Íslendingur


Íslendingur - 26.03.1968, Qupperneq 8

Íslendingur - 26.03.1968, Qupperneq 8
(SLENDII MGUR Þriðjudagur 26. marz 1968. Árshátíð Sjálfstæðisfélag- Aðeins ein gata malbikuð í ár — verulegar undirbúningsframkvæmdir, meiru mulbikuð næstu úr anna á Akureyri: Fjölmenn og vel heppnuð ARSHAtIÐ Sjálfstœðisfélag- anna á Akureyri var haldin í Sjálfstæðishúsinu laugardaginn 2, marz sl. og vaf þar margt um manninn. Mun þetta hafa verið fjölmennasta og einhver bezta árshátíð, sem félögin hafa hald- ið til þessa. Fyrr sama dag héldu Sjálf- stæðisfélögin á Akuneyri og I Eyjafjarðarsýslu sameiginlegan fund um landsmál i Sjálfstæðís- húsinu. Þar voru frummælend- ur alþingismennirnir Magnús Jðnsson fjármálaráðherra og Jðnas G. Rafnar bankastjóri. Var fundurinn vel sóttur og um- ræður talsverðar. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í síðustu viku gatnagerðaróætlun bæjarins fyrir 1968, sem bæjarverkfræðingur, Stefón Stefónsson, hafði samið og lagt fyrir. — Til nýfram- kvæmda á að verja tæpum 14,6 millj. kr á órinu, þar af til fullnaðarfrógangs gatna rúm- um 3.6 millj. Aðeins ein gata verður malbikuð, þ. e. Þórunnarstræti fró Glerórgötu að Þingvallastræti, en það er tæpur 1 km af 14 m breiðri götu. Þá er gert ráð fyrir gang- stéttamalbikun á stuttum köfl- um við Glerárgötu og við Hafn- arstræti frá Kaupvangsstræti að Aðalstræti . Aðrar nýframkvæmdir verða aðallega undirbygging gatna og holræsagerð, en einnig tenging- ar á Glerárgötu og Skipagötu og Skipagötu og Hafnarstræti fram- an við POB. Þessar tengingar eru brýnar vegna hægri um- ferðarinnar, sem er á næstu grösum. Til þeirra leggur H- nefndin 280 þús. kr. og lánar 1 millj. kr. Bjarni Einarsson bæjarstjóri kvað mest aðksllwdi holræsa- gerð myndi miða mjög langt á þessu ári og eftir sumarið myndu liggja fyrir allmargar götur undirbyggðar. Mætti því gera ráð fyrir verulegri breyt- ingu á nýframkvæmdum á næsta ári, þannig, að þá yrði minna unnið að undirbúnings- framkvæmdum en meira að mal- bikun og öðrum frágangi. Ingólfur Árnason (Alb.) kvað miklar vonir hafa verið bundn- ar við malbikunarsamstæðuna, þegar hún var keypt, og búizt hefði verið við skjótari framför- um við varanlega gatnagerð en raun bæri vitni og enn væri gert ráð fyrir. Þá spurði hann, hvort reynt hefði verið að útvega láns- fé til gatnagerðar, og einnig, hvort malbikunarsamstæðan hefði önnur verkefni á árinu en malbikun þessarar einu götu. Gísli Jónsson (S) gerði nöfn gatna í hinu nýja hverfi vestan Mýrarvegar að umtalsefni. Taldi hann ýmsar samsetningarnar, sem enduðu á lundur, litt við- eigandi og sumar fráleitar, eins og Skógarlund og Einilund. Flutti hann tillögu um breyt- ingu á nöfnum gatnanna, sem vísað var til bæjarráðs til frek- ari athugunar. Bæjarstjóri svaraði Ingólfi og. sagöi, að ekki hefði verið leitað eftir lánsfé til gatnagerðar, enda þætti nægilegt viðfangsefni á þessum tíma, að leita eftir láns- fé til tveggja brýnustu fram- kvæmdanna, dráttarbrautarinn- ar og iðnskólans. Góðar vonir væru um árangur i fyrra tilfell- inu, en mun lakari í þvi síðara. Bæjarstjóri kvað hugsanlegt, að unnið yrði að frekari malbik- unarframkvæmdum á Akureyr- arflugvelli, en það lægi ekki fyr- ir ennþá. Talin væri brýn þörf á, að malbika stæði flugvélanna, einkum vegna þotu FÍ, en ekki væri Ijóst, hvort af því gæti orðið í sumar. lUllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllf Rekstur Skiðahótelsins i Hliðarfjalli: ! 927 ÞÚSUND KR. ! I HALLI í FYRRA ! Verulegar breytingar á gatnakerfi Akureyrar fyrir H-umferð: — bæjarróð kannar leiðir til að tryggja skipulegar ferðir í fjallrð = §A SlÐASTA fundi hæjarstjómar Akureyrar urðu miklar um-E =ræður um skipulegar ferðir upp í Hliðarfjall, scm Hópferðir sf.