Íslendingur


Íslendingur - 27.06.1974, Side 4

Íslendingur - 27.06.1974, Side 4
Útgefandi: íslendingur h.f. - Ritstjóri og ábyrgðar- maður: Halldór Blöndal - Auglýsingastjóri: Gísli Sig- urgeirsson - Skrifstofur: Kaupvangsstræti 4, II. hæð, Akureyri - Ritstjómar- og auglýsingasímar: 21500 og 21501 - Prentsmiðja: Prentsmiðja Björns Jónssonar, Hafnarstræti 67, AkureyrL Vinstri stjórn fullreynd Á sunnudaginn skera kjósendur úr um það, með hverjum hætti stjórnað verður næsta kjörtímabil. Úrslitabaráttan er eftir og Sjálfstæðisflokkurinn þarf nú á að halda öllu fylgi þeirra, sem vilja breyta um stefnu til að forða þjóð sinni frá óáran. Magnús Jónsson segir um þessar kosningar í síðasta ís- lendingi: „Ógiftusamlegur starfsferill og strandsigling vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar verður hér ekki rakinn, enda blasa staðreyndir við og engir raunar sýnt skýrari mynd af feninu en ríkisstjórn- in sjálf, þótt um leið hafi verið reynt að skella skuld- ófaranna á aðra og þá ekki síst ýmsa verkalýðs- leiðtoga og loks þá menn, er urðu til þess að fella stjórnina með því að neita að bera ábyrgð á ó- stjórninni lengur. Vinstri stjórn á íslandi er nú svo fullreynd, að sýnt er, að hún leiðir alltaf til ófarnaðar. Orsökin er einfaldlega sú, að kommúnistar eru ekki hæfir til ábyrgra stjórnarstarfa. Þetta skildi Hermann Jónasson 1958 og því baðst hann lausnar fyrir vinstri stjórnina þá. Þetta virðist Ólafur Jóhannes- son aftur á móti ekki skilja og þess vegna verður þjóðin að leiða hann í allan sannleika í þessum kosningum. Hermanni Jónassyni kom ekki til hug- ar að rjúfa þing 1958 til þess að reyna að koma fótum undir vinstri stjórnina þá. Nú er aftur á móti þingrofsleiðin valin, ráðherrar allir sitja sem fastast, nema sá, sem ekki vildi brjóta rétt á verka- lýðshreyfingunni, og ekki er farið dult með það, að kosningunum sé ætlað að gera Ólafi Jóhannes- syni það kleift að koma vinstrr skútunni aftur á flot af blindskeri óstjórnarinnar og upplausnar- innar, þar sem hún nú hangir föst. Báðir vita stjórnarflokkarnir að vísu, að þeir muni tapa fylgi, en lifað er í þeirri von, að Magnúsi Torfa takist að nú töluverðum hluta fólks yfir á tætingslista sína víðs vegar um landið og hann hefir þegar sýnt, að hann ætlar sér ekki ótilneyddur að yfirgefa ráð- herrastólinn. En hvað er þá þjóð vorri til bjargar? Nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar hafa sýnt hug fólksins svo ekki verður um villst. Það hefur skilið, að þegar í harðbakka slær er Sjálfstæðisflokkurinn hin trausta kjölfesta í þjóðfélaginu. En sveitarstjórnar- kosningarnar geta ekki losað þjóðina við þessa ó- gæfusamlegu ríkisstjórn, þótt þær hafi greinilega vísað veginn. Nú er örlagastundin. Við þingkosn- ingarnar annan sunudag slær þjóðin skjaldborg um æru sína og lífshagsmuni. Sjaldan hefur þess verið meiri þörf, að kjósendur geri sér ljósa skyldu sína við ættjörðina. Aðeins stórsigur Sjálfstæðisflokksins getur tryggt þjóðinni trausta og örugga forystu. í Norðurlands- kjördæmi eystra heiti ég á alla vini mína og sam- herja að láta ekki sinn hlut eftir liggja. Markmiðið er augljóst, og með samstilltu átaki verður því náð: Þrír kjördæmakosnir þingmenn af lista Sjálfstæðisflokksins! Heill og hamingja fylgi ykkur öllum og norðlenzkum byggðum! 