Íslendingur - 06.04.1967, Blaðsíða 5
Qxarfjarðarhérað
- fagurt, veðursælt og frjósamt
* AÐ ER FÁTT, sem fyrir
augun ber, ömurlegra og
sem vekur meiri óhugnað en
að sjá vildisjarðir með næg-
um húsakosti og mannvirkj-
urn standa í eyði, þar sem
fyrir fáum árum bjuggu stór
ar fjölskyldur blómabúi, að
því er virtist. — Við þá sjón
rifjast upp í huganum ofur-
lítið sögubrot um jörðina.
•f*- einni þessari jörð hafa allir,
sem þar hafa búið, grætt og
búið rausnarbúi. Það er jörðin
með mikla heita landið. Það
þótti svo gaman að setja niður
útsæðiskartöflur að vorinu,
taka svo upp að haustinu og fá
þá máske tvítugfalda uppskeru
af þessum sætu og ilmandi
kartöflum. Hjónin sem bjuggu
þar síðast voru komin lengra
að. Ekki munu þau hafa flutt
með sér pyngjur fullar fjár og
vitað hafa þau, að erfiðislaust
myndi búskapur þar ekki bless
ast. En þau áttu vilja og þrek,
sem þeim nægði til að ala upp
stóran hóp barna og koma hon-
um til mennta eða manns, sem
kallað er. Nú er jörðin í eyði.
Húsin, sum nýlega byggð og
önnur vel nothæf, standa auð
og bíða eftir fólki, sem þangað
vildi koma og setjast að.
Hugsað verður mér líka til
jarðarinnar í heiðinni sunnan
við Fiskivatnið, e. t. v. beztu
sauðjarðarinnar í héraðinu. Þar
bjó bóndinn, sem átti fallegustu
og þyngstu sauðina. Til hans
var oft leitað, þegar menn voru
í skuldakröggum. Hann iánaði
mönnum og tók ekki vexti, en
taldi sig hólpinn ef hann fékk
aftur höfuðátólinn, en á því
vildi oft verða misbrestur.
Hann keypti jörðina sína eftir
að lögin um sölu þjóðjarða
komu til. Á manntalsþingi, þeg
ar sýslumaður gerði út um
kaupin, vildi hann fara að semja
skuldabréf fyrir jarðarverðinu,
en þá bara klappaði bóndi á
vasann og sagði: -'Ég borga. Og
síðan dró hann jarðarverðið
upp úr vasanum. Á þessari jörð,
sem nú er í eyði, eru allar bygg
ingar undir jámi og flestai-
gerðar af steinsteypu. En um
silunginn var sagt, að hann
væri beztur „soðinn lifandi úr
vatninu“. Aliir sem þar eru upp
fæddir en burtfluttir, eru haldn
ir sárum trega og söknuði, þá
iangar heim.
Þá get ég ekki stillt mig um
að staldra við héma, þar sem
aðeins eru 50 metrar af þjóð-
veginum heim að bænum. Þar
bjó járnsmiðurinn og konan
hans, hún var saumakona.
Mörgum sinnum kom ég hing-
að til að fá eitt og annað smíðað
eða öðru komið í lag, og ég held
að ég hafi ævinlega fengið úr-
lausn minna erinda. Kemur sér
nú betur, að mín samvizka er
ekki alltaf að bíta og slá, ann-
ars hefði ég kannske verið leið-
ur yfir því, að hafa borgað hon
um minna en átt hefði að vera.
Þama er nýtízkuhús úr steird
og peningshús jámvarin. Gras-
ið bylgjar sig á í-ennisléttu tún-
inu. Þó verður mér tíðast litið
til fögru skógar-hæðanna og sil-
Ungsárinnar við túnfótinn.
Enn iangar mig að iáta hug-
ann reika niður að sjónum. Þar
átti ég í eina tíð góða vini. Hjá
þeim fékk ég stundum lánaðan
bát og réri á sjó með öðrum.