| Eannast, en það kom fram f fundargerð frá íþróttaráði, að fyrir-5 =tækið skorti viðunandi aðstöðu til símaþjónustu og afgreiðslu. — = í fundargerðinni var ósk um að hæjarstjóm veitti HópferðumE 5»f- afnot af skylinu á tjaldstæði bæjarins. Tók bæjarstjóri þessaE sósk uþp sem tillögú á fundinum, og kvað hann hugmyndina, að= Ekoina úpp sfmsvara og hafa afgreiðslu í skýiinu. Taidi hannE Eóviðunandi, að fyrirtækið hefði ekki fullnægjandi aðstöðu tit= Eþessara hluta, þar sem afkoma Skíðahótelsins og annarra ntann-E =virkja í fjaliinu ylti mjög á því, að skfðafólk gæti gengið að~ Söruggum ferðum á milli. Upplýsti bæjarstjóri, að í fyrra hefðfS =hallinn á rekstri Skíðahótclsins orðið 927 þús. kr., og saþyH hannE =að neyta yrði allra ráða, til þess að draga úr hallarekstrt. E Ýmsir bæjarfuiltrúar tóku til máls og voru skiptar Sko#anir= =um tillögu bæjarstjóra. Töldu sumir, að stórhætta væri áE Eskemmdum á skýli tjaldstæðisins og svæðinu í kring um það,S Eef það yrði opnað tii þessara nota. Þá var það upplýst, að vafi§ =gæti leikið á heimild til slfkra nota af skýlinu, þar sem ekkiE Eværi unnt að opna salerni og handiaugar. Loks komu fram skoð-E =anir um það. að leita ætti eftir samningum við annan aðila umS sferðirnar í fjaiiið, ef Hópferðir sf. gætu ekki sjálfar séð um vt5 Eútvega sér viðunandi afgreiðsiu, t.d. hjá ferðaskrifstofunum. E = Að lokum var samþykkt með 8 atkvæðum gegn 3, að visa mál-E Einu til bæjarráðs og þvf falið að athuga þessi atriði frekar og af-§ Egreiða málið. iTiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinm,,7« UMFERÐARKERFIÐ AKVEÐIÐ AÐ undanfömu hefur verið unnið að endurskipulagningu umferðarkerfisins á Akureyri, vegna H-umferðarinnar. Hefur það nú verið ákveðið endanlega og verða verulegar breytingar á gatnakerfinu og umferðarkerf- inu. Munu það vera mestu breyt- ingar i nokkrum bæ á landinu, végiia H-umferðarinnar. Hér að ofan birtist kort yfir umferðarkerfið í miðbænum og við hann, sem skýrir sig sjálft, en á næstunni verða heildarkort sýnd almenningi í nokkrum verzlunargluggum bæjarins. Þá má geta þess, að óhjá- kvæmilegar framkvæmdir, sem ráðast þarf í eða flýta, vegna1 H-umferðarinnar á Akureyri eru áætlaðar muni kosta um 2.2 millj. kr. Þar af leggur H-nefnd- in fram rúm 600 þúsund og lánar 1 milljón. Ráðstefna um skólamál LAUGARDAGINN 6. april n.k. Pálsson skólastjóri, séra Sigurð- efna Samband ungna Sjálfstæð- ur Guðmundsson og Birgir ísl. ismanna og Vörður, FUS á Ak- Gunnarsson hdl. ureyri til ráðstefnu í Sjálfstæð- Aðgangur verður frjáls og er ishúsinu um skólamál. skólamönnum sérstaklega boðin Frummælendur verða: Þór þátttaka. Vilhjálmsson prófessor, Sverrir ---------------------^--------------------------------------- Stöðnun í fjölbýljshúsabyggingum veldur verulegum samdraetti byggingariðnaðinum á Akureyri í ár: HAFIN BYGGING Á AÐEINS 60 ÍBÚÐUM Q Með hækkandi sól er að hefjast undirbúningur að framkvæmdum við í- búaaTjiúsabyggingar á Akureyri I ár. Fyr- írsjáanlegt er, að verulegur samdráttur verður i byggingariðnaðinum í bænum á árinu, sérstaklega vegna stöðnunar í fjöl- býlishúsabyggingum, sem virðast vera olnbogabarn Húsnæðismálastjórnar, þar sem mjög skortir á að hún veiti eðlileg lán til beirra framkvæmda. □ Samkvæmt þeim upplýsingum, sem blaðið hefur aflað sér, hefur verið út- hlutað frá því 1 haust lóðum undir um 60 íbúðir í einbýlishúsum og raðhúsum, og eru nú aðeins tvær lóðir undir ein- býlishús óveittar. Á undanförnum árum hefur verið byrjað á nær 100 nýjum fbúðum árlega, en samdrátturinn nú er einkum fólginn í því, að stærsti bygginj- - \ araðilinn, sem byggt hefur eitt fjölbýl- ishús árlega með 22—30 íbúðum, er enn með hálfkarað hús frá I fyrra, og mun að öllúm líkindum ekki geta hafið fram- kvæmdir við nýtt hús I ár. Hefur þessi aöili og viðskiptavinir hans verið mjög af- skiptir við lánveitingar Húsnæðismála- stjórnar, svo að framkvæmdir hafa dreg- izt stórlega á langinn. □ Ekki er vitað um margar nýjar framkvæmdir við atvinnuhúsnæði á döf- inni. Þó mun hugsanlegt, að Fjarki hf. hefji framkvæmdir við iðnaðar- og verzl- unarhús við Tryggvabraut og KEA við víð- byggingu Sláturhúss. Ákveðnar hafa ver- ið byrjunarframkvæmdir við hús Vega- gerðar rikiSins ofan við bæinn, en það verður 6—7 þús. rúmmetrar.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.