4 - ÍSLENDINGUR Lártis Jónsson: Reynslan af vinstri stjórn synir: Styrk og samhent ríkis- stjórn óhugsandi án for- ystu Sjálfstæðismanna Dýrkeypt reynsla þjóðarinnar af þriggja ára óstjórn Ólafs Jóhannessonar og samráðherra hans sýnir þjóðinni svart á hvítu, að styrk og samhent ríkisstjórn er óhugsandi án for ystu Sjálfstæðismanna. Þrátt fyrir mesta góðæri til lands og sjávar, ríkir öngþveiti og hættuástand í íslenskum efna- hagsmálum. Verðbólgan stefn ir í 40 til 50% á þessu ári, framleiðsluatvinnuvegirnir fá ekki undir því risið og eru þegar reknir með gífurlegum halla, ríkissjóð skortir 2 til 3 milljarða til þess að standa undir útgjöldum á yfirstand- andi ári, gjaldeyrisforðinn þverr eins og dögg fyrir sólu og eyðsluskuldir hrannast upp erlendis. Forsætisráðherra hef ur viðurkennt þetta hættu- ástand í ræðu og riti og fyrir skömmu sagði Björn Jónsson í biaðagrein: „Það er vissu- lega ekki að ófyrirsynju, að hinn glöggi og sérstaklega orð- vari hagrannsóknarstjóri, Jón Sigurðsson, hefur lýst efna- hagsástandinu með því stóra orði: HÆTTUÁSTAND“ Það ríkir líka hættuástand á fleiri sviðum í íslensku þjóð- lífi. öryggismál þjóðarinnar hafa verið á pólitísku upp- boði innan ríkisstjórnarinnar og kommúnistar hafa fengið samstarfsmenn sína í ríkis- stjórn til þess að lýsa ótvíræft yfir þeirri stefnu, að ísland verði varnarlaust land á árinu 1976, þrátt fyrir þá staðreynd, að risaveldið í austri hefur gert Atlantshaf að einu mesta víg- hreiðri og vopnabúri heims á síðustu árum. í stjórnmálalífi þjóðarinnar ríkir upplausn og glundroði í öllum pólitískum flokkum og flokksbrotum nema Sjálfstæðisflokknum síð an minnihluti Alþingis sendi meirihlutann heim. • SJÖ SUNDURÞYKKIR RÁÐHERRAR Ástæðan fyrir því, að hættu- ástand ríkir í efnahagsmálum, öryggismálum og íslensku stjórnmálalífi, er sú, að síð- ustu þrjú árin hafa setið sjö sundurþykkir ráðherrar að völdum á fslandi, sem ekki hafa getað komið sér saman um farsæla lausn á mikilsverð ustu sviðum íslensks þjóðlífs. Islendingar hafa ekki haft samhenta ríkisstjórn og því hefur mesta góðæri til lands og sjávar frá upphafi fslands- byggðar snúist upp í stórfellt efnahagsöngþveiti. Þess vegna hafa sjálf öryggismál þjóðar- innar verið á pólitísku upp- boði og engu skeytt um þá áhættu, sem þjóðinni stafar eins og nú standa sakir af varnarleysi. Innbyrðis tog- streita vinstri aflanna og æð- isgengin valdabarátta hefur auk heldur leitt yfir þjóðina upplausnarástand í stjórnmála lífinu. Það er því miður stað- reynd að hættuástand ríkir yf irleitt í íslensku stjórnmálalífi vegna þess að við völd hafa setið sjö ráðherrar undanfarin þrjú ár, en ekki samhent rík- isstjórn. • ÞJÓÐARHEILL KREFST FESTU OG STYRKRAR STJÓRNAR Þjóðarheill krefst þess, að þessu hættuástandi verði bægt frá og festa ríki að nýju í ís- Á forsíðu Dags laugard. 