Íslendingur


Íslendingur - 02.02.1967, Side 8

Íslendingur - 02.02.1967, Side 8
Tsleimmngub Fimmtudagur 2. íebrúar 1967. KVÖLDVERÐAR- FUNDUR VARÐAR í KVÖLD VÖRÐUR á Akureyri heldur kvöldverðarfund í kvöld í Sjálf stæðishúsinu, uppi, og hefst hann kl. 19.30. Magnús Jónsson fjáx-málaráð herra ræðir stjómmálaviðhoi'f- ið. Magnús E. Guðjónsson flytur ræðu á bæjarstjórnarfundin- um í fyrradag. Vinstra megin við hann er Jakob Frímanns- son forseti bæjarstjórnar, en liægra megin Bragi Sigurjóns- son bæjarfulltrúi. Bæjarstjóraskipli á Ákureyri - Valgarður Baldvinsson seítur bæjarsíjóri ÁLFADANS í MÝVATNSSVEIT UM NÝLIÐIN mánaðamót Iét Magnús E. Guðjónsson af störfum, sem bæjarstjóri á Akureyri. Fór hann alfarinn suður í gær. Á fundi bæjar- stjórnar í fyrradag var hann kvaddur, en kvöldið áður sat bæjarstjóm hóf með honum á Hótel KEA. Þar sem kjörinn bæjar- stjóri, Bjarni Einarsson, losnar ekki úr starfi hjá Efnahagsstofnuninni fyrr en í aprílmánuði, hefur bæjar- stjórn samþykkt að fela Val- garði Baldvinssyni bæjar- ritara að gegna bæjarstjóra- störfum fyrst um sinn. KÞ Björk 31. 1. 67 AÐ UNDANFÖRNU hefur ver ið hér sæmilegt tíðarfar, úr- koma sáralítil allan þennan mánuð. Færð á vegum má heita að verið hafi góð nú um þriggja vikna skeið og jafnvel bifreið- um ekið keðjulaust bæði til Akureyrar og Húsavíkur. Þá er einnig ágætt bílfæri eftir ísi- lögðu Mývatni. Siðastliðið sunnudagskvöld var haldinn álfadansleikur í Mý vatnssveit. Fór hann fram á svo nefndri Stakhólstjörn hjá Skútu stöðum. Kl. rúmlega 9 sást fiúð og vegleg fylking álfa og ljós- álfa eða alls um 60, með kóng og drottningu í fararbroddi, koma út úr borgunum með kyndla í höndum og stefna á danssvæðið úti á tjörninni. Var þá snarlega kveikt í miklum bálkesti sem komið hafði verið fyrir þar. Mátti sjá í kestinum m. a. tvo báta vei’ða eldinum að bráð, sem áður höfðu gengið á Mývatni, en voru nú búnir að lifa sitt fegui-sta og því fórnað á altari eldsins. Miklar framkvæmdir á þessu ári víða í Suður-Þingeyj arsýslu mi Jakob Trvggvason skólastjóri sextugur ÞANN 31. janúar sl, varð Jakob Tryggvason skólastjóri Tónlist- arskóla Akureyrar sextugur. Hann hefur um langt árabil vexið í fremstu röð í tónlistar- lífi Akureyringa, en kunnastur er ' hann fyrir starf sitt sem oi-gelleikari Akuxeyrarkirkju og kennslustörf sín. ÍSLENDINGUR árnar Jakobi Tryggvasyni allra heilla á þess- um tímamótum. Uppstillingarnefnd starfaði á þriðjud. Á ÞRIÐJUDAGINN kom saman á Akureyri uppstill- ingarnefnd Sjálfstæðisflokks ins í Norðurlandskjördæmi eystri, sem kosin var á síð- asta Kjördæmisþingi, til þess að gera tillögu um framboðs lista við Alþingiskosningarn ar í vor. Þetta var fyrsti fundur nefndarinnar og iafnframt að líkindum sá síðasti, þar sem alger samhugur ríkti um þær uppástungur, sem fram komu. Tillaga uppstillinganefnd- ar verður lögð fyrir Kjör- dæmisráð strax og tök verða á að ná því saman. SUÐUR-ÞINGEYINGAR hafa í mörg horn að líta á þessu ári varðandi framkvæmdir. Auk þess að standa í ýmsum venju- legum framkvænidum til sjáv- ar og sveita, er unnið að sér- stökum stórframkvæmdum. — Verulegur hluti af þeim er á vegum Kísiliðjunnar h.f. eða í sambandi við þær, en einnig er verið að stækka Hótel Reyni- hlíð, byggja frystiliús í Greni- vík og loks mun standa til að byggja nokkur íbúðarhús á vcg um Laxárvirkjunar. KÍSILIÐJAN II.F. Gert er ráð fyrir að uppbygg- ing