess er sá einn, að ágreiningur varð á viðræðu stigi milli flokkanna þriggja um kjör bæjarstjóraefnis, vegna þess að launakröfur þess reyndust allt aðrar en reiknað hafði verið með. Áður en það kom í Ijós, höfðu tveir flokkanna gert samþykktir um að kjósa ein- mitt það bæjarstjóraefni og gátu því ekkcrt við kröfunum sagt, nema svíkja hann um stuðning. Sjálfstæðisflokkur- inn hafði hins vegar enga sam þykkt gert og ádráttur umi stuðning við bæjarstjóraefnið var byggður á fyrirliggjandi upplýsingum, sem reyndust síðan alrangar. Það var þvi sjálfgert, að Sjálfstæðismenn cndurskoð- uðu afstöðu sína ofan í kjöl- inn, þcgar grundvellinum var kippt undan vilyrði þeirra. Þeir gerðu það og þegar í stað og tilkynníu forseta bæjar- stjórnar afstöðu sína daginn eftir að liin breyttu viðhorf komu í Ijós, eða fjórum dög- um íyrir bæjarstjórakjörið. Þetta vom skýrar línur. Ágreiningurinn reis út af því, hvort samþykkja ætti að greiða bæjarstjóranum áður umtöluð laun, 40—41 þús. kr., eða ganga að kröfum hans um a. m. k. 49 þús. kr. laun á mán uði, sem engan veginn vom þó bundnar við að fara ekki enn hærra. Val stóð skyndi- lega á milli þessara kosta, það voru breytt viðhorf. Sjálf- stæðismenn tóku þann kost- inn, að standa ó upphaflegum grundvelli og hafna hinmn stórauknu kröfum með áhang andi hættu ó glundroða i öll- um launamálum bæjarfélags- ins. Hraeðslubandalagið valdi scinni kostinn, en með því við urkenndu Framsókn og krat- ar, að hafa hlaupið á sig með fyrirfram loforði um stuðning við bæjarstjóraefnið og bitu svo höfuðið af skömminni með því að halda fremur við það loforð en hafa hagsmuni bæj- arfélagsins á hrcinu. Um þetta ágreiningsatriði hræðslubandalagsins og Sjálf stæðisflokksins og eftirleikinn af beggja hálfu stendur mat bæjarbúa. 3 ÍSLENDINGUE

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.