Róið var örstutt frá landi, út á
5—8 faðma dýpi. Þar var fiski-
mergðin svo mikil, að sakkan
steytti á þorskinum áður en
hún náði botni, og jafnvel
komu fiskar í silungsnet lögð
úr landi. Silungsveiði er þar
ofurlítil. Og svo hefur æðar-
fuglinn gefið til kynna, að hann
vildi gjarnan taka sér þar ból-
festu við Lónin, ef hann gæti
orðið þar skjólstæðingur ein-
hverra manna. Oft var ég gest-
ur þessa vinafólks og kunni vel
við mig í bjarta og rúmgóða eld
húsinu, sem einnig var notað
fyrir borðstofu, en sem vinnu-
stofa á milli máltiða. Nú má
telja, að þetta steinhús sé úr
sögunni, en það heyrði ég að
hefði þótt dálítið merkilegt, þeg
ar það var grýtt, að ekki hefði
heyrzt eins brothljóð úr nein-
um tveim rúðum.
Nú eru þessar jarðir, sem ég
nefndi, allar í eyði. Einhvem-
tíma, ekki alls fyrir löngu,
hefðu þeir ekki verið taldir lán
lausir, sem á þeim hefðu getað
fengið ábúð eða eignarhald.
Yngra fólkið hefur flutt til
Reykjavíkur eða annarra staða,
en gömlu hjónin, foreldrarnir,
svo yfirgefið bústaðina og farið
á eftir, til að geta verið í ná-
lægð bamanna sinna.
IIIIIIKIKIlIIIIIIIIIIIIIKimilKIIIII)
eftir Jón Sigfússon
kónda á Ærlæk
lllllllllllllllllllllllllllllillflllll
Þessu unga fólki vegnar að
vísu vel. Það vinnur sér trúnað
og traust allra, enda fengið
uppeldi sitt hjá góðum foreldr-
um, sómafólki, sem ekki mátti
vamm sitt vita í neinu. Og við
hagnýt ábyrgðarstörf í góðum
félagsskap með okkar dásam-
legu húsdýrum.
AÐ ER FÁTT, sem oftar er
minnzt á í ræðu og riti, en það
sem nefnt hefur verið fólks-
flóttinn úr sveitumun. Þó munu
engir tala um það af meiri
alvöru en við gamla fólkið, sem
höfum alið allan okkar aldur
við sveitabúskap, unnum sveita
lífinu og höfum kynnzt ósvik-
inni sveitasælu af eigin raun.
Það hefur verið bent á, að
það sé ekki von að yngri kyn-
slóðin uni svipuðum kjörum,
sem afi og amma bjuggu við og
á þeim tímum þóttu góð. Það
krefjist skemmtana- og menn-
ingarlífs. Þetta er að vísu satt.
Þó er það svo, að víðast hvar
mun vera eitthvað að. Jafnvel
í okkar ágætu og hreinu höfuð-
borg, Reykjavík, sem líklega á
hvergi sinn líka, þó leitað væri
víða um heim, eru samt ýmis
konar vandkvæði, sem minna
hrjá sveitimar enn sem komið
er. Á ég þar m. a. við það böl,
sem stafar af aukinni neyzlu
áfengis, og þá einkum kvenna
og unglinga, og sem hlýtur að
grúfa eins og dimmur skuggi
yfir öllu fjölskyldulífi og upp-
eldismálum æskufólks.
E
N HVAÐ er þá til ráða, sem
til úrbóta mætti verða? Flestir,
sem um þetta hafa hugsað, hafa
helzt komizt að svipaðri niður-
stöðu, þeirri, að skapa þéttbýlis
kjarna út um sveitir landsins,
þar sem skilyrði eru fyrir
hendi. Þetta hefur þegar verið
reynt á nokkrum stöðum, og
virðist hafa gefið góða raun.
Þar eru nú eftir tiltölulega fá
ár risin upp smáþorp. Og verið
staðsett búseta prests, læknis,
skólastjóra, og svo kemur eins
og af sjálfu sér fleira. Má nefna
gistihúsarekstur, sem er alveg
nauðsynlegur og sjálfsagður.
É
G VIL nú benda á, til athug-
unar, glæsilegt hérað, sem ég
held að hafi upp á allt það að
bjóða, sem til þarf. Og það er
Oxarfjörður.
„Tign býr í tindum, traust í
björgum.
