Íslendingur


Íslendingur - 02.02.1967, Síða 6

Íslendingur - 02.02.1967, Síða 6
ORÐASKIPTI MILLIÍSLENDINGS OG SETTS SKÓLAMEIST4RA M. A. „Mishermi leiðréttu „í 3. TBL íslendings, 26. jan. segir í írétt frá Klúbb unga fólksins að „Ástæðan fyrir því að þátttakan hefur ekki verið nægileg er sú, að settur skóla- meistari M. A. hefur af ein- hverjum ástæðum þvemeitað, að gefa menntaskólanemendum í heimavist útivistarleyfi eins og þeir fengu í fyrra.“ Hér er um missögn að ræða, sem ég tel skylt að leiðrétta. Nokkru eftir að skóli hófst sl. haust hringdi til mín maður utan úr bæ og kvaðst vera for- maður nefnds klúbbs. Fór hann þess á leit, að heimavist skól- ans yrði lokað seinna þau kvöld, sem klúbburinn hefði skemmt- anir, en venjulegur lokunar- tími er 15 mínútum fyrir 11 á kvöldin. Ég neitaði því að gefa út slíka allsherjarreglu. Fannst mér og eðlilegast, að slík ósk kæmi frá nemendum sjálfum, ef þeim væri áhugamál að sækja skemmtanir klúbbsins. í samtali er ég átti við nemanda einn um þetta mál, sagði ég hon um, að ég léti sömu reglur gilda um skemmtanir þessa klúbbs sem aðrar bæjarskemmtanir, kvikmyndir og aðrar, að ef nem endur vildu sækja þær gætu þeir beðið um útivistarleyfi hverju sinni, en slíkt leyfi veitti ég ekki í eitt skipti fyrir öll all- -------------\-------------■— an veturinn, né léti heimavist- ina standa opna þau kvöld leng ur en ella. Skildi hann fullkom lega.það sjóriarmið. Til þess að fyrirbyggja allan misskilning milli mín og nem- enda skýrði ég þetta sjónarmið á sal og lét þess þá um leið get- ið „að ef-einhver félagsskapur hér í bæ telur sér nauðsyn á þátttökú nemenda M. A., er það hans að laga funda- og sam- kqmutírrTa sinn eftir húsreglum skólans, en ekki skólans að breyta sínum heimilisvenjum e.ftir óskum félagsskaparins. Það eru mörg félög hér í bæ, og ef hvert og eitt skyldi finna uþp á þvi sama í því efni og orðið yrði við óskum þeirra, er hætt við, að lítið yrði eftir af skólareglunum að lokum.“ Ef nemendur hafa beðið um útivistarleyfi til að sækja skemmtanir áðumefnds klúbbs hafa þeir fengið það umyrða- og viðstöðulaust, en áhugi á slíku virðist hafa verið mjög lítill. Svo að það er eitthvað annað en ,,bann“ mitt, sem veld ur takmarkaðri aðsókn að klúbbnum. Hér er að visu ekki um merki legt mál að ræða, en skylt er þó að rétt sé hermt frá öllum mála vöxtum. Menntaskólanum á Akureyri 27. jan. 1967. Steindór Steindórsson.“ r Athugasemd Islendings Blaðið þakkar settum skóla- meistara MA, Steindóri Stein- dórssyni, fyrir „leiðréttinguna“. f tilefni af henni skal eftiríar- andi tekið fram af hálfu 1S- LENDINGS: 1) Eins og sjá má svart á hvítu við samanburð á tilvitn- un setts skólameistara í ÍS- LENDING og „leiðréttingu" hans, þá staðfestir hann fram- burð blaðsins, — en leiðréttir hann ekki. í fyrra gaf skóla- meistari, Þórarinn Björnsson, út „allsherjarreglu“ um að nem endum í heimavist væri heimil útivist til kl. 23.15 þau kvöld, sem Klúbbur unga fólksins starfaði. í ár neitaði settur skóla meistari, Steindór Steindórs- son, að gefa út sams konar reglu, eins og hann tekur fram í „leiðréttingunni“. Hins vegar kvaðst hann fús, að taka til at- hugunar í hvert sinn skriflegar umsóknir þeirra nemenda, sem óskuðu eftir að sækja skemmt- anir Klúbbsins. Þessi óvenju stranga regla setts skólameistara skapaði að sjálfsögðu algera óvissu um það, hvort heimavistarbúar gætu tekið þátt í Klúbbstarf- inu. Þar með var kipjit fótum undan því, að þeir gætu staðið að framkvæmd starfseminnar, eins og í fyrra. Af því leiddi svo aftur, að þeir hlutu að slitna meira og minna úr tengslum við Klúbbinn. 