Íslendingur


Íslendingur - 06.04.1967, Page 8

Íslendingur - 06.04.1967, Page 8
ISLENDINGUR SNÆFELLIÐ MEÐ 43 TONN í CÆR FÆRABÁTAR og einn neta bátur I Hrísey hafa aflað reyting að undanförnu, þeg- ar gefið hefur á sjó. Snæfell- ið er nú á trolli frá Hrísey og landar í Frystihús KEA. Það kom úr fyrstu ferð í gær ineð 43 tonn. Ovenju mikill snjór er þar ytra, eins og víðar hér um slóðir. Má nokkuð marka þáð af myndunum sem fylgja hér með. Til vinstri er jarðýta að ryðja leið í gegn um snjóskafl að verzlunar- húsi KEA, en til hægri er Jón Valdimarsson að moka upp dyr á geymsluhúsi. (fsl.myndir: — B.) ^WVWNAAA>W/\A/W\AA# Fimmtudagur 6. apríl 1967. AÐALFUNDUR SJÁLFSTÆÐIS- FÉLAGSINS AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé- lags Akureyrar verður lialdinn. n.k. mánudag og hefst kl. 20.30. Fundarstaður er Sjálfstæðis-. húsið, uppi. Fundarefni: 1. venjuleg aðal- fundarstörf, 2. kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokks- ins, 3. önnur mál. - stofnun vinnustofu er nú undirbúin AÐALFUNDUR Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri og í nágrenni, var haldinn 26. febrú ar sí.- í skýrslú stjórnar kom m. a. fram, að hagur félagsins hefur haldið áfram að batna á árinu og starfsemin hefur færzt í aukana jafnt og þétt. í félag- inu eru nú 167 fullgildir með- limir, 157 styrktarfélagar og 6 ævifélagar. Starfsemí félágsins er einkum að vinna^að hagsmunamálum fé lagsmanna . og margháttaðri skemmti- og .tómstundastarf- semi fyrir þá. Var mikil gróska í starfseminni á sl. ári. Þá var haldið áfram fram- kvæmdum við hús félagsins, Bjarg, og voru steyptar gang- stéttir við húsið og byggt dyra- skyggni. Enn er eftir að lag- færa lóð, svo að hún geti talizt í viðunandi ástandi. 8. þing Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra, var haldið í Skíðahótelinu við Akui-eyri dag ana 4. til 6. júni, og sá deildin hér á staðnum um undirbúning þess og framkvæmd að mestu. Nú er undirbúin stofnun vinnustofu á vegum félagsins og ér þannig miðað að því, að veita fötluðu fólki vinnuað- stöðu við þess hæfi. Stjórn Sjálfsbjargar skipa nú: Heiðrún Steingrímsdóttir, for- maður, Hafliði Guðmundsson, varaformaður, Ágústa Tómas- dóttir-, ritari, Sveinn Þorsteins- son, gjaldkeri.og Kristín Kon- ráðsdóttir, varáritari. Samkvæmt tilkynningu stjórnar félagsins, hvetur hún alla þá, sem eru fatlaðir á einn eða annan hátt, til að gerast fé- lagar í Sjálfsbjörg og stuðla þannig að ánægjulegra lífi fyrir einstaklinginn og jafnframt heildina. ÞANN 16. þá m. afhenti bæjar- fógetinn á Akureyri Sjálfs- björgu, félagi fatlaðra, dánar- gjöf að upphæð kr. 50.000.00 frá látnum félaga, Viggó Olafssyni. Um leið og þetta er tilkynnt 'vill Sjálfbjörg þakka Viggó heitnum allan hans stuðning við félagið bæði fyrr og nú. Minning hans mun lifa með fé- laginu og' hljóðfæri því, sem keypt hefur verið fyrir hluta af gjöf hatls. Eínnig þakkar félagið erfingj tim Viggós Ólafssonar hlýhug í garð félagsins. — Frá Sjálfsbjörg. Sumaráætlun FÍ gengin í gildi UM SÍÐUSTU mánaðamót gekk í gildi sumaráætlun Flugfélags Islands, bæði í innanlands- og utanlands- flugi. Áætlunin er nú yfir- gripsmeiri en nokkru sinni fyrr. Samkvæmt áætluninni verð- ur 21 ferð á viku milli Reykja- víkur og Akureyrar; þrjár ferð ir daglega. Milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja verða 20 ferðir vikulega, milli Reykjavíkur og Egilsstaða 11 ferðir í viku, milli Akureyrar og Egilsstaða 3 ferð- ir í viku, milli ísafjarðar og Egilsstaða 1 ferð í viku. Milli Reykjavíkur