22. júní skrifar hinn^roskni góð- borgari ' Jakob Frímannsson hvatningargrein til kjósenda um að kjósa Framsókn (B- listann) á sunnudaginn kem- ur. Telur hann, að í UTAN- RÍKISMÁLUM beri að leggja áherslu á „forystu Framsóknar flokksins.“ Ég las þessa grein þrisvar og varð engu nær, þar sem síðari hluti hennar snýst um nauðsyn samvinnu við vestræn ar þjóðir í öryggismálum og að ekki megi skera á þau bönd, sem tengt hafa okkur við þær á síðustu árum. Svo skýr mun nafni minn þó enn í hugsun, að hann veit ofur vel, að engin tilviljun ræður því, að forysta Fram- sóknar hefur fyrir kosningarn- ar þurrkað út af Iistum sínum nöfn þeirra fáu manna, sem látið hafa í Ijósi vilja um slíka samstöðu og samvinnu við vestrænar þjóðir í öryggismál- um, svo sem Björns Fr. Björns sonar, Björns Pálssonar og Tómasar Karlssonar. Engin skýring hefur verið gefin á lensku þjóðlífi, þannig að unnt verði að treysta grund- völl áframhaldandi uppbygg- ingar og framfarasóknar þjóð- arinnar. Reynsla síðustu ára sýnir, að þetta verður ekki gert með öðrum hætti en að fela Sjálfstæðismönnum á ný forystu um stjórn landsins. — Sjálfstæðisflokkurinn hefur mesta fylgi allra íslenskra stjórnmálaflokka meðal laun- þega og vinnuveitenda. Hann hefur mikið fylgi meðal bænda og nýtur traust í öllum lands- hlutum. Sjálfstæðisflokkurinn gengur einn íslenskra stjórn- málaflokka óklofinn til alþing iskosninga 30. júní nk. Þessu samstillta þjóðfélagsafli, sem sameinar hagsmuni þjóðar- heildarinnar, hvar sem menn búa á landinu og hvaða þjóð- þrifastarf sem menn vinna, er augljóslega best treystandi til þess að taka á þeim vanda- málum, sem nú blasa við og Ieysa þau á farsælan hátt. Kjarni kosningabaráttunnar nú er því sá, að nú þurfa öll þjóöholl öfl að standa saman um að efla svo Sjálfstæðis- flokkinn, að ekki verði hjá því komist að fela honum forystu í næstu ríkisstjórn á íslandi. Það er eina leiðin til þess að þjóðin fái styrka og samhenta ríkisstjórn. þessum hlutum, en hitt er víst, að nái kommúnistar að mynda stjórn með Ólafi Jóh. og Ein- ari Ág. að loknum kosningum og komi sæmilega út úr þeim, er eins víst, að utanríkismálin verði tekin af Framsókn og við verðum lausir við þá ,,loðnu,“ sem þau hafa verið í á undanförnum árum. Það er elckert leyndarmál, að Ólafur Jóh. stefnir að „vinstri stjórn“ og þá jafnframt því, að slíta tengsl við aðrar vestrænar þjóðir í varnarmálum. Hver sá íslendingur, sem vill halda þeim tengslum, sem Jakob Frím. segir í niðurlagi máls síns hafa „reynst fslandi vel,“ gefur sjálfum sér á kjaftinn, ef hann kýs Framsókn eða ein hvern af hinum mörgu og sundurleitu „vinstri“ flokkum öðrum. Til að halda áfram sam- vinnu við okkur vinveittar þjóðir í öryggismálum er að- eins ein leið til: að kjósa lista Sjálfstæðisflokksins, D-LIST- ANN. Jakob Ó. Pétursson. Kjósendur vilja hreinar línur

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.