Íslendingur


Íslendingur - 27.06.1974, Qupperneq 7

Íslendingur - 27.06.1974, Qupperneq 7
Fréttabréf frá IMáttúru- lækningafélagi Akureyrar Á fundi Sambands Norðlenskra kvenna að Löngumýri í Skaga- firði í júní 1973, rakti Laufey Tryggvadóttir það helzta sem gerst hafði í heilsuhaslismálum N.L.F.A. Nú á 60 ára afmæli SiN.K. sem haldinjn var að Hrafnagilsskóla í Eyjafir'rð 10. —i—11. júní, fannst mér viðeig andi að fulltrúar fundarins, sem voru húsfreyjur úr öllum sýsl um Norðurlands, fengju að heyra hvað síðan hefur áunn- ist og hvernig málin standa í dag. Einnig sjálfsagt að hirta þessa greinargerð í fjölmiðl- um, svo allir sem vilja, geti fylgst með. í fyrrasumar og fram eftir vetri, var unnið að sölu happ- drættismiða á vegum Nártútu lækningafélags íslands. Voru tryggir samningar um það, að N.L.F.A. fengi helming ágóða, sem varð kr. 7—800,000,00. Er okk'ar hlutur í láni á fullum vöxtum hjá nýbyggingunni í Hveragerði, þar til hafin verður bygging hér fyrir norðan. Bas ar héldum við í haust, einnig hlutaveltu. Merkjasölu og kaffi sölu 9. og 10. marz sl. Dreifibréf voru send ýmsum fé’lagasamtökum á Norðurlandi, með beiðni um fjárframlög og liafa borizt mörg jákvæð svör. Upphæð sú er nú samtals kr 84.000,00. Sótt var um fjárveit ingar, bæði úr ríkissjóði og Menningarsjóði KEA. Úr Menn ingarsjóði fengum við í fyrra kr. 25.000,00. Á fjárlög Al- þingis komust við ekki og hafa þingmenn haft við orð, að ekkert myndi veitt, fyrr en framkvæmdir hæfust. Á aðalfundi N.L.F.A. í vetur, var kosin nefnd til að annast undirbúning byggingarfram- kvæmda. Er Ágúst Jónsson bygginganneistari framkvæmda stjóri þeirrar nefndar og hefur liann starfað ötullega að undan- förnu. 21. maí, komu 'tæknifræðing arnir Karl Omar og Sigurður Hermannsson norður, fóru út að Skjaldarvík til jarðvegs- rannsókna og er nú beðið eftir skýrslu þeirra, varðandi bezta stað fyrir hælið. Síðan verður gengið að því að fáum end anlegan úrskurð um hvort við landi á Þelamörk. Væntum þess fáum heita vatnið frá Lauga að Akureyrarbær kosti að veru legu leyti lögnina inneftir, á þeim forsendum, að Elliheimil- ið í Skjaldarvík geti notið henn ar., Ef ekki reynist unnt að komast að tryggum samningum varðandi þetta aðalartiði máls- ins, verðum við að velja hælinu annan stað. Nægir staðir bjóð ast á Norðurlandi og verðúr að nýta það sem hagkvæmast reynist. Nýlega var fundur í N.L.F.A. og mætti þar Árni Ásbjarnar- son forstjóri heilsuhælisins í Hveragerði. Var hann spurður hvort Náttúrulækningafélag ís- lands myndi ekki styrkja að verulegu leyti hælisbyggingu hér og svaraði hann á þá leið, að af ýmsum ástæðum, yrði að Ijúka vissum áfanga nýju vist álmunnar í Hveragerði, helst ekki seinna en árið 1976. Eftir það, mun N.L.F.Í. einbeita sér að hælisbyggingu hér og væri mikið atriði að fleiri deildir yrðu stofnaðar um landið, liyggja helzt svona hæli í öll um landsfjórðungum, sem svo yrðu rekinn undir einni yfir stjórn. Nú verða Norðlendingar að sameinast um að safna fé, svo hægt verði að hefjast handa, um leið og öli gögn liggja fyrir. Happdrætti er i undirbúningi og fáum við helmings ágóða eins og í fyrra. Er það okkur stór hagur, því margfaldir mögu leikar eru á sölu miða á Suð urlandi, miðað við Norðurland. N.L.F.A. hefur yfir að ráða •4—5 milljónum króna. Og er það vitaniega ekki nema eins og dropi í hafið, en lífsspursmál að nota það sem fyrst, þar sem verðbólgan vex hröðum skref- um, t.d hefur byggingarefni hækkað um 200% á tiltölulega skömmum tíma, að ógleymdum vinnulaunum. Á áðurnefndum fundi Sam- bands Norðlenskra kvenna, varð ég vör við, að