og ísafjarðar verða 9 ferðir í viku. Milli Reykjavíkur og Sauðárkróks verða ferðir á mánudögum, mið vikudögum, fimmtudögum, föstudögum og laugardögum. Milli Reykjavíkur og Horna- fjarðar verða ferðir á mánudög- úm, rhiðvikudögum, föstudög- um og laugardögum. Milli Reykjavíkur. og Húsavíkur verða ferðir á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Milli Reykjavíkur og Patreks- fjarðar á sömu dögum. Milli Reykjavíkur og Raufarhafnar á mánudögum, fimmtudögum og laugardögum. Milli Reykjavík- ur og Kópaskers á mánudögum og milli Reykjavíkur og Þórs- hafnar á mánudögum og laugar dögum. Milli Reykjavíkur og Fagurhólsmýrar verður flogið á miðvikudögum og sama dag milli Vestmannaeyja og Hellu. Áætlunin til Raufarhafnar, Kópaskers og Þórshafnar verð- ur endurskoðuð um næstu mán aðamót. Tii útlanda verða famar 16 ferðir vikulega, þegar áætlunin verður að fullu gengin í gildi. Það verður 1. júní um leið og í flugvélaflotann bætist fyrsta þotan, Boeing 727C. Fundur um Viet-Nam N.K. FIMMTUDAGSKVÖLD flytur Árni Gunnarsson frétta- niaður erindi um Viet-Nam í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri á vegum Varðbergs. Hefst það kl. 20.30. Á eftir verður sýnd kvik- mynd frá Viet-Nam. Varðbergsfélagar og aðrir áhugamenn *um vestræna sam- vinnu eru hvattir til að mæta á fundinum. Orðsending lil stuðningsmanna Sjálfslæðisflokksins Sigurður Sigurðsson, starfsmaður fjármála- nefndar. SAMKVÆMT skipulags- reglum Sjálíslæðisílokksins skal stjórn hvers kjiirdæmis ráðs skipa fjármálanefnd til }>ess að hafa yfirumsjón með nauðsynlegri fjáröfl- un flokksins í viðkomandi kjördæmi, svo sem vegna hlaðaútgáfu og undirbún- ings kosninga. • • Hér í þessu kjördæmi hefur þurft að leita í veruleg- um mæli til stuðningsmanna flokksins um bein fjárfram- lög, og koma þar einkum tvær ástæður til. Sú fyrri, að hagn- aður af sölu happdrættismiðu flokksins í kjördæminu hefur nú í nokkur ár runnið til upp byggingar Sjálfstæðishússins og gerir enn um sinn. Hin sið- ari er útgáfa íslendings. • • Kjördæmisráð tók við útgáfu íslendings í ársbvrjun 1963, en bæði fyrr og síðar hefur orðið verulegur halli á rekstri hans, eins og flestra annarra blaða hér á landi. Á meðan happdrættisfjárins nýt ur ekki við, hefur Kjördæmis ráð ekki aðrar tekjur til að mæta þessum halla en fram- lög stuðningsmanna. Margir þeirra hafa sýnt þolinmæði og ærið örlæti í þessu sambandi. Ilitt er annað mál, að af stuðn ingsmönnum flokksins eru ekki nægilega margir skilvísir kaupendur blaðsins og ekkt hefur náðzt til nógu margra um framlög. Úr þessu verður að haeta. . i • • Xil þess að vinna að því og fjáröflun vegna þing- kosninganna, sem nú eru frant undan, hefur fjármálanefnd ráðið ungan og ötulan mann, Sigurð Sigurðsson, formann Varðar, sem stýrt hefur því stóra félagi af dugnaði og for- sjá. Mun hann fara um kjör- dæmið og hafa samband við stuðningsmenn flokksins. M. a. verður komið á styrktar- mannakerfi blaðsins á þá lund, að hver og einn lofi ákveðnu framlagi untfram áskriftargjald tiltekið tímabil. • • Nefndinni er ljóst, að slík fjárfoón er aldrei vinsæl, ; og það því fremur, sem ýmsir hafa þegar lagt mikið af mörk um. En þar sem svo mikið liggur við, traust útgáfa flokkshlaðsins í kjördæminu, elzta vikublaðs á landinu, og kosningastarfið, fer nefndin þess á leit við þá, sem Sigurð- ur Sigurðsson á eftir að leita til í þessu skyni, að þeir taki honurn vel og geri sitt til þess, að hann hafi erindi sem erfiði. — Fjármálanefnd.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.