2) Settur skólameistari segir, að „hér sé að vísu ekki um merkilegt mál að ræða“. Af þess um orðum hans liggur beint við að álykta, að hann hafi ekki lagt sig í framkróka við að kynna sér málavöxtu og ákvörðun hans sé vanhugsuð. Það er verið að berjast við að halda unga fólkinu frá sollin- um, en þar er við ramman reip að draga, þar sem m. a. mikið framboð er af óvönduðum skemmtunum. Þegar svo unga fólkið sjálft skapar með eigin framtaki fyrirmyndar skemmti klúbb og rekur hann við beztu hugsanlegar aðstæður, þá er það ekkert ómerkilegt mál. Er þess þá ógetið, að Klúbbur unga fólksins var á meðan hann naut skilnings skólameistara tengiliður milli unga fólksins í bænum og menntaskólanema, sem engin vanþörf var né er á. 3) Að lokum vill ÍSLEND- INGUR beina þeim vinsamlegu tilmælum til setts skólameist- ara, að hann taki þetta mál til endurskoðunar í samráði við forvígismenn nemenda sinna og finni á því jákvæðari lausn. Menntaskólinn hefur víst skyld ur við bæjarfélagið, eins og rétt gagnvart því. Ef. gagnkvæmur ávinningur er af samvinnu þeirra aðila, sem hér koma við sögu, þá á ekki að loka fyrir hann með rembihnút. Ritstjóri. - ÆYINTÝRAÞRÁIN DRÓ HANN TIL ÍSLANDS r.n'i (Framhald af blaðsíðu 5) Nú, og svo ertu í Lundúna- tríóinu? — Já, við stofnuðum það 1964. Það er í fullu fjöri, nema hvað við leikum að sjálfsögðu ekki saman i vetur, þar sem ég er staddur hér á Akureyri. Einnig er cellóleikarinn heima hjá sér í Ástralíu. Hvers konar tónlist finnst þér skemmtilegast að flytja? — Verk gömlu meistaranna. Ég hef mikið dálæti á franska meistaranum Ravel. Þess vegna fór ég til Parísar á sin- um tíma og var þar eitt ár. Ég dvaldi einnig tvö ár í Brussel. Annars hef ég mest verið heima í Englandi og far ið þar um og þaðan í tónleika- ferðir. ertu ekki hrifinn af electroniskri tónlist? — Nei, hreint ekki. Og nú ætlarðu að lofa Akur eyringum að heyra frá þér. Heldurðu að ykkur muni lynda saman á tónleikunum á þriðjudaginn. — Ég vona það, sannarlega. — herb. Frá starfsemi ungteplarafélagsins á Siglufirði. Ungtemplarafélag stofnað á Akureyri SUNNUDAGINN 12. febrúar verður stofnað ungtemplára- félag hér á Akureyri. Kvöldið fyrir verður starfsemi ung- templara kynnt á dansleik, sem ungtemplarar halda í AI- þýðuhúsinu. Öllrnn ungling- um eldri en 15 ára er heimill ókeypis aðgangur — án áfeng is. Fyrir þá, sem ekki eiga þess kost að mæta á kynningar- kvöldið, skal hér reynt að lýsa stuttlega starfi ungtemlara. íslenzkir ungtemplarar (ÍUT) er sjálfstæð deild á veg um Góðtemplarareglunnar (IOGT) hér á landi. Hliðstæð samtök ungmenna hafa starf- að á hinum Norðurlöndunum um áratuga skeið, en eru að- eins 9 ára gömul hér á landi. Deildir ÍUT nefnast ungtempl arafélög, og eru þau nú 10 talsins með um 100 félaga. Oflugust eru félögin Hrönn í Reykjavík og Hvönn á Siglu- firði, en það eru þau félög, sem beita sér fyrir kynningar kvöldinu og stofnun félags hér. Inntökuskilyrði í ungtempl- arafélag er, að viðkomandi hafi náð 15 ára aldri og sam- þykki bindindisheit félagsins. Tóbaksbindindi er ekki áskil- ið, en ungtemplarar hafa