Íslendingur - 27.06.1974, Síða 1
Framboðslisti Sjálf-
stæðisflokksins í
INiorðurlandi eystra
Jón G. Sólnes.
Lárus Jónsson.
Halldór Blöndal.
Vigfús Jónsson. Stefán Stefánsson. Svavar B. Magnússon. Skírnir Jónsson.
Oli Þorsteinsson.
Friögeir Steingrímsson.
Svanhildur Björgvinsdóttir.
Benjamín Baldursson.
Snorri Ólafsson.
Œ öryggi og varnir landsins verður að tryggja. Stefna ríkisstjórnar-
innar fullnægir ekki þessum kröfum, enda er þar farið eftir kröf-
um og óskum kommúnistanna í ríkisstjórninni.
O Alvarlegt hættuástand hefur skapast í efnahagsmálum. Taumlaus
óðaverðbólga ríkir í þjóðfclaginu og getur náð 40 — 50% aukn-
ingu, ef ekkert verður að gert. Sjálfstæðisflokkurinn er eini floldc-
urinn, sem hefur styrk til þess að gera nauðsynlegar ráðstafanir
gegn þessu ástandi.
• Allir fjárfestingarsjóöir landsmanna eru févana. Verðbólga og
óskynsamleg fjármálastjórn ríkisins hefur rýrt svo þessa sjóði, að
þeir geta ekki lengur valdið hlutverki sínu og atvinnuvegir lands-
manna eru í stórhættu af þeim sölcum.
® Gjaldeyrissjóðirnir eru að tæmast. Stórfelld eyðslulán eru tekin
erlcndis og hefur staða á cyðslureikningi þjóðarinnar erlendis
versnað um sex milljarða á þremur árum.
® Ríkisstjórnin neitar að verða við kröfu Sjálfstæðismanna um að
færa út fiskveiðilögsöguna í 200 mílur fyrir árslok. Þess í stað
cr austurþýskum ryksuguskipum gefin sérstök aðstaða til áhafna-
skipta í landinu, þótt þau stundi veiðar á Islandsmiðum. Stefna
stjórnarjnnar getur leitt til þess að íslendingar verði ekki lengur
í fararbroddi þjóða heimsins í fiskverndarmálum.
© Algjör upplausn er nú á vinstri væng stjórnmálanna. Allir vinstri
flokkarnir eru klofnir og barátta þeirra helgast annars vegar af
svikabrigslum um aðra vinstri menn, en þó er augljós ásetningur
þeirra að mynda nýja vinstri stjórn hafi þeir afl til.
• Orkumál Norðlendigna eru í algjörum ólestri. Öll loforð stjórn-
arinnar hafa reynst svik ein, og orkuskortur er fyrirsjáanlegur,
verði ekki gripið til mjög skjótra ráðstafana. Virkjunarfram-
kvæmdir við Kröflu og svokölluð byggðalína, eru enn eldd komn-
ar á framkvæmdastig, og enginn veit, hvenær hægt verður að
hefja framkvæmdir.
Kosningarnar 30. júní nk. eru einhverjar þær örlagaríkustu í sögu
íslenska lýðveldisins. Þar verður tekist á um, hvort kommúnistum
veíður áfram veitt aðild að ríkisstjórn landsins eða hvort sigur Sjálf-
stæöisflokksins verður til þess að samstaða verði meðal lýðræðisafl-
anna í landinu um nýja endurreisn í íslensku þjóðlífi.
1 þessu kjördæmi verður barist um, hver nær sæti Björns Jónsson-
ar. Úrslit sveitarstjórnarkosninganna sanna, að hvorki Alþýðuflokkur
né Samtök frjálslyndra og vinstri manna geta náð því þingsæti. Sjálf-
stæðisflokkurinn er því eini flokkurinn, sem getur komið í veg fyrir
að kommúnistar fái það sæti. Það ríður því á, að lýðræðissinnar hafni
í þessum kosningum þátttöku kommúnista í ríkisstjórn og komi í veg
fyrir kjör þeirra í Noröurlandskjördæmi eystra.