verksmiðju Kísiliðjunnar h.f. við Mývatn haldi áfram af fullum laafti og að verksmiðjan taki til starfa seint á árinu. Þá er gert ráð fyrir að skemma verði byggð í Húsavík, á nýrri uppfyllingu við höfnina, fyrir sama fyrirtæki. Ennfremur munu verða byggð 10 íbúðarhús við Mý- . vatn á vegum Kísiliðjunnar h.f., en bygging þeirra er nú í út- boði. KÍSILVEGUR Kísiliðjan h.f. kemur einnig við sögu í vegamálum sýslunn- ar. Fyrirhugað er að leggja nýj an veg milli verksmiðjunnar við Mývatn og Húsavíkur, sem verður útflutningshöfn kísil- gúrsins. Er þetta mjög veruleg framkvæmd, sem nú er í út- boði. IIÓTEL REYNIHLÍÐ í vetur hefur verið unnið við talsverða stækkun á Hótel Reynihlíð. Er sú viðbygging komin undir þak. Þar verða gestaherbergi með böðum og veitingasalur, einnig verða eld- hús, anddyri og snyrtiherbergi stækkuð. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum fyrir vor- ið. FRYSTIHÚS I GRENIVÍK Eins og sagt hefur verið frá í fréttum, eru Grenvíkingar að byggja lítið frystihús, sem mið- að er við að taki afla af bátum þeirra. Er ætlunin að það verði fullgert á þessu ári. ÍBÚÐARHÚS VIÐ LAXÁ Þá hefur heyrzt, að boðin verði út í ár bygging þriggja íbúðarhúsa fyrir Laxárvirkjun. Uppstillingarnefnd Sjálf- stæðisflokksins. Talið frá vinstri: Kristján Þórhalls- son, Ingvar Þórarinsson, Ólafur Ágústsson, Gunn- ar Níelsson, Sigvaldi Þor- leifsson, Snorri Ólafsson, Vésteinn Guðmundsson, Jón G. Sólnes, Árni Jónsson, Gísli Jónsson, Ásgrímur Hartmannsson, Friðgeir Steingrímsson, Páll Þór Kristinsson og Eggert Davíðsson. (Ljósm.: —herh.) Tóku nú álfarnir að dansa og syngja nokkra stund við undir- leik harmoníku, að mér heyrð- ist úr mannheimum. Þá fór nú betur að heyrast og sjást í ýms- ar all ófrínilegar kynjaverur svo sem Grýlu, Leppalúða, Kölska, Móra og fleiri. Voru þeir að glettast við álfana og létu öllum illum látum. Margir hörðu gaman af slíku, ekki sízt yngra fólkið. Óhætt er að segja að þessi álfadansleikur tókst með ágæt- um og var góð tilbreytni. Ég er þess fullviss að áhorfendur skemmtu sér mjög vel. Veðrið var all gott um kvöldið, úrkomu laust en nokkur austan strekk- ingur. Áhorfendur voru margir. Álfakóngur var Hallgrímur Jónasson en drottning Bjarn- fríður Valdimarsdóttir. Full- yrða má að ekki hefði verið hægt að koma þessum álfadans leik á nú, ef búningarnir hefðu ekki fengizt að láni, enda þótt (Framhald á blaðsíðu 5) Leikfélag Öngulsstaðahrepps: Svefnlausi brúðguminn 11 rr w í KVÖLD frumsýnir Leikfélag Öngulsstaðahrepps leikritið „Svefnlausi brúðguminn“, eftir Arnold & Bach. Sýningin verð- ur í Freyvangi. Þetta er gamanleikur í þrem þáttum. Þýðing er eftir Sverri Haraldsson. Leikstjóri er Jó- hann Ögmundsson. Hlutverk í leikritinu eru 12. Leikendur eru Helgi Baldurs- son, Ólöf Tryggvadóttir, Ragn- heiður Snorradóttir, Hrefna Hreiðarsdóttir, Lárus Ingólfs- son, Úlfar Hreiðarsson, Guðríð- ur Eiríksdóttir, Þuríður Júlíus- dóttir, Birgir Þórðarson, Ing- veldur Hallmundsdóttir, Sigur- lína Hreiðarsdóttir og Sigurður Snæbjörnsson. ÁRSHÁTÍÐ SJÁLFSTÆÐIS- FÉLAGANNA ÁRSHÁTÍÐ Sjálfstæðisfélag- anna á Akureyri verður í Sjálf stæðishúsinu laugardaginn 18. febrúar n.k. og hefst kl. 19. Mjög verður vandað til hátíð arinnar og er Sjálfstæðisfólki því bent á, að tilkynna þátttöku næstu daga í símum 11354 eða 11094, til þess að tryggja sér aðgang.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.