Íslendingur - 27.06.1974, Síða 8
Bændur fá pappír
í stað lána
Lánsloforðum útbýtt með fyrirvörum um
vísitölutryggingu og hækkun vaxta
Þessa dagana er verið að út-
býta lánsloforðum til bænda.
Sá böggull fylgir þó skamm-
rifi, að ríkisstjórnin hefur alls
eklci útvegað Stofnlánadeild
landbúnaðarins fjármagn til
þess að greiða bændum þessi
lán. Það á næsta ríkisstjórn
að gera.
Blaðið hafði samband við
stofnlánadeildina. Að sögn
starfsmanns þar eru þessi láns
loforð með öllum fyrirvörum
um vísitölutryggingu og hækk
aða vexti. Vitnað er í gildandi
lög og bráðabirgðalög í þessu
sambandi og lcomist þannig
að orði, að ríkisstjórnin taki
síðar endanlega ákvörðun um
lánskjörin. Það má því með
sanni segja, að þessi lánslof-
orð séu opin í báða eða öllu
heldur alla enda og pappírs-
gagn eitt. Um tilganginn þurfa
menn ekki að fara í grafgötur.
Íe)0DúD
3®
Tln
_nJ
öuD®®
HVERJUM ER AÐ TREYSTA
í VARNARRMÁLUM?
Skrif Tímans og Þjóðviljans
eru með einstökum hætti
þessa dagana. Blöðin spara
þar hvergi breiðu spjótin til
þess að koma Iagi á samherja
sína. Sífelldar upphrópanir um
svik og aftur svik í utanríkis
málum kveða nú við, og Ein
ar Agústsson segir það um sam
ráðherra sinnn og aðstoðar-
mann í ráðherranefndinni um
utanríkismál, Magnús Iíjartans
son, að hann sé fulltrúi óþjóð
legra afla, og stefna hans í
utanríkismálum sé til þess eins
Mikið blíðviðri hefur verið Norðanlands undanfarna daga og
hitinn komist upp í 29 stig á Akureyri, og hefur ekki náð því
áður. Myndin er tekin einn góðviðrisdaginn.
Sannleikurinn
um vegaframkvæmdirnar
Dagur hefur verið að reyna
að klóra í bakkann um við-
skilnað og skipbrot ríkis-
stjórnarinnar í vegamálum.
Sannleikurinn skal enn
einu sinni endurtekinn hér
í blaðinu: Vegagerðarkostn
aður hefur um það bil tvö-
faldast á síðustu tveimur
árum vegna efnahagsöng-
þveitis og óðaverðbólgu.
Afleiðingin varð sú, að ár-
ið 1973 varð að fresta vega
framkvæmdum á landinu
fyrir 130 millj. króna og
mikill skuldahali myndað-
ist á vegaáætlun. Þegar
vegaáætlun var lögð fyrir á
síðasta þingi, gerði ríkis-
stjórnin ráð fyrir að skera
niður vegaframkvæmdir,
miðað við raunverulegar
framkvæmdir, um nálægt
50%. Athyglisvert var, að
áformað var að skera hrað
brautaframkvæmdir minna
niður en vegi strjálbýlisins
Þessi áætlun var miðuð við
stóraukna tekjuöflun vega-
sjóðs, sem hlaut ekki af-
greiðslu á þingi vegna þing
rofsins. Því er allt í óvissu
um, hvort unnt verður að
vinna það litla, sem á að
gera í sumar af vegafram-
kvæmdum. Ðagur klórar í
bakkann með því að birta
nokkrar tölur og blandar
þar inn í almenna vegaáætl-
un ósamþykktri Norður-
Iandsáætlun, sem enn hef-
ur ekki verið aflað fjár til.
Þar er einnig urn að ræða
helmings niðurskurð að
raungildi miðað við þær
upphæðir, sem voru á vega
áætlun. Mergur málsins er
sá, að vegaframkvæmdir í
landinu eru einn þátturinn,
sem brennur í óðaverðbðlgu
bálinu. Þar blasir við algert
skipbrot eins og á öðrum
sviðum, þrátt fyrir allt góð-
ærið!
fallin að skaða málstað ís-
lands.