konur töldu það mikinn vanza fyrir bæjarráð Ak ureyrar, að hafa sett þau skil- yrði fyrir fjárframlagi, að hæl inu yrði valinn staður í Eyja firði. Slíkar gjafir ættu að vera óháðar öllum skilyrðum. Þeim og öðrum sem hugsa á sama hátt, vil ég leyfa mér að benda á, að öll sveitarfélög og ein- staklingar sem boðið hafa staði undir hælið, hafa lofað fjár- stuðningi með sömu skilyrðum. Reykjahlíðarbændur voru fyrstir til að bjóða land og höfðu félög í Þingeyj arsýslu góð orð um fj árstuðning, ef staðurinn yrði þeginn. Sýslumaður Húnavatnssýslu skrifar 21. ágúst 1972, að vel kominn sé staður að Laugar- bakka í Miðfirði og muni sýsl an fjármagna fyrirtaskið að veru legu leyti, ef því ráði yrði horf’ ið. — Sýslumaður Skagafjarð arsýslu skrifar 2. júlí 1973. Bendir á 3 staði þar í sýslu og heitir fyrir hönd sýslunefndar, fjárstuðningi, verði staðurinn valinn í Skagafirði. Af þessum dæmum má sjá, að svipuð sj ónarmið giida alls staðar. Flestir hafa vafalaust lesið greinar Heimsi Hannessonar héraðsdómslögmanns, um heilsu ræktarmiðstöð. Hann heldur því réttilega fram, að ef hægt yrði að koma því til leiðar að slík miðstöð yrði staðsett á Norð- urlandi, mætti engin byggðatog streita spilla fyrir framgangi málsins. Vonandi verðum við ekki svö þröngsýn, að slík sjónarmið eyðileggi möguleika á að koma upp nauðsynlegri endurhæfing- arstöð, sem örugglega lengir líf og starfsgetu fjölda mnnas. Akureyri 21. júní 1974 Svanhildur Þorsteinsdóttir. Kjósendur, sem verðið fjarverandi á kjördag munið utankjörstaðar- atkvæðagreiðsluna x D Símar Sjálfstæðisflokksins á kjördegi Aðalskrifstofan í Sjálfstæðishúsinu Svæðisstjórar í Bílaafgreiðslan f Kaugvangsstræti 4 |fp| 22471 og 22472 22473 og 22475 22470 og 21504 m m 1 KJÖRSTAÐIJR við Alþingiskosningar, sem fram eiga að fara 30. þ. m., verður í Oddeyrarskólanum. Bænum hefur verið skipt í kjördeildir, sem hér segir: I. KJÖRDEILD: Aðalstræti, Akurgerði, Álfabyggð, Ásabyggð, Ás- hlíð, Ásvegur, Austurbyggð, Barðstún, Beyki- lundur, Byggðavegur, Birkilundur. II. KJÖRDEILD: Bjarkarstígur, Bjarmastígur, Brekkugata, Dals- gerði, Eiðsvallagata, Einholt, Einilundur, Eyrar- landsvegur, Eyrarvegur, Engimýri, Espilundur, Fjólugata, Fróðasund, Geislagata. III. KJÖRDEILD: Gilsbakkavegur, Gleráreyrar, Glerárgata, Goða- byggð, Gránufélagsgata, Grenivellir, Grundar- gata, Grundargeröi, Grænagata, Grænamýri, Háagerði, Hafnarstræti, Hamarstígur. IV. KJÖRDEILD: Hamragerði, Helgamagrastræti, Hjalteyrargata, Hlíðargata, Hólabraut, Hólsgerði, Holtagata, Hrafnagilsstræti, Hríseyjargata, Hvannavellir, Höfðahlíð, Kaldbaksgata, Kambagerði, ICambs- mýri, Kaupvangsstræti, Klapparstígur, Kleifar- gerði, Klettaborg, Klettagerði, Kotárgerði, Krabbastígur, Kringlumýri. V. KJÖRDEILD: Kvistagerði, Langahlíð, Langamýri, Langholt, Laugargata, Laxagata, Lerkilundur, Lyngholt, Lundargata, Lækjargata, Lögbergsgata, Miðhúsa vegur, Mýrarvegur, Munkaþverárstræti, Möðru- vallastræti, Norðurbyggð. VI. KJÖRDEILD: Norðurgata, Oddagata, Oddeyrargata, Ráðhús- stígur, Ráðhústorg, Ránargata, Rauðamýri, Reynilundur, Reynivellir, Skarðhlíð 1 til Skarðs- hlíð 21. VII. KJÖRDEILD: Skarðshlíð 23 til 40, Skipagata, Skólastígur, Snið gata, Sólvellir, Spítalavegur, Stafholt, Steinholt, Stekkjargerði, Stórholt, Strandgata, Suðurbyggð, Vanabyggð. VIII. KJÖRDEILD: Víðilundur, Víðimýri, Víðivellir, Þingvallastræti, Þórunnarstræti, Þverholt, Ægisgata, Býlin. Kjörfundur hefst kl. 9.00 árdegis og lýkur kl. 11.00 síðdegis. Akureyri, 24. júní 1974. KJÖRSTJÖRN AKUREYRAR. ÍSLENDINGUR - 7

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.