þó beitt sér mjög gegn tóbaks- notkun, svo sem með auglýs- ingum. Starfsemi ungtemplara er fjölbreytt. Á vetrum beita þeir sér fyrir dansleikjum og skemmtisamkomum ung- menna auk annarrar vetrar- starfsemi. Á sumrum eru ferðalög og ýmis mót efst á baugi. Síðastliðið sumar var m. a. haldið í Reykjavík mikið norrænt ungtemplaramót, sem stóð heila viku og þótti takast með miklum ágætum. Þar voru mættir um 400 ungtempl arar, þar af helmingurinn út- lendingar, m. a. frá Tyrklandi og Japan. Næsta sumar eru þegar ákveðin nokkur mót ungtepl- ara hérlendis. Vormót ÍUT verður haldið á vestanverðu Norðurlandi eina helgi í júni. Ársþing ÍUT verður á Siglu- firði í júlí. í ágúst verður Jaðarsmót ÍUT haldið, að venju að Jaðri við Heiðmörk, en þess má geta, að síðasta Jaðarsmót sóttu hátt á annað þúsund ungmenni. Sumarið 1968 verður nor- rænt ungtemplaramót í Sví- þjóð, og er'þegar hafinn undir búningur að þátttöku ís- lenzkra ungtemplara í því móti. Akureyrsk æska! Verið með frá byrjun í starfi ung- templara hér í bæ. Mætið á dansleikinn í Alþýðuhúsinu laugardaginn 11. febrúar n. k. og stofnfundinn 12. febrúar, og þegar þið kynnizt starfi ung- templara munuð þið sannfær- ast um, að það er hægt að skemmta sér án áfengis — og það meira að segja mjög vel. — jr. - Samvinnutrygging- ar 20 ára (Framhald af blaðsíðu 3) aðir fyrir góðan akstur og hafa 4655 hlotið viðurkenningu fé- lagsins fyrir 5 ára öruggan akst ur og 1648 viðurkenningu og verðlaun fyrir 10 ára öruggan akstur, en verðlaunin eru fólgin í því, að ellefta tryggingarárið er iðgjaldsfrítt. Stofnaðir hafa verið klúbbarnir „Öruggur akstur" víðs vegar um landið fyrir frumkvæði Samvinnu- trygginga, en þessir klúbbar hafa það markmið að auka um ferðaröryggi, fyrst og fremst í heimahögum og almennt í sam ráði við aðra aðila. í byrjun árs 1966 var tekin upp ný öku- manns- og farþegatrygging, sem var algjör nýlunda hér á landi. Alvarleg slys hentu á $1. ári, þar sem bætur voru greidd- ar úr tryggingu þessari, og hef- ur hún því þegar sýnt hversu nauðsynleg hún er. ( Fr éttatilkynning ) - Framkvæmdaáætlim Akureyrarbæjar 1967 (Framhald af blaðsíðu 1) jarðvegsskipta þess vegna, gangstétta og kantsteinalagn- ingar kr. X;29tj:;000;.00, til undir búriings gatna, sení ekki verða malbiliaðar, kr. 2.950.000.00, til holræsagerðar kr. 4.980.000.00 og í ýmis verk kr. 880.000.00. Upptalning á fx-amkvæmd- unum litur þannig út: Hrafna gilsstræti frá Skólastíg að Byggðavegi, malbikun 230 Im., undirb. stétta og kantsteina- lagning; Laugai-gata, malbikr- un 210 lm., kantsteinalagning; Þingvallasti-æti frá Þórunnar- stræti að Mýi'arvegi, undir- bygging stétta, undii'b. götu að hluta; Noi'ðui-gata frá Eyr- arvegi að Hjalteyrax'götu, mal bikun 350 lm., kantsteinalagn- ing; Hamx-agerði og Kotár- gerði, undirbúningur vegna tengingar 160 lm.; Brekku- gata og Byggðavegur, tenging, púkkun og lagning holræsis 220 lm.; nýjar götur vestan Mýrarvegar, undii'bygging og lagning holræsa 340 ím.; Þór- unnarstræti, fullnaðai'púkkun frá Glerárgötu að Bjarkarstíg 580 lm.; holræsi norðan Gler- ár, frá sjó upp að Lönguhlíð 980 lm.; holræsi við Iðnskóla, 100 lm.; holræsi sunnan Akur gerðis, 250 lm.; aðalholi'æsi, í Þórunnarstræti 310 Im. og í Þingvallastræti 700 lm. Ýmis verk ósundurliðuð. ÍSLENDINGUR 6

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.