En þótt Einar Agústsson
sé nú svo stórorður um svik
Magnúsar Kjartanssonar, þá
er það síður en svo að Einari
sé umhugað um að losna við
áhrif þessa manns í ríkisstjórn,
nei, þvert á móti leggur Fram
sókanrflokkurinn á það mikla
áherzlu að vinstri stjórninni
verði haldið áfram.
Og til hvers á að halda
vinstri stjórninni áfram. Til
þess að knýja fram gegn vilja
þjóðarinnar, þ.á.m. meiri-
hluta hinna óbreyttu framsókn
armanna, brgytingar á varnar
og öryggismálum þjóðarinnar
Einar hafði þar enginn sam-
ráð við lýðræðisöflin í land-
inu, þvert á móti eru samnings
drög hans unnin í samvinnu
við Alþýðubandalagið, flokk,
sem Einar Agústsson sjálfur
segir, að ekki sé treystandi í
varnarmálum.
Einar vill halda áfram
vinstri stjórn til þess að vinna
áfram að landhelgismálinu
með kommúnistum. Þó hefur
meðframbjóðandi hans og for
maður utanríkisnefndar, Þór
arinn Þórarinsson lýst því
skýrt og skorinort yfir, að
kommúnistar hafi gert sitt í-
trasta þar til þess að spilla
fyrir „farsælli Iausn“ í þeim
eina tilgangi að reka fleig á
mill íslendinga og grannþjóða
þeirra.
*
Ltvarps-
umræður
í kvöld
Útvarpsumræður á Norður-
landi eystra verða í kvöld
fimmtudag, og hefjast klukk-
an átta. Röð flokkanna verð-
ur: Sjálfstæðisflokkur, Al-
þýðubandalag, Frjálslyndir og
vinstri menn, Framsóknar-
flokkur, Alþýðuflokkur og
Lýðræðisflokkur.
I
?
!
!
I
I
|
1
Ý
I
!
x
:
i
*
y
!
I
!
x
!
¥
í
I
x
y
y
1
I
I
|
1
!
!
I
!
|
X
!
I
?
y
y
•>
11
Erlendur í SÍS
Ólafur Jóh.
Trúa menn þessum
mönnum betur en
Tímanum, Þjóðvilj-
anum eða Degi
Forstjóri SÍS segir:
Það setur skugga á þjóðhátíðarárið, aö efnahagsmál þjóð-
arinnar eru komin í mikinn hnút .... Vandamálin eru
stór, þótt þau géu að miklu leyti heimatilbúin ....
Forsætisráðherra segir m. a.:
Við blasir háskaleg verðbólguþróun, sem stefnir atvinnu-
öryggi, lánstrausti þjóðarinnar erlendis og hagvexti í fram-
tíðinni í hættu.
Björn Jónsson, forseti ASÍ, segir:
Svo til allar frumatvinnugreinar þjóðarinnar, a. m. k.
þær, sem standa undir gjaldeyrisöfluninni, eru nú þegar
reknar með gífurlegum halla, verðbólgan stefnir í 40 til
50% á þessu ári, viðskiptahallinn í 7 til 8 milljarða halla
og ríkissjóð skortir 2 til 3 milljarða til þess að hann fái
staðið undir áætluðum útgjöldum. Þessu til viðbótar er
alkunnugt, að fjárfestingarsjóðirnir með tölu eru fjár-
vana og ófærir um að gegna sínu hlutverki og enn er Ijóst
að þorri ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja eru á gjaldþrots-
barmi. Það er því vissulega ekki að ófyrirsynju, að hinn
glöggi og sérstaklega orðvari hagrannsóknarstjóri, Jón
Sigurðsson, hefur lýst efnahagsástandinu með því stóra
orði: HÆTTUÁSTAND.
Tíminn, Þjóðviljinn og svo auðvitað Dagur litli á Ak-
ureyri hafa undanfarið gert lítið úr því að við vanda sé
að glíma í efnahagsmálum þjóðarinnar. Sannleikurinn er
þveröfugur við það sem þessi blöð vilja vera láta. —
Það er hættuástand í íslenskum efnahagsmálum, þrátt
fyrir að þjóðin hefur lifað mestu góðæri íslandssögunnar
að undanförnu.
t
Ý
Y
I
l
i
1
I
1
x
f
t
t
t
I
*
i
|
t
!
t
¥
¥
t
t
t
t
l* *** »*♦ •*« ♦*« .*♦