Fegurð í fjalldölum, í fossum
afl.“
Það dylst fáum, sem um þess
ar sveitir fara í fögru veðri að
sumarlagi, að landið er frídt
yfir að líta, fegurð þess dásam-
leg. Svo eru líka márgir staðir
með stórbrotna hrikafegurð.
Má þar nefna Ásbyrgi, Hljóða-
kletta, Hólmatungur, Foivöð,
Hallhöfðaskóg og Landsbjörg.
En inn á milli eru skjóllegir og
töfrandi fagrir blettir, þar sem
gott er að njóta hvíldar sér til
sálubótar, ef tóm gefst til frá
önnum dagsins.
Hér er Hka straumur ferða-
fólks um hásumartímann, bæði
erlendir og innlendir gestir,
sem víða hafa farið og hafa því
nægan samanburð. Þeir segja
að þetta sé eitt af fegurstu hér-
uðum landsiris/ Og þarf þá ekki
heldur að efa, að þetta finnst
okkur sjálfum lika, en við þor-
um varla að hafa orð á því af
ótta við að ást okkar á sveit-
inni geti ruglað dómgreindina.
Um veðursældina er margt
til vitnisburðar. Er þá fyrst að
telja, að óvíða á landinu eru
víðlendari skógar og kjörr en
hér, og hafa þó verið langt um
meiri áður fyrr, því víða finn-
ast rótarfauskar í jörð og forn-
ar kolagrafir á hinum ólíkleg-
ustu stöðum, þar sem nú er
með öllu skóglaust, og til eru
mómýi-ar, sem sýna að þar hef-
- ur áður verið stórvaxinn skóg-
ur. Síðan hætt var að nota skóg
til kolagerðar og eldsneytis, en
það eru nú ekki nema fáir tugir
ára, hefur það sýnt sig, að skóg
ar hér munu færast út og
stækka í framtíðinni. Stafar
það líklega fyrst og fremst af
því, að hér mun vera þurrari og
eitthvað hlýrri veðrátta en í
sumum öðrum héruðum. Lika
má minna á, að í harðindavor-
um, þegar ekki var jarðarbragð
á Sléttu eða í Þistilfirði, þá var
fé þaðan komið á jörð hingað í
sveit. Vorið 1918 var komið
mörgu fé af Austur-Sléttu hing
að í Oxarfjörð á jörð, og þótti
gefast vel. Líka ei-u um það
sagnir, að vorið 1869 hafi mörgu
fé úr Þistilfirði verið bjargað
með því að reka það á jörð inn
Myndin er frá Hljóðakletturri, tekin þegar yíir stóð kvikmyndun áí
„Rauðu skikkjunni“. (Isl.mynd: — herb.)
í Öxarfh-ði. Segir sagan, að þeg
ar féð var rekið inneftir, hafi
hvorki séð á dökkan díl í Þistil
firði eða á Öxarfjarðarheiði,
fyrr en komið var niður að'
Gerðinu ofan við túnið í Sand-
fellshaga, en þá skipti svo
snögglega um, að þar var al-
autt og svo var um allan Öxar-
fjörð. Það má feví ;hugsa sér,
þegar trúin á það vex, að hér
á landi sé hægt að rækta nytja
skóg, þá verði þetta hérað eitt
með þeim fyrs.tu, þar sem hafin
verður trjárækt.
Ekki þarf að efa möguleikana
til túnræktar, þvj . frá nyrzta .
bænum, Núpi,, og suður eftir
endilangri byggðinni skiptast á
móaflæmi, sem ágæt eru ,til
ræktimar, jarð.v.egur þykkur og
frjór, en hins vegar skógi vaXTl"
ar hlíðar. Það sem enn hefur
verið ræktað, er hvei'fandi lítið
saman borið við hitt sem eftir
er. Það má því segja, að rækt-
unarmöguleikar séu nær óþrjót
andi.
Neyzluvatn má teljast ágætt,'
víðast hvar .i-uppsprettulindir
og ár nær hjá hverjum bæ,
nema .á Söndunum. Við" árnar-
■ eru víða vatnsaflsstöðvar,' árri-
ar eru að heita má - jafnvatna
árið um kring, svo aldrei verð-
ur vatnsskortur. Hér væru því
mikil skilyrði til þéttbýlis vegna
þess, að nóg og gott er vatnið.
Ekki ætti að þurfa að kynna
fossana, Selfoss, Dettifoss eða
Hafragilsfoss, eða Jökulsá, selri
orkugjafa. Hinu veita menn síð
ur eftirtekt, nú síðan tilbúni
áburðurinn kom til sögunnar,
með allri þeirri nýrækt sem nú
tíðkast, að Jökulsá flytur með
sér ógrynni áburðarefna, sem
engum virðist detta í hug að
notfæra sér, en fljóta i hafið
engum til gagns. Mætti þó að
sjálfsögðu með áveitum fram-
leiða mikið heymagn, ef til vill
ekki mikið minna en nú fæst af
öllum túnum bæði í Keldu-
hverfi og Öxarfirði. En þetta er
eitt af því, sem bíður síns tíma.
Áveitur munu eiga eftir að kom
ast í móð aftur og þá verður
vonandi þeirra blómaskeið. • •'
En mai-gs þai-f búið við. Sam
göngum hefur fleygt fram á síð
ustu árum, bæði á láði, lofti og
legi. Til Kópaskers er stutt leið.
Hins vegar nokkru lengrá' til
Húsavíkur eða RaUfarhafnar.
Fáum við nú oft eitthvað af dag
blöðunum sama dag og þau <eru
gefin út.
Mikið eykur það á fjölbreytni
og fegurð héraðsins, að um-
hverfis eru fagurlagaðir fjalla-
tindar, en kringum þá og fjær
víðáttumikil og frjósöm afrétt-
arlönd, en eyjar úti á flóa til
augnayndis.
Þó margt hafi nú verið talið
af Hfsnauðsynlegum gæðum, þá
vantar samt eitt, en það er heitt
vatn. Þó er ekki mikil ástæða
til svartsýni í því efni. Víða eru
hér fomar gosstöðvar til heiða,
og á nokkrum stöðum í byggð
eru laugar eða heitt land. Má
þar meðal annars nefna Hrossa
nálarhólma, þar var heit upp-
spretta, er Grænilækur rann,
frá. Nú hefur Bakkahlaup brot
ið mikið af þessu heita landi og
laugin horfin í fljótið. Norðan
við bæina Skóga og Ærlækjar-
sel, á leiðinni út að sjó, er heitt
landsvæði, þar heitir Græni-
blettur, og enn norðar í Tóftar-
flögu er laug um 90 gráðu heit.
Á einum stað við Brunná var
volgur pollur með 16—20 gráðu
hita. Mun áin hafa brotið þar
svo hann sé horfinn í hana.
Hvaðan þetta heita vatn kemur
verður reynslan að leiða i ljós
þegar boranir verða hafnar, éni
enginn skyldi örvænta.
Veiðivötn eru lítil og engin
teljandi rækt lögð við að bætai
þau sem þó að sjálfsögðu
mætti. Hins vegar eru fisk-
gengar ár, sem reynsla undan-
farinna alda hefur sannað, að
eru mjög góðar fyrir bleikju-
silung. Svo að þrátt fyrir ein-
hverja veiði á undanfömum öld
um voru árnar samt blátt áfram
fullar af silungi nokkuð fram
yfir síðustu aldamót, að menn
fóru að viðhafa nýjar veiðiað-
ferðir. Kistur voru settar í ám-
ar og silungnum ausið upþ á
fáeinum áratugum. Er nú svo
komið, að ámar mega teljast
alveg dauðar. Hvenær þær,
verða ræktaðar upp, er ekki'
gott að spá um, en seint nrun
það gerast alveg af sjálfu sér.
í framhaldi af því, sem áður
var sagt um möguleika til hey-
öflunar, mætti benda á, að álit-
legt myndi hér að koma upp
verksmiðju til heymjöls- eða
heykögglaframleiðslu. Mætti
það verða til að auðvelda bú-'
skap á Sléttu norðanverðri,
Langanesi og Hólsfjöllum. ,
ÞaÐ VIRÐIST því tímabært
að taka til gaumgæfilegrar at-
hugunar hvort hér sé ekki til-
valinn staður til þéttbýlis. Öxar
fjörður er í hjartastað héraðs-
ins, með sveitimar allt run-
hverfis, og samgönguæðar tif
allra átta. 11
5 ÍSLENDINGUI^